Morgunblaðið - 22.01.1991, Side 39

Morgunblaðið - 22.01.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22: JANÚAR 1991 39 Wales. Alltaf stóð giftingarmyndin af þeim hjónum á arinhillunni í stofu Walters og vitnaði um ást og trygg- lyndi hans. Ailt frá láti Gerðu hélt Walter einn heimili að undanskildum fáeinum árum þegar öidruð frænka hans var ráðskona hjá honum. Síðustu 35 árin bjó hann í Portland Street 49, skammt frá ströndinni í Aberystwyth. Hann naut útivistar, gjarnan með því að fara í gönguferð- ir, helst upp um fagra dali og hæðir allt fram á seinni ár. Gekk hröðum og ákveðnum skrefum, þéttvaxinn meðalmaður á hæð. Lengst af var hann við góða heilsu. Blinda á öðru auga háði honum nokkuð undanfar- inn áratug en andlegt atgervi var óskert til hinstu stundar. í haust þurfti hann að dveljast um skeið á sjúkrahúsi og var á batavegi á hress- ingarheimili þegar hann lést skyndi- lega að morgni 29. nóvember síðast- liðinn á 79. aldursárinu. Minningar- athöfn fór fram í Aberystwyth en jarðsett var í fæðingarbæ hans, Aberdare, á sama stað og kona hans 40 árum áður. Walter Morgan var meðal þeirra fyrstu sem ég kynntist á námsárum mínum í Aberystwyth 1966-72. Hafði ég frétt lítillega af honum áður en ég hélt utan. Strax á fyrsta degi gekk ég upp í þjóðarbókhlöðu og spurði eftir Walter. „Komdu sæll og blessaður," sagði hann og tók mér opnum örmum, eina íslenska námsmanninum þar um slóðir á þeim árum. Við hjónin og börnin eignuð- umst sannkallaðan fjölskylduvin og þau kynni urðu mér og mínum hin ánægjulegustu. Það var kátt í kotinu í Llanbadarn Fawr þegar Walter bar að garði, t.d. á gamlárskvöld, börnin hændust að honum og okkur var skemmt þegar kennarinn kom upp í Walter og hann fór að hlýða syni okkar ungum yfir velskukunnáttuna með furðu góðum árangri. Heimboð galt hann í sömu mynt eða með matarboði á gott hótel, og ógleyman- legar eru lestarferðir sem hann bauð okkur öllum í til Norður-Wales. Hann kynnti okkur fyrir ýmsum vin- um og kunningjum, sem einnig reyndust okkur vel; og sýndu okkur margvíslega umhyggju. Ætíð var hann hollráður. Ýmsir aðrir íslend- ingar nutu gestrisni og ræktarsemi Walters og sérstakan hlýhug bar hann til ættingja og venslafólks Gerðu heitinnar sem ég votta nú samúð mína. Hann minntist gjarnan ánægjulegrar ferðar til Islands sumarið 1959 þegar hann heimsótti Qölda vina og kunningja. Alltaf fylgdist hann með efnahagsmálum hér á landi, m.a. með því að lesa skýrslur OECD, þekkti nöfn margra íslenskra stjórnmálamanna, lífs og liðna, og sýndi fréttum úr íslensku þjóðlífi stöðugan áhuga. Eftir að vík varð á milli vina suma- rið 1972 skrifuðumst við reglulega á, venjulega tvisvar til þrisvar á ári, Walter á ensku, en hann tók ekki annað í mái en ég skrifaði á eigin tungu því að hann vildi halda íslenskukunnáttunni við. Bréfin hans voru vissulega tilhlökkunarefni. Mér lánaðist að heimsækja hann þrisvar í Aberystwyth, eitt sinn bar fundum okkar saman í London og nokkrum sinnum töluðum við saman í síma þegar ég átti leið um Bretlandseyjar en hafði ekki tíma til að vitja fornra slóða vestur við Cardiganflóa. Öll voru þau samskipti sein fyrrum í senn menntandi og mannbætandi því að Walter var bæði víðsýnn og fjölfróður. Afi hans í Aberdare hafði verið kaupfélagsstjóri og Walter var ætíð sannur félagshyggju- og sam- vinnumaður að hugsjón. Sú mis- kunnarlausa markaðshyggja sem nú ryður sér til rúms var honum lítt að skapi. í síðasta bréfinu sem ég fékk frá Walter í haust vék hann sérstaklega að umhverfisverndar- málum, m.a. í ljósi vaxandi mengun- ar, og tilgreindi ráð tii úrbóta. Hann fylgdist vel með þróun mála þótt aldurinn færðist yfir. Hann var öfga- laus raunsæismaður sem alltaf leit- aðist við að horfa á hinar bjartari hliðar lífsins. Öðrum gaf hann gott fordæmi með nægjusemi, lítillæti og drengskaparlund. Það var mikið lán að kynnast Walter á sínum tíma og eign hann að vini. Fyrir það er ég og tjölskylda mín þakklát og við söknum hans mjög. Blessuð sé minning þess mæta manns. Ólafur R. Dýrmundssou Minning: Gunnar O. Svavarsson Vagn M. Hrólfsson Gunnar Örn Fæddur 3. janúar 1961 Dáinn 18. desember 1990 Vagn Margeir Fæddur 25. apríl 1938 Dáinn 18. desember 1990 Hann kom í dyrnar svona ijall- myndarlegur, öruggur í fasi, yfir- vegaður og sagði: „Komið þið sæl, Gunnar Svavarsson heiti ég.“ Þannig birtist hann okkur fyrst á Þjóðólfsveginum hjá pabba og mömmu, kærastinn hennar Möggu systur. Gunnar var kominn til að vera. Siðan hefur Gunnar oft yljað okkur með komum sínum í eldhús- dyrnar og við á Þjóðólfsveginum áttum eftir að kynnast hvaða gull af manni Gunnar hafði að geyma. Gunnar barst ekki á, vann verk sín einbeittur, hljóður og lét venju- lega ekki mörg orð falla en þau voru vel valin. Hann reyndist pabba góður félagi, sýndi honum oft ómælda þolinmæði í landlegum, þegar pabbi lenti á kjaftatörn á bryggjunni og gleymdi stað og stund. Hann reyndist mömmu líka einstaklega vel, ekki síst í veikind- um hennar í haust og var óspar á að rétta henni hjálparhönd til hvers er með þurfti. Gunnar kenndi okkur margt, við höfum honum margt að þakka. Minningin um hann verður okkur ætíð ljóslifandi. Pabbi okkar var engum pabba líkur. Engin orð megna að lýsa hversu mikið við missum. Okkur langar að þakka ástkærum pabba BiÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið aila daga frá kl. 9-22. Sími689070. okkar fyrir allt það sem hann var okkur. Þau voru lánsöm Magga systir og Gunnar að mega kynnast og eiga tíma saman. Má segja að hjónaband þeirra hafi endurspeglað hjónaband foreldra okkar. Þessi hjón, Magga og Gunnar, mamma og pabbi, voru líkt og blóm á engi. Þau voru hvort öðru lík og alit sem vonar, elskar og gleðst. Allt hið smáa, allt hið veika. Þau buðu ham- ingjusöm lífinu byrginn því ást- fangnari og samrýndari hjón finnast varla. Fyrir Gunnar og pabba berum við stolt framtíðarfána. Við viljum af öllum okkar mætti beina eftirfarandi til ykkar elsku mamma og elsku Magga. • „Verndum saman yndislegar minningar og reynum að horfa bjartsýn fram á við. Við eigum enn- þá svo margt til að lifa fyrir.“ Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður sem þú væntir, það vex, sem að .er hlúð. Þú ræktar rósir vonar, í reit þíns hjarta skalt. Og búast við því besta, þó blási kalt. (Kristján frá Djúpalækf Megi hið algóða styrkja ástvini og vernda þeirra fegurstu blómstur. Inga, Sossa, Hrólli, Pálína, Haukur, Tóti og fjölskyldur. Blömastofa fíiófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Þökkum auðsýndan hlýhug vegna fráfalls föðurbróður okkar, JÓHANNESARBOGASONAR frá Brúarfossi. Guðbjörg Helgadóttir, Steinunn Helgadóttir, Bogi Helgason, Jón Helgason, Valgeir H. Helgason, Ingibjörg Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, FRIÐRIKS BRYNLEIFSSONAR, Tjarnargötu 10B, Reykjavík. Ólöf Halldórsdóttir, Halldór H. Guðmundsson, Brynleifur H. Steingrímsson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Helga Brynleifsdóttir, Jón G. Hauksson, Brynja Blanda Brynleifsdóttir, Steingrímur Brynleifsson, Sjöfn Jónasdóttir, Halldór Gunnarsson. Lokað í dag, 22. janúar, frá kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar STEFÁNS HILMARSSONAR, fyrrver- andi bankastjóra. Efnissalan hf Timburland hf. Lokað Vegna jarðarfarar STEFÁNS HILMARSSONAR, fyrrverandi bankastjóra, verða afgreiðslur Búnað- arbankans í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ lokaðar frá kl. 13-15 í dag, þriðjudag- inn 22. janúar. Búnaðarbanki íslands. PENÍNGÁR ERU VINIR ÞÍNIR Phil Laut, höfundur metsölubókarinnar "Peningar eru vinir þínir" heimsækir fsland í febrúar . Hann hefur ferðast víða um heiminn með námskeið og fyrirlestra og þannig hjálpað þúsundum til að auka tekjur sínar og öðlast rausætt viðhor f til peninga. Fyrirlestur 7. febrúar í Vinabæ, Skipholti 33 (Tónobíóhúsið) Verö aðeins kr. 500. Hann stendur fró kl. 19-21 (Kúsið opnar kl. 18.) Miðasala er strax hdfin hjá Lífsafli'og Betra líf Laugavegi 66. Námskeið 8. og 9. febrúar Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo ráðlegast er að skrá sig sem fyrst. Ver& a&eins kr. 7.500. Hringdu strax og skráðu þig á.þetta námskeiá sem er alveg einstakt í sinni röá.y Laugavegur 178, S.: 622199 lifsafl, r> LÍFS AFL Vinningstölur laugardaginn 19. jan. 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.897.252 Z. 4af5 2 251.262 3. 4af5 128 6.772 4. 3af5 4.658 ”43W Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.288.164 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - lukkulIna 991002

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.