Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
17. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Irakar flytja stríðsfanga sína til hugsanlegra skotmarka fjölþjóðahersins:
Bush segir stríðsglæpi íraka
engin áhrif hafa á loftárásirnar
Nikosíu, Washington, Lundúnum, Dhahran, Damaskus. Reuter, Daily Telegraph.
IRAKAR sögðust í gær hafa flutt stríðsfanga sína úr fjölþjóðahernum
við Persaflóa til hernaðarmannvirkja, sem herinn leggur áherslu á
að eyðileggja í loftárásum. Bandarísk og bresk stjórnvöld fordæmdu
meðferð Iraka á föngunum og sökuðu þá um stríðsglæpi. John Maj-
or, forsætisráðherra Bretlands, sagði að íraskir stríðsglæpamenn
yrðu leiddir fyrir rétt og George Bush Bandaríkjaforseti lét þau orð
falla að framferði Iraka gagnvart föngunum breytti í engu hernaðar-
aðgerðum fjölþjóðahersins.
Talsmaður Irakshers sagði að
ákveðið hefði verið að senda rúmlega
tuttugu flugménn, sem írakar hefðu
tekið til fanga, til mikilvægra hern-
aðarmannvirkja og annarra hugsan-
legra. skotmarka í írak. Hann bætti
við að Irakar beittu stríðsföngunum
sem skjöldum vegna þess að fjöl-
þjóðaherinn hefði gert loftárásir á
íbúðarhverfi í írak.
George Bush sagði almenning í
Bandaríkjunum reiðan írökum
vegna framferðis þeirra gagnvart
flugmönnunum, en bætti við að þetta
hefði engin áhrif .'á hernaðaraðgerðir
fjölþjóðahersins. John Major, forsæt-
isráðherra Bretlands, lét svo um-
mælt að aðgerðir íraka væru ómann-
úðlegar og brytu í bága við Genfar-
sáttmálann um meðferð stríðsfanga.
Tom King, varnarmálaráðherra
Bretlands, sakaði Iraka um að hafa
pyntað stríðsfanga og neytt þá til
að fordæma árásir fjölþjóðahersins
opinberlega. Sjónvarpið í Bagdad
hafði sýnt „viðtöl“ við sjö illa út-
leikna flugmenn úr fjölþjóðahernum.
Talið er að þeim hafi verið misþyrmt
og verið undir áhrifum lyfja.
Sprengjuþotur íjölþjóðahersins
fóru í gær í fylkingum frá herflug-
völlum í Tyrklandi, Saudi-Arabíu og
öðrum löndum við Persaflóa til að
bijóta niður loftvarnir íraka og eyði-
leggja eldflaugaskotpalla þeirra.
Norman Schwarzkopf hershöfðingi,
yfirmaður bandaríska heraflans við
Persaflóa, sagði að herinn hefði
áætlað fyrir stríðið að írakar ættu
30 fasta skotpalla fyrir Scud-eld-
flaugar og 20 hreyfanlega. Pjöl-
þjóðaherinn hefði eyðilagt alla föstu
skotpallana og allt að sextán hreyf-
anlega.
Fréttaritari Reuters við framvarð-
arlínuna í Saudi-Arabíu sagði að
verið væri að flytja hermenn fjöl-
þjóðahersins til landamæranna að
Kúveit til að undirbúa hugsanlega
innrás í landið.
Framleiðendur Patriot-flugskeyt-
anna, sem grönduðu níu eidflaugum
yfir Saudi-Arabíu á sunnudagskvöld,
skýrðu frá því í gærkvöldi að Banda-
ríkjastjórn hefði farið þess á leit að
framleiðslu þeirra yrði hraðað. Unn-
ið væri á þrískiptum vöktum til að
anna eftirspurninni og fresta hefði
þurft því að afgreiða pöntun stjórn-
arinnar í Saudi-Arabíu.
írakar halda því fram að þeir
hafi skotið niður 160 þotur fjölþjóða-
hersins en yfirmenn hersins segjast
aðeins hafa misst sautján og þar af
hafi þijár hrapað af öðrum ástæðum.
Sjá fréttir af stríðinu við Persa-
flóa á bls. 21-23.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Sjálfboðaliðar, sem hyggjast verja þinghúsið í hjarta Rigu, orna sér við elda í frostinu. Sífellt er
haldið áfram að styrkja víggirðingar við þinghúsin í höfuðborgum Eystrasalisríkjanna þriggja.
Reuter
Haraldur konung-
ur kemur til ríkis
Haraldur ríkisarfi í Noregi tók
formlega við konungdæmi í
Noregi í gær er hann sór þingi
landsins hollustu sína, ,en kon-
ungur með þessu nafni hefur
ekki ríkt í Noregi frá því á
víkingaöld. Myndin var tekin
af hjónunum eftir athöfnina.
Viðbrögð umheimsins við átökunum í Lettlandi:
Ofbeldisverk sovéska her-
liðsins harðlega fordæmd
Brussel, Washington. Reuter og Daily Telegraph.
Evrópubandalagið fordæmdi í gær ofbeldisverk sovéskra hermanna
í Rigu, höfuðborg Lettlands, á sunnudagskvöld og heimildarmenn í
aðalstöðvum bandalagsins í Brussel sögðu að viðræðum við Moskvu-
stjórnina um samvinnu á sviði efnahags- og tæknimála yrði e.t.v.
hætt. George Bush Bandaríkjaforseti hvatti sovéska leiðtoga til að
beita ekki valdi í Eystrasaltsríkjunum og sagðist hafa vaxandi áhyggj-
ur af ofbeldinu sem beitt væri gegn sjálfstæðishreyfingum landanna.
A.m.k. fjórir féllu og tiu særðust er sovésku hermennirnir hertóku
innanríkisráðuneyti Lettlands, að sögn til að leita að vopnum.
Mbrðin í Ríga
uómkirkjo uA(„i /
Anatolijs Gorbunovs, forseti
landsins, slapp naumlega út um bak-
dyr hótels í grennd við ráðuneytið
og gegnum kúlnahríð er svarthúf-
urnar hófu árásina með því að skjóta
af handahófi á næstu hús. Lögreglu-
menn í ráðuneytinu voru fljótlega
ofurliði bornir enda fáir og lítt vopn-
um búnir. Svarthúfurnar yfirgáfu
húsið um nóttina.
Fjölmargar ríkisstjórnir, þ. á m.
þýska stjórnin, liafa fordæmt ofbeld-
isverkin. Sagði talsmaður stjórn-
valda í Bonn, Dieter Vogel, að beðið
væri niðurstöðu rannsóknar sem
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
hefði fyrirskipað á aðdraganda
morðanna í Vilnius og Þjóðveijar
„áskildu sér allan rétt til aðgerða".
Yfirmaður svarthúfanna, sem eru
úiwalssveitir sovéska innanríkisríkis-
ráðuneytisins, er Borís Pugo inn-
anríkisráðherra. Pugo fordæmdi að-
gerðirnar í Rigu í samtali við lettn-
eska innanríkisráðherrann, Alois
„ Dómkirkja Hóte)
V iwswku LettlandU^/
relttrunaoar- ' yy
kirkjunnar
Póst- /y*
húsið V\ J Innan-
ríkis-
ráðuneytiö
LETT- i
v " 1 LAND
UTHÁEN V r
Vasnis, í gær. Vasnis sagðist ekki
trúa staðliæfingum Pugos þess efnis
að hann hefði ekki stjórn á svart-
húfusveitunum.
Lettneska þingið hefur ákveðið
að stofna eigin, vopnaðar varnar-
sveitir og hvetja unga menn, sem
neita að gegna herþjónustu í Rauða
hernum, til að ganga í sveitirnar.
Ilmars Richers, aðstoðarforsætis-
ráðherra Lettlands, sagði á frétta-
mannafundi í Moskvu að stjórnvöld
í Rigu krefðust þess að svarthúfurn-
ar yrðu kvaddar á brott frá landinu.
Hann sagðist ekki hlynntur refsiað-
gerðum af hálfu vestrænna ríkja.
„Alla nóttina hafa Moskvubúar,
Rússar og fólk af öðru þjóðerni
hringt til okkar til að láta í ljós sam-
stöðu ogstuðning. Égóttast að refs-
iaðgerðir muni einnig bitna á þessu
fólki.“
Sjá fréttir á bls. 2, 20, miðopini
og baksíðu.