Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 18
18 C HORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR >^l)!NyyijAG,l1!K 17. MARZ 1991 Encounter ekkí lengur gefið út Mánaðarritið Encounter, sem hafði mikil áhrif þegar kalda stríðið stóð sem hæst, hætti nýlega að koma út, 36 árum eftir að það hóf göngu sína. Það gafst að lokum upp fyrir mark- aðsöflunum, sem það hafði í hávegum. Ritið var afkvæmi illdeilna frjálslyndra menntamanna . og hugmyndafræðinga kommún- ista á árúnum eftjr síðari heims- styijöldina. Menhingarsamtök, sem kölluðu sig „Congress of Cult- ural Freedom, stofnuðu Encounter og fleiri tímarit í Evrópu til þess að hamla gegn vaxandi áhrifum marxista og veija stuðningsmenn fijálslyndra skoðana. Fyrsta tölublað Encounter kom út 1953. Fyrstu ritstjóramir voru Irving Kristol, sem síðar varð „guðfaðir" svokallaðrar nýíhalds- stefnu eða fijálshyggju, og Step- hen Spender, sem var tengiliður blaðsins og bókmenntaritsins Horizon, sem kom út á stríðsámn- um. Blaðið varð meðal annars frægt fyrir skilgreiningar Nancy Mitford á góðri ensku og slæmri *og deilur sagnfræðinganna Hugh Trevor-Ropers og A.J.P. Taylors um aðdraganda síðari heimsstyij- aldarinnar. Árið 1967 var því ljóstrað upp að bandaríska leyniþjónustan CIÁ stæði að nokkm leyti undir útgáfu- kostnaðinum. Blaðið beið álits- hnekki, en komst aftur í álit þegar frá leið. Skæðar tungur segja að endalok kalda stríðsins hafi orðið banabiti blaðsins. Viðurkennt er að sífelldar játningar fyrrverandi kommúnista í blaðinu hafi verið orðnar dálítið þreytandi, en bent er á að það hafi birt fjörlegar greinar um ann- marka vestræns lýðræðis og þá hættu sem stafí af svokölluðu „Gorbaæði“, það er of eindregnum stuðningi við Gorbatsjov sovétfor- seta. /?£LS/,C»( ^NNUÐ Skipti skoðanakönnun Stöðvar 2 sköpum varðandi ákvörðun Davíðs Oddssonar um að fara fram gegn Þorsteini Pálssyni? Flestir stóru fjöl- miðlarnir reyndu að skyggnast á bak við tjöldin á lands- fundi sjálfstæðis- manna, en Morg- unblaðið sá ekki ástæðu til þess Breyttu fjölmiðlar einhverju? Um síðustu helgi hófst nýr kafli í sögu Sjálfstæðisflokksins. Lands- fundarfulltrúar flokksins vöidu þá til forystu mann sem tvímæla- laust á eftir að setja mikinn svip á íslensk stjórnmál á komandi árum. Þar sem það hljóta að teíjast timamót og mikil tíðindi að sá stjórnmálaflokkur sem um þessar mundir nýtur stuðnings nærri helmings kjósenda, þá sýndu flestir fjölmiðlar framvindu þessa máls mikla athygli. Oft hefur því verið haldið fram að fjöl- miðlar geti haft mikil áhrif á úrslit í átökum eins og þeim sem núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins háðu og því er eðlilegt að velta örlítið vöngum yfir því hvort svo hafi verið í þessu tilfelli. Að mati undirritaðs voru áhrifin sáralitil miðað við hver þau hefðu getað orðið. ó svo íslendingar hafí séð í sjónvarpi á síðasta ári flokks- systkini rífast og hreyta skömmum hvort í annað, þá er reglan sú á flokksþingum að öllum raunveru- legum ágreiningi er að mestu hald- ið í kafí. Átökin fara fram að tjaldabaki og þannig var það í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Hins vegar gættu þeir tveir menn sem mest voru í framboði til formanns í hví- vetna fyllstu kurteisi. Pólitísk umfjöllun fijálsra fjölmiðla á Vest- urlöndum hin síðari ár hefurgjam- an haft það að markmiði að upp- lýsa almenning um það sem raun- verulega gerist að tjaldabaki. Flestir íslensku íjölmiðlanna reyndu einmitt, þetta með misjöfn- um árangri en sumir, eins og t.d. Morgunblaðið, sáu ekki ástæðu til þess að skyggnast um baksviðs. Þegar hugað er að áhrifum umfjallana íslensku fjölmiðlanna um aðdraganda og undirbúning formannsslagsins þá ber að sjálf- sögðu hæst sú kenning að með því að birta niðurstöður skoðanakönn- unar um persónulegt fylgi þáver- andi formanns og varaformanns hafí Stöð 2 komið skriðunni af stað. Nýlqörinn formaður hefur raunar vísað þessu á bug með því að segja að hann hafi sjálfur talið ráðlegt að draga að tjá opinberlega hug sinn og fækka þannig átaka- dögum. Hins vegar er það augljóst að áðumefndar niðurstöður stuð- luðu að því frekar en hitt að það fór sem fór. Hvað sem því líður þá er þeirri spum- ingu enn ósvarað hvers vegna Stöð 2 lét gera þessa skoðanakönnun en fram að henni hafði lítið verið á það minnst opinberlega að til tíðindi kynni að draga á lands- fundi. Það var einkum DV sem reyndi að svala þorsta fréttaþyrstra með vel tímasettum fréttaskýringum. Það blað, líkt og ljósvakamiðlarnir, hafði raunar ekki úr svo miklu að moða þar sem keppinautamir létu lítið í sér heyra síðustu dagana fyrir landsfund og stuðningsmenn þeirra lögðu sig fram við að láta sem baráttan færi friðsamlega fram. Fiokksmálgögn andstæðinga sjálfstæðismanna fjölluðu um for- mannskjörið á eigin forsendum. Tilgangur þeirrar umfjöllunar var ekki bara að upplýsa heldur reyndu þau að nota átökin til að skara eld að sinni pólitísku köku. Ólíklegt verður að teljast að skrif þessara blaða sem og umfjöllun áður- nefndra fjölmiðla hafa haft einhver teljandi áhrif á það hver endaði ofan á í formannsglímunni. Eini fjölmiðillinn sem gat haft einhver áhrif á úrslitin, Morgun- blaðið, gætti sín vel á því að hafa akkúrat engin. Sumir vilja jafnvel meina að það hafí gætt sín of vel og brugðist þeirri skyldu sinni gagnvart áskrifendum og öðrum lesendum að greina frá þýðinga- miklum atburðum sem raunveru- lega áttu sér stað. Þögn blaðsins um fyrirætlan þáverandi vara- formanns, áður en hann lýsti henni yfír opinberlega, ætlaði margan manninn að æra og ekki bætti úr skák að í gjallarhomi ritstjórnar, Víkveija, var gert lítið úr tilraun- um annarra fjölmiðla til þess að greina satt og rétt frá atburðum sem m.a. aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins var þátttakandi í. Eftir að ljóst var að í brýnu myndi slá á landsfundi, birti Morgunblaðið eina grein um aðdragandann að því að borgarstjóri var kominn í meira framboð en aðrir. Eftir það og fram að kosningu birti það síð- an einkum aðsendar greinar og ræður frambjóðenda, auk þess sem það hélt sig við orðna hluti í frétta- skrifum. Engar tilraunir vorugerð- ar til þess að greina lesendum frá því sem fram fór að tjaldabaki. Enginn blaðamannanna skyggnd- ist baksviðs. Það hefur komið fram í athuga- semd frá ritstj. að Morgunblaðið, sem annars lætur fá tækifæri ónot- uð til þess að hafa áhrif á gang þjóðfélagsmála, leit á þögnina um aðdragandann sem ábyrga frétta- mennsku. Ætla má að með því að upplýsa ekki um baksvið atburð- anna hafí blaðið talið sig sýna sömu ábyrgð. Að sjálfsögðu mátti blaðið líta þannig á en því má ekki gleyma að þar með mat það meir ábyrgð sína á þróun mála innan Sjálfstæðisflokksins en skyldur gagnvart þeim lesendum sem fýsti að fylgjast náið með ein- um almerkustu kaflaskilum í sögu Sjálfstæðisflokksins hin síðari ár. Af ofansögðu má ljóst vera að af ýmsum ástæðum höfðu fjölmiðl- ar ekki nein veruleg bein áhrif á kosningaslaginn um síðustu helgi. Hitt er svo annað mál hvort þeir séu ekki að miklu leyti ábyrgir fyrir þeim ímyndum sem þá tókust á með þeim afleiðingum að önnur varð undir. Aths. ritstj.: Ritstjórar Morgunblaðsins hafa áður svarað svipuðum athuga- semdum eða aðdróttunum og birt- ast hér að ofan. Blaðið hefur þær skyldur fyrst og síðast við lesendur sína að skýra frá því einu sem það veit réttast. Bollaleggingar um eitthvert „baksvið" sem enginn kann fullkomlega skil á falla utan þessarar „skyldu" og koma engum að gagni, hvorki lesendum né öðr- um. Morgunblaðið hefur sagt það eitt sem það veit rétt og lítur á hugarburð og vangaveltur sem svikna vöru hvort sem svonefndum fjölmiðlafræðingum líkar betur eða ver. Því má svo bæta við að önnur málsgrein í greininni hér að ofan er óskiljanleg og síðasta máls- greinin einnig. Hún er eftir öðrum „ímyndunum" greinarhöfundar. BAKSVID Ásgeir Friógeirsson Selja, selja, selja að hefur um nokkurt skeið verið eins kon- ar íþrótt eða tóm stundagaman hjá aðdáend- um einkarekstrar að gera atlögu að Ríkisútvarpinu, -5 ýmist með því móti að krefj- ast þess að því verði bannað að selja auglýsingar eða út- varpið verði selt einkaaðil- um. Af einhveijum (undar- legum) sökum er þess lano- ftast krafíst að einkaaðilum verði seld sú rásanna sem einna helst má búast við að unnt sé að reka með hagn- aði. Þannig eigi að selja Rás 2 því ríkið eigi ekki að vas- ast í rekstri sem einkaaðilar séu fullfærír um að annast! Ríkisútvarpið er, þegar að er gáð, dálítið undarleg stofnun. Það hefur yfír sér að minnsta kosti tvær stjórn- ir. Annars vegar er stjórn sem virðist vinna að því að reka fyrirtækið þannig að það uppfylli þær kröfur sem lög mæla fyrir innan þess f” fjárhagslega ramma sem Álþingi ákveður hveiju sinni. Hins vegar er stjórn sem erfítt er að skilja hvers vegna höfð er við útvarpið þar sem hún virðist hafa margt annað að leiðarljósi en að stofnunin vinni eftir þessum reglum. Þessi stjórn er kölluð út- varpsráð. Nú nýverið brá formaður þessa útvarpsráðs sér fram í sviðsljósið og beraði skoð- anir sínar á þá lund að nú væri nauðsynlegt að selja Rás 2. Fram kom að rásin stæði nokkuð vel undir rekstri sínum, hefði fullkom- ið dreifíkerfí og næði til allra landsmanna. Þess vegna ætti að selja hana í hendur einka- aðilum og láta Ríkisútvarpið einbeita sér að því að rek^ Rás 1 sem menningarlega útvarpsstöð með öryggis- hlutverki. Þegar spurt var hvort þetta væri einlæg skoðun formanns útvarps- ráðs var svarið eitthvað á þá lund að formaðurinn sagðist styðja málstað flokks síns! Samkvæmt þessu er það eþki vöxtur og viðgangur stofnunarinnar sem skiptir máli, metnaður útvarpsráðs- manna er ekki að treysta stofnunina sem þeir starfa hjá, heldur virðist sjálfsagt að þeir beijist gegn henni og smiti fúa í stoðir hennar ef einhveijum fundum í ein- hveijum nefndum í einhveij- um pólitískum flokkum úti í bæ þóknast að álykta svo. Nú munu flestir vera sam- mála því að Ríkisútvarpið eigi að gegna menningarlegu hlutverki auk þess að vera styrkur hlekkur í öryggis- keðju landsmanna. Þetta var iöngum eitt aðalhlutverk Ríkisútvarpsins meðan það var eina útvarpið á landinu, Útvarp Reykjavík eða gamla gufuradíóið, eins og stundum er sagt. Þegar Ríkisútvarpið færði út kvíamar og dreifði nýrri rás um landið jókst öryggishlutverk þess að mun, færðist að minnsta kosti að nokkrum hluta yfír á hina nýju rás. Því til nægr- ar sönnunar ætti að vera þjónusta útvarpsins, ekki síst Rásar 2, við landsmenn í ill- viðri, símaleysi og raf- magnsskorti þegar veður fór hamförum víða um land á fyrstu vikum þessa árs. Sam- spil beggja rása Ríkisút- varpsins ríður þannig mjög þétt öryggisnet sem í kæmu óbætanlegar glufur ef Rás 2 yrði seld. Svo undarlega vill til að þegar talað er um menning- arlegt útvarp virðist aðallega átt við að útvarpað sé skáld- sögum, ljóðum, leikritum, fyrirlestrum og klassískri tónlist. Nauðsyn er þeim á nýjum og stærri gleraugum sem ekki hafa víðari sýn en þetta. Eða er skoðun þeirra sem þetta sjá sú að allt sem varpað er út á öðrum út- varpsrásum sé eða eigi að vera ómenning? Er það sem gerist í mannlífi nútímans ekkert menningarlegt? Er öll tónlist menningarsnauð ef hún heitir ekki passakalía eða tríósónata? Nei. Þvert á móti má ætla að Ríkisútvarp- ið geti með báðum rásum sínum þjónað betur en ella fjölbreyttu menningarhlut- verki sínu og öflugu öryggis- kerfi en ef það hefði aðeins eina rás. Auk þess ætti að vera sæmilega ljóst hveijum hugsandi manni að styrkur Rásar 2 felst að miklu leyti í sambandi hennar við Rás 1 og öfugt. Þær breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlun eftir að leyft var svokallað fijálst útvarp og sá fjöldi útvarpsrása sem orðinn er á landinu gerir það að verkum að Rás 1 gæti ekki ein og sér annast að öllu leyti hlut- verk sitt. Samstarf rásanna tveggja er þannig grundvöll- ur þess. að þær standi undir nafni sem Ríkisútvarp, út- varp allra landsmanna. Það væri óráð að selja Rás 2, en yrði það gert, hvernig ætti þá að tryggja að hún gegndi svipuðu hlutverki og hún gerir nú? Formaður út- varpsráðs virtist álíta að svo gæti orðið. En skýtur ekki talsvert skökku við að fijáls- um einkaaðilum væri skipað að hafa rásina með einhveiju ákveðnu móti ef þeir fengju að kaupa hana? Hafa ein- hveijir slíkir aðilar áhuga á að reka svoleiðis rás? Ekki verður það séð á þeim svo- kölluðu fijálsu rásum sem fyrir eru. Jafnvel þótt dreifí- kerfi sumra þeirra slagi hátt upp í umfang Ríkisútvarps- ins virðast þær vilja þjóna ýmsum öðrum hagsmunum en Ríkisútvarpið sækist eftir. Enda þótt Ríkisútvarpið hafi með báðum rásum sínum sannað gildi sitt og nauðsyn er ekki þar með sagt að allt sé gott og óbreyt- anlegt þar á bæ. Býsna gott getur ævinlega orðið talsvert betra. Þess er óskandi að allar stjórnir stofnunarinnar stefni að því marki. Það er nauðsynlegt, ekki síst fyrir þann hluta þjóðarinnar sem enn býr utan bæjarmarka Reykjavíkur. Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.