Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22, JANUAR 1991
HLUTLEYSI, POLI-
TÍK OG LÖGFRÆÐI
eftir Hróbjart
Jónatansson
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður ritar í Morg-
unblaðið þann 4. janúar síðastliðfnn.
Tilefnið var greinar sem undirritað-
ur og Jón Sveinsson hdl. rituðu í
Morgunblaðið skömmu fyrir jól og
fjölluðu um bráðabirgðalögin um-
deildu frá því sl. sumar. Skrif Jóns
S. Gunnlaugssonar bera það með
séi' að hann taki til sín gagnrýni
mína þess efnis að umræða um lög-
mæti bráðabirgðalaganna væri um
of lituð af pólitískum deilum. Slíkt
er í sjálfu sér eðlilegt enda hefur
hann ekki legið opinberlega á af-
dráttarlausri skoðun sinni um ólög-
mæti hinna umdeildu bráðabirgða-
laga. Þess vegna kom það mér ekki
á óvart að Jón S. Gunnlaugsson
myndi leggja orð í belg í þessari
umræðu. Það sem mér kom hins-
vegar á óvart í skrifum Jóns er það
hvernig hann setur fram aðfinnslur
sínar við efni greinar minnar og
Jóns Sveinssonar. Greinilegt er af
skrifum Jóns S. Gunnlaugssonar
að hann tekur skoðanir mínar
óstinnt upp. Að mínu áliti skortir
umfjöllun Jóns S. faglegt umburð-
BRÉFA- 1
BINDIN 1
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. 2
Múlalundur
'I SÍMI: 62 84 50
1N
'ij
Wt
11>:
VILT ÞU
KYNNAST STARFSEMI
RAUÐA KROSSINS?
Langar þig til að starfa fyrir Rauða
krossinn, innanlands eða
á alþjóðavettvangi?
Kynningarnámskeið (Grunnnámskeið 1) fyrir
ungt og áhugasamt fólk verður haldið dagana
25., 28., 30. jan., 2. og 3. febr. nk.
Dagskrá:
1. Ungmennastarf Rauða kross íslands.
2. Starfsemi Rauða kross íslands,
innanlands og á alþjóðavettvangi.
3. Málefni flóttamanna.
4. Framtíðarverkefni.
Námskeiðið hefst kl. 20.00 fyrstu þrjú kvöldin og
endar með helgardvöl fyrir utan borgina, frá
laugardegi og fram á sunnudag.
Námskeiðsstaður: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík.
Skráning og nánari upplýsingar geínar á skrifstofu ”
Rauða kross íslands í síma 26722 (Ólafur).
Ekkert þátttökugjald.
Allt áhugafólk velkomið.
Ungmennahreyfing
Rauða kross íslands
arlyndi og verður, fyrir bragðið,
ekki lögfræðilega sannfærandi og
á köflum jafnvel ómálefnaleg
(pólitísk?). Grípur Jón S. Gunn-
laugsson m.a. til þess óyndisúrræð-
is að gera undirrituðum upp annar-
legan tilgang með skrifum á téðri
blaðagrein. Er þetta síðastnefnda
einkum kveikjan að skrifum mínum
nú enda þó ég ætli mér ekki að
stunda ómálefnalega þrætubókar-
list á síðum blaðsins.
í greininni, sem rituð er af nokkr-
um þjósti, talar Jón S. Gunnlaugs-
son niður til okkar Jón Sveinssonar
hdl. og finnst innlegg okkar í um-
ræðuna „ruglandi" og „vegið og
léttvægt fundið". Virðist Jón S. viss
í sinni afstöðu og umlíður ekki þær
skoðanir okkar Jóns Sveinssonar
sem hann gerir að umtalsefni. Hins-
vegar skortir nokkuð á, að mínu
mati, að fullyrðingar hans um ólög-
mæti lagasetningarinnar standist
að öllu leyti lögfræðilega svo óyggj-
andi sé.
Skilyrði 28. gr.
stj órnarskrárinnar
Jón S. Gunnlaugsson heldur því
fram að skilyrði 28. gr. hafi ekki
verið uppfyilt við útgáfu bráða-
birgðalaganna og það stafi
....Öðru fremur af því að öll at-
vikin sem urðu tilefni setningar lag-
anna lágu fyrir áður en þingi var
slitið. 28. gr. getur aldrei talist fela
í sér heimild fyrir ráðherra til að
bíða með nauðsynlega löggjöf þar
til eftir að þing er farið heim þó
að „brýn nauðsyn" hafi legið fyrir
áður“.
Þessi skoðun Jóns S. Gunnlaugs-
Hróbjartur Jónatansson
sonar er í andstöðu við fræðimenn
á sviði stjórnskipunarréttar. Ólafur
Jóhannesson segir t.a.m. í bók sinni
„Stjórnskipun Islands“ á bls. 324
(endurskoðuð útg. 1978) að það
skipti ekki máli hvaðan hin brýna
naúðsyn stafi eða hvenær hin brýna
nauðsyn hafi verið til orðin. Gildi
einu þó hægt hefði verið að leita
ákvörðunar Alþingis um tilefni
bráðabirgðalaga. Afstaða Ólafs Jó-
hannessonar til þess álitaefnis er
skýr og ótvíræð. Séu önnur skilyrði
28. gr. stjórnarskrár uppfyllt, sýnist
mér ljóst að það skipti engu þótt
að það ástand sem kalli á setningu
bráðabirgðalaga eigi sér nokkurn
aðdraganda. Ef unnt er að fallast
á að framkvæmdavaldið eigi mat
um það hvort „brýn nauðsyn" sé
fyrir hendi, var heimilt af þeim
ástæðum að gefa út hin umdeildu
bráðabirgðalög.
SIEMENS
Uppbvottavélar í miklu úrvali!
SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar,
hljóölátar og sparneytnar.
Breidd: 45 og 60 sm.
Verð frá 57.900,- kr.
SMUH&NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI 28300
m.
Mat dómstóla á brýnni nauðsyn
Jón S. Gunnlaugsson veltir fyrir
sér ýmsum dæmum um það hvenær
dómstólar eigi mat um hvort
ákvæðum 28. gr. sé fullnægt. Hann
telur m.a. að dómstólar eigi mat
um það hvort skilyrðinu um brýna
nauðsyn sé fullnægt eður ei enda
þó .. . „fara verði varlega í það að
hnekkja mati bráðabirgðalöggjaf-
ans“. Þá fullyrðir Jón S., í þessu
sambandi, að „ ... engum dómafor-
dæmum er til að dreifa...“
Framkvæmdin hefir hinsvegar
um árabil verði sú að Alþingi hefur
fallist á slíka túlkun á hugtakinu
„brýn nauðsyn“ að hlutlausum- at-
huganda myndi eflaust finnast teflt
á tæpasta vað. þessi afstaða Alþing-
is staðfestir að bráðabirgðalöggjaf-
inn sjálfur eigi mat um það hvort
„brýn nauðsyn" sé fyrir hendi. Ég
get ekki með góðu móti séð hvern-
ig unnt er að leggja þá skyldu á
dómstóla að meta það hvort tilefni
til útgáfu einstakra bráðabirgða-
laga teljist „brýn nauðsyn" eða
ekki, fremur en það er á færi dóm-
stóla yfirleitt að hafa skoðun á því
hvort einstök löggjöf skyldi sett eða
ekki. Pólitískar forsendur eru af-
stæðar og matskenndar og því dóm-
stólum mikill vandi á höndum að
kveða upp úr um rétt eða rangt í
þessum efnum. Hæstiréttur hefur
og staðfest að una verði við mat
bráðabirgðalöggjafans um að brýna
nauðsyn hafi borið til útgáfu laga
sbr. t.d. HRD VIII:322. enda þó Jón
S. hafi ekki kannast við þá afstöðu
dómsins. Hafa ber og í huga að
ekki er sjálfgefið að dómstólar hafi
vald til þess að meta hvaðeina.
Hæstiréttur hefir t.d. staðfest að
löggjafarvaldið eigi sjálft fullnaðar-
mat um það hvort skilyrði 69. gr.
stjórnarskrár um að „almennings-
heill krefji“ sé fullnægt sbr. tilvitn-
aður HRD og t.d. HRD. XXX:455
og HRD. XXXV:960. Sýnist mér
hið sama hljóti að gilda um hugtak-
ið „biýn nauðsyn". Hvort tveggja
varðar pólitískt mat. Þá má og
nefna að löggjafarvaldið á sjálf-
dæmi um það hvort einstakir al-
þingismenn séu ranglega kjörnir
eða ókjörgengir. Úrskurði Alþingis
þar um geta dómstólar ekki hnekkt.
Hvað sem öðru líður verður að hafa
venjuna um beitingu ákvæðisins til
hliðsjónar við skýringu á 28. gr.
stjórnarskrárinnar. Um það er tæp-
ast þörf að deila. Um önnur tilvik
28. gr. stjórnarskrár eiga dómstólar
vissulega mat, s.s. um hvort iögin
séu sett með stjórnskipulegum
hætti, fari í bága við eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar o.s.frv.
í grein sinni sakar Jón S. Gunn-
laugsson undirritaðan um ruglanda
og á erfitt með að skilja rökfærslu
mína í umfjöllun um 28. gr. stjórn-
arskrárinnar. Ef honum er um
megn að skilja rökfærslu mína er
ekkert við því að gera þó mér finn-
ist hún hljóti að vera auðskiljanleg
flestum sem vilja hana skilja. Rök
mín byggja á viðtekinni fram-
kvæmd á 28. gr., skoðunum fræði-
manna og úrlausnum dómstóla.
Hinsvegar virðist mér að rök Jóns
S. séu að sumu leyti einstök.
Eignarréttarákvæði 67. gr.
stjórnarskrár
Jón S. Gunnlaugsson finnur að
því að umfjöllun mín um 67. fgr.
stjórnarskrár sé ófullnægjandi. í
stuttri blaðagrein verður hinsvegar
að takmarka umfjöllun m.t.t. rýmis
og því eigi unnt að gera öllu tæm-
Wýn. skrifstofutækninám
Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við
þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og
hagkvæman hátt.
Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al-
mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds,
verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga.
Innritun stendur yfir.
Hringið og fáið sendan ókeypis bækling.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590