Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 4
------MORGUNÍJLAÐÍÖ ÞRlOJUDAÖUR-22; JANÚAR 1J0ÖX' Skattstjórar dreifa 143 þúsund skattframtölum á næstu dögum SKATTSTJÓRAR landsins senda skattframtalseyðublöðin út eftir fáa daga ásamt leiðbeiningum. Prentun er lokið og eru árituð eyðublöð þegar farin frá Ríkis- skattstjóra til sumra skattstjóra- embættanna. Send verða út 142.990 framtalseyðublöð að þessu sinni, heldur fleiri en á síðasta ári. Framtalseyðublaðinu hefur verið breytt lítillega frá síðasta ári, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar vararíkisskattstjóra. Nýir reitir hafa verið útbúnir fyrir hlunnindi. Þá er óskað eftir upplýsingum um húsaleigugreiðslur framteljenda. Er það gert til að tengja skattframtal- ið greiðslumiða fyrir húsaleigu sem ber að útfylla og senda skattstjóra. Þá er tilgangurinn einnig að afla upplýsinga um húsaleigumarkað- inn. Breytingar hafa verið gerðar á uppsetningu og að nokkru leyti efni þeirra leiðbeininga sem fylgja skatt- framtölum í sérstöku hefti. Nú eru til dæmis upplýsingar um hvemig á að telja fram, sem voru í fylgi- riti, felldar inn í leiðbeiningaheftið. Tilgangurinn er að auðvelda gjaid- endum að fylla út skattframtalið. í leiðbeiningunum eru einnig sýnd dæmi um útreikning opinberra gjalda. Bíldudalur: 30 þakplötur fuku af félagsheimilinu Bíldudal. MIKIÐ suðvestan hvassviðri gekk yfir Bíldudal í gærmorgun. Um 30 þakplötur fuku af félagsheimilinu og hafnaði ein þeirra á kyrr- stæðri bifreið. Landgangur brotnaði við flotbryggju og þakplötur losnuðu af eyðibýli innar I dalnum. Björgunarsveitarmenn voru kall- við að vera á ferli að óþörfu. Talið aðir út um klukkan hálf sjö í gær- morgun til að tína saman lausar þakplötur sem voru ijúkandi um allt þorp. Aflýsa varð skólahaldi í gmnnskólanum og margt fólk var frá vinnu vegna óveðursins. Mikil hálka er á götum og varaði Al- mannavamanefnd íbúa staðarins VEÐUR er að yfir tólf vindstig hafi verið í snörpustu kviðunum en um hádegið dró heldur úr vindi. Engin slys urðu á fólki. Viðgerð- ir hefjast á þaki félagsheimilisins um leið og veður leyfír. R.Schmidt VEÐURHORFUR IDAG, 22. JANÚAR YFtRLIT í GÆR: Yfir Bretlandseyium er 1.040 mb hæö en 980 mb laegð skammt suður af Scoresby-sundi fer norðaustur og grynn- ist. Um 1.400 km suövestur i hafi er dálítil lægð sem mun fara allhratt norðaustur fyrir suhnan landið. SPÁ: Vestlæg átt, víðast goía eða kaldi. Slydduól vestanlands ogá annesjum norðanlands en bjart veður á Suðaustur- og Austur- landi. Heldur kólnandi í bili. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG; Suðlæg átt og milt. Lengst af nokkuð hvasst með rigningu eða skúrum um mest allt land, síst þó norðaustanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað MMmk Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vmd- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V B = Þoka = Þokumöða % ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur I" Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima híti veður Akureyri 8 skúráslS. klst. Reykjavik 8 rigning Sergen 3 léttskýjað Helsinki 1 alskýjað Kaupmannahöfn 4 rigning og súld Narssarssuaq snjóél Nuuk ■í-9 snjókoma Ósló 4 léttskýjaó Stokkhólmur 3 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 1* léttskýjað Amsterdam 6 skúr Barcelona 13 heiðskírt Berlín '4 þokumóða Chicago +11 alstýjað Feneyjar 6 bokumóða Frankfurt r þokumóða Glasgow s reykur Hamborg 5 skúr LasPalmas 20 heiðskirt London 9 léttskýjað LosAngeles 12 1 1 Lúxemborg 0 þoka Madrfd 8 heiðskírt Malaga 16 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Montreal +22 léttskýjað NewYork 2 rigning Orlando vantar Parfs 8 þokumóða Róm 10 þokumðða Vfn +4 þokumóða Washington 6 léttskýjað Winnipeg +22 alskýjað Morgunblaðið/Sverrir Kristján Karlsson, skáld, með Davíðspennann og Sveinn Sæ- mundsson, formaður Félags íslenskra rithöfunda. Félag íslenskra rithöfunda: Krislján Karlsson hlýtur fyrsta Davíðspennann KRISTJÁNI Karlssyni, skáldi, voru í gær veitt bókmenntaverð- laun Félags íslenskra rithöfunda fyrir bókina Kvæði ’90. Bók- menntaverðlaunin bera heitið Davíðspenni til minningar um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þau voru nú afhent í fyrsta skipti. A síðasta aðalfundi Félags íslenskra rithöfunda var ákveðið að efna til bókmenntaverðlauna og nefna þau Davíðspenna til minningar um Davíð Stefánsson, skáld og einn af stofnendum Fé- lags íslenskra rithöfunda, og voru verðlaunin afhent í gær en þann dag voru 96 ár liðin frá fæðingu skáldsins. Verðlaunin hlaut eins og áður sagði Kristján Karlsson, skáld, fýrir bókina Kvæði ’90. Við af- hendingu sagði Sveinn Sæmunds- son fonnaður Félags íslenskra rit- höfunda að Kristján nyti, eins og Davíð Stefánsson, vinsælda og virðingar meðal ljóðaunnenda. Hann væri meðal virtustu skálda íslensku þjóðarinnar í dag. Verðlaunin sem Kristján hlýtur eru Davíðspenni og eitt hundrað þúsund krónur. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son valinn prófastur BISKUP hefur leitað eftir til- nefningu hjá sóknarprestum og fulltrúum leikmanna í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra vegna vals á prófasti. Mikill meirihluti kjörmanna hefur tilnefnt séra Jón Dalbú Hróbjarts- son til að vera prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra og nýtur hann stuðnings biskups til embætt- isins, segir í frétt frá Biskupsstofu. Skv. lögum frá 1. júlí sl. var Reykjavíkurprófastsdæmi skipt í tvo hluta — Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og vestra. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Sjónvarpsþáttum á mynd- böndum stolið úr bifreið BROTIST var inn í bifreið við neðanverðan Vitastíg aðfaranótt sunnudagsins og stolið þaðan efni fyrir sjónvarp sem var á einnar tommu breiðum spólum. Spólur þessar nýtast ekki öðrum en sjónvarpsstöðvum og því er talið líklegt að þjófamir hafí fljótlega losað sig við spólumar. Borðbúnað- ur var einnig í bflnum og er hann einnig horfínn. Á spólunum vom sjónvarpsþættir sem unnir höfðu verið um Bubba Mortens á Púlsin- um og Todmobile á Púlsinum. Þeir sem einhveijar upplýsingar geta veitt um mannaferðir við kremgulan Mitsubitsi Tredia, að- faranótt sunnudagsins, em beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglu ríkisins. Lærbrotnaði þegar vél- sleði valt á Hellisheiði MAÐUR slasaðist á Hellisheiði á sunnudag, þegar hann ók snjó- sleða sínum á grjótnibbu. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning frá slökkviliðinu í Reykjavík, um að óskað hefði verið eftir sjúkrabifreið upp á heiðina. í Ijós kom að vélsleðamaður hafði ekið sleða sínum á gijótnibbu, sem stóð upp úr snjónum, með þeim afleiðingum að sleðinn valt og mað- urinn lærbrotnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.