Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991 VAXANDI STJORNMALAOLGA I SOVETRIKJUNUM Síðustu umbóta- sinnunum vik- ið úr forystunni A Moskvu. Reutor. SJÁLFSTÆÐA fréttastofan Int- erfax í Sovétríkjunum skýrði frá því á laugardag að sjö helstu umbótasinnarnir í forystuliði Sov- étríkjanna yrðu ekki í nýrri rikis- sljórn landsins þar sem Míkhaíl Gorbatsjov forseti mun hafa úr- slitavaldið samkvæmt nýjum lög- um um æðstu stjórn Sovétríkj- anna. Þeir voru félagar í sérs- takri ráðgjafanefnd forsetans sem talin var áhrifamesta valda- stofnun landsins en hún verður nú lögð niður. Tveir mannanna, hagfræðingarnir Níkolaj Pet- rakov og Stanislav Shatalín, höfðu nokkru áður sagt af sér embættum í mótmæiaskyni við ofbeldi Rauða hersins í Litháen og efnahagsstefnu Gorbatsjovs. Mennirnir eru auk fyrrnefndra tveggja þeir Aleksander Jakovlev, Jevgeníj Prímakov, Leóníd Abalkín, Stepan Sítaríjan og Júríj Osípíjan. Jakovlev var árum saman nánasti ráðgjafi Gorbatsjovs og gegndi um hríð stöðu helsta hugmyndafræðings kommúnistaflokksins. Jakovlev hef- ur verið nefndur faðir umbótastefn- unnar sem kennd var við perestrojku og glasnost. Petrakov var helsti ráð- gjafi forsetans í efnahagsmálum en segir nú að stjórnvöld reyni að leysa öll vandamál með aukinni seðlaprent- un. Raunhæfar breytingar í átt til markaðsbúskapar séu allar kæfðar í fæðingunni af skrifræðisveldinu og harðlínumönnum. Shatalín var höf- undur róttækrar áætlunar um breyt- ingu til markaðsbúskapar, svo- nefndrar 500 daga áætlunar. Prímakov er sérfræðingur í mál- efnum Mið-Austurlanda og fór í nokkrar ferðir til Bagdad og Was- hington áður en átökin blossuðu upp fyrír botni Persaflóa. Abalkín var aðstoðarforsætisráðherra og sagður fremur hægfara umbótasinni í efna- hagsmálum. Sítaríjan var jrfirmaður utanríkisviðskipta og aðstoðarfor- sætisráðherra. Osípíjan var ráðgjafí í vísindamálefnum. ! Myndin var tekin út um brotnar rúður í einum glugga lettneska innanríkisráðuneytisins. bardaga kom er sovéskt herlið réðst til inngöngu á sunnudagskvöld í leit að vopnum og féllu a, í átökunum. Reuter Til harðra .m.k. fjórir Fjórir féllu í áhlaupi sovétherliðs á lettneska innanríkisráðuneytið: Lettar stofna sjálfsvamar- sveitir gegn Svarthúfunum Ofbeldi Moskvustjórnarinnar í Riga fordæmt um allan heim Riga, Moskvu. Reuter. ÞING Lettlands samþykkti snemma í gærmorgun að stofna Reuter Frá mótmælunum í Moskvu á sunnudag. Á borðanum fremst á mynd- inni segir: „Rússar, verið á varðbergi. Stríðskommúnisminn er í sókn.“ sérstakar sjálfsvarnarsveitir til að „veija og vernda líf, réttindi og frelsi“ íbúa lýðveldisins og stofnanir þess gegn „ólögmætum hótunum". Vopnaðar sérsveitir sovéska innanríkisráðuneytisins, Svafthúfurnar, réðust á sunnu- dagskvöld á innanríkisráðuneyti Lettlands og lögðu það undir sig. Fámennt lögreglulið í ráðuneyt- inu reyndi að verjast ofureflinu um hríð og alls er talið að fjórir menn hafi fallið í átökunum, er stóðu í um 90 mínútur, þ. á m. Iettneskur sjónvarpsmaður. Tíu særðust og sovéskur hermaður misþyrmdi finnskum frétta- manni og tók af honum mynd- bandsspólu. Ríkissljórnir víða um heim hafa fordæmt ofbeldi Sovétmanna. Markmið sovétherliðsins virðist hafa verið að klófesta vopn sem geymd voru í ráðuneytisbygging- unni. Sjónarvottar segja að fyrst hafi um tugur Svarthúfumanna komið í tveim ómerktum bílum að ráðuneytinu og reynt að ryðjast inn en verið hraktir á brott. Áður en þeir hurfu á brott kveiktu þeir í bíl með handsprengju. Síðar kom öflugra herlið á vettvang. Aðstoðarinnanríkisráðherra Lettlands, Zenon Indrikov, var í ráðuneytinu meðan átökin stóðu yfir og sagði hann að vopnabirgð- irnar þar væru sáralitlar. Hann sagði fréttamanni Reuters í sima- viðtali að til varnar væri 15 manna léttvopnað lið en Svarthúfurnar hefðu verið a.m.k. 100. „Allarrúður í byggingunni hafa verið brotnar með vélbyssuskothríð," sagði Ind- rikov. „Þeir eru búnir að ná bygg- ingunni á sitt vald, það er ekkert vit í að halda mótspyrnunni áfram.“ Eldgæringar frá átökunum lýstu upp gömlu miðborgina í Riga. Fjöldi Letta safnaðist saman í skemmti- garði í grennd við ráðuneytið er fréttist um átökin, hrópaði slagorð gegn Sovétmönnum og kallaði her- mennina fasista. Mikil sprenging heyrðist einhvers staðar í borginni en óvíst er hvað þar gerðist. Byssukúlur endurköstuðust milli húsveggja og ollu skelfingu meðal Tugþúsundir Moskvu-búa mótmæla grimmdarverkum Rauða hersins í Litháen: Ráðamönnum líkt við böðla og afsagnar Gorbatsjovs krafist Moskvu. Reuter. FJÖLMENN mótmæli fóru fram í Moskvu á sunnudag er tugþúsundir manna söfnuðust saman við Kremlarmúra til að lýsa yfir andstyggð sinni á grimmdarverkum Rauða hersins í Litháen. Fólkið hrópaði vígorð gegn ráðamönnum og krafðist þess að Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommúnista og forseti Sovétríkjanna, segði af sér. Á Manezh-torgi í miðborginni hrópaði fólkið I kór: „Böðlana út úr Kreml“ og „Niður með Kommúnista- flokinn," auk þess sem lesin var yfir- lýsing frá Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands og helsta andstæðingi Kreml- arvaldsins, þar sem almenningur var hvattur til að vera á varðbergi gagn- vart vaxandi ítökum harðlínukom- múnista. Vestrænir fréttamenn sem fylgd- ust með mótmælunum töldu að um 100.000 manns hefðu tekið þátt í þeim en í tilkynningu sovésku 7’AS.S-fréttastofunnar sagði að að um 300.000 manns hefðu komið saman í Moskvu. Sovéskir umbótasinnar hétu því að taka höndum saman í baráttu sinni gegn harðlínukommúnistum, sem fréttaskýrendur telja almennt að náð hafi undirtökunum í valda- baráttu þeirri sem fram fer innan Kremlarmúra. Hétu umbótasinnar því áð mynda öfluga andstöðu við Gorbatsjov en það er mál manna í Moskvu að grimmdarverk Sovét- hersins í Vilnius í síðustu viku þegar 13 óbreyttir borgarar voru myrtir hafi orðið til þess að sameina stjórn- arandstöðuhópa þá sem myndast hafa í Sovétríkjunum að undanförnu. Ræðumenn í Moskvu sögðu að atburðirnir í Vilnius, höfuðborg Lit- háens, sýndu að Gorbatsjov hefði gefið „umbótastefnuna" svonefndu upp á bátinn. Sagnfræðingurinn þekkti Júríj Afanasjev sagði: „Við erum hér saman komin til að lýsa yfir andstöðu okkar við afturhalds- stefnu Gorbatsjovs og undirsáta hans!“ Fólkið svaraði í kór: „Segið af ykkur, segið af ykkur. Einræði verður ekki komið á. Jeltsín, Jeltsín." Á spjöldum göngumanna mátti með- al annars sjá eftirfarandi áletranir: „Gorbatsjov, deildu Nóbels-verð- laununum með Saddam" og „Herfor- ingjar, gerið ekki synir ykkar að morðingjum." í ávarpi Borís Jeltsíns til fundar- manna sagði m.a. að nú væri það að gerast sem fjölmargir stjórnmála- leiðtogar hefðu varað við á undanf- örnum vikum. Hættan á því að ein- ræði yrði komið á I Sovétríkjunum á ný væri raunveruleg. Jeltsín kvaðst vera reiðubúinn til viðræðna við Gorbatsjov og hvatti almenning til að sýna stillingu í andófi sínu þar sem ráðamenn innan hersins og harðlínukomúnistar kynnu að nota mótmæli sem tylliástæðu fyrir frek- ari valdbeitingu til að bijóta á bak aftur frelsis- og lýðræðishreyfing- una í Sovétríkjunum. Fjölmenn mótmæli fóru einnig fram í Leníngrad og fréttir bárust af því að um 3.000 manns hefðu komið saman í Kíev, höfuðborg Úkraínu, og lýst yfir andúð sinni á stjórn kommúnista. Þá voru einnig haldnir fjöldafunir í Sverdlovsk í Úralfjöllum, Donetesk í Úkraínu, Kíshíníjov í Moldovu og Kalínlngrad, nærri landamærum Litháens. fólksins sem reyndi að komast í skjól. Árásarsveitirnar yfirgáfu staðinn um fímm klukkustundum síðar eftir að samningar höfðu tek- ist milli Ivars Godmanis, forsætis- ráðherra Lettlands, og Borís Pugo, innanríkisráðherra Sovétríkjanna, Meðan átökin stóðu sem hæst hringdi Godmanis í Dmítrí Jazov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, og krafðist skýringa á árásinni. Jazov sagðist ekkert vita um málið. „Þessu er öllu lokið núna, þeir eru farnir,“ sagði lögreglumaður á vakt við ráðuneytið í gær. Gang- stéttir voru þaktar glerbrotum, tómum skothylkjum og múrbrotum úr byggingunni eftir skothríðina. í skemmtigarðinum var blóðpollur og tvö hvít blóm höfðu verið lögð á jörðina við hann. Lettneskir blaðamenn segja að innanríkisráðherra landsins, Alois Vasnis, hafi flogið til Moskvu á sunnudag til viðræðna við Pugo um framferði Svarthúfanna. Ekki hefur verið skýrt frá því hver hafi gefið fyrirskipun um árásina á innanríkis- ráðuneytið en umræddar hersveitir, sem eru hluti svonefndra OMON- öryggissveita, heyra beint undir Pugo. Hann er harðlínukommúnisti sem var áður formaður kommúni- staflokks Lettlands og deildar ör- yggislögreglunnar, KGB, í landinu. Á laugardagskvöld sagðist Þjóð- frelsisiráðið, samtök harðlínu- manna í Lettlandi þar sem menn áf rússneskum uppruna eru fremst- ir í fylkingu, hafa tekið völdin í landinu og krafðist ráðið þess að þingið yrði þegar leyst upp. Var mikið úr þeim tíðindum gert í so- véskum ríkisfjölmiðlum en formað- ur ráðsins er Álfred Rubiks, leiðtogi flokksbrots Moskvuhollra kommún- ista. Ráð með sama heiti og stefnu var sagt hafa farið fram á aðgerðir Rauða hersins í nágannalandinu Litháen fyrir rúmri viku er 14 manns féllu þegar sjónvarps- og útvarpsstöð var tekin herskildi. Viktor Alksnis ofursti, sem er harðlínumaður á sovéska þinginu, sagði liðsmenn OMON hafa farið að ráðuneytinu í Riga eftir að eigin- konu liðsforingja í sveitunum hefði verið nauðgað daginn áður. Lett- neskur þingmaður, sem er hliðholl- ur Moskvuvaldinu, sagði að Sovét- liðið hefði verið lokkað í gildru eft- ir að hafa reynt að hefja samninga- viðræður við embættismenn ráðu- neytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.