Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 C 29 Eins og aðrir skiptinemar geng- ur Ari í skóla í heimabæ sinum og leikur einnig með skólaliði í amerískum fótbolta, sem er mjög frábrugðinn knattspyrnunni sem leikin er í Evrópu. að komast á auglýsingasamning í kjölfar þessa árangurs og fyrirtæki í sýslunni hefði boðið þeim Brian 50 dollara fyrir það eitt að fá ljós- mynd af þeim ásamt kjúklingunum. Að gripasýningunni lokinni var hald- ið uppboð á dýrunum og voru kjúkl- ingar Ara seldir á 360 dollara, sam- svarandi um 18.000 krónum, sem þykir gott verð. Að sögn Ara fór töluverð vinna í undirbúning gripasýningarinnar. „Kjúklingarnir voru óhreinir og það tók langan tíma að þrífa þá almenni- lega áður en ég sýndi þá. Dómari keppninnar sagði mér síðan að það hefði skipt sköpum hversu vel snyrt- ir þeir voru, þannig að það var vel þess virði að snurfusa þá og þrífa í heilan dag!“ Aðpsurður segist Ari ekki hafa áhuga á að leggja fyrir sig búíjárrækt þegar hann snýr aft- ur til Islands. Hann stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hyggst taka upp þráðinn næsta haust og Ijúka stúdentsprófi næsta vor. Eins og aðrir skiptinemar gengur Ari í skóla í heimabæ sínum í Tex- as. Hann leikur amerískan fótbolta með skólaliðinu og stundar veiðar þegar svo ber undir. „Ég keypti mér byssu og fór á dádýraveiðar fyrir skömmu. Ég veiddi tvö þokkalega stór dýr, en nú er veiðitímabilinu lokið. Eg hafði ekki stundað veiðar á íslandi áður en ég kom út, en fór á námskeið hér í meðferð skotvopna og fékk byssuleyfi í kjölfarið." Sóldýrkendabænir eir sem kaupa pakkaferðir til Miðjarðarhafslanda, eða bara flatmaga á svölunum hafa ranglega verið kallaðir sóldýrkend- ur. Þessu fylgir sú áhætta að verða sér úti um „melonoma" húðkrabba, sérstaklega ef ljóslampar eru nýttir og ósongatið stækkar frá því sem nú er. Þó hafa skáldin ort hreinar sóldýrkendabænir meira og minna óafvitandi, eins og dægurlagatexti þessi ber vitni um. Sól signdu mín spor Sól og æskuljúft vor Sól í vetrarsorta og hríð Sól söngi vígð þrá Sól og heiðríkja um brá er endist mér ævitíð Það er áttundi marz. Morgunsól- in skín inn um gluggann, og þar sem geislarnir hitta kantinn á spegl- inum, koma fram régnbogalitir. Auðvelt er að skilja þjóðir sem til- báðu sólina sem lifandi vitsmuna- veru, ekki sízt í fjalllendi milli hvarf- bauga, þar sem fjórar árstíðir geta komið fram á einum sólarhring, og morguninn verður hreint krafta- verk. Svipaðs eðlis er sú trú að , regnboginn, Bifröst, sé leiðin til himinsins. Aldrei er að vita nema trú í þessa veru sé grundvölluð á staðreyndum, því vísindamenn segja innra ferli sólarinnar æði margbrotið og flókið, að ekki sé talað um þegar að þessi elska skipt- ir litum fyrir augum þúsunda sem saman hafa safnast í trúarhita og eru mörg dæmi um. Ég hefi lesið bók og skilað henni í bókasafnið. Þar segir frá eitt- hundrað fjörutíu og sjö tónskáldum með nöfn eins og Beethoven, Verdi, Back og Chopin, auk allra hinna sem einnig voru karlmenn. í þess- . ari miklu rituðu hljómkviðu voru konur aðeins í aukahlutverkum. Og þó, burtséð frá því sem í bókinni stendur. Selma Kaldalóns hefur samið lög falleg og sú raddmesta Yma Sumac (þýðir: sú dásamlega), er að syngja rétt núna. Kannski hallast ekki jafn mikið á með kynj- unum um hæfíleikana og ætla hefði mátt í fyrstu? Bjarni Valdimarsson Gert ráð fyrir smygli Til Velvakanda. Nýlega var um það rætt í fjöl- miðlum að nýútkomin reglu gerð um innflutning erlendra ferða- manna á matvælum, þar sem mag- nið var minnkað úr 10 kg á mann í 3 kg, hafi komið illa við farmenn. Talsmenn farmanna sögðust ekki ætla sér að una við það að mega ekki koma með nema 3 kg af mat- vælum þar sem matvælainnflutn- ingur þessi væri farmönnum tölu- verð búbót. Þegar ég talaði um þetta við kunningja minn, sem á son sem vinnur á flutningaskipi, sagði hann mér að það væri beinlínis reiknað með því í kaupsamningum við far- menn að þeir gætu hagnast á smygli- Kaupinu er haldið niðri með þeim röksemdum að þeir högnuðust nú svo og svo mikið á smygli. Ég varð alveg agndofa þegar ég heyrði þetta og ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. En svo las ég þetta í einhveiju dagblaðinu og nú síðast að Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, ætli að breyta reglugerðinni hvað farmennina varðar og auka það magn sem þeir mega flytja inn. Er þetta nú ekki óheilbrigður hugsunarháttur? Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir opinberum stofnunum og vinnuveitendum farmanna þegar slíkt vitnast? Annað mál tengist þessu og það er sú þróun að skrá farskipin í öðr- A Eg heiti Lies Van den Eynden. Nafnið mitt stendur líka á litl um hvítum miða sem er á skíðatösk- unni minni sem nú er týnd. Fimmtu- daginn 28. febrúar komst ég í fyrsta sinn á skíði hér á íslandi, en ég er hér skiptinemi í eitt ár. Ég fór heim frá Bláfjöllum kl. 22.00 í rútu frá Teiti Jónassyni. Ég var síðust að fara úr rútunni og tók græna Blizz- ard skíðatösku með. Heima tók ég svo eftir því að ég átti ekki þessa tösku, en mín taska lítur alveg eins út. Taskan mín er græn og bleik um löndum og ráða svo erlenda farmenn á undirkaupi. Er nokkur furða þótt hægt sé að státa af hag- stæðum ársreikningum á aðalfund- um útgerðarfélaganna. En hugsum aðeins út í þann hugsunarhátt og það siðferði sem að baki liggur. A hveiju byggist glæsileikinn? Landkrabbi Blizzard taska með Rossignol skíð- um (180 sm) og gulum Atomic stöf- um. Skíðin sem eru í töskunni (sem ég tók með heim) eru frá Blizzard og eru svört á litinn (150-155 sm). Ég var búin að bíða svo lengi eftir því að komast á skíði og þess vegna líður mér mjög illa núna að komast ekki aftur upp í Bláfjöll af því ég hef ekki skíðin mín. Ef þú getur hjálpað mér að fá skíðin mín aftur eða ef þú átt þessi Blizzard skíði, sem ég er með, þá er símanúmerið hjá mér 641474. SKÍÐATASKA Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengda- börnum, barnabörnum og mökum þeirra, frœndfólki, vinum og öllum þeim er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Kristjánsdóttir. Inni/ega þakka ég fjölskyldu minni og öðrum œttingjum, fjœr og nœr, svo og fjölmörgum vin- um minum, sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu 4. mars sl. Hlýhug ykk- ar og vinsemd geymi ég í hjarta mínu. Guð blessi ykkur ötl. Kristján Páll Sigfásson. TIL SÖLU mb. Vík VE 555 skrnr. 918 (áður Sigurvík VE) 67 tonna eikarbátur í góðu ásigkomulagi. Veiðiheimildir: Bolfiskur (rækja). Upplýsingar hjá Bátum og búnaði, s. 62 25 54. M ■ ■ B § í'; I TRYGGVAGATA 4—6, SÍM115520. Skelfisk VEISLA Ásunnudags-og mánudagskvöldum bjóö- um viö uppá 6 rétta skelfiskveislu. Svo sem marineraðar rækjur, grillaöan humar, ferskan krækling, ristaða hörpuskel, trjónukrabbasúpu, úthafsrækju og beitu- kóng. Til þess aö njóta matarins betur þá verðum viö meö lifandi tónlist þar sem sjó- mannalög veröa í hávegum höfö. Þessl 6 rétta veisla kostar aðelns kr. 2.500.- KRABBIogKLÓI i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.