Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAÖUR 17. MARZ 1991 e 9 Friðargyðjan snýr höfði og horfir hugfang- Stundagyðjurnar og Pan— in á blómið. þráðu blíðu hennar. Hún var ekki kynþokkafull, heldur eins og engill. Hún var ekki visku- brunnur, þó bjó sannleikurinn í hjarta hennar. Lystisemdir líkamans freistuðu hennar ekki, né röksemdir skynseminnar. Hún skildi ekki flókn- ar kenningar fræðimanna. Hún var bamslega einföld. Hennar sannleik- ur var skýr og skiljanlegur. Setning sem Jesú sagði löngu síðar, „sælir eru einfaldir, því þeirra er himna- ríki,“ hefði átt vel við um hana. Ahrif hennar vom siðferðileg. Hún vakti ábyrgðarkenndina í bijóstum manna, en ekki þrá ástríðnanna eftir fullnægingu eða þrá skynseminnar eftir visku. Aðeins ábyrgð og siðferðiskennd. Hún minnti mennina á að sannar siða- reglur em í algera samræmi við lög- mál náttúmnnar, og ásetningur hennar var að milda áhrifamátt mannlegrar öfgahegðunar. Menn þurftu þó að koma sjálfviljugir á fund hennar og fáir komu. Því fáir báðu um hjálp til að slökkva hatur sitt og hefndarþorsta. Ares, stríðs- guðinn mikli og hans líkar, var vin- sælli og varð fyrir vikið einn af leið- togum guðanna, en hún aðeins hljóðlát mær í þjónustuliði húsbænd- anna. Hún var yngismær, sem átti að- eins blóm að gefa, stundagyðja var hún ásamt systmm sínum tveimur, Evnomíu og Dike. Móðir hennar hét Þemis, gyðja hins eilífa alheimslög- máls, sem dætur hennar störfuðu eftir. Faðir hennar var Seifur, faðir manna og guða. Þemis var áhrifarík gyðja, enda dóttir Úranusar, eða himinsins og Gaiu, eða jarðarinnar, sem risu í öndverðu úr Kaosi, upp- hafsástandi veraldarinnar. Barna- barn Úranusar og Gaiu lét sjaldan á sér bera, en af andliti þess stafaði friði. Barnið þráði hvorki frægð né frama, það þurfti ekkert nema blóm, sem það var tilbúið að gefa en hélt þó dauðahaldi í. Stúlkubarnið beið við eitt himinhliðið og skynjaði feg- urð og friðsemd. Barnshjartað sló friði og ekkert gat komið því úr jafn- vægi. Nafn þess var írene (Eirene). Það var fætt til friðar og er friðar- gyðjan eina í grísku goðafræðinni. Irene fékk aldrei tækifæri í grísku goðafræðinni, hún var ýmist bak- sviðs eða í aukahlutverki. Ef til vill oftast dulinn hvíslari undir þiljum. Stríðsguðinn Ares stóð iðulega gal- vaskur á sviðinu tilbúinn til ormstu. Menn og áhorfendur hafa alltaf haft áhuga á stríði, enda er stríðið sett í öndvegi, bæði í goðafræðinni og mannkynssögunni. Stríð em skrá- sett. Friður er það sem ekki er skrá- sett. Atburðarásin í stríði er hröð, en friðurinn er hægur. Stríð er spennandi, en friðurinn talinn bragð- daufur... Hví er írene aðeins friðsöm yngis- mær sem veifar blómi? Hún sem hefur friðinn á valdi sínu. Hví er hún ekki ógnvekjandi dreki sem spýr eldi yfír menn sem ekki vilja þóknast henni? Hví heldur hún ekki á skamm- byssu með kjarnorkuhleðslu í stað blóms? Hvaða gagn er í einu litlu blómi? Hví er hún ekki grimmúðleg og ógnvekjandi friðargyðja, svo öll- um þverri þor til að hefja stríð og leyfa hatrinu að geisa? Irene, hví ertu ekki sem Ares, hver þorir í hann? írene svarar ekki spurningunni. Hún horfír aðeins góðlegum augum upp til himins og bíður í friðsemd sinni. Hún er eins og barn. Hún skilur ekki flóknar röksemdir, hugs- un hennar er of skýr. Hún er barn. Hún er barn náttúmnnar, sem vekur siðferðiskenndina af værum blundi sínum. Hún starfar nefnilega eftir hinu eilífa alheimslögmáli. „Leyfíð bömum að koma til mín... því slíkra er Guðs ríki,“ sagði Jesús Kristur, „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldr- ei í himnaríki." Hinn eilífi friður Friðurinn er siðferðilegt stríðlaust ástand. Hann er léttstígur og fer hljóðlega eins og fuglinn yfír fjöll, en ekki eins og skríðandi skriðdreki í eyðimerkursandinum. Hann er fín- legur og skapar ró í hjarta. Friðsamt andlit er fagurt andlit. Hann er þol- inmóður og góðviljaður. Hann öfund- ar ekki né hatar. Hann er ekki rogg- inn og hegðar sér aldrei ósiðlega. Hann reiðist ekki. Hann fylgir systur sinni réttvísinni, en ekki óréttví- sinni. Hann er eilífur og er í fríðu föruneyti kærleikans. Hann er stríð- laus tími, ró og næði. Hann er vin- átta og ást, en ekki vopnuð átök, barátta, skapraun, harmur og þján- ing eins og andstæðingur hans stríð- ið. Hann er fögur mannleg hegðun, prúð, stillt, róleg og mild. Hann legg- ur ást á lífið, náungann, góð lög og réttlæti. Hann er bjartsýnn. Jesús lagði áherslu á friðinn. Hann sagði við lærisveina sína, „hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: „Friður sé með þessu húsi!““ Og þegar hann hitti lærisveina sína í síðasta sinn, sagði hann fyrst, og þau orð geri ég að mínum síðustu hér: „Friður sé með yður!“ um er fuglaskoðun vinsæl. Fylgst er með komu farfuglanna og þegar þeir hópa sig og kveðja á haustin. A vetmm má reyna að vingast við bæjarhrafnana, una sér við að horfa á flug mávanna, æðarfuglinn kafa eftir skel og sendlinginn trítla í fjöruborðinu. Að sjálfsögðu gera vetrarveðrin strik í reikninginn en jafnvel fann- fergi og óveður hafa sitt gildi, kenna krökkunum að klæða sig við hæfí og þeir hörðustu læra að grafa sig í fönn eða byggja snjóhús. Veð- urathuganir em gerðar og nemend- ur stunda stjörnuskoðun á heiðskír- um vetrarkvöldum. Alltaf er hægt að fara í gönguferðir. Öllum er gert að halda dagbók. íþróttir og leikir em dijúgur þátt- ur í skólabúðalífínu. Deginum lýkur með kvöldvöku að gömlum sveitasið þótt með öðm sniði sé og er nauð- synlegt að umsjónarkennarar hóp- anna hafi undirbúið nemendur sína áður en haldið er að heiman og allir hafí eitthvað fram að færa. Ekki er að efa að þessi starfsemi er þroskandi fyrir þá sem gista búðirnar, þeir læra að fara að heim- an og dveljast í hópi jafnaldra á ókunnum stað og takast á við fram- andi verkefni í sameiningu undir leiðsögn reyndra manna. Þarna er sérlega átt við þéttbýlisböm sem kynnast nýju umhverfi og sjá ef til vill í fyrsta sinni stjörnubjartan him- in með bragandi norðurljósum án þess að rafmagnsljós bæja eða borgar deyfí skírleikann. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé ástæða til að bjóða dreifbýlisbörnum til dvalar í þéttbýlinu og leyfa þeim að kynnast lífinu þar. Áreiðanlega yrðu margir foreldrar fúsir til að opna heimili sín fyrir þeim ekki síð- ur en erlendum skiptinemum. Þeim sem e.t.v. fínnst Hrúta- íjörður langur og leiðigjarn og kenna helst við norðanfýlu sem á það til að leggja þar inn skal sagt að öðmm augum leit Friðrik Hans- en, fyrrum skólastjóri á Sauðár- króki fjörðinn í breyskjuhita að vor- lagi þegar hann orti: Ljómar heimur logafagur, lífíð fossar, hlær og grær. Nú er sól og sumardagur, söngvar óma fjær og nær. Vorsins englar vængjum blaka, vakir lifsins heilög þrá. Sumarglaðir svanir kvaka suður um heiðavötnin blá. Gæti kvæðið Vor allt eins orðið skólabúðasöngur á Reykjum því að Pétur Sigurðsson, vinur Friðriks samdi við það hið ágætasta lag sem alkunna er. Tryggingafélag bindindismanna / morgun, 18. mar& 1991, eru liöin 30 ár frá |>ví aft Abyrgð hf.. tryggingafélag bindindismanna hóf starfsemi sína. I tilefni þessara tímainóta kynnum við eftirfarandi trygginganýjungar: \ EÐALBONUS AriíS 1978 kynntum vih HEIÐURSBÓNUS (70%), sem veittur var fyrir 10 ára tjónlausan akstur hjá Abyrg5. Heiðursbónus er nú veittur eftir 8 ára tjónlausan akstur hjá félaginu. Nú tökuin við upp enn nýjan bónusflokk, EÐALBÓNUS, er gefur 75% afslátt, sem \4ð veituin tryggingatökum sem liafa verið ti-yggir viðskiptavinir félagsins í samfelld 15 ár án þess að vera valdir að bótaskyldu tjóni í ábyrgðartryggingu. EYIJ-TRYGGING ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AKA KVENLEGA! Samkvæint könnunum okkar valda konur færri og minni tjónum í umferðinni en karlar og hlutur þeirra í alvarlegum slysum er niun minni ert karla. Þessi er einnig niðurstaðamargra erlendra kannana. Þess vegna bjóðum við nú konuni lægra bílatryggingariðgjald. Það er að segja þeiui sem bafa tainið sér lífsstíl bindindis og neyta ekki áfengru drykkja. Þeim lijóðuin við 20% afslátt af kaskótryggingariðgjaldi EVU TRYGGINGIN er einstök trygging. Hún er ökutækjatrygging, sem þarf að innifela ábyrgðar- og ' kaskótryggingu og aðeins konur geta tekið. Skilyrði er einfaldlega, uð aðeins konun og enginn annur aki bflnum. Ef lnin saint sem áður lánar öðrum bílinn og sá veldur bótaskyldu tjóni, liækkar eigin áhætta í kaskótryggingunni uni 10.000 kr. í því tjóni. Við bjóðum upp á annan valkost! Ef tckin er 15.000 króna cigin áhætta í ábyrgðartryggingartjónum. færðu 10% afslátt af ábyrgðartryggingariðgjaldiim. Aliyrgð lif. hefur á 30 áru starfsferli sínum komið fram með fjölda trygginganýjunga, viðskiptavinum sínum til liagsbótu. Með EÐALBÓNUS OG EVU-TRYGGINGU viljum við koma til móts við þá viðskiptavini sem hafa sýnt það með gætni í umferðinni að þeir eru verðugir sérstukra tryggingarkjaru. Tryggingafelag bindindismanna lágmúla 5, Reykjavík, sími 67 97 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.