Morgunblaðið - 20.01.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.01.1991, Qupperneq 18
18 MoMjNBLAÐÍÐ SÚNNUDÁGÚR :20. JÁÍifÖÁR 1991' * 40 Irakar felldir í átökum í Kúveit Khafji. Reuter. TALIÐ er að 40 íraskir hermenn í Kúveit hafi verið felldir í árás á þá úr bandarískum flugvélum og þyrlum á föstu- dag, að sögn yfirmanna landgöngusveita bandaríska flot- ans á Persaflóasvæðinu. Að sögn yfirmanns landgöngu- sveitanna særðust fjórir Banda- ríkjamenn eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum þegar íraskt stór- skotalið skaut á bandaríska land- gönguliða nálægt saudi-arabíska landamærabænum Khafji. Áður höfðu þrír Bandaríkjamenn særst í skotbardögum við landamærin. Tvær A-10 flugvélar bandaríska flughersins réðust á skotmörk íraska liðsins í Kúveit á föstudags- morgun. Landgönguliðar sögðu að u.þ.b. 30 írakar hefðu fallið og byssur þeirra verið stórskemmdar. írakar hefðu svarað skotárásum en ekki hæft. í annarri árás hæfðu bandarísk Cobra-þyrluvirki íraskar sprengju- vörpur í Kúveit með Tow-flug- skeytum. Tvær sprengjuvörpur voru eyðilagðar og u.þ.b. 10 írak- ar felldir, að sögn landgönguliða. Engum skotum var skotið að þyrl- unum. íraskir hermenn skutu á land- gönguliða sem voru á eftirlitsferð nálægt landamærum Kúveit. Þeir hörfuðu án þess að skjóta til baka og enginn særðist. Irakar eyði- lögðu olíutanka og vatnshreinsun- arstöð nálægt Khafji í stór- skotahríð. Franskar Jagúar-þotur gerðu sprengjuárás á hergagnageymslur íraka um 30 km fyrir sunnan Kúveitborg snemma í gærmorgun, annan daginn í röð. Franska varn- armálaráðuneytið tilkynnti að 12 Jagúar-þotur hefðu varpað Palest- ínumenn hvattir til Nikósíu. Reuter. FORINGI palestínskrar hryðju- verkahreyfingar, sem stóð fyrir árás á ítalskt farþegaskip árið 1985, skoraði í gær á Palestínu- menn á hernumdu svæðunum í Israel að ráðast gegn öllu, sem tengdist hagsmunum Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra. Áskorun Abus Abbas, foringja PLF-hreyfingarinnar, sem írakar styðja, var flutt í Bagdadútvarpinu en þar voru Palestínumenn í Israel hvattir til að grípa til vopna gegn bandamönnum. „Iraskar eldflaugar lentu á Tel Aviv í dag og á morgun mun fylk- ing hinna trúuðu ná til Jerúsalem, höfuðborgar Palestínu, og frelsa hana úr klóm zíonismans. Þá mun aftur ríkja friður um allan heim,“ ságði í ásköfúninniT” ‘ árása sprengjum á geymsluna og þvínæst snúið heilu og höldnu til bækistöðva sinna. Bagdad illa leikin Reuter Loftárásir fjölþjóðahersins á skotmörk í Bagdad hafa einkennst af því að nákvæmni flugmannanna er með ólíkindum. Einstakar byggingar sem gegna mikilvægu hernaðarhlutverki hafa verið lagðar í rúst en íbúðarhverfi hafa að mestu leyti sloppið við skemmdir. Taugaálag á íbúana er þó mikið, raf- magnsleysi veldur óþægindum og verslanir hafa verið lokaðar frá því stríðið hófst. Þetta hús í mið- borginni stórskemmdist fyrstu árásarnóttina en ekki er vitað hvaða starfsemi fór þar fram. Stanslausar næt- urárásir á Bagdad Iraksstjórn biður erlenda fréttamenn að yfirgefa landið London. Reuter, Daily 'lelegraph. FJOLDA Tomahawk-stýriflauga var skotið á hernaðarlega mikilvæg skotmörk íraka í gær auk þess sem fylkingar flugvéla fjölþjóðlega herliðsins gerðu stanslausar árásir. Að sögn breskra fréttamanna var gerð hröð hríð að höfuð- borg Iraks, Bagdad, sl. nótt. Líklegt er að B-52 sprengju- flugvélum hafi verið beitt í ,Ég sé líka að verið er að gera mikla eldflaugaárás á það sem fjöl- þjóðaherliðið kallar mikilvæg hern- aðarskotmörk," sagði Brent Sadler, fréttamaður bresku sjónvarpsstöðv- arinnar ITN. Hann sagðist telja að eínhverjar árásanna hefðu verið gerðar af B-52 sprengjuflugvélum en skýrði ekki frá því hvaða tjóni árásirnar hefðu valdið í borginni. Þess skal getið að írösk stjórnvöld sumum arasunum. hófu fljótlega að ritskoða allar frétt- ir af atburðunum og einnig hefur eftirlit með fréttaflutningi verið hert af hálfu andstæðinga þeirra. John Simpson, fréttamaður breska útvarpsins BBC í Bagdad, skýrði svo frá því í gærmorgun að þarlend stjórnvöld hefðu beðið alla erlenda fréttamenn að yfirgefa landið um hríð en þeir mættu skilja eftir bún- að sinn. Sagt hefði verið að aðeins TILRAUNASTOÐVAR LÍFEFNAVOPNA SÝRLAND SAMARRA ÍRAN ÍRAK MLMAN PAK SAUDj- * ARABIA x. 0 300 KÚVEITV km SPERÐILSYKI Orverueitur Bróðsmilondi matoreitrun, sem veldur uppköstum, niöurgangi, sjóntruflunum og lömun. Til eru 43 lífefnavopn í fimm flokkum: veirur, dreifkjörnungar, sveppir, aerlar, og örverueitur. Njójn hefur borist afþví til Vesturlanda ao Irakar vinni að framleiðslu miltisbrands, taugaveiki, kóleru, sperðilsýkils og sveppaeifur. SVEPPAEITRUN Sveppir fómorlöm smitosl við oó ondo TAUGAVEIKI oó sér gróom, en s(úkdóms- DMjmuw einkenni eru öndunorerfið- Sýking i meltingorvegi ósomt Ll'litMÍIgM- sótthita, bólgu í eitlum og milta, þarmasórum og dílum ó húð. MILTISBRANDUR Cerlar Gró myndost í HóS, lungum og þörmum og smltost menn í gegh um sór, rofnö húð eðo , meó þvi oð ondo oó sér sýklu ryki. KOLERA Veirur Sýking í meltingorvegi og hrott og mikið vökvotoþ leggjo fórnorlömb of veUl. yrðu nokkra daga að ræða og gætu fréttamennirnir farið til Amman í Jórdaníu. Talsmaður yfirvalda hefði tekið fram að ástæðan væri ekki óánægja með störf fréttamannanna heldur væru „aðstæður ekki nógu góðar.“ Stýriflaugum var skotið frá bandarískum orrustuskipum á norð- urhluta Persaflóa snemma dags í gær að sögn fréttamanns ITN, Mic- haels Nicholsons, sem er um borð í breska tundurspillinum Gloucest- er. Hann sagði að orrustu- og sprengjuþotur með bækistöðvar í Saudi-Arabíu og frá bandarískum flugvélamóðurskipum hefðu gert fjölmargar árásir á skotmörk í Irak og Kúveit. „Ratsjárskjáirnir í stjórnstöð skipsins eru þaktar depl- um þegar flugsveitrnar fara yfir okkur á leið til íraks,“ sagði hann. Hann taldi þó að árásirnar hefðu ekki verið jafn ákafar og fyrstu styijaldarnóttina. „Þetta er ekki eins og múrbrjótur, árásirnar munu fremur beinast að nákvæmlega skil- greindum skotmörkum," hafði Nic- holson eftir háttsettum foringja á skipinu. Hann sagði að eitt af skot- mörkunum yrði með vissu herflug- völlurinn við Shuaiba í norð-austur- hluta Iraks en þar er talið að stjórn Saddams Husseins eigi enn all- margar MiG- og Mirageþotur. Blaðið Daily Telegraph skýrir frá því að breskar Tornado-F3 orrustu- þotur hafi á föstudag hrakið á brott íraskar orrustuþotur yfir Kúveit sem ráðist höfðu gegn bandarískum A-10 þotum. Þær eru sérhannaðar til árása á skriðdreka en seinfærar og geta lítt varið sig í loftbardög- um. Bresku þoturnar urðu að snúa við vegna eldsneytisskorts áður en þær náðu að granda írösku þotun- um. Ekki er vitað hvaðan írösku þoturnar komu en atburðurinn sýn- ir glöggt að írakar hafa enn ein- hveijar flugvélar til taks þrátt fyrir gífurlegar árásir á stöðvar þeirra. Tekist hefur að gera flesta herflug- velli Iraka ónothæfa en vitað var að hluti flugflotans var geymdur í traustum neðanjarðarbyrgjum. Mjög langan tíma tekur að eyði- leggja flugbrautir írösku herflug- vallanna vegna þess hve langar og breiðar þær eru. Aul þess geta her- þotur notað breiða þjóðvegi sem flugbrautir. Tundurdufl íraka, sem sum hafa losnað frá festingum sínum við strendur Kúveits, ógna herskipum á flóanum. Nichoison sagði að ár- vökull skipveiji hefði á síðustu stundu komið í veg fyrir að Glouc- ester yrði fyrir dufli sem minnstu munaði að lenti á bakborðssíðu skipsins. Bandarísk sprengjusveit sá síðan um að eyða duflinu. Irakar loka flótta- leiðinni til Irans Nikosíu. Reuter. ÍRÖNSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær, laugardag, að írakar væru farnir að meina fólki að flýja yfir landamærin til Irans. íranska fréttastofan IRNA sagði að íraskir borgarar væru hættir að koma til íranska landamærabæjar- ins Khosravi, um 160 km norðaust- ur af Bagdad. „Embættismenn í Khosravi telja að íraskir landa- mæraverðir leggi nú áherslu á að írakar flýi ekki landið,“ sagði IRNA. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna í Genf skýrðu frá því á föstu- dag að 8.000 írakar hefðu farið yfir landamærin til írans. Jafn margir Egyptar hefðu komið til Jórdaníu, en miklu færri flúið stríðið en búist hefði verið við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.