Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.01.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNÓDAGUR20. JANÚAR 19,91 25 ATVINNUA/ JCAt YCIKICAAR Laust starf Starfsmaður í félagsmiðstöð unglinga Félagsmálaráð Sauðárkróks auglýsir hér með starf í félagsmiðstöð unglinga, sem verður starfrækt í félagsaðstöðunni í Grettis- bæli í gagnfræðaskólanum. Um er að ræða nýtt- starf. Viðkomandi starfsmaður verður að geta hafið störf sem fyrst. Félagsmálastjóri veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, ber að koma til félagsmála- stjóra, bæjarskrifstofu v/Faxatorg. Umsóknarfresturinn er framlengdur til 31. janúar. Félagsmálastjóri. Sálfræðingur Styrktarfélag vangefinna óskar eftir að ráða sálfræðing í hálfa stöðu. Félagið rekur umfangsmiklaog víðtæka þjón- ustu fyrir vangefna. Á vegum þess eru m.a. dagvistarstofnanir, verndaður vinnustaður, skammtímavistanir og sambýli af mismun- andi gerðum. Hjá félaginu starfa ýmsir fagaðilar s.s. fé- lagsráðgjafar, læknar og þroskaþjálfar. Starf sálfræðings felst aðallega í stuðningi, meðferð og ráðgjöf við íbúa og starfsfólk á sambýlum félagsins. Frekari upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri í síma 15825 á milli ki. 8.30 og 10.00 næstu daga. Styrktarfélag vangefinna. Forstöðumaður byggingavörudeild Óskum að ráða forstöðumann til starfa hjá stóru deildaskiptu iðnaðar- og verslunarfyrir- tæki. Starfssvið: Erlend og innlend viðskiptasam- bönd. Mannaforráð 60-70 starfsmenn. Áætlanagerð, sölustjórnun og eftirlit með innkaupum. Við leitum að manni með menntun tengda byggingaiðnaði. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og geta starfað sjálfstætt og skipulega. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi innsýn í rekstur fyrirtækja og þekkingu á byggingateikningum. Fyrirtækið er traust og vaxandi, sem býður starfsfólki sínu góða starfsaðstöðu og mögu- leika innan fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Forstöðumaður 45“, fyrir 26. janúar nk. Hagvangurhf Grensósvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Atvinnurekendur 25 ára gamall kennari óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Lysthafendur sendi tilboð á auglýsingadeild Mbl. merkt: „T - 6743“. RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið óskar að ráða rafmagnsverk- fræðing á veikstraumssviði til starfa í tækni- deild. Starfið tengist aðallega dreifikerfum Útvarps og Sjónvarps. Verkfræðingurinn mun annast samskipti við Póst- og síma- málastofnun, sem er rekstrar- og fram- kvæmdaaðili dreifikerfisins. Sérmenntun á sviði radíótækni er æskileg ásamt starfs- reynslu. Nánari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri tæknideildar í síma 91- 693000. Laun eru í samræmi við launakjör starfs- manna ríkisins. Umsóknum skal skilað til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 5. febrúar 1991 á eyðublöðum sem þar fást. Skrifstofustarf Skrifstofa landlæknísembættisins óskar eftir skrifstofumanni til afleysinga frá og með 1. apríl nk. og fram á mitt ár 1992. Starfið felst í símvörslu og almennum skrif- stofustörfum. Eiginhandarumsókn, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmæl- um, sendist skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 28. janúar nk. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri embættisins. Landlæknir. Kerfisfræðingar - forritarar Við hjá EIMSKIP leitum nú að áhugasömum starfsmönnum til starfa í tölvudeild fyrirtæk- isins. Upplýsingakerfi EIMSKIPS eru notuð bæði á íslandi og erlendis. Hugbúnaðurinn, sem nær til flestra þátta í starfsemi fyrirtækisins, er hannaður af starfsmönnum tölvudeildar. Við notum RPGIII og SQL forritunarmál. Tölvu- umhverfið er byggt upp af IBM AS/400 tölv- um, sem tengdar eru saman með X-25 gagnaflutningsnetinu. Útstöðvar eru um 300 talsins. Við sækjumst eftir: ★ Reynslu f kerfishönnun og/eða forritun ★ Þekkingu af AS/400 tölvuumhverfinu. ★ Þekkingu á fjarvinnslu. ★ Áhugasömu fólki, sem er reiðubúið til að leggja sig fram. Þeir, sem hafa áhuga á að starfa með okk- ur, leggi vinsamlegast inn umsókn til starfs- mannahalds EIMSKIPS í Pósthússtræti 2 fyrir 25. janúar nk. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ Iðnrekstrarfræðingur Iðnrekstrarfræðingur á framleiðslusviði óskar eftir góðu vel launuðu starfi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „J - 6744“ fyrir 1. febr. Þjónusta við tölvur Vegna aukinna umsvifa leitum .við nú að nýjum starfsmönnum í þjónustudeild. Við erum að leita að rafeindavirkjum, tölvuð- um eða mönnum/konum með sambærilega menntun. Við viljum ráða starfsmenn sem: - Eru jákvæðir. - Hafa áhuga á starfi sínu. - Sýna frumkvæði. - Hafa góða þekkingu á stórum tölvum og smáum. Við bjóðum: - Góð vinnuskilyrði. - Góðan starfsanda. - Fjölbreytt starf. - Góð laun fyrir hæfa starfsmenn. Upplýsingar veitir Jón Kristinn Jensson. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Skeifunni 17. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi sunnu- daginn 28. janúar 1991. Örtölvutækni hf., selur, setur upp og þjónust- ar tölvubúnað frá mörgum viðurkenndum aðilum svo sem Hewlett Packard, Tulip, SynOptics o.fl. H ÖRTÖLVUT7EKNI M Þúsundþjalasmiður! Traust iðnaðar- og innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða járniðnaðarmann eða mann vanan vélum. Sóst er eftir manni til að hafa yfirumsjón með sérhæfðri fram- leiðsluvél. Æskilegur aldur er 35-55 ára. Skriflegar umsóknir óskast sendar auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „J - 12588“ fyrir mánaðamót. Atvinna óskast 21 árs Verslunarskólastúdent af hagfræði- braut óskar eftir góðri vinnu strax. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 666886. j|j PAGVI8T BABNA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dag- vistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Gullborg, Rekagranda 14, s. 686351 AUSTURBÆR Lækjarborg, v/Leirulæk, s. 622455 BREIÐHOLT Bakki, skóladagh. Blöndubakka s. 78520. ...................... ""

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.