Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 14
•'W1 f’.HAM Yt HUtMCtJJVíKJ? J5JM J0H0M MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Banda- ríska hljómsveit- in Full Circle, frá vinstri: Skúli Sverris- son, Dan Rieser, Anders Bostrom, Karl Lund- berg. Fremst: Philip Hamilton. eftir Vernharð Linnet í FYRRA var ég viðstaddur af- hendingu djassóskarins — Jazz Pix Price — í Falconer Center í Kaupmannahöfn. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var afhent- ur og var það Muhal Richard Abrams sem hlaut hann. Meðal þeirra sem léku á hátíðartónleik- unum við afhendinguna var ví- brafónleikarinn Gary Burton. I veislu á eftir hitti ég Gary og minntist hann íslandsheimsókn- ar sinnar með gleði. Hann hefur verið viðriðinn Berklee-tónlistar- háskólann í Boston þar sem ýms- ir íslendingar hafa stundað nám og spurði ég hann því hvort hann kannaðist við einhvern íslenskan djassleikara. Hann hugsaði sig Snemma beygist krókurinn. Skúli með Björk Guðmundsdóttur í Ár- bæjarskólanum fyrir nokkrum árum. Skúli tekur við útskriftarskjali frá Berklee-tóniistarháskólanum úr hendi George Benson. / Drengurinn úr Arbænum, Skúli Sverrisson, er að slá í gegn í New York sem bassaleikari Full Circle Þegar Skúli hélt út til Boston var hann aöeins nítján ára og auk þess aö nema tónlist varó hann aö Ijúka stúdentsprófi eilítið um en sagði síðan: — Það er frábær íslenskur bassaleikari í Boston. Hann heitir ... hann heitir ... Skúúúúúli. Bassaleikarinn frábæri sem Gary Burton mundi svona vel eftir var að sjálfsögðu Skúli Sverrisson og nú hefur Skúli lokið BM(BA)-gráðu frá Berklee og flust tií New York og er að slá í gegn — hefur verið ráðinn bassa- leikari Full Circle og leikur á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar: Secret Stories. Hún var tekin upp í Ríó. Columbia gefur skífuna út, en Sony á nú þaðfyrirtæki og þar er Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri. Vegir íslendinga liggja víða. Nú er von á Skúla og Full Circle til íslands og leikur hljómsveitin í Púlsinum 21. og 22. mars nk. Tón- list hljómsveitarinnar er blanda af djassi og rokki með brasilísku og afrísku ívafi — töfrandi hrynheimur þar sem bassaleikur Skúla er mið- punkturinn. í kynningu á nýju skíf- unni segir að bassasólóar hans séu þvílíkt hnossgæti að bassaleikarar um alian heim muni hlaupa upp til handa og fóta að ná sér í nótna- skrift af þeim. Þeir íslendingar sem fylgjast með rýþmískri tónlist muna Skúla jafnt úr Pax Vobis og tríói Guðmundar Ingólfssonar, ýmist með raf- eða kontrabassa í hendi. Þegar Skúli hélt út til Boston var hann aðeins nítján ára og auk þess að nema tónlist varð hann að ljúka stúdents- prófi. Skúli kom heim um síðustu jól og þá fékk ég tækifæri til að spjaila lítillega við hann. — Rafbassinn, kontrabassinn og þú Skúli? „Ég lærði á kontrabassa hjá Jóni Sigurðssyni í Tónlistarskóla FÍH en þegar ég fór til Boston haustið 1986 hafði égákveðið að rafbassinn væri mitt hljóðfæri. Mér þótti þetta unga hljóðfæri svo heiilandi. Marg- ir uppáhaldsieikarar mínir eru þó kontrabassaleikarar. Raf- og kontrabassinn eru tækni- lega ólík hljóðfæri þó þau gegni svipuðu hlutverki — í það minnsta enn sem komið er. Hljómaleikur á rafbassa er einn þeirra lítt nýttu möguleika rafbássans sem heillar mig mjög. Þeir rafbassaleikarar sem ég hlustaði mest á stunduðu slíkt ekki mikið. Jaco Pastorius hafði mikil áhrif á mig. Hann leit ekki á rafbassann sem staðgengil kontrans heldur sjálfstætt hljóð- færi. Svo hlustaði ég mikið á Marc- us Miller og ýmsa poppara eins og jafnaldrar mínir.“ — Hvernig var að koma út til Boston? „Þetta er stór skóli — á fjórða þúsund nemendur, ogþegarégkom voru nokkrir Islendingar þar, m.a. Lúðvík Símonar. Svo bættust fleiri í hópinn: Hilmar Jensson, Matthías Hemstoek og aðrir. Það kom fljótt í ljós að ég átti meiri samleið með Evrópubúunum sem þarna voru — og jafnvel Japön- unum — heldur en Bandaríkja- mönnunum. Við höfðum sömu hug- myndir um hvað við ætluðum að gera í tónlistinni og hvers vegna við værum að æfa okkur tíu tíma á dag og leggja út í dýrt nám. Við bjuggum að sterkri evrópskri tón- listarhefð og höfðu hlustað á sams- konar tónlist og höfðum áhuga á að taka þátt í að þróa tóniistina áfram — ekki bara spila þetta gamla góða. Við ætluðum okkur að verða alvöru tónlistarmenn. Margir bandarísku krakkarnir vildu bara spila á gítar eins og Eddie van Halen og voru í fyrsta skipti að losna úr foreldrahúsum, voru allt í einu komin í einhvern háskóla þar sem þau gátu spilað og skemmt sér alla daga. Þeirra viðhorf voru ólík okkar. Ég kynntist fljótlega þýska gítar- istanum Christian Rover og með honum kom ég seinna til íslands og hélt tónleika. Við höfðum svipað- ar skoðanir á tónlist og höfðum hlustað á sömu tónlistina. Við höfð- um mikinn áhuga á djasstónlist, en okkur nægði ekki að spila einhveija djassstandarda — það var áhuginn á nýsköpun sem tengdi okkur sam- an. Við héldum oft tónleika í Boston og 1988 tókum við þátt í Musicfest USA keppninni í Fíladelfíu, sem haldin var á vegum djassritsins Down Beat. Þar voru saman komn- ar hljómsveitir frá öllum fylkjum Bandaríkjanna til að flytja djasstón- list og keppt var í riðlum eins og í handboltanum. Við vorum í raftón- iistarriðli og tókst að bera sigur úr býtum. Það var mjög ánægjulegt og jók sjálfstraustið, auk þess kynntumst við fjölmörgum og vökt- um athygli enn fleiri — en við feng- um engan plötusamning því tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.