Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 17
I MQqqUþjBLAÐfÐ ,SU^U|PAGyRf3p, J^Ú^R,,lffll Hermenn í íraska alþýðuhernum, kröfum um aukið lýði-æði í fursta- dæmunum við Persaflóa. Ef Sabah-ættin kemst aftur til valda í Kúveit er talið að þar verði komið á þingbundinni furstastjórn. Heit- trúarmenn hafa eflzt { Norður- Afríku og stríðið getur aukið áhrif þeirra enn meir. Margir arabar hafa alizt upp við þjóðernisstefnu og andúð á zíon- isma og nýlendustefnu. í Saudi- Arabíu eru mestu helgidómar isl- ams og margir arabar töldu það auðmýkingu að vestrænt herlið var kvatt þangað til að verja landið og reka Iraka frá Kúveit. Bandaríkja- menn vona að skjótur sigur á Sadd- am muni efla hófsöm öfl í Araba- heiminum, en hafa verið sakaðir um óskhyggju. Þó hefur lítið borið á gagnrýni til dæmis í Egyptaland og Irökum hefur ekki tekizt að draga ísraelsmenn inn í átökin. Ovíst er þver eftirmaður Sadd- ams yrði í írak. Kúrdar kunna að reyna að tryggja sér sjálfstjórn í norðri og meirihluti sjíta í suðri. Reykjarbólstrar stíga upp af húsi varnarmálaráðuneytisins í Bagdad eftir loftárás bandamanna. Hugsanlegt er að yzti hluti hins fylkingarvængsins, við Persaflóa, verði tekinn með árás á landi, úr lofti og frá sjó. Það gæti reynzt árásaraðilanum dýrkeypt, en áætl- un Bandamanna um að umkringja óvininn með tangarsókn gefur færi á sókn inn á svæðið bak við vígstöðvamar og með slíkri sókn getur herlið Bandamanna einangr- að stærsta hluta íraska hersins, sem er í fremstu víglínu. Norman Schwartzkopf hershöfð- ingi, yfirmaður bandaríska liðsafl- ans, gefst þannig tækifæri til að halda írökum í skefjum á suðurvíg- stöðvunum um leið og hann beinir geysifjölmennu herliði Banda- manna að svæðinu bak við víglínu óvinarins. Ef hernaðaraðgerðum Bandamanna verður vel stjórnað, segir O’Neill, gæti þessi „napel- ónska áætlun“ orðið kennslubókar- dæmi um herstjómarlist á vígvell- inum í marga áratugi. Baráttan um olíuna Stríðið mun einnig hafa efna- hagsieg áhrif, enda snýst það í aðalatriðum um yfirráð yfir olíu og verður háð á olíusvæði. Styrjaldirn- ar í Kóreu og Víetnam höfðu mikil áhrif á efnahagsástandið í heimin- um. Möguleikar ríkja, sem réðu yfir náttúmauðlindum, jukust á miklum uppgangstíma eftir Kór- eustríðið. Lyndon B. Johnson neitaði að hækka skatta tii að standa straum af kostnaði vegna Víetnamstríðs- ins. Afleiðingin varð alvarleg verð- bólga, staða Bandaríkjanna í heim- inum veiktist og áætlanir um mikl- ar innanlandsumbætur voru skorn- ar niður. . Olíuverð hefur hækkað vegna deilunnar við Persaflóa og heldur áfram að hækka. Þó er ekki víst að olíuframleiðsla muni dragast svo mikið saman að það muni hafa veruleg áhrif á olíuverð til lang- frama, nema því aðeins að írakar finni einhver ráð til að ráðast á olíumannvirki Saudi-Araba. Meira máli skiptir í efnahagslegu tilliti hvaða áhrif deilan muni síðar hafa á almennt öryggi við Persaflóa. O’Neill bendir á að stríðið við Persaflóa muni hafa mikil áhrif á almenningsálitið í heiminum. Bush forseti muni ekki þurfa að óttast að almenningur fái óbeit á stríðinu meðan á því standi, ólíkt fyrirenn- urum sínum á árum styrjaldanna í Kóreu og Víetnam. En hann muni áreiðanlega verða að horfast í augu við slíka andúð að stríði loknu, nema því aðeins að herafli hans vinni skjótan og tiltölulega sárs- aukalausan sigur, sem kann að gerast, þótt varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hafí spáð öðru. Úttekt á stríðinu Að stríðinu loknu verður gerð á því rækileg og óvægin úttekt að sögn O’Neills. Yfirleitt verði menn búnir að jafna sig eftir átökin þeg- ar sú úttekt fari fram, en þá muni tölur um raunverulegt manntjón vega þyngra en ágizkanir nú. Sjónvarpsáhorfendur, einkum á Vesturlöndum, verði beðnir að bera saman upplýsingar um að þúsundir hafi fallið og mat á því hvað það hefði kostað að bíða unz refsiað- gerðirnar hefðu farið að hafa áhrif eða unz írakar sjáifir steyptu Sadd- am af stóli. Slíkur samanburður verður ekki að öllu leyti sanngjarn, en hann verður engu að síður gerður, af tilfinningaþunga og jafnvel mis- kunnarleysi, segir O’Neill. Nýir straumar muni hafa áhrif á al- menningsálitið og ný pólitísk vandamál raska ró forystumanna. Jafnvel þótt mannfall Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra verði lítið frá hernaðarlegu sjónar- miði — %, eða 2.500 fallnir, og 2%, eða 10.000 særðir — telur O’Neill að vestrænir kjósendur muni spyrja erfiðra spurninga. Athygli þeirra muni ekki aðeins beinast að því sem þá muni heyra sögunni til. Þeir muni einnig beina sjónum sínum fram á veg. Tugir milljóna Vesturlandabúa munu biðja um rök, sem réttlæti stefnu í varnarmálum, sem kostað hafi verulegt hlutfall af þjóðar- framleiðslunni og leitt til þess að þúsundum mannslífa hafí verið fórnað fyrir markmið, sem ef til vill hefði mátt tryggja með öðrum ráðum. Almenningur órólegur O’Neill telur ekki líklegt að stríðið við Persaflóa verði vatn á myllu friðarsinna, þar sem grimmd Saddams verði mönnum enn í fersku minni. En á sama hátt og í Kóreu- og Víetnamstríðinu verði almenningur tregari til að sam- þykkja fleiri álíka skuldbindingar. Hann spyr hvað verða muni um hugmyndina um sameiginlegt ör- yggi Vesturlanda og segir að mun erfiðara verði fyrir NATO að gegna nýju hlutverki utan bandalagssvæð- isins en áður. Umheimurinn fær greinileg skiiaboð að hans sögn: „Ef þið lend- ið í hernaðarlegu klandri ættuð þið að bjarga ykkur út úr því sjálfir, að minnsta kosti hvað bardaga- sveitir snertir." Vestræn ríki kunni að veita ráðleggingar, leynilegar upplýsingar um óvini og tækniað- stoð. Þau verði hins vegar afar treg til að fórna lífi eigin borgara, nema beinlínis í þeim tilgangi að tryggja varnir gegn árás, sem beinist gegn eigin yfirráðasvæði. Viðbrögð almennings í Banda- Bresku hermennimir Ton Johnsson og Andy Calmer á vaktinni í eyðimörkinni. ríkjunum við mannfalljnu í Persa- flóastríðinu verða líklega enn harkalegri, því að þeir sem falla verða að langmestu leyti Banda- ríkjamenn. Að minnsta kosti geYir Ó’Neill ráð fyrir því, ef beita þurfi landherliðinu. „Hvað erum við að gera?“ muni margir spyija að stríði loknu, „af hveiju verðum við að þola þetta mannfall, þótt Evrópu- menn séu miklu háðari friði við Persaflóa en við? Hvers vegna skyldum við hafa herlið í Evrópu, nú þegar dregið hefur úr sovézku hættunni?" * Að dómi O’Neills má vera að við- brögð bandamanna Bandaríkjanna í Arabaheiminum verði ekki eins hávær, ef gengið sé út frá því að mannfall verði lítið. En þegar mesta spennan verði liðin hjá muni marg- ir arabar draga í efa að viturlegt hafi verið að standá svo þétt við hlið verndara ísraelsmanna. Ef Saddam verði sigraður verði hugmyndir um hann jákvæðari, ekki sízt ef hann falli. „Hvað gerð- um við?“ og „Hvers vegna gerðum við þetta?“ muni margir spyija leið- toga sína, þegar órói og kvíði geri vart við sig í opinberum umræðum. Slíkt andrúmsloft muni torvelda til- raunir til að koma á fót nýju öryggi- skerfí — „arabísku NATO“ — sem samrýmist vestrænum hagsmun- um. Pólitískt umrót Fréttir herma að líklegt sé að vestrænt herlið verði við Persaflóa í nokkur ár að stríði loknu. Fahd konungi kann hins vegar að reyn- ast erfitt að standa gegn kröfum um brottför þess, en Bandaríkja- menn munu líklega koma sér upp hernaðaraðstöðu í Saudi-Arabíu. Búast má við lengri dvöi vestræns herliðs í Kúveit. Stjórnarerindrekar og sérfræð- ingar spá pólitísku umróti og ofsa- fengnum mótmælum gegn Vestur- löndum. Þeir telja að stríðið muni ýta undir hryðjuverk og efla isl- amska bókstafstrú í arabaheimin- um. Búizt er við ótryggu ástandi í Irak, Jórdaníu og Norður-Afríku og Þá kynnu Sýrlendingar, Tyrkir og íranar að freistast til að skerast í leikinn. Hryðjuverkaherferð? Hussein Jórdaníukonungur hefur varað Bandaríkjamenn við því að þeir kunni að vinna orrustuna gegn Irökum en tapa Arabaheiminum. Staða hans sjálfs hefur veikzt. Stuðningur hans við Saddam hefur aukið vinsældir hans heima fyrir, én vakið gremju í Saudi-Arabíu og furstadæmunum. Þó er talið skárra að hann haldi völdunum en að bók- stafstrúarmenn eða Palestínumenn verði allsráðandi. Áður en stríðið hófst hvatti einn æðsti leiðtogi PLO stuðningsmenn samtakanna til að „heija skothríð á bandaríska óvininn alls staðax". Víða hefur verið gripið til varúðar- ráðstafana. Búizt hefur verið við að hryðjuverkamenn ráðist fyrst á farþegaflugvélar eða vestræn og saudi-arabísk skotmörk í Miðaust- urlöndum. Hryðjuverkaherferð eins og í París 1986 er ekki útilokuð. Að sögn O’Neills mun sigur án verulegs mannfalls leiða til þess að Bandaríkjamenn hljóti lof, að minnsta kosti um tíma, og Bush mun hækka í áliti eins og Margaret Thatcher eftir Falklandseyjastríðið 1982. En óvíst er hve mikið mann- fall verður. Ef Saddam drægi her sinn skyndilega frá Kúveit mundi það draga úr mannfalli og koma Bush í opna skjöldu. Ef þetta mundi ger- ast telur O’Neill að almenningsálitið á Vesturlöndum mundi gagnrýna Bush fyrir að draga saman geysi- fjölmennt lið við Persaflóa, þótt iíkur á því að hann gæti beitt því væru alls ekki öruggar. Þannig mun stríðið við Persaflóa hafa afdrifaríkar afleiðingar líkt og styijaldirnar í Kóreu og Víetnam á sínum tíma. Fjörutíu ár eru síðan Kóreu var skipt í tvö ríki og öng- þveiti hefur ríkt í Indókína jafnvel enn lengur. Búizt er við löngu óvissutímabili eftir stríðið við Pers- aflóa meðan nýju öryggiskerfi verði komið á fót í þessum heimshluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.