Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 6
6 C___________________MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 UIVIHVERFISMÁL /7cV7r) líbur umhverfisvemd á alþjóbavettvangif Breyttar áherslur EFNAHAGS- og þróunarstofnunin sem skammstöfuð er OECP stóð að fundi umhverfismálaráðherra aðildarríkjanna í París í janúar siðastliðnum. Þá voru liðin 6 ár síðan fundur var haldinn á vegum stofnunarinnar um umhverfismál. Til glöggvunar skal þess getið að OECD eru virt samtök auðugustu þjóða heims sem starfað hafa allt frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar. Samtökin hafa víðtæk áhrif, enda þótt þau hafi ekki sljórnarfarslegt vald. Það er því gleðiefni þegar ákveðið er á þeim vettvangi að fjalla skuli sérstaklega um umhverfismál með tilliti til nýrra viðhorfa á alþjóðlegum vettvangi. I lok fundarins voru samþykktar margar ályktanir sem ráðherrum var væntanlega ætlað að kynna í sínu heimalandi. Hér verður drepið á nokkrar þessara ályktana. - aukid samstarf Aðalumræðuefni fundarins var að tengja bæri ákvarðanir um efnahagsaðgerðir og fram- kvæmdir við umhverfisvernd en síðustu ár hafa orðið miklar breyt- ingar á allri um- ræðu og afstöðu stjómvalda víða um heim til um- hverfísmála. Með- al annars hefur nýtt hugtak náð að festa rætur, svokölluð sjálfbær þróun. Menn hafa vaxandi áhyggjur af eyðingu ozonlagsins, veðurfars- breytingum, eyðingu úrgangsefna og rányrkju náttúrulegra auðlinda. Nú telja ráðamenn ekki lengur undan því vikist að taka inn í út- reikninga um hagkvæmni og þró- un á efnahagssviði þann kostnað sem gæti orðið til viðbótar þegar tillit er tekið til umhverfísverndar. Ályktun fundarins var einnig á þá leið að taka þyrfti líka inn í reikn- inginn þann kostnað sem síðar yrði ef umhverfísþættinum væri sleppt. I plagginu fagna fundarmenn þeim árangri sem þegar hefur náðst á sviði umhverfisverndar í OECD-löndunum en benda um leið á að margt sé ógert. Mengun vatns og andrúmslofts er alþjóðlegt vandamál, mikil þörf sé á varð- veislu jarðvegs, skóga, mýra og ýmissa verðmætra náttúrufyrir- bæra. Tekið er líka fram að skert lífsgæði og lifsfylling þeirra sem í borgum búa stafí oft af umhverf- isspjöllum og víða væri svo komið að aðbúnaður fólks á vinnustöðum sé í raun óviðunandi. Á það er og bent að aðstoð við hinar fátæku þjóðir þurfí að endur- skoða og beita nýjum aðferðum til þess að þær geti orðið virkir þátttakendur við lausn umhverfís- vandamála í heimalandi sinu og á hinum alþjóðlega vettvagi. Þar segir og að meiri hluti jarð- arbúa — flestir utan OECD-ríkj- anna — búi við kjör sem ekki geti talist mannsæmandi. Víða megi rekja illt ástand til umhverfis- spjalla og vanmátt þessara þjóða til úrbóta. Þeim verði að koma til hjálpar. í ályktuninni er mörkuð stefna í þremur meginþáttum. í fyrsta lagi: Allar ákvarðanir á efnahags- sviði yrði að tengja umhverfísþátt- um. í öðru lagi: Aðildarríkin skyldu hvert um sig leggja áherslu á bætt umhverfi í sínu heimalandi og innan OECD-ríkjanna. í þriðja lagi: Tekin skyldi upp markviss, samræmd stefna innan samtak- anna um úrbætur í umhverfismál- um og samvinna efld til muna. Lögð var þung áhersla á fyrsta liðnn um að tekið yrði í ríkara mæli tillit til umhverfisþátta við ákvarðanatöku á stjómmála- og efnahagssviðinu og að tillitssemi opinberra aðila við umhverfísvemd væri aukin. í ályktuninni er hvatt til þess að ríkisstjómir endurskoði stjórnarskráratriði og lagagreinar sem stríða gegn umhverfísvemd. Þá er og bent á að endurskoða þurfí niðurgreiðslur og skattfríð- indi og önnur mál sem tengjast markaðsmálum í þeim tilvikum þar sem slíkar samþykktir bijóta í bága við umhverfisvernd. Ályktunarefni fundarins var að öðra leyti skipt í fjóra meginkafla. 1) Orkumál: Tengja ber ákvarð- anir um efnahagsbata orkuöflun sem skaðar ekki umhverfi og sér- stök áhersla lögð á sjálfbæra þró- un, og eru fallvötn sem orkugjafí þar ofarlega á blaði. 2) Landbún- aður: Bent er á að landbúnaðar- framleiðslu verði að stýra með umhverfisvernd að leiðarljósi á öll- um sviðum. Ofnýting náttúraauð- linda verði að hverfa úr sögunni, forðast beri alla efnisnotkun sem spilli náttúranni og nýrri tækni beitt. Verð framleiðsluvamings í eftir Huldu Valtýsdóttur MARKAÐSHÁTÍÐIR KOLAPORTSINS - SUMARIÐ 1991: Einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki að markaðssetja vörur og þjónustu á landsbyggöinni. Kolaportiö mun í sumar halda markaöshátíöir á 11 stöðum á landsbyggðinni, og auglýsir nú eftir fyrirtækjum sem vilja taka þátt í óvenjulegri og áhrifa- ríkri markaössetningu sem ná mun til flestra íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. 20. júní til 14. júlí munum viö halda markaöshátíöir á flestum stærstu þéttbýlisstööum landsbyggöar- innar. Hópur fyrirtækja mun taka þátt í öllum markaðshátíöunum en einnig heimamenn, versl- anir, félagasamtök og einstaklingar á hverjum stað. Markaðshátíðirnar verða haldnar í stóru húsnæöi, yfirleitt í íþróttahúsum á hverjum stað, og í tveimur 400 fermetra tjöldum sem sett veröa upp í nágrenni þeirra. Við leitum sérstaklega aö fyrirtækjum sem vilja bjóöa upp á vörur eöa þjónustu sem íbúar landbyggðar- innar sjá ekki daglega í verslunum, og minnum einnig á að hér gefst einstakt tækifæri til margvíslegra vörukynninga. Hin víöfræga stemmning í Kolaportinu fer nú í skemmtilega hringferö um landið, og um leiö opnast kærkomið tækifæri til beinnar snertingar viö flesta íbúa landsbyggöarinnar. Möguleikarnir eru óendanlegir. Leitiö nánari upplýsinga hjá skrifstofu Kolaportsins í síma 68 70 63 (kl.16-18). KOIA PORTIÐ MœnKaÐStORT -og nú á landsvísu! landbúnaði verði reiknað rétt þannig að innifalið í því sé sá kostnaður sem verður við að bæta hugsanleg umhverfisspjöll. 3) S- amgöngur: Samgöngur aukast jafnt og þétt og farkostum fjölgar um leið. Af mörgum farkostum stafar umhverfísmengun. Því vilja menn breyta og leggja nú áherslu. á endurskoðun og ný-hönnun þeirra farkosta sem era sparneytn- ir á orku, hljóðlausir, öraggir og afkastamiklir. 4) Vernd stranda og landgrunns: Kröfur um vernd auðlinda í hafi og við strendur er þáttur auðlindastjórnunar, þar með talin vernd fiskistofna. Ofnýt- ing skerðir lífríki hafsins og mögu- leika á sjálfbærum sjávarútvegi. Áhersla var lögð á samvinnu þjóða um þau mál. Til þess að samræming allra framleiðsluþátta samkvæmt kenn- ingunni um sjálfbæra þróun verði virk, verður að endurskoða verð- lagningu hráefnis svo hin rétta mynd fáist á kostnaðarhliðina, bæði með tilliti til umhverfisvernd- ar og hinna félagslegu þátta. Nauðsynlegt væri að laga skattaálögur og ýmsar lagagrein- ar að breyttum aðstæðum með til- liti til neytenda. Endurskoðun reglugerðarákvæða gæti líka virk- að sem stjómtæki í vissum tilvik- um. Reglugerðir þurfi þó að endur- skoða á nokkurra ára fresti þar sem breytingar eru örar og ný viðhorf skapast með nýrri tækni- kunnáttu. Framleiðsluaðferðir þarf líka að endurskoða. Iðnvarningur sem er umhverfisvænn er þegar farinn að vinna á og mun þegar til lengri tíma er litið vera hagkvæmari kostur. í ályktuninni er fagnað aukinni samvinnu stjómvalda og aðila í einkarekstri um eflingu umhverf- isverndar. Bent er á vaxandi hlut- deild neytenda og hvatt til vöru- merkinga og almennra upplýsinga um markaðsmál. í kaflanum um alþjóðleg við- skipti er bent á að þjóðir væru nú bæði tengdari og háðari hver ann- arri en áður og yrðu því að vera samstiga á fjárhags- og viðskipta- sviði. Og þá sérstaklega að því er umhverfisvernd varðar. Hvatt er til þess að stofnanir innan OECD vinni að því að skilgreina höfuðat- riði þau sem verið væri að fjalla um í GATT-viðræðunum og að gefín yrði út skýrsla um stöðu þeirra mála á ráðherrafundi OECD í júní næstk. Sömuleiðis var beðið um úttekt á því hvernig nýting náttúruauðlinda gæti haldist í hendur við hina öru þróun í alþjóð- legum viðskiptum og við nýsköpun í efnahagsmálum. í ályktuninni er sérkafli um efl- ingu umhverfisvemdar á heima- velli. Þar er lögð áhejglaá að ríkis- stjórnir OECD-ríkjanna skuli láta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.