Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 25
M0RGUN3LAÐ1Ð WtlÐJUDAGUR 22.. JANUAR 1991
25
UNUM:
Drápin í Riga:
Aukið tílefni tíl að endurskoða
stefnuna gagnvart Kreml
segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
„EF ÆTLUNIN með þessum árásum var að auðmýkja Eystrasaltsrík-
in hafa áhrifin orðið þveröfug og verði þeiin haldið áfram gef'ur það
vestrænum ríkisstjórnuin aukið tilefni til að endurskoða stefnuna
gagnvart stjórnvöldum í Kreml,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt eistneska
utanríkisráðherranum, Lennart Meri, í Tallin í Eistlandi í gærmorg-
un. Á fundinum, sem fulltrúar alþjóðlegra fjölmiðla sátu, var kynnt
sameiginleg yfirlýsing ráðherranna tveggja vegna drápanna í Riga
og ástandsins í Eystrasaltsríkjunum. Er sú yfirlýsing birt í heild ann-
ars staðar hér á siðunni.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
lótelsins, þaðan hélt Jón Baldvin
þessir tveir lögreglumenn á sjón-
Glórulaus villimennska
„Þessi ögrandi ofbeldisverk, sem
Kremlveijar komast ekki undan
ábyrgð á, eru fullkomlega ósam-
rýmanleg þeim skuldbindingum
sem þeir hafa tekist á hendur við
undirritun lokaályktunar Helsinki-
fundarins og Parísaryfirlýsingar-
innar, sem ætlað var að binda endi
á afleiðingar heimsstyijaldinnar
síðari og leggja grundvöll að nýjum
tímum í Evrópu þar sem allir aðilar
samþykktu að virða í verki alþjóða-
lög og grundvallarreglur um mann-
réttindamál og sjálfsákvörðunarrétt
þjóða,“ sagði hann. „Nái þessar
aðgerðir tilgangi hefur það ekki
aðeins áhrif á þjóðir Eystrasaltsríkj-
anna, Rússa og aðra innan Sovét-
ríkjanna, heldur einnig þessa djörfu
tilraun. Ég skora því á Kreml-
stjórnina að taka sér tak og stöðva
ofbeldisverkin og hafa taumhald á
glórulausri villimennsku fasista-
bullnanna í svarthúfusveitunum,"
sagði Jón Baldvin.
Lennart Meri utanríkisráðherra
Eistlands rakti að undanfarna þijá
mánuði hefði velvilji í garð málstað-
ar Eystrasaltsþjóðanna stóraukist í
vestrænum lýðræðisríkjum, auk
þess sem nú væri pólitískur vilji tit
að ræða formlega viðurkenningu
bráðabirgðastjórna ríkjanna og
stjórnmálatengsl við þær. Hann
leiddi getum að því að tilgangur
árása svarthúfusveitanna í Vilnius
og Rigu væri sá að reyna að sýna
umheiminum fram á að slík viður-
kenning ríkjanna væri ótímabær
þar sem þjóðþing og ríkisstjórnirnar
uppfylltu ekki þau skilyrði slíkrar
viðurkenningar að hafa landsvæði
ríkisins á valdi sínu, ráða landa-
mærum og til dæmis höfuðborg.
„Hafi þetta verið tilgangurinn hafa
áhrifin oi'ðið þveröfug," sagði Meri.
Hann er nýlega kominn heim til
Eistlands frá Svíþjóð og rakti að
ástandið í Eystrasaltsríkjunum
hefði undanfarið vikið Persaflóa-
deilunni til hliðar í fjölmiðlum Norð-
urlanda og að þar og að minnsta
kosti annare staðar í Norður-Évr-
ópu fylgdist allur almenningur með
og styddi málstað Eystrasaltsþjóð-
anna. (Þetta atriði virðist hafa
mikla þýðingu fyrir jafnt Eista,
Letta og Litháa, en fjölmargir inn-
fæddir sem blaðamaður ræddi við
kváðust hafa orðið fyrir gífurlegurp
vonbrigðum vegna þess hve gervi-
hnattastöðvarnar CNN og Sky snið-
gengju fréttaflutning af ástandinu
í þessum löndum og sinntu nær
ekki öðru en Persaflóastríðinu.)
„Tilraunir Kreml-stjómarinnar til
að endurtaka leikfléttuna frá 1956,
þegar uppreisnin í Ungverjalandi
var bæld niður í skjóli þess að á
Vesturlöndum voru menn uppteknir
af Suez-deilunni, breytir engu um
einbeittan ásetning ríkisstjórna
ríkjanna þriggja að endurheimta
það sjálfstæði sem af þeim var tek-
ið með innlimuninni í Sovétríkin,
samkvæmt hinum glæpsamlega
samningi Hitlers og Stalíns frá 23.
ágúst 1939,“ sagði ráðherrann.
„Þjóðir sem eru staðráðnar í að
endurheimta sjálfstæði sitt getur
enginn stöðvað.' "Þær munu hafa
sigur.“
leftír
ráRigu
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Jón Baldvin og Landsbergis héldu geysifölmennan blaðamannafund í Vilnius í Litháen, þar sem mættir voru blaðainenn frá öllum heimsálfum.
fylgst með fréttum í útvarpi og
hætti útsendingum um skeið og
menn óttuðust að einnig hefði verið
látið til skarar skríða í Eistlandi en
svo var ekki. í eistneska utanríkis-
ráðuneytinu voru menn í stöðugu
símasambandi við Rigu og fylgdust
náið með framvindunni en eistn-
eskir lögreglumenn sem stóðu þar
vörð virtust Iáta sér fátt um finnast
og vildu helst fá að fylgjast með
fegurðarsamkeppni í Moskvusjón-
varpinu, en á þeim bæ var ekki að
sjáað nokkuð amaði að-ísæluríkinu-
Sameiginleg yfirlýsing utan-
ríkisráðherra Eistlands og íslands:
Sameinuðu þjóð-
irnar beiti sér fyr-
ir alþjóðlegri lausn
Utanríkisráðherra Eistlands, Lennart Meri, og Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra áttu viðræður í Tallinn í gær og fer saineig-
inleg yfirlýsing þeirra um málefni Eystrasaltsríkjanna hér á eftir í
þýðingu Morgunblaðsins. Meðal annars segir í yfirlýsingunni að Sam-
einuðu þjóðirnar eigi beita sér í málinu.
Utanríkisráðherrar íslands og
Eistlands hafa fylgst með atburðum
í Riga, höfuðborg Lettlands, er þeir
áttu vinnufund í Tallinn, höfuðborg
lýðveldisins Eistlands, og fordæma
harðlega beitingu sovésks hervalds
gegn íbúum og ríkisstjórn lýðveldis-
ins Lettlands, hervalds sem haft
hefur í för með sér að nokkrir hafa
særst og fimm fallið að því er bráða-
birgðaupplýsingar gefa til kynna.
Embættismenn ríkisstjórnar Sov-
étríkjanna vísa því á bug að þeir
hafi átt nokkurn þátt í þessum at-
þiirðnm
að sams konar atburðir urðu í Lithá-
en 13. janúar þegar 14 manns létu
lífið er sovéskir hermenn réðust á
sjónvarpsstöð á staðnum.
Sovétmenn hafa í nokkrar vikur
beitt hervaldi gegn lýðræðislegum
stofnunum í Eystrasaltsríkjunum.
Samkvæmt alþjóðalögum er hér um
að ræða árásaraðgerðir. Sovét-
stjórnin getur ekki skotið sér undan
ábyrgð á gerðum hereveita sinna.
Sjálfstæð nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna ætti að rannsaka
umrædda atburði og skýra frá nið-
.urstöðu sinni.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra íslands og Lennart Meri
utanríkisráðherra Eistlands undirrita sameiginlega yfirlýsingu á
blaðamannafundi í Tallinn, höfuðborg Eistlands í gærmorgun.
Þegar í stað ætti að hefja alþjóð-
legar aðgerðir til að finna lausn á
deilunni í Eystrasaltsríkjunum.
Sameinuðu þjóðirnar ættu að út-
vega heppilegan vettvang til þess-
ara ráðstafana.
Umheimurinn ætti framvegis að
fylgjast mjög náið með því hver
stefna Sovétríkjanna er gagnvart
Eystrasaltsríkjunum og jafnframt
hvernig staðið er að mannréttinda-
málum og lýræðislegum réttindum
.( Sovétríkjunum. Ekkert ríki, hvort
sem það er stórt eða smátt, hefur
leyfi til að brjóta gegn alþjóðlegum
skuldbindingum sínum. Ef slíkt
gerist er nauðsynlegt að það sé
rækilega minnt á ólögmæti slíkra
gerða.
Komi til frekari ofbeldisverka í
Eystrasaltsríkjunum mun það hafa
afdrifarík áhrif á framtíðarþróun í
Evrópu, vilja Evrópuþjóða til að
eiga samvinnu við Sovétríkin og
veita forystu ríkisins fjármálalega
og efnahagslega aðstoð.