Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
19
Reykjavíkurborff:
Sorpeyð-
ingargjald
ekki lagt á
íbúðarhús
REYKJAVÍKURBORG mun ekki
leggja sérstakt sorpeyðingargjald
á íbúðarhúsnæði í borginni á þessu
ári. Davíð Oddsson, borgarstjóri,
gaf yfirlýsingu þess efnis við fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun borg-
arinnar. I máli hans kom einnig
fram, að kostnaðarauki borgar-
sjóðs vegna breytinga við eyðingu
sorps frá íbúðarhúsnæði muni
nema 60 til 70 milljónum króna á
árinu.
í ræðu sinni við fjárhagsáætlunar-
umræðuna vék borgarstjóri að þeim
breytingum, sem munu eiga sér stað
þegar Sorpeyðing höfuðborgarsvæð-
isins tekur til starfa í apríl og sagði
meðal annars, að samfara bættri
þjónustu í þessum efnum ykist heild-
arkostnaður. í máli hans kom fram,
að í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár
hefði verið farin sú leið, að leggja
sérstakt sorpeyðingargjald á atvinnu-
starfsemi, en jafnframt því hefðu
fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði
verið lækkaðir, enda hefði hingað til
verið litið svo á, að fasteignaskattur
ætti meðal annars að standa undir
sorphirðu.
Borgarstjóri vék ennfremur að
sorphreinsun fyrir íbúðarhúsnæði, og
sagði, að nú hefði ekki þótt fært að
koma á sérstöku gjaldi vegna þeirrar
þjónustu, þótt það væri rökrétt og
til þess fallið að auka hagkvæmni.
Rétt væri að bíða með þær breyting-
ar þar til reynsla hefði fengist af
nýjum aðstæðum. Borgarsjóður muni
því bera óbættan aukinn eyðingar-
kostnað af sorpi frá íbúðarhúsnæði á
árinu og áætlað væri, að kostnaðar-
auki borgarinnar af þeim sökum yrði
um 60 til 70 milljóniy króna.
Sjálfstæðis-
félögin
halda
þorrablót
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík,
Heimdallur, Vörður, Hvöt og Óð-
inn, halda þorrablót í sjálfstæðis-
húsinu Valhöll laugardaginn 26.
janúar næstkomandi.
Gestur þorrablótsins verður Davíð
Oddsson borgarstjóri, en blótsstjóri
verður Geir H. Haarde alþingismað-
ur. Þingmenn og borgarfulltrúar
munu spila og syngja. Þá leikur Reyn-
ir Jónasson á píanó undir íjöldasöng.
Húsið verður opnað kl. 18.30 og
verður þorraborðið tilbúið kl. 19.30.
Miðasala og miðapantanir verður á
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á
skrifstofutíma fram á föstudag.
Hafnarfj örður:
Kaldavatns-
æð fór
í sundur
KALDAVATNSÆÐ neðarlega í
Öldugötu í Hafnarfirði fór í sund-
ur i fyrrinótt, og varð allur bærinn
vatnslaus af þeim sökum. Síðdegis
í gær var byrjað að hleypa vatni
á einstaka bæjarliluta á ný, en
búist var við að endanlegri viðgerð
á vatnsæðinni yrði lokið i
gærkvöldi.
Um er að ræða 40 ára gamla vatns-
æð sem liggur í gegnum Hafnarfjörð,
og var hún til skamms tíma aðal-
vatnsæð bæjarins. í gær var ekki
vitacjjim orsök þess að vatnsæðin fór
í sundur, en fyrir tæpum þrem árum
brotnaði hún á svipuðum slóðum, og
komu þá í Ijós gamlar sprungur í
henni.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Fjölgun í Húsdýragarðinum
Fjölgun varð í Húsdýragarðinum um helgina þegar kýrin Hyrna eignaðist þessa forkunnarfögru kvígu.
Burðurinn gekk að sögn sjónarvotta vel og var kvígan farinn að brölta um nágrennið skömmu seinna.
Kvígan sem enn er nafnlaus er eini kálfurinn í Húsdýragarðinum en von er á öðrum kálfi eftir um það bil
tvo mánuði. Þijár kýr eru í Húsdýragarðinum og eitt naut.
Norrænar flóttamannabúðir:
Erum tilbúnar ef kallið kemur
-segir Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur
ÞRÍR íslenskir lijúkrunarfræðingar undirbúa sig nú af kappi fyrir
væntanlega för til átakasvæðanna við Persaflóa, en í bígerð er að
setja þar upp Norrænar flóttamannabúðir.
„Við erum að undirbúa okkur
þannig að við verðum tilbúnar þegar
og ef kallið kemur,“ sagði Hólmfríð-
ur Garðarsdóttir, ein þeirra þriggja
sem væntanlega fer til starfa við
Persaflóa.
Hún sagði að undirbúningurinn
væri aðallega í því fólginn að gæta
þess að allir pappírar væru í lagi,
Iáta bólusetja sig og að læra með-
ferð gasgríma.
Ekki er enn ákveðið hvort flótta-
mannabúðirnar verða settar upp, en
ef af því verður fara auk Hólmfríðar
þær Málfríður Eyjólfsdóttir og Ásdís
Guðmundsdóttir til Persaflóa.
„Við erum allar að fara í fyrsta
sinn. Ef búðirnar verða settar upp
verða þær ekki á átakasvæði þannig
að við ættum ekki að vera í meiri
hættu en sendifulltrúar Rauða
krossins eru til dæmis í Afganistan
og Pakistan," sagði Hólmfríður.
HELGARFERÐÍR í JANÚAR FEBRÚAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar ekki mikið...
...með Flugleiðum.
LfflDOl
Hvað viltu gera í London? Leikhús, veitingastaðir, bjórstofur, verslanir, óperui
söngleikir, fótbolti, listasöfn, næturklúbbar, tónleikar... London hefur allt þetta
uppá að bjóða og meira til. Þú kynnist því í helgarferð með Flugleiðum.
London liggur ekki á liði sínu.
FOSTUDAGUR TIL MANUDAGS
ROYAL WESTMINSTER
TVEIRÍHERB. KR. 37.140ÁMANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugfeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum
SIEMENS
Þvottavélar
Uppþvottavélar
Örbylgjuofr.ar
Gœfiatœki fyrir
þig og þína!
SMÍTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháasem lága!