Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 48
NÝTTÁ ÍSLANDI
MATVÆLI
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Brást ókvæða
við afskiptum
af matargerð
-^HJÓN, sem voru á skemmti-
göngu í Oskjuhlíð á sunnudag,
urðu fyrir árás manns, sem tók
það óstinnt upp er þau komu
að honum við matargerð innj á
milli trjánna.
Hjónin gengu fram á manninn,
sem þau höfðu aldrei séð áður, þar
sem hann sat við opinn eld og var
að steikja kjöt. Konan stoppaði og
spurði hvort hann væri að elda
sunnudagssteikina. Skipti þá eng-
um togum að maðurinn spratt á
fætur, sagði konunni að þegja, sló
hana í höfuðið og hratt henni upp
að tré. Eiginmaður hennar, sem
_^var nokkrum skrefum frá, snerist
til varnar, en maðurinn sló hann
með krepptum hnefa í andlitið.
Hlaut hann áverka á gagnauga,
kinn og nefi, auk þess sem um-
gerð gleraugna bognuðu. Við svo
búið forðuðu hjónin sér og fóru á
slökkvistöðina, þar sem þau
hringdu á lögregluna.
Þegar lögreglan kom á staðinn
var maðurinn enn að steikja. Hann
brást afar illa við komu lögregl-
^unnar og sagði að hjónin ættu
allt illt skilið. Þau hefðu ofsótt
hann í mörg ár, eyðilagt líf hans
og stolið frá honum fötum.
Maðurinn var greinilega undir
annarlegum áhrifum. Hann var
fluttur í fangageymslu og síðar
vísað til áfengismeðferðarráð-
gjafa.
Snæugla
A
sézt í Ar-
túnsholti
Hefur ekki sézt í
höfuðborginni í
a.m.k. 40 ár
SNÆUGLA sást í Ártúnsholti í
gær. Fuglinn er afar sjaldgæf-
ur hér á landi og hefur ekki
sézt á höfuðborgarsvæðinu í að
minnsta kosti 40 ár, að sögn
Ólafs Karls Nielsen fuglafræð-
ings, en fyrir um fjórum ára-
tugum sást snæugla á Seltjarn-
arnesi. Fregnir hafa borizt af
því að snæugla hafi sézt á Suð-
urnesjum síðastliðið haust.
„Það fór ekkert á milli mála
að þetta var snæugla. Hún sat
svona eins og hundrað metra frá
húsinu og ég sá hana mjög vel,“
sagði Davíð Davíðsson, íbúi í Urr-
iðakvísl, í samtali við Morgunblað-
ið. Hann kom auga á ugluna þar
sem hún sat á staur neðan við
heimili hans. Þar hélt uglan sig í
um þrjá stundarfjórðunga, en
síðan flaug hún niður í Elliðaár-
dalinn og hvarf sjónum.
Davíð er fuglaáhugamaður og
sagðist þegar hafa borið fuglinn
saman við fuglafræðibók. Enginn
vafi væri á að þarna hefði verið
snæugla á ferðinni. „Það var
skemmtilegt að sjá hana fljúga,
hún er með hér um bil eins og
hálfs metra vænghaf," sagði
hann. Að sögn Davíðs er fjöl-
Jón Baldvin eftir viðræður við Uffe Ellemann-Jensen í gær:
Auknar líkur á að EB
stöðvi efnahagsað-
stoð við Sovétslgórnina
JÓN Baldvin Hannibalssou utanríkisráðherra fór til fundar við
Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur í Kaup-
mannahöfn í gær, þegar hann var á heimleið frá Eystrasalts-
löndunum. Ilann færði liimim danska starfsbróður sínum tvö bréf
Landsbergis fQ.rseta Litháens. Utanríkisráðherra kom heim seint
í gærkvöldi.
Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson
Snæugla
skrúðugt fuglalíf í Elliðaárdalnum
og hefur ijölskylda hans meðal
annars séð fálka á flugi við húsið.
Þess eru dæmi að snæugla
verpi á íslandi en hún er þó afar
sjaldgæf, að sögn Ólafs Karls
Nielsens. Hún heldur sig einkum
uppi á hálendinu, en kemur stund-
um niður í byggð á vetrum. Mjög
fátítt er að sjá hana á innnesjum.
Í bók Hjálmars R. Bárðarsonar,
Fuglar íslands, segir að síðast sé
vitað um snæugluvarp í Ódáða-
hrauni 1974, en hún hafi þó sézt
árlega á flugi á íslandi. Þar geti
verið um flökkufugla frá Græn-
landi að ræða, en helztu varp-
svæði uglunnar eru freðmýrar í
heimskautalöndum.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Jón Baldvin að auknar líkur
væru nú á því að Evrópubandalag-
ið samþykkti tillögu Uffe Elle-
mann-Jensens um að stöðva efna-
hagsaðstoð EB við Sovétstjórnina,
eftir að Hans-Dietrich Genscher
utanríkisráðherra Þýskalands lýsti
yfir stuðningi við þessa tillögu
Dana í gær. Ráðherraráð EB tek-
ur þetta mál fyrir í dag, þriðjudag.
Jón Baldvin upplýsti Uffe Elle-
mann-Jensen um að í viðræðum
hans við forsætis- og utanríkisráð-
herra Eystrasaltsríkjanna hefði
komið fram að þeir teldu það
meginmál að EB stöðvaði þessa
efnahagsaðstoð við Kremlverja
eða frestuðu henni a.m.k. í ljósi
nýjustu atburða. Aðstoðin yrði
framvegis við einstök lýðveldi.
Utanríkisráðherra segist munu
beita sér af krafti fyrir málstað
Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavett-
vangi. Hann segist glöggt hafa
orðið var við að gestgjafar hans
hefðu talið heimsóknina mikil-
væga, einkum þar sem um fulltrúa
aðildarríkis NÁTO væri að ræða.
Jón Baldvin segir að honum
muni aldrei líða þessir dagar í
Eystrasaltslöndunum úr minni.
„Eg sé enn fyrir mér eftir göngu-
ferð okkar um Riga um nóttina
fólkið, margt af því tötrum klætt,
samankomið norpandi við opna
elda, sem mannaði götuvígi þús-
undum saman. Það sem ég skynj-
aði það kvöld og seinna í Viínu
líður ekki úr minni, það var ný
reynsla. Maður skynjaði að þetta
fóík er búið að þjást svo lengi að
það er hætt að bera virðingu fyrir
sársaukanum, er hætt að hræðast.
Eg er alveg sannfærður um það
að ef Rauði herinn lætur til skarar
skríða með skriðdrekum og ofur-
efli liðs er þetta fólk tilbúið að
Iáta Iífið. Ef þeir stíga það skref
þá mun verða blóðbað af því tagi
sem við höfum ekki séð síðan í
seinni heimsstyijöldinni. Eins og
Lennart Meri utanríkisráðherra
Eistlands sagði: „Okkar fólk hefur
ekkert nema siðferðiskenndina,
sannfæringuna og hugrekkið."
Þetta er mannlegi þátturinn sem
maður skynjar hér og nú en komst
ekki til skila við lestur Ijölda bóka
um ódæðisverk Sovétstjórnarinnar
í Eystrasaltslöndum," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Njarðvíkurhöfn:
Banaslys um
borð í báti
MAÐUR um fertugt lést þegar
lestarlúga féll á hann um borð
í báti í Njarðvíkurhöfn í gær-
morgun. Talið er að slysið
megi rekja til hvassviðris.
Maðurinn var að vinna ásamt
öðrum skipveijum við uppskip-
un um borð ítæplega 200 tonna
báti úr Vogunum um klukkan
8 í gærmorgun. Búið var að
losa lestarlúguna, sem féll á
manninn. Hann er talinn hafa
látist samstundis.
Ekki er unnt að birta nafn
hins látna að svo stöddu.