Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 C 13 Hetjur Á öllu alvarlegri nótum var göngutúrinn í myndinni „Mind- walk“. Persónumar í myndinni, eðl- isfræðingur (Liv Ullmann), stjórn- málamaður (Sam Waterson) og skáld (John Heard), einfaldlega ganga um Mont St. Michel-kastal- ann í Frakklandi og ræða saman. Þó að atburðarásinni sé hægt að lýsa með svo einföldum orðum þá er ekki hægt að segja það sama um innihaldið. Heimspekilegar vanga- veltur um eðli tilvemnnar, nútima siðferði, stjórnmál frá umhverfismál- um til „glasnost" setja „Mindwalk“ á stall með myndum eins og „My Dinner with Ándre“ og e.t.v. sum af verkum Goddards og Bergmans. Eins og argar af eftirtektarverðustu kvikmyndum þessarar hátíðar var þessari mynd Íeikstýrt af evrópskum íeikstjóra, Þjóðverjanum Bemt Capra. Sú mynd sem hvað mest kom á óvart á hátíðinni var austurríska myndin „Requiem for Dominic". Myndin var tekin í Rúmeníu þrem mánuðum eftir byltinguna í desemb- er 1989 og er byggð á sönnum at- burðum. Leikstjórinn, Robert Dorn- helm, sem fæddist í Rúmeníu, en hefur búið mestalla sína ævi í Vínar- borgar, fékk fregnir af því að æsku- vinur hans, Dominic, hefði látist í bytlingunni, ákærður um að hafa framið fjöldamorð á samstarfsfélög- um sínum. Þrátt fyrir að „Slátrarinn frá Timisoara" hafí komist í fréttirn- ar víðs vegar um heim vildi Dorn- helm ekki trúa þeim ásökunum. Myndina gerði hann til þess að sanna sakleysi Dominics ogtókst honum það ætlunarverk sitt. Styrkur þess- arar myndar liggur ekki einungis í því að sagan er spennandi heldur einnig hversu raunveruleg hún er. Hluti af myndefninu er fengið að láni frá sjónvarpsstöðvum, frétta- myndir úr byltingunni og þar á meðal myndbandsupptaka af Dom- inic á dánarbeðinum. Oft og tíðum er áhorfandanum ekki ljóst hvort um er að ræða sviðsettar myndir eða raunverulegar enda var stærstur hluti myndarinnar tekinn í Rúmeníu á meðan mikið rósturástand ríkti þar, en þrátt fyrir þennan kalda raunveruleika samræmist sagan hefðbundnum hetjusögum: Ókunn- ugur maður kemur til bæjar til að vinna verk sitt og sætir mótlæti frá innfæddum. Hann heldur fast við fyrirætlan sína og stendur eftir sem hetja. Hetjudáðin í þessari sögu fólst í því að sanna sakleysi vinar síns. Sykurmoli í snjónum Þó að íslendingum sé vel kunnugt um leikhæfíleika Bjarkar Guð- mundsdóttur söngkonu úr Sykur- molunum þá kom hún mörgum há- tíðargestum á óvart í kvikmyndinni „The Juniper Tree“. Hér var á ferð- inni svart/hvít mynd sem bandarísk kona, Nietzchka Keene, kvikmynd- aði á íslandi fyrir rúmum fjórutn árum, en framleiðslu myndarinnar lauk ekki fyrr en á síðasta ári sökum fjárhagsörðugleika. Öll hlutverkin í myndinni eru í höndum Islendinga en þeir eru auk Bjarkar, Valdimar Örn Flygenring, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Gísladóttir og Geirlaug Sunna Þormar. Sagan, sem er byggð á einu ævintýri Grímms- bræðra, gerist á miðöldum og segir frá tveim systrum sem verða að flýja að heiman eftir að móðir þeirra er brennd á nomabáli fyrir galdra. Til þess að vemda sig ákveða þær að finna eiginmann handa eldri systur- inni og tekst þeim að fínna ekkil með aðstoð galdraþulna. Ekkillinn á ungan son sem bregst illa við stjúp- móður sinni og ásakar hana um að vera nom. Myndin er á köflum mjög hæg og reynir á þolinmæði áhorfan- dans. Ekki varþó annað að sjá og heyra á hátíðargestum en að þeim hafi líkað vel, sumir létu meira að segja þáu orð falla að „The Juniper Tree“ væri sú mynd sem þeim væri minnisstæðust af öllum myndum hátíðarinnar. Víst er að hún hefur mjög sérstæðan og seiðandi stíl sem er ólíkur flestu sem bandarískir kvik- myndahúsagestir eiga að venjast. Reyndar hlaut myndin þriðju verð- laun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð kvenna sem haldin var á síðasta ári í Montreal í Kanada, svo að það er næsta víst að hún fer víða þó svo að hún verði e.t.v. ekki sýnd í al- mennum kvikmyndahúsum. Heyra mátti að margir af þeím séu „The Juniper Tree“ voru heillaðir af Björku og þegar þeir áttuðu sig á því að hér var á ferðinni söngkonan úr Sykurmolunum jókst áhuginn til muna. Nokkrir vildu fá að vita hvort hún hefði leikið í fleiri myndum og hvar væri hægt að sjá þær. Þeir allra hörðustu gáfust ekki upp fyrr en þeir höfðu fengið að hlusta á nýjustu plötu Bjarkar sem fyrir til- viljun var til á staðnum. Flest lögin á þeirri plötu eru sungin á íslensku en það skipti litlu máli, í þessu draumalandi skemmtanaiðnaðarins virðist vera mikil þörf fyrir frumleika og nýjungar — eitthvað öðruvísi en fólk á að venjast. Þar liggur reyndar styrkur myndarinnar „The Juniper Tree“. íslenskir leikarar í íslensku umhverfi, talandi ensku og flytjandi galdraþulur, svart/hvít myndataka og hrollvekjandi evrópskt bama- ævintýri, allt vinnur þetta saman að því að skapa dulmagnaða og sér- stæða mynd. Leikstjórinn, Nietzchka Keene, var viðstödd sýningar mynd- arinnar og svaraði spurningum gest- anna sem vildu ólmir fá að vita hvort kukl væri ennþá stundað á íslandi. Nietzchka sagði það að mestu hafa lagst af og væri aðeins stundað af litlum hópi fólks. Hornabolti, nosistar og aids Á hátíðinni greiða sýningargestir myndunum atkvæði og var úrslita þeirra kosninga beðið með óþreyju. Sú mynd sem vinnur er talin líkleg til vinsælda á almennum markaði eins og sannaðist með „sex, lies and videotape" fyrir tveim árum. Sigur- vegarinn að þessu sinni var myndin „One Cup of Coffee", fyrsta mynd leikstjórans Robin B. Armstrong. Varla er hægt að hugsa sér dæmi- gerðari bandaríska mynd því hún íjallaði um uppáhaldsíþrótt þar- lendra, hornabolta. Söguhetjan hefur helgað líf sitt hornabolta án þess að nokkum tím- ann ná verulegum árangri, en er orðinn of gamall til þess að halda stöðu sinni í liðinu. Áður en honum er sagt að hætta tekur hann ungan nýliða upp á arma sína og kennir ^ honum allt sem hann þarf að kunna. Söguhetjan deyr af harmi þegar hann fær ekki að keppa lengur en nýliðinn kemst í úrvalsdeildina og öðlast frægð og frama. Nú er bara að bíða og sjá hvort að myndin „One Cup of Coffee“ öðlast þá frægð sem framleiðendurnir vonast eftir. Mikill fjöldi mynda sem ekki snér- ist um frægð, frama og glæsta drauma var sýndur á hátíðinni. Hér voru á ferðinni heimildarmyndir á borð við „Absolutely Positive" sem fjallaði um nokkra einstaklinga af þeim einni og hálfri milljón Banda- ríkjamanna sem sýktir eru af eyðni- veirunni. „Blood in the Face“ sem segir frá starfsemi Klu Klux Klan og ný-nasista hreyfínga sem vilja skipta Bandaríkjunum niður á milli kynþátta og „ American Dream“ sem sýndi harðvítug verkalýðsátök í kjöt- pökkunarverksmiðju í Minnesota- fylki. Ameríski draumurinn og flótt- inn frá raunveruleikanum fengu þarna sitt mótvægi og því má með sanni segja að Sundance-kvik- myndahátíðin hafí endurspeglað fleiri en eina hlið þjóðlífsins. Lífíð í Park City snýst um skíði og ferðamenn. Bæjaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að fá að halda þar vetrarólympíuleikana árið 1998 en mæta að vísu harðri sam- keppni frá Japan, Svíþjóð, Sovétríkj- unum ogfleiri löndum. Bærinn er lítill en er umkringdur háum fjöllum sem bjóða upp á tæplega tvöhundruð mismunandi skíðabrautir. Til þess að auðvelda samgöngur á milli skíða- svæða er boðið upp á fríar ferðir í strætisvögnum sem eru sérútbúnir til þess að flytja skíðafólk og útbún- að þess. Allar aðstæður eru eins og best verður á kosið en vilji menn slappa af og fá sér áfengan drykk að loknum erfiðum degi þá vandast málið. Trúarsiðir mormóna setja þar strik í reikninginn en íbúarnir hafa fundið ráð við því. Reyndar dreifa yfírvöld leiðbeiningum til ferða- manna um það hvernig eigi að verða sér úti um áfengi í Utah-fylkinu. í fyrsta lagi er, líkt og á íslandi, hægt að kaupa áfengi í sérstökum áfengisverslunum fylkisins og eru tvær slíkar í Park City. í öðru lagi er hægt að fá drykki borna á borð á veitingastöðum en þar er einn hængur á. Það verður að biðja um drykk, þjónustufólk má ekki bjóða upp á veigamar að fyrra bragði. Krár eru reknar sem einkaklúbbar og til þess að fá að drekka á viðkom- andi krá þarf viðkomandi að skrá sig í klúbbinn og greiða félagsgjald. Ekki var annað að sjá en að ferða- fólkið hefði lært þessar reglur og að kvöldi mátti sjá margan hífaðan skíðamanninn staulast niður glerhált Aðalstrætið, leitandi að hinni kránni sem hann hafði aðgang að. Hitinn í Park City er að jafnaði langt und- ir frostmarki að vetri til og því nauð- synlegt að búa sig vel. Ein af fjöl- mörgum verslunum við „Main Stre- et“ sem selur hlýjan fatnað er „Hilda of Iceland", enda eru íslenskir ullar- sokkar sjálfsagt besti vinur skíða- mannsins. Verslunin er prýdd ljós- myndum frá íslandi, landakortum og handpijónuðum lopapeysum en samt hafði afgreiðslufólkið aldrei fýrr litið íslending augum fyrr en undirritaður gekk þar inn. Einn af eftirtektarverðari íbúum Park City er fullorðinn gráhærður maður með grátt sítt skegg. Hann átti það til að birtast á meðal hátíðar- gesta og deila út sælgæti, íklæddur rauðri kápu og með staf í hendi. Áður en nokkur gat spurt hann til nafns steig hann upp í rauðan „kadil- akk“ árgerð 1967 og ók á brott. Á númeraspjöldunum stóð aðeins „Clauss" (Kláus). Bob mætir á staöinn Robert Redford lét lítið fyrir sér fara á meðan á hátíðinni stóð. Hann birtist aðeins tvisvar, í annað skiptið til þess að svara spumingum blaða- manna og í hitt skiptið til að vera viðstaddur frumsýningu myndarinn- ar „Enid Is Sleeping". Myndin er gamaldags farsi með Elizabeth Parkins og Judge Reinhold í aðal- hlutverkum. Lögreglumaðurinn Harry á í ástarsambandi við June, systur konu sinnar, Enid. June ætl- aði sér ekki að drepa Enid þegar hún kom að þeim saman í rúminu, heldur aðeins að rota hana með post- ulínsstyttu til þess að korna í veg fyrir að hún skyti Harry. June og Harry halda að Enid sé látin og þurfa nú að koma líkinu fyrir kattar- nef en það ætlar ekki að takast. Það er kannski eins gott því í lok myndar- innar raknar Enid úr rotinu. Svo undarlega sem það kann að virðast þá ríkir óvissa um örlög sjálfrar myndarinnar því fyrirtækið sem kostaði framleiðslu hennar fór á hausinn. Leikstjórinn Stendur eftir með vandaða mynd en hefur ekki tök á að setja hana á markað. Ef til vill er það ástæða þess að Red- ford mætti á staðinn. í mörgum til- fellum hefur hann komið kvik- myndagerðarfólki til hjálpar þegar fyrirtækin hafa brugðist og þannig hefur Sundance oft og tíðum beitt áhrifum sínum án þess að vera beinn þátttakandi í framleiðslu mynda. Sjálfur sagðist Redford stöðugt vera að reyna að draga sig út úr rekstri Sundance tij þess að geta einbeitt sér aftur að sínum eigin ferli. Þegar hann var beðinn um að líta til baka yfir þau ár sem stofnunin hefur starfað sagðist hann aðeins vona að þessum tíu árum ævi sinnar hafí ekki verið sóað til einskis, hugmynd- in að baki stofnuninni sé góð og Hollywood þurfi á henni að halda. Næsta Sundance kvikmyndahátíð verður haldin í Park City í janúar 1992. Jón Gústafsson nemur leikstjórn við Cnlifornm Institute ofihe Arts og vnr stiirfsnmður „ Sundmice “-k vikmynduhátíðar innar 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.