Morgunblaðið - 22.01.1991, Side 47
'MURGUNBLAÐIÐ' ÞKIÐ.IUDAGI7R 22'. TANÚAR" 1991'
4Y
Atskákþing Isiands:
Þröstur vann Jóhann í
æsispennandí lokæinvígi
Skák________________
Margeir Pétursson
FYRSTA atskákþing íslands með
útsláttarfyrirkomulagi var haldið
um helgina. Þröstur Þórhallsson,
alþjóðlegur skákmeistari, varði
íslandsmeistaratitíl sinn með því
að sigra Jóhann Hjarlarson í
æsispennandi lokaeinvígi sem var
sjónvarpað beint. Úrslitín réðust
á siðustu mínútunum. Svo virtist
sem Jóhann ættí sigurinn vísan
með tvö peð yfir í endatafli og
ekki síður var mikilvægt að Jó-
hann áttí eftír þijár minútur
gegn tveimur mínútum Þrastar.
En þá liikaði Jóliann, hann not-
aði eina og hálfa mínútu á slakan
leik, Þröstur tvíefldist, varðist af
hörku og hélt tímaforskotínu.
Jóhann féll síðan á tima í steind-
auðri jafnteflisstöðu.
Atskákmótið var að þessu sinni
haldið með nýju sniðj og miklum
glæsibrag fyrir tilstilli íslandsbanka,
sem greiddi verðlaunin og styrkti
beina útsendingu í ríkissjónvarpinu.
Að auki styrkti bankinn starfsemi
Skáksambands íslands með íjár-
framlagi. Mótið var haldið eftir er-
lendri fyrirmynd, svipuð mót hafa
farið fram í Frakklandi og V-Þýzkal-
andi og tekist þar mjög vel. Þetta er
í þriðja sinn sem Islandsmót í at-
skák er. í fyrsta sinn sigraði Jón
G. Viðarsson, Skákfélagi Akureyrar,
en síðan hefur Þröstur unnið titilinn
tvisvar. 1
Hann var mjög vel að sigrinum
kominn þótt hann hafí verið mjög
hætt kominn í síðustu skákinni gegn
Jóhanni. Þröstur fékk mjög erfíða
andstæðinga í öllum viðureignum
sínum, vann þá Björgvin Jónsson,
Jón L. Ámason, Priðrik Ólafsson
og Jóhaiin alla með minnsta mun,
tveimur og hálfum vinningi gegn
einum og hálfum og þurfti aldrei
að að tefla úrslitahraðskákir. Þröst-
ur var mjög laginn við leggja erfíð
vandamái fyrir andstæðinga sína
auk þess sem hann gætti sín vel á
því að tefla hraðskák þegar fáar
mínútur voru eftír. Fæstir aðrir þátt-
takendur vöruðu sig eins vel á þessu,
svo sem sást t.d. á lokaskákinni.
Einstök úrslit:
1. umferð:
Jón L. Ámason — Rúnar Sigurpáls-
son 3-0
Jóhann Hjartarson — Áskell Öm
Kárason 2 'A- ‘A
Margeir Pétursson — Sæberg Sig-
urðsson 3-0
Héðinn Steingrímsson — Þröstur
Árnason A-2 ‘A
Friðrik Ólafsson — Jóhannes
Ágústsson 3-0
Þröstur Þórhallsson og Jóhann Hjartarson.
Karl Þorsteins — Elvar Guð-
mundsson 4-3
Hannes H. Stefánsson — Ingvar
Ásmundsson 2 'A 'A
Björgvin Jónsson — Þröstur Þór-
hallsson 1-3
Viðureign Karls og Elvars va-
sú eina sem þurfti að tefla áfram.
Fyrst vom tefldar tvær 10 mín-
útna skákir, en síðan vann Karl
fyrstu hraðskákina.
2. umferð:
Jón L. Árnason — Þröstur Þór-
hallsson 1 Vz-2 '/2
Jóhann Hjartarson — Hannes H.
Stefánsson 2‘A-l 'A
Margeir Pétursson — Karl Þor-
steins 3-4
Þröstur Árnason — Friðrik Ólafs-
son 1-3
Undanúrslit:
Þröstur Þórhallsson — Friðrik
Ólafsson 2 'A- l‘/2
Jóhann Hjartarson — Karl Þor-
steins 4-2
Enn einu sinni þurfti að stytta
tímann til að úrslit fengjust í við-
ureign Karls, en í þetta sinn tap-
aði hann báðum tíu mínútna skák-
unum. Það var því ljóst að Þröst-
ur Þórhallsson og Jóhann myndu
tefla til úrslita.
Þröstur vann fyrstu skák úrsli-
tanna nokkuð verðskuldað, en
náði sér aldrei á strik í þeirri
næstu svo Jóhann jafnaði. í þeirri
þriðju var samið jafntefli eftir
fremur stutta baráttu og því var
ljóst að úrslitin myndu ráðast í
síðustu skákinni sem var mjög
dramatísk:
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Jóhann Hjartarson
Skozki leikurinn
1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. d4
- exd4 4. Rxd4 - Df6 5. Be3
- Bc5 6. c3 - Rge7 7. Bc4 -
d6 8. 0-0 - Re5 9. Be2 - 0-0
10. f4 R5c6 11. b4 - Bb6 12. b5?!
Það getur tæplega verið gott
að sækja á kostnað liðsskipunar-
innar.
12. - Rxd4 13. cxd4 - c5! 14.
e5 — Dg6 15. dxc5 - Rf5!
Öflugur millileikur sem vinnur
tíma.
16.BÍ2 - Bxc5 17. Bxc5 - dxc5
18. Bd3 - Hd8 19. Df3
Hleypir svarti út í betra enda-
tafl, en 19. Dc2 má svara með
19. - Dh5 20. Bxf5 - Bxf5 21.
Dxc5 — Hc8 og svartur fær hætt-
ulegt frumkvæði fyrir peðin.
19. - Rh4 20. Bxg6 - Rxf3+
21. Hxf3 - hxg6 22. Rc3 - b6
23. Hffl - Hd4 24. Hadl - Bg4
25. Hxd4 - cxd4 26. Rd5!
Þetta er mun vænlegri varnár-
leikur en 26. Re4 — Hc8!
26. - Hd8 27. Re7+ - Kf8 28.
Rc6 - Hd5 29. Hf2 - Hxb5 30.
Rxd4?
Hér var bráðnauðsynlegt að
skjóta inn 30. h3! sem hefði hald-
ið frumkvæði svarts í algeru lág-
marki, honum er þá t.d. enginn
akkur í 30. — Hbl+ 31. Kh2.
Næstu leiki teflii^Jóhann af ná-
kvæmni og tryggir sér vinnings-
stöðu í endatafli.
30. - Hbl+ 31. Hfl - Hb4! 32.
Rc6 - Ha4 33. Hf2 - Bd7! 34.
Moi-gunblaðið/Svcmr
Rb8 - Be8 35. g3 - Ke7 36.
Hd2 - Hc4 37. Kf2
Þröstur átti nú aðeins þijár
mínútur eftir í þessu ömurlega
endatafli, en Jóhann fimm. En það
var greinilegt að stórmeistarinn
gat ekki skipt yfir í hraðskákarg-
ír, hefur líklega verið að leita að
nákvæmustu vinningsleiðinni.
37. - Bb5 38. Hd5 - Hc2+ 39.
Ke3 - Be8 40.Ra6 - Hxa2 41.
Rb4 - Hxh2
Hér var nærtækast að leika 41.
— Ha3+ 42. Kd4 — a5 og riddar-
inn hrekst á óvirkari reit auk þess
sem svörtu frípeðin eru komin á
skrið. En Jóhann vill krækja sér
í annað peð.
42. Hdl
mínútu á tímaforskot Jóhanns, en
aðstaða hans virtist samt voniaus
með tapaða stöðu og aðeins tvær
mínútur gegn þremur. En nú
gerðist það sem skipti sköpum.
Jóhann notaði hvorki meira né
minna en helming umhugsun-
artíma síns á næsta leik. Orð stór-
skáldsins: „Með viljann sem hikar
ef skín hans stjarná" komu
ósjálfrátt upp í hugann á meðan
sekúndurnar tifuðu og fallvísirinn
fór að hækka ískyggilega. 42. —
Hb2 virðist nú einfaldast. Hvítur
þarf t.d. ekki að óttast 43. Rd5+
- Kfö 44. Rc7 - Hc2.
42. - Bb5?
Það alvarlegasta við þennan
leik er ekki að hann er mjög
slakur, heldur timiim sem fór
í haim. Nú hefði Þröstur getað
unnið peð með 43. Hal! og hart-
nær tryggt jafntefli, en hann
gaf sér engan tíma og lék eðli-
legasta leiknum að bragði:
43. Rd5+ - Kf8 44. Hcl - Kg8
45. Hc8+ - Kh7 46. Hc7 - Hg2
Þótt síðustu leikir svarts virðist
sjálfsagðir var Jóhann furðulega
hikandi og átti nú aðeins u.þ.b.
45 sekúndur eftir. Þröstur átti
heilli mínútu meir og úrslitin því
ráðin. Þótt svartur standi ennþá
betur er ekki hægt að knýja fram
vinning á borðinu á svo stuttum
tíma, Jóhann er dæmdur til að
falla.
47. Hxf7 - Hxg3+ 48. Kf2 -
Hd3 49. RT6+ - Kh6 50. Re4 -
Bc6 51. Rg5 - a5 52. e6 - Kh5
53. Hxg7 - Kg4 54. e7 - Kxf4
55. Re6+ - Ke5 56. Rd8 - Ba4
57. Hxg6 - Kf5 58. Hxb6 -
Hd2+ 59. Ke3 - Hdl 60. Ha6
Þröstur hefur tryggt sér jafn-
tefli med öruggri taflmennsku og
haldið mínútu forskoti sínu, en
tími Jóhanns þrotinn.
60. - Hel+ 61. Kf2 - Hxe7 62.
Hxa5+ — Kf6 63. Hxa4 og um
leið og' Jóhann lék hrók sínum
féll hann á tíma og Þröstur varð
þar með íslandsmeistari. Staðan
er steindautt jafntefli, hrókur og
riddari gegn hrók gefa ekki einu
sinni raunhæfa vinningsmögu-
leika.
Það er reyndar stórmerkilegt
að Þröstur notaði aðeins eina mín-
útu á síðustu 20 leikina, en náði
samt að bjarga tapaðri stöðu.
Útsending ríkissjónvarpsins var
að mínu viti mjög vel heppnuð og
lífleg. Viðmæiendur Jóns Guðna,
fréttamanns, í hléum voru einkar
vel valdir. Það sem helst mátti
setja út á var að í annars ágætum
umræðum Samúels Arnai-,
íþróttafréttamanns, við þá Jón L.
og Áskel Örn, gáfu menn sér of
oft að áætlanir Jóhanns væru hluti
af rökréttri stöðuuppbyggingu
eða áætlun, en Þröstur tefldi hins
vegar upp á bellibrögð og að vinna
tíma á klukkunni. Þetta var ekki
sanngjarnt gagnvart íslands-
meistaranum og gaf áhorfendum
ekki fyllilega rótta mynd af gangi
mála, þótt stíll keppendanna
tveggja sé vissulega ólíkur.
Fjögurra klukkustunda stans-
lausa skákútsendingu er þó varla
hægt að leggja á aðra en hörð-
ustu skákáhugamenn. Það er
spurning hvort ekki væri hægt
að hafa slíkar útsendingar oftar,
en styttri. Þar sem skákirnar fara
hægt af stað, dugir að sýna hálf-
tíma frá hverri og mögulegt að
skjóta inn öðru efni á milli. Með
slíku fyrirkomulagi ætti líka að
vera hægt að sýna frá undan-
úrslitunum til að byggja upp
spennu fyrir lokaátökin.
Okumaður gefi sig fram
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar i Reykjavík óskar eftir að
hafa tal af ökumanni bifreiðar,
sem var ekið á fullorðna konu
við verslunina Vegamót á Nes-
vegi síðdegis á föstudag, 18. jan-
úar.
Konan var á leið suður yfír Nes-
veg þegar hún varð fyrir bifreið-
inni, um klukkan 18. Ökumaðurinn
stöðvaði bifreið sína og talaði við
konuna, en eftir að hún hafði full-
vissað hann um að hún kenndi sér
einskis meins ók hann á brott.
Skömmu síðar fékk konan þrautir
í bak og fætur og kom í ljós að
hryggjarliður hafði brákast, auk
þess sem konan var töluvert marin.
Ökumaðurinn er beðinn um að
hafa samband við slysarannsókna-
deildina hið fyrsta.
MÝTT SÍMANÚMER
^ÝSINGAPBEDAR,
onn
SKÓÚTSALA
€000
Laugavegi 41,
simi 13570
Skóverslun Þórðar,
Kirkjustræti 8,
sími 14181