Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 2
<2 fC MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 199.1 etta er lausleg þýðing á keðju- bréfi sem ég fékk um daginn. Ég hef fengið slík bréf áður en þá hefur oftast verið um að ræða bréf sem lofuðu ótal þvottapokum eða póstkortum, ef keðjan yrði ekki slit- in. En sífellt verður allt orðið stærra í sniðum, keðjubréfín líka. Nú lítur enginn við þvottapokum og póst- kortum heldur er það ekki minna en lífsgæfan sjálf sem menn henda á milli sín einsog fjöreggi á spjóts- oddum hins ritaða orðs. Ég skellti skolleyrum við óljósri illspá bréfsins og sendi ekkert afrit innan þeirra 96 klukkustunda sem voru tíma- mörk aðgerðanna. Það er ekki að orðlengja það að tveimur dögum seinna ók kona í veg fyrir mig, þar sem ég silaðist upp þrönga götu í gamla bænum með þeim afleiðing- um að báðar bflarnir skemmdust talsvert. Ég sá mitt óvænna og ljós- titaði keðjubréfíð og sendi 20 mann- eskjum sem ég valdi áf handahófi úr símaskránni. Ég setti bréfín í póstkassa og ók af stað í enn eina bæjarferðina, létt í skapi og taldi mig lausa við yfírvofandi óhöpp. En ég hafði greinilega ekki leyst höfuð mitt með þessari aðgerð því varla var ég komin niður í bæ þeg- ar ég lenti í að bakka á bfl sem lagt hafði verið ólöglega fyrir fram- an bókasafn. Stúlka var í bflnum og brást hún hin reiðasta við þó skemmdir væru mjög lítilfjörlegar. Þegar lögreglan kom á vettvang var ástandið orðið einsog í ítalskri gamanmynd. Hefðu málsaðilar ekki verið mótaðir af hinum íslenska menningararfí hefðu þama orðið stórkostleg handalögmál. Þegar ég ók heim á leið eftir þetta ævintýri þótti mér sárast að geta ekki náð Ijósritunum úr póstkassanum aftur. Eftir að ég fékk ofangreint kveðjubréf fór ég að hugsa um af hveiju fólk færi af stað með siík bréf. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ástæðurnar til þess væru marg- ar. Ein sú framstæðasta er líklega löngunin til að tengjast annarri mannvera. Bijótast út úr ásköpuð- um einstæðingsskapnum og mynda hring með mörgu fólki. Þéim sem þannig hugsa er rétt sama hvort sameiningartáknið er þvottapokar eða eitthvað annað. Önnur ástæðan er kannski sprottin af söfnunar- áráttu. Menn sjá sér hag í að senda t.d. póstkort og fá í staðinn ný kort og spennandi í safnið sitt. Þriðja ástæðan er svo gamansemi. Fólk sendir á milli sín bréf sem því þykir fyndið og gamansemi bréfsins veldur því að það er sent áfram. Fjórða ástæðan er hagnaðarvonin. Þá sér fólk sér þann leik á borði að eignast peninga á auðveldan hátt, hinir fyrstu græða en þeir síð- ustu tapa. Leikurinn gengur út að að fá alltaf nýja í hringinn og forð- ast þannig að verða sá sem tapar. Æsandi leikur fyrir þá sem hafa í sér ástríðu spilamannsins. Fimmta ástæðan er kannski sú sem torskild- ust er. Ljósfælin tilfinning sem fínn- ur fullnægju í að vera örlagavaldur í lífí samborgaranna. Angi af hinni afdrifaríku valdalöngun, þar sem valdið verður að takmarki í sjálfu sér. Valdið getur lyft sjálfsímynd- inni upp á stall og gert hinn vold- uga þannig hærri í eigin augum. Stundum fara saman fleiri en ein ástæða þegar keðjubréf era send af stað. Keðjubréf sem innihalda óljósar eða ljósar hótanir um ólán ef út af er bragðið koma illa við fólk. Menn trúa kannski ekki endi- lega illspám bréfanna, hins vegar finnst þeim það varla borga sig að láta reyna á þær. Kannski vottar þarna fyrir gömlu galdratrúnni. Flestum er í blóð borin einhvers konar hjátrú og hún er drifkraftur þess að slíkar bréfakeðjur viðgang- ast. Meira að segja fólk sem á að teljast upplýst flýr á náðir ljósritun- arvéiarinnar til að losa sig við ógæf- una sem það óttast ella að leggi sig I einelti. Og þannig henda menn á milli sín lífsgæfunni, fjöregginu sínu, rétt einsog skessumar í þjóð- sögunni forðum. Þar til einhver slít- ur keðjuna og verður „skotspónn ógæfunnar", eða hvað? Til að svo fari verður fólk að vera í senn hjá- trúarfullt og kærulaust. Ekkert virðist hrína á þeim sem slíta keðj- ur hiklaust og skenkja því ekki hugsun. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að tengja keðjuslitin einhveij- um aðsteðjandi vandræðum. Þeir hjátrúarfullu og samviskusemi senda bréfín áfram og kenna því ekki keðjuslitum um óhöpp sín. Það gera aftur á móti hinir hjátrúar- fullu og kæralausu. Þeir trúa ill- spám bréfanna en gleyma að senda afrit af þeim áfram. Síðan kenna þeir keðjubréfinu um ef eitthvað fer úrskeiðis og viðhalda þannig þjóð- sögunni um keðjubréfín. Keðjubréf eru vel þekkt fyrirbæri víða um heim. Slík bréf fóra að tíðk- ast á íslandi á fýrstu áratugum þessarar aldar. En þau vora á ýmsan hátt öðruvísi en keðjubréf í dag. Fyrst vora slík bréf raunar köll- uð bænabréf og jafnvel lukku- bréf. Hjá Orða- bók Háskólans eru til seðlar sem fólk sendi inn árið 1977 þar sem greint er frá slíkum bréfum. Kjami þeirra bréfa var bæn um alheims- frið. Skrifa átti bænina upp og senda fleiram. Á einum seðlinum segir að bænabréf hafí verið algeng fyrirbæri á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Upphaf þeirra var „Ó, Drottinn minn og guð.“ Væri bæn- in send áfram átti það að færa bréf- ritara mikla hamingju innan skamms, en mikla óhamingju ef keðjan var slitin. Seinna komu til sögunnar hin svokölluðu keðjubréf. Þau innihéldu ekki bænir, heldur bón um að gefa t.d. eitt handklæði eða „búrþurrku“, einsog kona ein á Akureyri segir á sínum seðli. „Mað- ur átti að fá fleiri tugi af handklæð- um í staðinn." Keðjubréf geta varla verið mikið eldri en póstþjónustan í viðkomandi landi. Ekki eru allar kveðjur þó háðar póstþjónustu, sumt sem sent er á milli er þess eðlis að ekki þyk- ir fyllilega henta póstþjónustunni. Opinber starfsmaður, kona rösk- lega fertug, sagði mér að skömmu fyrir 1980 hafí hún verið spurð hvort hún vildi vera með í bréfa- keðju þar sem ávinningurinn væri vínflöskur. „Ég fékk í framhaldi af þessu keðjubréf þar sem ég var beðin um að senda 4 eða 6 persón- um keðjubréfíð áfram. Jafnframt átti ég að senda þeim sem efstur var á listanum eina vodkafiösku. Ég gerði þetta samviskusamlega og beið svo þolinmóð eftir að kæmi að mér. í fyllingu tímans fékk ég 14 flöskur af sterku víni. Ég frétti að einn, sem á undan mér var í keðjunni, hafi fengið 48 flöskur og annar 30 flöskur. Vínið kom ekki til mín allt á sama deginum, heldur var að berast í nokkurn tíma. Þetta var að vorlagi og mér er enn í minni þegar menn tóku að birtast fremur flóttalegir í fasi með flösku í poka- skjatta og spurðu lágum rómi eftir mér. Þeir afhentu svo flöskuna og hurfu á braut. Ég neita því ekki að ég drakk tals- vert meira á þessu tímabili en ég hef alla jafna gert. Ég hef oft slit- ið keðjur af ýmsu tagi, en vínkeðjuna ákvað ég að slíta ekki, í von um að fá eitthvað í aðra hönd. Ég veit að þeir sem vora neðar á listanum en ég fengu ekki neitt, hins vegar var talað um að þeir sem byijuðu keðjuna hefðu birgt sig mjög vel upp af víni. Ég ráðlegg þeim sem fá send keðjubréf að slíta keðjuna ef hún er búin að ganga lengi, þá er hagnaðarvonin orðin lítil. Einu sinni fékk ég t.d. keðjubréf sem hafði gengið lengi, þar vora viskustykki í vinning. Eg fékk bara eitt viskustykki, en syst- ir mín, sem var talsvert á undan mér í keðjunni, fékk aftur á móti heilmörg. Ég held helst að hún hafí ekki þurft að kaupa sér visku- stykki áram saman.“ Kona þessi sagði mér ennfremur þau tíðindi að um þessar mundir væri í gangi hér bamabókakeðja. Keðjubréfamálið fræga Frægasta bréfakeðja sem hér hefur gengið er án efa peninga- bréfakeðja sém varð mjög umsvifa- mikíl árið 1970 og stöðvaðist ekki fýrr en lögreglan og yfirvöld voru komin í málið. I Morgunblaðinu þann 18. september 1970 segir svo í frétt á baksíðu: Þijú keðjubréf ganga í Reykjavík — Réttarrann- sókn hafin í málinu — Sögur fara af ofsagróða manna. í fréttinni segir að sænskt keðju- bréf, Investo, gangi í bænum, einn- ig hafi landinn stofnað tvö keðju- bréf. Kostaði miðinn í því fyrra ís- lenska 1.000 krónur en 500 í því seinna. Miðinn í því sænska kostaði 440 krónur. Gangur keðjunnar var þannig að sá sem tók þátt í henni keypti miða. Seljandinn var neðstur á hinum keypta seðli, en síðan greiddi kaupandinn þeim þremur sem fyrir ofan voru á seðlinum sömu upphæð. Hann fékk síðan kvittanir fyrir greiðslum og sendi þær ásamt miðanum á skrifstofu keðjunnar, sem gaf þá út íjóra miða, þar sem efsta sætið var þurrkað út og færðust þá allir upp um eitt sæti en eigandi miðanna bættist við neðst á seðlinum. Þá seldi viðkomandi miðana fjóra næstu viðskiptavinum keðjunnar. Fyrir þjónustu skrifstofunnar var greitt í reiðufé, segir í fréttinni. Menn fengu í fyrsta umgangi þá upphæð sem þeir höfðu lagt í fyrir- tækið, næst fengu þeir 16.000 krón- ur, þá 64.000 krónur og loks áður en þeir féllu út af seðlinum 256.000 krónur eða samtals 340.000 krón- ur. I fréttinni sagði ennfremur að heyrst hefði af svimandi upphæðum sem menn hefðu fengið og að sum- ir hveijir hefðu lítið annað aðhafst þá dagana en gefa út kvittanir og taka á móti þúsundkrónaseðlum. Þess var getið að illmögulegt væri að fá kvittanaeyðublöð í verslunum. Á baksíðu sama blaðs var einnig stutt viðtal við mann einn sem blað- amenn hittu fyrir framan Stekk við Hafnarfjörð þann 17. september, en þar var skrifstofa peningakeðju- bréfsins sem mest kvað að. Maður- inn kvaðst vera búinn að hafa 440 þúsund krónur upp úr keðjunni og eiga von á samanlögðum ágóða uppá 1.440.400 krónur. „Ég er með tvær stúlkur sem taka við pening- unum og afhenda kvittanir, sem ég er þegar búinn að undirrita," sagði maðurinn. Hann kvaðst ætla að gefa ágóðann upp til skatts. Upp- hæðin væri orðin það mikil að þótt tekin væru 56% af í skatt þá væri hann samt fyllilega ánægður með afraksturinn. Lögmæti keðjubréfanna í fréttinni kom fram að Morgun- blaðið leitaði til dómsmálaráðuneyt- isins og spurðist fyrir um lögmæti þessara keðjubréfa. Baldur Möller ráðuneytisstjóri, sem þá var, sagði að farið hefði verið fram á að keðju- bréfastofan á Stekk yrði tekin til réttarrannsóknar, til þess að unnt yrði að kanna hvort starfsemi henn- ar varðaði við lög. Einnig átti að kanna hvort starfsemi þessi félli undir happdrættislögin frá 1926, en þar segir að leyfí ráðuneytisins þurfi til þess að halda happdrætti eða önnur happaspil, eins og það er orðað. í Morgunblaðinu 19. sept. 1970 segir að keðjubréfastraumurinn hafi minnkað eftir að rannsókn á starfsemi keðjubréfaskrifstofunnar að Stekk við Hafnarfjörð hófst. Þar er einnig birt tilkynning dómsmála- ráðuneytis þar sem segir m.a.: „Gera verður ráð fyrir að lögmæti þess atferlis (peningakeðjubréfa) verði prófað mjög bráðlega fyrir dómstólunum, en jafnframt skal bent á, að sá gróði, sem menn leita eftir með þátttöku í slíku peninga- spili hlýtur að fást á kostnað ann- arra manna.“ Daginn eftir, þann 20. septem- ber, hefur straumur bréfa til keðju- bréfaskrifstofunnar við Stekk enn SJÁ SÍÐU 4 Sumir hverjir gerðu lítið unnuð þá dagana en gefa út kvittanir og taka á móti þúsundkrónaseðlum. í fyllingu tímans f ékk ég 14 flöskur af sterku víni. Ég frétti að einn, sem á undan mér var í keðjunni, hafi fengið 48 f löskur og annar 30 f löskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.