Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 LEIKLIST/Eru áhugaleikfélögin hluti af byggbastefnu? Andlegafóðríðjafn mikil nauðsyn ogbryr ogjarðgöng LEIKHÚSÁHUGI íslendinga er engin goðsögn, þótt ótrúlegur sé. Segja má að flestallir starfandi leikhúsmenn hafa stigið sín fyrstu spor á sviði þjá einhverju skóla- eða áhugaleikfélaginu. Reynslan af slíku starfi er afar dýrmæt og þessvegna nauðsynlegt að koma tU móts við það með myndarbrag af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Bandalag íslenskra Leikfélaga, fær í ár 13.580.000 á fjárlögum til þess að styðja við bakið á uppsetningum áhugaleikfélaganna víðsvegar um land. Skrifstofa bandalagsiris við Hafn- arstræti í Reylq'avík er ein alls herjar leiklistarmiðstöð, þar sem sím- inn er rauðglóandi flestalla daga vik- unnar. Á skrifstofu- nni starfar framkvæmdastjór- inn, Kolbrún Hall- dórsdóttir og einn starfsmaður í fullu starfí, Vilborg Val- garðsdóttir. „Við komumst varla yfír að veita þær ráð- leggingar, sem okkur ber, við erum undirmönnuð eins og er, okkur vant- ar fleiri starfsmenn til þess að geta verið sú þjónustumiðstöð um leiklist, sem okkur er ætlað að vera,“ segir Kolbrún, en gaf sér þó tíma til að fræða lesendur um víðtækt og um- fangsmikið starf áhugaleikfélag- anna. Bandalagið aðstoðar hátt í 100 leikfélög árlega við að koma uppsetn- ingum á legg, allt frá handritavali, ráðningu leikstjóra og útvegun gerva til lýsingar á leiksviði. Það hefur á að skipa nokkuð fullkomnu handrita- safni og reynir að safna og skrá nið- ur öll ný handrit í landinu, innlend sem erlend. Fyrir dyrum stendur sameiginleg skráning allra leiklistar- safna landsins, en engin skrá um þau er til nema hjá Ríkisútvarpinu. Til starfsins hefur verið ráðinn bóka- safnsfræðingur í hálft starf og mun hann einnig flokka og skrá leikrita- söfn Þjóðleikhúss, Leikfélag§ Reykjavíkur og Leiklistarskóla Is- lands. Fjölmargir leikstjórar eru á skrá hjá bandalaginu og þannig miðla starfsmenn þess leiðbeinendum og leikstjórum til leikfélaganna, ekki aðeins út a land, heldur líka til allra skólaleikfélaganna. Bandalagið stendur fyrir námskeiðum að heita má á öllum sviðum leiklistarinnar og tekur virkan þátt í samstarfi norr- ænu áhugaleikfélaganna bæði hvað varðar nefndarstörf, námskeiða- og sýningahald bæði hima og erlendis. Leikfélög fara nær árlega erlendis til að sýna og nú í sumar verður haldið í Færeyjum samnorrænt nám- skeið fyrir leikstjóra, þar sem leitast verður við að svara spumingunni hvort unnið sé af alvöru með áhuga- leikurum. Fulltrúar bandalagsins eiga sæti í Leiklistarsambandi íslands, sem er hluti af alþjóða leikhússtofnuninni ITI og 9 fulltrúar þess sitja í Leiklist- arráði, sem er ráðgefandi nefnd menntamálaráðuneytisins um leik- húsmál í landinu. Þannig er gert ráð fyrir þátttöku og áhrifum þess alls staðar á þeim vettvangi, þar sem leiklist er til umfjöllunar m.a. í stjórn Leiklistarskóla Islands. Leiklistarblaðið, eina tímaritið sem fjallar um leiklist í landinu er gefið út á vegum þess og hefur komið út 2-4 sinnum á ári allt frá árinu 1984, en það byijaði sem fréttabæklingur 1973. Ritnefnd blaðsins vinnur í áhugamennsku að útgáfunni, en Dagur Gunnarsson er í hálfu launuðu starfí sem ritstjóri. Hann er líka meðlimur í Fantasíu, sem er einn af mörgum starfandi áhugaleikhópum á Reykjavíkursvæðinu og hann er einnig ljósmyndari blaðsins. Það flyt- ur reglulegar fréttir af starfi leikfé- laganna og því sem er efst á baugi hjá áhugahreyfingunni, frásagnir og lýsingar af námskeiðum og sýninga- haldi hér og erlendis. Þá birtir blaðið greinar um sjálft fagið, um Ijós, hljóð, þjóðlegar hefðir í leikhúsinu og fleira. Við rekstur skrifstofunnar fær BÍL 3.000.000 sem nægir þó ekki til að standa undir launum starfs- mannanna tveggja og leigu á skrif- stofunni. Félagsgjöld aðildarfélag- anna fara síðan til að borga það sem afgangs er af útgjöldum. Það er oft gífurlegur erill á Skrifstofunni því bandalagið þjónarekki aðeins áhuga- leikfélögunum, heldur stendur fyrir nær allri sölu á leikhúsfarða í landinu. „Óperan, Leikfélag Reykja- víkur, leikhópar jafnt sem skólar, götuleikhús og böm sem halda vilja upp á Öskudaginn með því að mála andlit sín leita til okkar og í þetta fer mikill tími. Þar að auki útvegum við hárkollur og allt sem viðkemur leiklýsingu, við aðstoðum leikfélögin við hvaðeina, sem tengist uppsetn- ingu á leiksýningu." Innan vébanda hreyfingarinnar em 86 leikfélög og yfír 50 setja upp eina eða fleiri sýn- ingu á ári. „Samkvæmt leiklistarlög- um eiga sveitarfélögin að koma til móts við leikfélögin með því að leggja fram eigi lægri fjárhæð, en ríkið leggur fram árlega. Fullur styrkur rétt nægir fyrir leikstjóralaunum, en aðgöngumiðasalan verður að standa undir öllum öðmm kostnaði. Styrkur- inn fer til að borga laun leikstjóra og oftast sér hann líka um útfærslu leikmyndar, búninga og lýsingar í samvinnu við leikfélagsmenn." Á leikárinu 1989-1990 settu aðildarfé- lögin upp 74 verkefni. Af þeim voru 22 bama- og unglingaleikrit bæði eftir íslenska og erlenda höfunda. „Áhugaleikfélögin verða að koma til móts við þarfir ungu kynslóðarin- nar og yfírleitt er góð aðsókn á barna- og unglingasýningar, því þá sameinast oft öll fjölskyldan um leik- húsferðina og sýningamar geta orðið fjárhagsleg lyftistöng fyrir félögin. Börn sem búa úti á landi fá enga aðra lifandi leiklist.“ Það er áberandi mikið leikið af íslenskum leikritum hjá áhugaleik- félögunum. Það á ef til vill rætur að rekja til styrkjakerfisins sem virk- ar beinlínis hvetjandi á íslenskt verk- efnaval. Úti á landsbyggðinni er eng- in lifandi leiklist að staðaldri, önnur en starfsemi áhugaleikfélaganna. Þau standa einnig fyrir bókmennta- kynningum, dagskrám um einstaka höfunda, þar sem brot úr skáldsögum era færð í leikbúning og stundum skrifa félagarnir sjálfir revíur, kaba- retta og ekki má gleyma þorrablótun- um, þar sem allir fá sitt. „Ábyrgð sveitarfélaganna er geysileg, þegar kemur að leiklistinni. Mörg þeirra láta félagsheimilin endurgjaldslaust til leikfélaganna, en það er ekki nóg. I mörgum tilvikum fara sveitarfélög ekki eftir ákvæði leiklistarlaga um fjárframlögin á móti ríkinu, og bera við skorti á ijárhagslegu bolmangi eða því að ríkið geti ekki sagt þeim fyrir verkum. Abyrg menningar- stefna að mínu viti, er einfaldlega hluti af byggðastefnunni, þar sem íbúum landsbyggðarinnar er gert kleift að sinna andlegum hugðarefn- um sínum í heimabyggð sinni,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir að lokum. eftir Hlín Agnarsdóítur BLÚSÆr éndalaust hcegt ab gefa út? Tídamndatregi YRKISEFNI blússöngvara fyrstu ára blússögunnar var vitanlega misjafnt, en þó snerist það oft um daglegt Iíf, ekki síður en ástarfar og kvennamál. Lightnin’ Hopkins, sem var frá Texas, sagði eitt sinn að Mississippimenn gætu ekki sungið um annað en kvenfólk, en þó konur og samskipti við þær séu snar þáttur í texta gerð kom meira til. MYNDLIST /Hver skalgreibafyrir höfundarrétt t myndlist? Myttdhöfiinda- sjóður Islands LITT áberandi fréttir á innsíðum blaðanna eru að mörgu leyti eins og hið margfræga smáa letur i ýmiss konar samningum; menn átta sig fyrst á mikilvægi þeirra löngu siðar. Þetta á lík- lega við um nýlegar fregnir um Myndhöfundasjóð íslands, sem var stofnaður 11. febrúar síðastliðinn. Meginhlutverk sjóðsins verður að gæta höfundarréttar myndhöfunda, eins og það er nefnt í frétt frá sljórn sjóðsins. Þessi yfirlýsing kann að virðast sjálfsögð og eðlileg; en þar sem þessi mál hafa hingað til verið mjög veikur hlekkur í myndlistarlifinu hér á landi, má ætla að þarna sé verið að boða eina mikilvægustu breytinguna, sem mun eiga sér stað í myndlistarmálum hér á landi á næstu árum. Blúsútgáfa hefur tekið mikinn kipp síðustu misseri og ræður þar aukinn áhugi tónlistarannenda, en ekki síður tilkoma geisladisksins, sem gefur gott tækifæri til að endur- útgefa lög sem ekki hafa áður sést eða ekki heyrst í ára- tugi. Columbia- fyrirtækið, sem lengst af hefur ver- ið helsta plötufyrir- eftir Árna tæki vestan hafs, Matthíasson tók á sínum tíma upp ógrynni af blús og rytmablús, eða þar til smekkur manna breyttist og blúsflóðið varð að sprænu. Mikið af blús úr safni Columbia hefur ekki sést síðan það var gefið út á 78 snúninga plötum, eða þá að það hefur ekki verið gefið út, en fyrir stuttu hóf fyrirtækið að gefa út gamlar upptökur á geisladiskum og plötum og er frægasta dæmið um það sjálfsagt Robert Johnson-kassinn sem seldist víst í yfir 200.000 eintökum í Bandaríkjun- um einum. í seríunni kom einnig út diskur með slide-blússafni og annar merkilegur sem á eru blúsar sem fjalla um málefni líðandi stundar og spegla tíðarandann frá 1927 til 1953 frá sjónarhóli bandarískra blökku- manna. Téður diskur ber heitið News and the Blues, og er þar að fínna fjöl- breytt yrkisefni nokkurra af helstu blússöngvurum áranna frá 1927 og fram yfir seinna stríð, t.a.m. Bessie Smith, Victoriu Spivey, Blind Willie Johnson, Blind Boy Fuller, Big Bill Broonzy, Charlie Patton, Mississippi John Hurt, Bukka White og Memp- his Minnie. Margt er sjaldséð á diskn- um og fjórir blúsar hafa ekki áður komið út. Eins og áður sagði er yrkisefnið fjölbreytt á disknum; ýmist er sungið um kreppuna, sem bitnaði hvað harð- ast á litum íbúum Bandaríkjanna, vímugjafa, allt frá Dope Head Blues Victoriu Spivey, sem kallaði sig blús- drottninguna, í Moonshine Man Doc- tor Claytons, sem segir frá því böli að drekka of mikið af braggi (moons- hine). Besta framlagið eiga Memphis Minnie, sem syngur um Ma Rainey, slidesnillingurinn Blind Willie John- son, sem syngur um Titanic-slysið í God Moves on the Water og um Samson og Delíu í If I Had My Way, I’d Tear the Building Down, Mississippi John Hurt, sem syngur um Frankie sem myrti fjöllyndan mann sinn Albert, Bessie Smith, sem syngur um flóð í Mississippi 1927 og hörmungar sem íylgdu í Back Water Blues, og „konung“ deltablús- ins, Charlie Patton, sem harmar hlnt- skipti sitt almennt. Hljómur er til fyrirmyndar, enda var notuð við vinnslu diskanna (og hljómplatnanna) í seríunni ný tækni bresk, sem kallast Cedar. Vert er þó að geta þess að Cedar-tækni var ekki notuð við diskana með Robert Johnson og fyrir bragðið er hljómúr þar ekki eins góður, þó hann sé betri en áður á plötu. Um seríuna almennt má segja að hún er velkomin viðbót í blússafnið og ótrúlega vel er farið af stað. að er óvíst að fólk hafí al- mennt miklar hugmyndir um hvemig höfundarrétti mynd- listarmanna og annarra myndhöf- unda hefur verið háttað hingað til. Og í sjálfu sér hefur ekki verið um mikið að tala, þar sem þessi réttur (sem er ekki endilega á höndum eiganda myndverksins) hefur verið mjög veikur, og hefur gengið illa að veija hann og fá hann virtan, hvað þá metinn til fjár. Það er auðvelt að skýra þetta með samanburði. Þegar tónlist er leikin í útvarpi, sjónvarpi, á hljómleikum eða skemmtistöðum, ber að greiða ákveðið gjald fyrir flutninginn (af- notin af tónlistinni) í sérstakan sjóð, sem síðan sér um að greiða eigendum flutningsréttarins á tón- listinni (t.d. höfundum eða erfíngj- um þeirra) fyrir afnotin. Þetta kann að vera lítið gjald fyrir hvert skipti, en safnast þegar saman kemur, og tónlistarfólk gætir þess vel að þessar reglur séu haldnar. Svipað gildir um hið ritaða orð; þegar bækur seljast fá höfundar auðvitað sín ritlaun, en hið sama gildir síðan um endurprentun, af- ritun í skólum, útlán úr bókasöfn- um og upplestur í fjölmiðlum; fyrir alla notkun hins ritaða orðs er greitt gjald í ákveðna sjóði, sem síðan deila greiðslunum aftur út til höfunda í hlutfalli við hversu mikið þeirra ritsmíðar hafa verið notaðar; þannig hafa mest lesnu höfundar þjóðarinnar nokkrar tekj- ur af verkum sínum löngu eftir að þær komu fyrst út. Myndlistarmenn og aðrir eigend- ur höfundarréttar myndverka hafa ekki notið neins slíks. Það hefur skort mikið á að réttur þeirra hafí verið virtur, og þeir fengið greiðsl- ur fyrir þegar myndir þeirra hafa verið notaðar opinberlega, en þar er um mikla möguleika að ræða, eins og kemur fram í frétt um Myndhöfundasjóðinn. Þar segir m.a.: „Nokkur dæmi um hagnýta notkun myndverka sem er gjald- skyld er birting myndverka í sjón- varpi, blöðum og tímaritum, í aug- lýsingum, á kortum, plakötum, al- manökum og fleiri prenthlutum. Ennfremur sýning á myndverkum í stofnunum og sýningarsölum.“ Ailt er þetta sjálfsagt og eðli- legt; auðvitað ættu eigendur höf- undarréttar á myndum að fá greitt fyrir afnot af því sem er þeirra. Vandamálin við að koma þessu í framkvæmd varða síðan hver skuli borga, og hve mikið. Það kann að vera nýstárleg hugmynd fyrir marga prentmiðlana og sjónvarp að þeim verði gert að greiða fyrir myndir sem þeir nota, en ætti samt ekki að vera útilokað að komast að samkomulagi um gjaldskrár. Það ætti einnig að vera hægt að semja um greiðslur fyrir afnot af myndverkum á sýningum, þar sem listamenn og/eða eigendur lána verk sín í takmarkaðan tíma — og mætti hugsa sér að þau daggjöld, sem menntamálaráðuneytið greiðir nú vegna sýninga í sínum húsa- kynnum, yrðu grunnur að þessum gjaldaflokki. Hins vegar kann að reynast erf- iðara að komast að niðurstöðu um hvemig skuli greiða fyrir mynd- verk sem era í eigu safna, stofnana og fyrirtækja, og eru nær eingöngu sýnd í þeirra eigin húsnæði eða á sýningum á þeirra vegum. Þetta á við helstu söfnin í landinu, eins og Listasafn íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn ASÍ o.s.frv. Þetta á einnig við opinberar stofn- anir og einkafyrirtæki sem hafa keypt mikið af myndverkum í gegnum tíðina til að piýða eigið húsnæði sem og til að styrkja myndlistina í landinu, t.d. ráðu- neyti, banka, tryggingafélög, <iðn- fyrirtæki og skóla. Þarna þurfa að koma til skoðanaskipti og samn- ingaviðræður, þannig að niðurstöð- ur fáist sem flestir geta sætt sig við, og verða til framdráttar fyrir myndlistina til lengri tíma. Fréttin um Myndhöfundasjóð íslands lét lítið yfir sér, og fór því ef til vill fram hjá mörgum. En þó er óhætt að spá því að síðar verði þetta talin ein merkasta frétt árs- ins í myndlistarlífi landsins. Nái stjórn sjóðsins að þoka þessum málum áfram af festu og sann- gimi, getur sjóðurinn haft mikil og jákvæð áhrif á hag myndlistar- fólks hér á landi um ókomna fram- tíð. Þærera ekki margar smáfrétt- irnar sem bera með sér þá möguleika. Mississippi John Hurt og Son House. eftir Eirík Þorlóksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.