Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 SAGAAFSJÓ LEYNDARDÓMURINN UM KURRJÓÐAGLYÐRU í textagerð fer Þorsteinn oft ótroðnar slóðir og eins og fram kemur í viðtalinu var textinn um „Kurrjóðaglyðru“ eins konar tilraunastarf- semi, þar sem höfundur byggði á þeim áhrifum sem hann varð fyrir af þáttunum „íslenskt mál“. Textinn kom út á plötu með hljómsveit- inni „Ðe lónlí blú bojs“, og vakti talsverða athygli og jafnvel deilur, en skýringar á textanum hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir. Textinn er birtur í heild, ásamt skýringum, í handriti að ljóðabók eftir Þorstein, sem ekki hefur verið gefin út. Hér er birtur fyrri hluti textans ásamt skýringum, án ábyrgðar og lesendum til gamans og hugai-hægðar. ar, les yfir aftur og aftur og maður hættir ekki fyrr en manni finnst bókin orðin það góð að maður myndi sjálfur kaupa hana í búð ef hún væri eftir einhvern annan.“ - En íslenskir útgefendur hafa aldrei séð ástæðu til að gefa neitt út eftir þig? „Nei, ég hef farið með nokkur handrit en aldrei fengið grænt ljós. Þetta hafa verið ljóðabækur, textabækur og ein skáldsaga. Reyndar keypti Vaka-Helgafell af mér handrit að barnabók, en hún er óútkomin. Bretarnir verða því líklega á undan landanum að gefa eitthvað út eftir mig á bók.“ Með mjaðmahnykkinn á hreinu Sem listamaður er Þorsteinn ekki við eina fjölina felldur og upphaf- lega haslaði hann sér völl sem myndlistarmaður. Um tíma reyndi hann fyrir sér í dægurlagasöng og varð nokkuð ágengt sem túlkandi á Presley-lögum sem frægt var hér í eina tíð. „Ég var um fermingu þegar rokkið byijaði og maður er svo áhrifagjam á þeim aldri. Nálægðin við Kanann gerði það að verkum að við krakkarnir á Suðurnesjum vorum nær þessari tónlist og skild- um textana betur en margir aðrir íslenskir unglingar á þessum árum. Þegar ég var í Héraðsskólanum á Laugarvatni tróð ég eitt sinn upp með nýtt lag með Harry Belafonte, lBanana Boat Song“ sem margir þekkja undir nafninu „Deió“, pg fannst það svo gaman að ég hélt áfram að syngja við öll tækifæri sem gáfust. A Laugarvatni byrjaði ég einnig að skrifa eins konar „bull- sögur“ og semja texta, meðai ann- ars vegna þess að í þá daga var ekki hlaupið að því að ná í skrifaða texta og krakkar gerðu talsvert af því að syngja þá eftir framburði. Mér fannst skárra að semja mína eigin texta á íslensku, en að nota eitthvert babbl, sem hafði enga merkingu. Sumir textarnir líktust dálítið ensku fyrirmyndinni og það einkenni hefur stundum komið fram í textunum mínum, sem samdir eru við erlend lög. Eitt þekktasta dæm- ið um þetta er „Þijú tonn af sandi/ Andrés fær nóg“, sem á frummálinu er: „Return to sender/ address unknown". Þetta er gamalt bragð, sem ég hef stundum notað með ágætum árangri. Þegar ég kom frá Laugarvatni fór ég á kvöldnámskeið í Handíða- og myndlistaskólanum og síðan að vinna sem skiltamálari uppi á flug- velli. Þá var það að KK auglýsti eftir óþekktum söngvurum til að koma fram með hljómsveitinni og það voru tíu valdir úr til að taka þátt í söngvarakeppni. Ég man að í þessum hópi voru meðal annarra Mjöll Hólm og Garðar Guðmunds- son, sem bæði áttu eftir að fara út í dægurlagasöng, og þarna var líka Silja Aðalsteinsdóttir, sem reyndar fór ekki út í sönginn heldur haslaði sér völl í bókmenntum, þar sem hún hefur dálítið fengist við að kryfja rokk- og poppmenninguna til mergjar. Ég vann þessa keppni fyrst og fremst út á limaburðinn fremur en röddina. Ég var með mjaðmahnykkinn á hreinu, mjög yfirdrifinn og miklu svæsnari en Presley hefði nokkru sinni látið sig dreyma um. I framhaldi af þessu söng ég með KK-sextettnum í hálft ár og síðan með NEO-kvartettnum í Vetrar- garðinum, sem var ógurlegt sukk- bæli á þessum árum. Þar voru ekki vínveitingar heldur komu menn með flöskurnar með sér og liður í skemmtuninni voru aðferðirnar við að smygla víninu inn. Menn notuð gjaman þá brellu að vera með flösku fulla af vatni á áberandi stað, sem var þá tekin við innganginn, en ílátin með víninu voru þá betur falin innanklæða, jafnvel í brók- inni. Það var mikið um slagsmál, aðallega utandyra þó, andstætt við Krossinn í Njarðvíkum, þar sem aðallega var slegist innandyra. En þessir tveir staðir, Krossinn og Vetrargarðurinn, voru vagga rokk- tónlistarinnar á íslandi." Kurijóðaglyðra Er kurrjóði við skorð kastaði glyðrum fyrir borð út af kle/juðum vóm (með sjómannsins geif), skúman orð. Þar norðangarrinn blés blingaður, lestar yfir fles, og aldan skúrfaði skeig. Hneigaði skámur og mes. Þeir fengu ekki bein úr sjó, þótt burgan væri laus við njó. Skipstjðrinn varð vúlarkár, því vörfuð álög á glyðrum höfðu bjár. Skýringar við Kurrjóðaglyðru Eins og berlega kemur fram í textanum hér á undan er verið að segja frá misheppnaðri veiðiferð út á rúmsjó. Með í förinni eru nokkrar lauslætisdrósir, en það kann ekki góðri lukku að stýra, ef marka má þjóðtrúna, og getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar í för með sér. kurijóði: (n. kk. et.) úthafs- draugur af þeirri gerð sem magn- ast upp og líkamnast við ákveðin, sjaldgæf skilyrði. skorð: (n. kvk. et.) vígður hluti skips; nær yfir alla brúna og þilfar- ið með öllu sem á því er, en ekki út fyrir borðstokkinn. Inn fyrir skorðina ná ill öfl að jafnaði ekki nema þá sjaldan sem skúman erðir. glyðra: (n. kvk. et.) lauslætis- drós. kleijaður: (1. kk. et.) ófær vegna reimleika. vómur: (n. kk. et.) vofuhólmi, óáþreifanlegt draugasker. geif: (n. kvk. et.) persónulegir, (venjulega neikvæðir) eiginleikar sem manneskja öðlast í lifanda lífi en magnast siðan upp þegar við- komandi gengur aftur. skúma: (n. kvk. et.) sú tegund þoku sem liggur þétt niður við yfir- borð sjávar og nær ekki langt upp. Svipar til dalalæðu í landi. að erða: (s; erða, orð, örðum, örðið) að breytast í eins konar fljót- andi gufu eða hlaupkennt ský. norðangarri: (n. kk. et.) snarp- ur, nístingskaldur vindur. blingaður: (1. kk. et. í fornu máli: blindgaður, skylt orðinu blind- aður) sá sem veður stefnulaust áfram í fullkominni örvinglun. fles: (n. hk. et.) einskonar skons- ófan. -* að skúrfa: (s. skúrfa, skúrfaði, skúrfað) að hefja sig í gormlaga hringi upp á við. skeig: (1. kvk. et. Staðbundið slanguryrði.) tætingsleg. að hciga: (s. heiga, heigaði, heigað) að fljúga áf veikum mætti með stuðningi einhvers annars sem svipað er ástatt um. Oft kemur fyrir að illa fyrirkallaðir farfuglar þurfa að grípa til þess að heiga. Fugl sem gerir mikið af þessu er gjarnan kallaður heigull. skámur: (n. kk. et.) afturganga hrægamms. mes: (n. hk. et.) sjóræfíll. Skyld- ur músarindli, þó ögn minni og dapurlegri í framan en hefur gletti- lega mikið flugþol. burga: (n. kvk. et. Orðið er ekki til í fleirtölu.) Yfirborð sjávar og kvikasti hluti hafsins, frá yfírborði og allt niður á 20 til 40 faðma dýpi. njór: (n. kk. et. Skylt orðinu snjóij nístingskall frost sem borar sér líkt og ósýnilegar nálar undir yfirborð vatns. vúlarkár: (I. kk. et. Sjaldgæft sjómannamál. Einskonar afbökun út tveim, óskyldum frönskum orð- um; voulez og c.oeur, - að vilja og hjarta) að vera samtímis sterkur á svellinu og viðkvæmur í lund. vörfuð: (ao. ft.) óumflýjanlega yfirvofandi í kjölfar reimleika. álög: (n. hk. ft.) umbreyting vegna galdra. JÞegar orðið hefur þessa merkingu er það einatt haft í fleirtölu. bjár: (n. kvk. ft. í eintölu bjá.) festing á álagaham; þeir staðir á hamnum sem festast við e-n sem verður fyrir álögum. Á venjulegum álagaham eru að jafnaði 48 bjár. Með Bítlunum í Köben Þorsteinn var í Kaupmannahöfn þegar bítlaæðið reið yfir heiminn og eins og margir ungir menn á þeim tíma varð hann fyrir miklum áhrifum frá bresku popplínunni sem þá varð alls ráðandi meðal ungs fólks, hvort heldur var í myndlist, tónlist eða tísku. Segja má að'Þor- steinn beri enn svipmót þessa tíma því hann gengur jafnan í „bítla- skóm“ og dökkum, aðskornum jakkafötum sem var klæðnaður svo- kallaðra „beatniks" á þessum tíma. „Bítlaæðið kemur talsvert við sögu í bókinni og í henni er mikið um enskar viðmiðanir frá þessum tímabili, og það hefur kannski enn frekar ýtt úndir þá í London að gefa bókina út. Og þetta tímabil og tískan sem því fylgdi sitja dálít- ið fast í mér. Áður en ég fór til Kaupmannahafnar var ég að spila á Vík í Keflavík með hljómsveit sem hét „Beatniks" og hún tók að sumu leyti mið af kynslóð bóhema í New York, sem kölluðu sig því nafni. Bítlarnir voru líka afsprengi af þessum meiði og þeir komu mér því ekkert sérstaklega á óvart þeg- ar þeir komu fram á sjónarsviðið. Þeir voru bara breskir „beatnikar". Bob Dylan er svo aftur kvistur af hinum ameríska meiði þessara bó- hema. Bítlarnir höfðu sterk áhrif á mig á fleiri sviðum en tónlistárlega. Þegar ég var í Kaupmannahöfn skrifaði ég pistla fyrir Álþýðublaðið og var með blaðamannapassa frá blaðinu. Þannig komst ég á blaða- mannafund sem haldinn var þegar Bítlarnir komu til Kaupmannahafn- ar í fyrstu heimsreisunni, í júní 1964. Það var ógleymanlegt og ég held að ég muni hveija einustu sek- úndu frá þeim atburði. Síðar fór ég einnig á blaðamannafund með Rolling Stones þegar þeir komu til Kaupmannahafnar í fyrsta skipti. Allt þetta hafði sín áhrif og kom meðal annars fram í myndlistinni, sem ég var að fást við á þessum árum. Poppmenningunni fylgdi ákveðin poppmyndlist. Eftir að ég kom heim var að koma fram stefna sem kölluð var „op“, sem bygðist á mjög sterkum sjónertingum. Þá var Mary Quant komin fram með sína tísku í klæðaburði og þetta fléttað- ist allt saman, tónlistin, myndlistin og fatatískan." Stórmunur á ljóðum og texta Þorsteinn Eggertsson er einhver afkastamesti höfundur dægurlaga- texta á íslandi. Samkvæmt útskrift frá STEF, hafa 374 textár eftir hann komið út á hljómplötum, og meiri kveðskap á hann, sem enn hefur ekki komið fyrir almennings- sjónir. „Þegar ég.kom frá Kaupmanna- höfn fór ég að vinna á auglýsinga- stofu og þar vann með mér sveit- ungi minn frá Keflavík, Þórir Bald- ursson. Einhveiju sinni rak hann augun í vísur sem ég hafði samið í Kaupmannahöfn og hann stakk þá upp á að ég semdi texta fyrir Savanna-tríóið og ég samdi þá „Ást í meinum“, sem var fyrsti textinn eftir mig sem út kom á hljómplötu. Síðan samdi ég fyrir hljómsveitina Dáta, meðal annars „Leyndarmál", sem náði talsverðum vinsældum og síðan texta við lög eftir Rúnar heit- inn Gunnarsson. Við náðum vel saman og áttum fljótlega efni af- lögu fyrir aðrar hljómsveitir. Síðar fór ég að semja fyrir Hljóma, Trú- brot og svo Lónlí blú bojs og átti langt og gott samstarf við Gunnar Þórðarson. - Er einhver einn texti sem þér sjálfum finnst meira til koma en awiarra? „Nei, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Þeir eru að vísu afar misjafnir að gæðum og suma er ég auðvitað ánægðari með en aðra. Ég held ég hafi verið ánægðastur í textagerðinni á árunum í kringum 1974 og 1976, þegar ég gat farið að semja texta eins og mér sýnd- ist. Fyrir 1970 varð maður nær undantekningalaust að halda sig við ljóðstafi og ýmsar ljóðahefðir, svo sem stuðla og höfuðstafi. Þetta orkar tvímælis í sjálfu sér því dans- vísur í gamla daga studust við C 11 stuðla, en höfðu yfirleitt ekki höfuð- stafi. Og í dægurlagasöng nútímans gildir það sama því höfuðstafirnir eiga það til að þvælast fyrir hrynj- andanum í laginu." - Hvað með alvarlegri kveðskap? „Það er stórmunur á því að semja ljóð eða texta. Ég hef gert dálítið af því að yrkja, bæði rímað og órím- að, og reynt að fara með það í útgef- endur. En sennilega er ég ekki mjög gott ljóðskáld því það hefur enginn fengist til að gefa út þennan kveðskap minn. Ég hef fengist við allar mögulegar gerðir af kveðskap, allt frá sonettum og niður í sundur- lausar hugleiðingar og þótt þetta efni komist aldrei á bók tel ég tíma mínum hafa verið vel varið við þessa Ijóðagerð því hún eflir tilfinninguna fyrir málinu og þjálfar hugann í að búa til myndir úr orðum. Ég hef alltaf haft gaman af því að rannsaka möguleika tungunnar, hvort heldur er á íslensku eða ensku. Eftir 1970 fór að hafa fijáls- ari hendur í textagerðinni og not- færði mér það óspart. Þá komu textar eins og „Heim í Búðardal“, „Síðasta sjóferðin" og „Kurijóðag- lyðra“, en í þeim var ég með alls konar tilraunastarfsemi, þótt menn hafi kannski ekki tekið eftir því eða áttað sig á því. „Kurijóðaglyðra“ er til dæmis gott dæmi um svona tilraunir. Frá blautu barnsbeini hef ég hlustað á þættina „íslenskt mál“ og þar er stundum fjallað um alls konar furðuleg orð sem maður hef- ur aldrei heyrt. Mér datt því í hug að búa til ljóð með svona furðuleg- um, mérkingarlausum orðum, og semja sjálfur orðaskýringar við þau, eins og fylgdu „íslensku lestrarbók- inni“ forðum. Þetta var svo gefið út á plötu með Lónlí blú og það skemmtilegast við það var að Engil- bert Jensen syngur textann með mikilli innlifun, eins og hann skilji hvert orð. Orðskýringarnar hafa hins vegar aldrei komið fyrir al- menningssjónir." Dulræn reynsla Á sumum sviðum hefur Þorsteinn Eggertsson ekki bundið bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn- irnir. Hann er svo friðelskandi að knattspyrnukappleikir fara fyrir bijóstið á honum. Og honum hefur til dæmis aldrei dottið í hug að læra á bíl: „Nei, það vantar í mig þetta „spennu-element", sem menn verða að hafa til að geta stjórnað bifreið. Ég fer heldur aldrei á skíði. Mér finnst miklu þægilegra að sitja frammi í eldhúsi með kaffíbolla í stað þess að renna mér á skíðum í skítakulda. Á sama hátt finnst mér miklu þægilegra að sitja aftur í bíl og lesa í blaði í stað þess að þurfa að hafa áhyggjur af umferðinni." - Þú snerist til kaþólskrar trúar fyrir nokkrum árum. Hver var ástæðan? „Árið 1983 varð ég fyrir áfalli sem ég vil ekki ræða nánar. En mitt í raunum mínum varð ég fyrir eins konar uppljómun, sem ég vil helst túlka á þann veg að Kristur hafi birtst mér. Þetta gerðist eftir að ég kom frá aftansöng í kaþólsku kirkjunni á Landakoti, þar sem ég hafði leitað mér huggunar. Ég fór því að velta kaþólskunni meira fyr- ir mér og mér fannst hún koma heim og saman við þessa reynslu. I framhaldi af því ákvað ég að taka kaþólska trú.“ - Geturðu lýst þessari uppljómun nánar? „Það er mjög erfitt að lýsa þessu, en ég var einn heima og þá skyndi- lega varð skjannabjart í næsta her- bergi og mér fannst eins og þar væri einhvers konar vera, sem kom- in var til að hugga mig. Það var eins og hún talaði til mín án þess að ég muni orðin nákvæmlega, en það var eitthvað í þá veru að fram- vegis myndi ég fylgja sér. Það fylgdu þessu mjög annarleg áhrif. Þarna varð ég fyrir upplifun, sem ég var löngu búin að gleyma, einna líkast því sem börn verða fyrir þeg- ar þau fá að skríða upp í ból til mömmu í þrumuveðri. Én það und- arlega er að síðan þetta gerðist hef ég aldrei orðið hræddur við nokkurn skapaðan hlut.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.