Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 23
cr m * rrs r ** r» '3 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Ketill Vilhjálms- son — Kveðjuorð Fæddur 15. febrúar 1905 Dáinn 7. mars 1991 Við viljum í örfáum orð,um minn- ast afa okkar, Ketils Vilhjálmsson- ar í Meiri-Tungu. Afi var heil- steyptur maður með ákveðnar skoðanir, hann var víðlesinn og fróður og nutm við systkinin-þess. Hann var iðinn við að segja okkur sögur, um það sem hann hafði les- ið, heyrt og lifað. Það var gaman og fróðlegt að hlusta á hann segja frá vegalagningu, gijótsprenging- um, samferðamönnunum, veiði- skap og öðru sem hann hafði upp- lifað. Þær voru líka ófáar vísurnar sem hann kenndi okkur þegar við vorum í einhveiju stússi s.s. gegn- ingum, girðingarvinnu eða ferða- lögum. Afa fórst stjórnun vel úr hendi og hafði hann það sérstaka lag að fólki fannst það hafa mikil áhrif á gang mála. Við systkinin vorum ekki há í loftinu þegar afi var far- inn að spyija okkur álits á hlutun- um t.d. hvort okkur þætti nú ráð- legra að snúa eða reka inn. Við svöruðum ansi mannalega eftir okkar bestu sannfæringu og rædd- um málin. Þegar niðurstaða var fengin fannst okkur við hafa átt stóran þátt í þessari ákvarðana- töku og fylltumst ábyrgðartilfinn- ingu. Þetta ásamt öðru varð til þess að okkur þótti afi vera félagi í verki en ekki stjórnandi og gátum við alltaf komið og talað um hlut- ina og leitað ráða hjá honum. Þetta breyttist ekki þó hann væri orðinn sjúkur og hættur að taka þátt í hinu daglega amstri því hann fylgdist vel með öllum málum allt fram á síðasta dag. Afi var náttúrubarn, hann unni sínu heimili og sinni jörð, en hvergi kunni hann samt betur við sig en inn á fjalli og ófáar voru fjallaferð- irnar sem við systkinin fórum með honum. í þessum ferðum kenndi hann okkur að þekkja kennileiti og staðarnöfn en um þau var hann 1 i i i C 23 fróður. Það var aldrei það mikið að gera í Meiri-Tungu að afa þætti óþarfi „að skreppa inn á íjall“, og þegar hann gat ekki lengur farið sjálfur hvatti hann okkur krakkana til fjallaferða. Þessi áhugi hans fyrir afréttinum varði til slðastá dags. Daginn áður en afi fór sína síðustu ferð frá Meiri-Tungu hafði Kalli nafni hans skroppið inn á ijall. Þegar hann kom heim var afi orðinn fársjúkur og átti mjög erfitt um mál. En þó að hann gæti varla talað spurði hann samt hvort Hekla gamla hefði spúð mik- illi ösku yfir afréttinn. Með þessum fátæklegu orðum ( kveðjum við afa Kalla,. hann var i okkur afi, vinur og félagi. j Guð blessi minningu hans. , Halla Gunna, Kalli, ' Sigga Lóa, Gugga, j Agga og Gurrý. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar tU birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. < g £ s ik ^ < 3 S-8 e e U u Tilbúið tréverk -og þáerþ skemmti le eftir. Þegar bygging er tilbúin undir tréverk er framundan að gera hana að notalegum íverustað. Það getur sannarlega verið bæði skapandi og skemmtilegt. Nýi sýningarsalurinn í Húsasmiðjunni Súðarvogi er nauðsynlegur viðkomustaður allra sem eru „tilbúnir undir tréverk". Þar sýnum við: - Duropal borðplötur, sólbekki og veggjaplötur í miklu litaúrvali. - Mát vegg- og loftklæðningar. - Mát veggeiningakerfi fyrir milliveggi og útveggi. - Parket af öllum gerðum. - Ýmiskonar innréttingar og efni til innréttinga- smíða. - Vandaða færanlega skrifstofuveggi. - Innihurðir. - Allskonar lista og fleira til frágangs. í Súðarvoginum eru ennfremur til sýnis gluggar, úti- hurðir, vatnsklæðningar, þakklæðningar, sólpallar, skjólveggir, sólstofur og girðingarefni. Verið velkomin í Húsasmiðjuna við Súðefvog. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 ■ Sími 68 77 00 Sýning laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.