Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 30
m $ tóbkGtj^LAfeié'SAIWIsÆMftftSMMuR'ir. fflölgm ÆSKUMYNDIN... ER AF GUÐMUNDIHAUKSSYNINÝRÁÐNUM FORSTJÓRA KAUPÞINGS Varprúður leikfélagi Honum er sagt að hann hafi verið fjörungur en stríðinn sem barn. „Það var þó aðallega innan fjölskyldunnar. Eg er yngstur þriggja bræðra og átti það til að stríða eldri bræðrum minum. Ef þeir svöruðu í sama tón, klagaði ég og yfirleitt var tekið mark á mér því ég var yngstur," segir Guðmundur Hauksson nýráðinn forstjóri Kaup- þings þegar hann er spurður hvernig barn hann hafi verið. Æskufélagar Guðmundar segja að hann hafi verið fjörugur og hress, léttur í lund og prúð- ur leikfélagi. Guðmundur hefur verið fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, en tekur fljótlega við stöðu for- stjóra Kaupþings. Hann er viðskipt- afræðingur að mennt og varð stúd- ent frá Verslunarskóla Islands 1970. Foreldrar hans eru Ragnhild- ur Guðmundsdóttir starfsmaður Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Haukur Eyjólfsson sem lést árið 1963. Kona Guðmundar er Áslaug B. Viggósdóttir. Um Guðmund má segja að hann hafi smám saman fetað sig upp metorðastigann. Þegar hann var tíu ára vann hann sér inn vasapeninga með því að bera út Morgunblaðið og selja Vísi og Vikuna í lausasölu. Hann vann á sumrin eins og flest ungt íslenskt námsfólk, tvö sumur var hann sendill hjá Hitaveitu Reykjavíkur. „Ég var líka í ös- kunni, sem var vel launuð vinna, og einnig í frystihúsi og annarri verkamannavinnu á menntaskóla- árunum," segir Guðmundur. Seldi hasarblöð og keypti bíómiða Guðmundur minnist þess ekki að hafa, sem ungur drengur, verið útsjónarsamari en félagar hans í viðskiptum. „í hverfínu tíðkaðist að selja gömul hasarblöð og safna sér þannig aurum fyrir bíómiðum svo hægt væri að fara í bíó á sunnu- dögum. Það voru einu viðskiptin sem ég stundaði í þá daga, og ég held ég hafí hvorki verið betri né verri sölumaður en aðrir í hverfínu." Guðrún Gunnarsdóttir flugfreyja er vinkona Guðmundar frá bam- æsku. „Við lékum okkur oft saman, bæði inni og úti,“ rifjar hún upp. „Þegar daginn tók að lengja vorum við oft í fallinni spýtu, yfír og þess háttar útileikjum. Þegar við urðum eldri lærðum við oft saman, því við vomm skólasystkini fram að stúd- entsprófí. Guðmundur hefur alltaf verið einstaklega mikið snyrtimenni og þó hann væri prúður leikfélagi var hann alltaf ákveðinn. Hann lét aðra aldrei vaða yfír sig,“ segir Guðrún sem segist ekki muna eftir því að þeim Guðmundi hafi sinnast. Hún minnist þess heldur ekki að hann hafi verið stríðinn eða hrekkj- Guðmundur átti það til að striða eldri bræðrum sínum. óttur, enda segist Guðmundur sjálf- ur aðallega hafa látið stríðnina bitna á eldri bræðrum sínum. „Guðmundur hefur alla tíð verið bæði duglegur og heiðarlegur. Það kemur mér alls ekki á óvart að honum skuli vegna eins vel í at- vinnulífínu og raun ber vitni,“ segir Guðrún æskuvinkona hans. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Upphafóperuflutnings á Islandi að var stórviðburður, sem gerð- ist í Þjóðleikhúsi vom 3. júní, er óperan Rigoletto eftir Verdi var flutt þar af íslenskum söngvuram (að einum undanteknum), og þar með hafín byijun að nýju tímabili: íslenskum óperuflutningi," skrifar Páll ísólfsson í Morgun- blaðið 6. júní 1951. í umsögn hans um þenn- an merka menningarviðburð segir meðal annars: „Árangurinn af þess- ari fyrstu tilraun var svo stórkost- legur að undrun sætti, og jafnvel hinir bjartsýnustu hefðu ekki getað látið sig dreyma um slíkt. Sýningin (söngur o g leikur) hafði miklu frem- ur á sér blæ hins fullkomna heldur en að hér væri í rauninni um byijun að ræða, svo góður var heildarsvip- urinn: söngurinn, leikurinn, dansinn og sviðið." - Stefán íslandi söng hlutverk hertogans af Mantova sem gestur og þótti söngur hans hinn glæsilegasti svo og allt fas hans á leiksviðinu, enda átti Stefán þá að baki glæsilegan feril í þekktum ópemhúsum í Evrópu. Else Mhl frá Austurríki söng hlutverk Gildu og þótti söngur hennar „skínandi fagur og heillandi“ að mati gagnrýnan- dans. „En það sem vakti þó einna mesta forandran var frammistaða Guðmund- ar Jónssonar í hlutverki Rigolettos. Hún spáir miklu og góðu um framtíð hans sem óper- usöngvara," segir Páll í umsögn sinni og hælir auk þess frammistöðu ýmissa fleiri svo sem Kristins Halls- sonar, Guðmundu Elíasdóttur og Ævars Kvaran svo nokkrir séu nefndir. Sigurður Grímsson hrósar einnig sýningunni í sinni umsögn og þar vitnar hann meðal annars í orð Vilhjálms Þ. Gíslasonar, form- anns leikhússráðs, þar sem Vil- hjálmur í ræðu sinni að lokinni framsýningu hét að minnsta kosti einni ópera á ári á vegum Þjóðleik- hússins. Ekki hefur það nú alveg gengið eftir eins og menn vita þótt hér verði ekki farið nánar út í þá sálma. Myndirnar voru teknar þeg- ar unnið var að undirbúningi við að koma Rigoletto á fjalirnar í Þjóð- leikhúsinu vorið 1951. Gestasöngvararnir tveir, Else Mhr frá Austurríki og Stefán íslandi. SUNNUDAGSSPORTID Samkvæmisdansar Samkvæmisdansar eiga töluverðum vinsældum að fagna, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Vinsældirnar ganga þó í bylgj- um, sum árin er mikið að gera hjá dansskólunum en svo koma lægð- ir öðru hvoru. Allir sem kunna samkvæmisdansa eru sammála um eitt: að það sé gaman að dansa og gott að kunna klassískan dans af þessu tagi. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM aDagný Pét- ursdóttir nemi í Hvassa- leitisskóla MYNDIN í TÆKINU RagnarEy- þórsson12 ára nemi í Fossvogsskóla Hjónin Sigurður Björgvinsson og Þórdís Guðjónsdóttir era í dansskóla. Þetta er annað árið í röð sem þau læra samkvæmis- dansa, en um það leyti sem þau giftu sig vora þau einnig í dansi einn vetur. „Við höfum bæði gaman af því að dansa og þetta er áhugamál sem við getum stundað saman,“ segir Sigurður, sem er kennari og tónlistarmaður. Hann vinnur oft á kvöldin og um helgar enda segist hann ekki hafa mörg tækifæri til að fara út að skemmta sér með konunni sinni. „I dans- tímunum fæ ég útrás fyrir áhugann á dansi og mér líður alltaf vel eftir tímana. Við eigum þijú böm og þau tvö eldri era í dansnámi. Ég get ekki sagt annað en þetta sé hið besta tóm- stundagaman fyrir alla fjölskylduna.“ Samkvæmisdansar eru ekki algengir á al mennum skemmtistöðum en víðs vegar era samkomuhús þar sem fólk hittist til að dansa. „Ég er plötusnúður á einum þessara staða og þama kemur fólk eingöngu til að vera saman og dansa, og á þessum stöðurn_ geislar fólk af ánægju og heil- brigði.“ * Eg les mest gamlar bækur og nýlega las ég Krístínu Lafr- ansdóttur eftir Sigrid Undset. Mér fannst þetta athyglisverð og góð bók sem lýsir hinu sérstaka lífs- hlaupi Kristínar mjög vel. Kristín hefur verið mikill persónuleik og stórbrotinn persónuleiki. Síðasta bókin sem ég las var Purpuraiiturínn eftir Alice Walker. Þetta er mjög góð bók sem fjallar um baráttu svertingja. Vand- amálum sem tengjast kynþáttahatri er vel lýst í þessari bók. Undanfarið hef ég aðallega verið að hlusta á nýju plöturnar með Ný dönsk og Todmobiie. Ég hlusta töluvert á tónlist, bæði í út- varpi og af plötum. Guðbjörg Vigfúsdótt- ir húsmóðir Eg hlusta mikið á plötur en ein- göngu á klassíska tónlist. Mozart er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég á margar plötur með tónlist hans, bæði óper- um, kammertónlist og konsertum. Undanfarið hef ég hlustað mikið á hljómsveitartónlist Mozarts og yfír- leitt fellur mér betur hljóðfæraleik- urinn einn sér en með söng. Síðast horfði ég á Skjaldbökurnar sem líka er sýnd í bíó um þess- ar mundir. Þetta er ágæt mynd um skjaldbökur sem læra bardaga- tækni, karate og annað til að bjarga New York frá ágengni glæpalýðs. Ég hafði líka séð þessa mynd á ensku og þótti gaman að sjá hana aftur á íslensku. Elín Hirst fréttamaður A Eg horfði síðast á myndina Dead Poets’ Society með Robin Will- iams í aðalhlutverki. Myndin fjallar um kennara sem kemur til starfa í ströngum drengjaskóla og vill breytingar í skólanum. Mér fannst þetta mjög skemmtileg mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.