Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 C 25 Aðalbjörg Vilhjálms- dóttir - Krisiján P. Sig- urðsson - Hjónaminning Fædd 19. október 1917 Dáin 11. febrúar 1991 Fæddur 8. febrúar 1906 Dáinn 6. júní 1985 Mig langar að minnast tengda- foreldra minna Kristjáns Páls Sig- urðssonar er lést 27. júní 1985 og Aðalbjargar Vilhjálmsdóttur er lést 11. febrúar sl. Kristján Páll fæddist 8. febrúar 1906 á Grímsstöðum á Fjöllum. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bóndi á Grímsstöðum og kona hans Kristjana Pálsdóttir. Kristján Páll ólst upp á Grímsstöð- um uns hann fór til náms í Akur- eyrarskóla en þaðan lauk hann gagnfræðaprófi árið 1925. Hann gerðist barnakennari árið 1926 jafnframt því að stunda búskap á Grímsstöðum með föður sínum. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir fædd- ist 19. október 1917 í Sandfellshaga í Öxarfirði. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Benediktsson bóndi í Sandfellshaga og kona hans Júlíana Sigurðardóttir. Móðir Aðalheiðar fékk berkla og var heimilið í Sand- fellshaga leyst upp er svo var kom- ið. Aðalbjörg var tekin í fóstur að Austaralandi í sömu sveit af þeim Arinbirni Kristjánssyni og Margréti Pálsdóttur. Hún fór ásamt fóstur- systur sinni Halldóru Egilsdóttur á húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1937 til 1938 og hefur það eflaust verið góður undir- búningur undir það lífsstarf sem beið hennar. Ekki veit ég hvenær leiðir þeirra Aðalbjargar og Kristjáns lágu fyrst saman, en þann 16. júní 1939 giftu þau sig og tóku við búi á Grímsstöð- um. Aðalbjörg og Kristján eignuð- ust 5 börn en þau eru: Páll, banka- starfsmaður, fæddur 18. apríl 1941. Kona hans er Guðný Daníelsdóttir læknir og eiga þau tvö börn, Dýr- leifu og Kristján Pál. Páll átti auk þess tvö börn fyrir hjónaband, Ágústu Jónu og Gunnar. Þóra Julí- anna, bankastarfsmaður, fædd 25. júní 1944. Hún var gift Jóhannesi Péturssyni, sem er látinn, og átti með honum ein son, Kristján Örn. Aldís Margi’ét, húsmóðir, fædd 13. maí 1948. Maður Aldísar er Guðjón Óskarsson rennismiður. Þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Björgu og Hrafnhildi. Kristjana Emilía, hús- móðir, er tvíburi Aldísar. Hún er gift Rögnvaldi Ingólfssyni dýra- lækni og eiga þau þrjú börn: Önnu Margréti, Ingólf og Sigurð Þór. Yngsta barn þeirra Aðalbjargar og Kristjáns var Sigurður. Hann fædd- ist 12. júní 1958 og dó aðeins fjög- urra ára gamall. Á Grímsstöðum bjuggu þau Aðal- björg og Kristján í reisulegu stein- húsi er Sigurður faðir Kristjáns reisti árið 1914 og stendur enn. Þar var oft mikill erill því Grímsstaðir var áningarstaður þeirra sem ferð- uðust milli Norður- og Austurlands, Blómostofa friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðll kvðld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. bæði meðan þar var lögfeija og einnig eftir að brú kom á Jökulsá á Fjöllum 1947. Voru þau Aðalbjörg og Kristján með matsölu til 1962 til að sinna þörfum ferðamanna og frá upphafi búskapar þeirra var einnig bensínsala, símstöð, bréf- hirðing og veðurathugunarstöð á heimili þeirra. Þessum störfum sinntu þau Aðalbjörg og Kristján jafnframt hefðbundnum sveita- störfum, því þau ráku alla tíð mynd- arlegt sauðfjárbú, og voru auk þess með kýr til heimilis. Hvernig þau fóru að því að leysa öll þessi marg- þættu störf eins vel af hendi og þau gerðu hefði verið mér ráðgáta ef ég hefði ekki verið svo lánsamur að kynnast þeim sem einn af fjöl- skyldunni. Þeim lék öll störf í hendi og voru einnig ákaflega samhent og samrýmd og unnu störfin í sam- einingu, þó eðli málsins samkvæmt væri starfsvettvangur Aðalbjargar meira inni á heimilinu og Kristjáns úti við. Þeim hjónum var í blóð borin eðlislæg gestrisni og það var svo sannarlega gestkvæmt á heim- ili þeirra. Það kom sér vel hvað Aðalbjörg var myndarleg húsmóðir því ósjaldan þurfti hún að reiða fram veislumat oftar en einu sinni á dag. Kristján var þeirrar gerðar að hann var mannasættir. Ég hygg að fáir menn hafi átt sér færri óvild- armenn enda naut hann óskoraðs trausts sveitunga sinna. Hann var oddviti, sýslunefndarmaður og hreppstjóri þeirra nánast alla sína búskapartíð. Ég hitti þau Öddu og Kidda fyrst er ég kom með konuefni mínu í Grímsstaði í byrjun júní 1970. Þau tóku mér strax vel og reyndust mér síðan alla tíð eins og bestu foreldr- ar. Það leyndi sér ekki að í mörg horn var að líta varðandi störf á Grímsstöðum. Veður var gott og mikil hlýindi þessa júnídaga er ég dvaldist þar í fyrsta sinn og umferð milli landshlutanna hafin. Þar var því nokkur erill af ferðamönnum, sinna þurfti símanum og veðurat- hugunum og auk þess sinna hefð- bundnum vorverkum í sveit. Það vakti strax athygli mín að þrátt fyrir þann eril sem fylgdi þessum störfum hvíldi ró yfir heimilinu og ekkert virtist geta haggað ró tilvon- andi tengdaforeldra minna. Þau voru alltaf jafn ljúf og hlý í við- móti hvort sem var við heimilisfólk eða gesti. Þessi fyrsta dvöl á Grímsstöðum var upphafið að öðru og meira. Eftir að við hjónin komum heim frá námi í Noregi eyddum við svo að segja öllum okkar sumarfríum hjá þeim tengdaforeldrum mínum á Grímsstöðum. Þau létu sér alltaf annt um böm sín og barnabörn og héldu alltaf stöðugu sambandi við þau í gegnum síma. Þar sem börn- in og þeirra fjölskyldur bjuggu í öðrum landshlutum og oft mikil ófærð til Grímsstaða á vetrum var það oftast aðeins að sumarlagi sem mögulegt var að heimsækja þau. Þó fengum við hjónin einu sinni tækifæri til að vera hjá þeim á jól- um og er það mér ógleymanlegt. Þá kynntist maður annarri hlið á lífi þeirra Öddu og Kidda. Þá höfðu þau meiri tíma og gátu sinnt öðrum hugðarefnum sínum. Tengdafaðir minn las mikið og safnaði bókum og tímaritum. Tengdamóðir mín var myndarleg í höndunum og prjónaði mikið. Þær voru ófáar flíkumar sem hún prjónaði á böm sín og barna- börn. Ég tel það mikla gæfu að hafa kynnst tengdaforeldrum mínum og fólkinu og mannlífinu í Fjalla- hreppi. Búið var á 6 heimilum og var samgangur og samvinna mikil milli heimilanna. Það var því mikill missir fyrir þetta fámenna byggðar- lag þegar Kristján Páll tengdafaðir minn lést eftir þunga sjúkdómslegu árið 1985. Þá urðu þáttaskil í lífi Aðalbjargar. Auk þess að syrgja látinn eiginmann varð hún að taka sig upp af heimili sínu og flytja frá þeim landshluta sem hún þekkti best og var henni svo kær. Hún keypti sér íbúð í Álftamýri 54 í Reykjavík og kom sér þar upp heim- ili af sömu reisn og hlýju og heim- ili þeirra Kristjáns hafði verið á Grímsstöðum. Þar varð fljótt gest- kvæmt og áningastaður ættingja og vina eins og Grímsstaðaheimilið forðum. Hún starfaði einnig utan heimilis hjá Heimilishjálp. Reykjavíkurborgar eins og heilsa hennar og kraftar leyfðu. Hún var búin að ná ákaflega góðu jafnvægi í sínu nýja umhverfi og tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara, því eitt af megineinkennum hennar var félagslyndi. Sl. sumar kom hún og heimsótti okkur íjölskylduna til Englands þar sem við vorum við nám í eitt ár og dvaldi hjá okkur í nokkrar vikur. Við nutum þess að fá hana í heimsókn og hún naut ferðarinnar, ekki síst samvistanna við barnabörnin og gönguferðanna með dóttur sinni um fallega þorpið þar sem við bjuggum. Nú í vetur var það henni sérstakt gleðiefni að sonardóttir' hennar, Ágústa Jóna, sem er í menntaskóla, bjó hjá henni. Er Adda þurfti að fara á sjúkrahús í lok janúar áttum við ekki von á að svo stutt væri í skilnaðarstund- ina, en hún lést 11. febrúar á Land- spítalanum og var jarðsett í kyrr- þey, að eigin ósk, þann 18. febrúar. Ég kveð með söknuði tengdafor- eldra mína, sem reyndust fjölskyldu minni ómetanleg. Alþýðufólk, sem lifði og starfaði af heilindum fyrir sveit sína og unni þessu stórbrotna byggðarlagi, fjarri annarri byggð, oft við óblíðar móttökur móður jarð- ar. Trú þeirra á land okkar og lífsmöguleika má verða öðrum til eftirbreytni og þau samskipti, sem ábúendur Grímsstaða hafa átt við alla landsmenn, geta með sanni talist íslensk byggðastefna. Lífsgöngu mætra hjóna er lokið á þessu tilverustigi. Ævi þeirra var farsæl og allir sem til þeirra þekktu votta þeim ást og virðingu. Góður Guð blessi minningu tengdaforeldra minna Aðalbjargar Vilhjálmsdóttur og Kristjáns Páls Sigurðssönar. Rögnvaldur Ingólfsson + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma HÓLMFRlÐURJÓNSDÓTTIR, , Skipasundi 21, Reykjavík, sem lést 12. mars sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. mars kl. 15.00. Dagur Óskarsson, Hildur Dagsdóttir, Snjólaug Dagsdóttir, Þorsteinn Þorleifsson, Óskar Dagsson, íris Artúrsdóttir, Jón Dagsson, Víðir Þorgeirsson og barnabarnabörn. t Astkær móðir mín, sambýliskona og systir okkar, JÓHANNA KRISTÍN YNGVADÓTTIR listmálari, Heimahvammi, Blesugróf, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. mars kl. 13.30. Björg ívarsdóttir, Matthías Fagerholm. Guðmundur Yngvarsson, Guðrún Lára Hraunfjörð, Yngvi Yngvason, Atli Hraunfjörð, Ásta Hallfríður Hraunfjörð, Pétur Hraunfjörð, Guðmundur Yngvi Hraunfjörð. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, ÞÓRÐARPÁLMASONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra í Borgarnesi, til heimilis að Kvisthaga 17, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Sæta- ferðir verða frá Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgarnesi, kl. 11.15. f.h. Fyrir hönd aðstandenda. Geirlaug Jónsdóttir. + Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt okkur hlýhug, samúð og vináttu, og veitt okkur styrk vegna fráfalls ástvina okkar, VAGNS MARGEIRS HRÓLFSSONAR, og GUNNARS ARNAR SVAVARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem tóku þátt í umfangsmikilli leit við erfiðar aðstæður. Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Erna Sörensen, Margrét Vagnsdóttir, Svavar Sigurðsson, börn, systkini, tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinir. + Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, Njálsgötu 64. Herdis Kristjánsdóttir, Sif Arnarsdóttir, Kristján Arnarsson, Rannveig Helgadóttir. LEGSTEINAR MOSAIKH.F. Hamarshöfða 4 — slmi 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.