Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 5
MÖRGfÖNÖLAÐIf/ SONNUÍýÁÖUÖ^ir' 0 5 segir m.a. að sannað teljist að mennirnir hafi hleypt af stokkunum og rekið þessa peningakeðju. Því er hins vegar hafnað að þetta til- tæki sé brot á hegningarlögum. Hins vegar er þetta talið brot á lögum um happdrætti, hlutkesti og happaspil. Mennirnir þrír voru dæmdir í 5.000 króna sekt hver eða fimm daga varðhald sem vararefs- ingu. Jafnframt kemur fram að framangreindum dómi verði eigi áfrýjað af ákæruvaldsins hálfu. Dagar spennu og peninga Velþekktur veitingamaður í Reykjavík er einn þeirra sem þátt tóku í fyrrnefndri peningakeðju. í samtali við blaðamann sagði hann: „Ég var að vinna í veitingahúsinu Glaumbæ þegar þetta var og þang- að var komið með þessi bréf. Eg sló til og borgaði mig inn tvöfalt. Ég átti rösklega 8.000 krónur til í eigu minni og það fór nánast allt í bréfin svo ég átti lítið til að lifa af næstu daga. Ég seldi strax vinum og kunningjum bréfín og svo tók við annasamur tími. Það var stöðug- ur straumur af fólki til að borga, frá morgni til kvölds var alltaf ein- hver við dyrnar. Ég heyrði talað um mann sem bjó í Kópavogi og var framarlega á listanum eins og ég. Hann var í miklum önnum við að taka við peningum þegar lögregl- an mætti á staðinn á mótorhjóli. Hann tók peningana og hljóp með þá niður í kjallara til að fela þá. En þegar til kom var lögreglan mætt til að borga eins og hinir. Það voru allir í þessu. Fólk var í þús- undavís í kringum eyðibýlið Stekk í Hafnarfirði, þar sem skrifstofan var. Ég græddi 230 þúsund krónur á þessu, ég giska á að það sé um ein milljón króna á núgildandi verð- lagi. Auðvitað töpuðu einhveijir á þessu, en varla meira en rösklega fjögur þúsund hver. Það voru fáir tvöfaldir í leiknum eins og ég, sem alltaf hef verið áhættunnar maður. Þessir dagar sem þetta stóð yfir eru í minningunni markaðir mikilli spennu og miklum peningum. Á eftir leið mér eins og ég hefði feng- ið hæsta vinning í happdrættinu." Ogæfan hefur ekki hrinið á mér FLEYGÐIHÓTANAKEÐJUBRÉFI elga Einarsdóttir bóka- vörður er ein þeirra fjöl- mörgu sem fengið hafa keðjubréf, og það raunar fleiri en eitt. „Ég fékk í fyrsta skipti keðju- bréf þegar ég var 14 ára gömul. Það var úr póstkortakeðju. Maður átti að senda eitt póstkort og þijú afrit af keðjubréfinu til vinkvenna sinna. Ég gerði þetta og beið síðan eftir þeim 165 póstkortum sem mér áttu að berast innan tiltekins tíma. Ég ffjkk tvö kort. Það er það mesta sem ég hef haft út úr keðju- bréfum um ævina. Fékk ég þó mörg keðjubréf á unglingsárum mínum og sendi þau stundum áfram en sleit aðrar keðjur með vondri samvisku. En svo fékk ég fyrir nokkrum árum keðjubréf sem kom með jólapóstinum og ég tók það upp á aðfangadagskvöld. Það var skrifað á vondri íslensku, lík- lega illa þýtt, og það var undir- skrifað Vinur, en nafnlaust að öðru leyti. Bréfið var á þá leið að ég var beðin að senda 10 dollara inná íslenskan gíróreikning og skrifa fimm bréf og senda vinúm mínum. Þessir peningar áttu að fara beint til alþjóðlegrar hjálparstofnunar í Ameríku, stóð í bréfinu. En gérði ég ekki einsog þama var fyrir lagt þá kvaðst bréfritari ekki taka ábyrgð á afleiðingunum. Sagt var frá konu sem sendi bréfið ekki og lenti í bílslysi, einhver maður sendi bréfið heldur ekki og varð fyrir því að konan hans fór frá honum með besta vini hans, helgina eftir að hann átti að skila af sér pening- unum. Loks var greint frá konu sem einnig lét undir höfuð leggjast að senda bréfið og fékk hæsta happdrættisvinning á miða sem hún hafði gleymt að endurnýja. Loks voru svo dæmi um tvo menn sem sendu bréfin og peningana. Annar fékk hæsta vinning á happ- Helga Einarsdióttir drættismiða sem hann átti og hin- um gekk allt í haginn og varð sá vellrikur á stuttum tíma. Nú, ég tók nú bara bréfíð, reif það og henti því í ruslakörfuna. Krakkarnir mínir spurðu mig hvað þetta væri, því óvanalegt var að einhver úr fjölskyldunni rifi jóla- póstinn á aðfangadagskvöld, en ég eyddi því. í minni fjölskyldu höfum við haft fyrir sið að taka upp jóla- póstinn á aðfangadagskvöld og lesa hann upphátt hvert fyrir ann- að. Þrátt fyrir hina óheillavænlegu spá vil ég ekki meina að þetta til- tæki mitt hafi valdið mér ógæfu. Þetta var að vísu á umbrotatímum á ævi minni en eigi að síður hefur mér heppnast alveg prýðilega það sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Ógæfan hefur því ekki hrinið á mér. Hins vegar finnst mér dálít- ið svivirðilegt að senda fólki svona bréf. Margir eru svo hræddir við það sem gæti gerst að þeir þora ekki „að standa uppi í hárinu“ á svona löguðu.“ Það er mun skemmtilegra að fá gamansöm keðjubréf. Ég fékk eitt slíkt fyrir mörgum árum. Mér þótti orðalag þess fyndið, sérstaklega .lýsing á þreyttum eiginkonum, gráum og guggnum með kálfslapp- ir. Bréfið kom frá Svíþjóð og fyrir- mæli þess voru í stuttu máli á þá leið að ég skyldi senda afrit af því til fimm vinkvenna minna, sem lík- lega væru orðnar svolítið þreyttar á eiginmönnum sínum. Svo skyldi ég taka manninn minn og pakka honum inn og fara með hann á næstu póststöð og póstleggja hann til þeirrar sem efst var á blaðinu. Ég man að sú sem efst var á blað- inu þegar það kom til mín var þekkt kona úr jafnréttisbarát- tunni. Hún átti því að fá manninn minn. Innan þriggja vikna átti ég svo að fá senda 360 menn sem ég mátti velja úr en átti svo að henda hinum eða endursenda þá, sam- kvæmt bréfínu. Ég sendi nokkmm vinkonum mínum afrit af bréfinu og við töluðum um þetta við menn- ina sem átti að póstleggja. Þeim fannst þetta ekkert fyndið og alls ekki sæma konum í jafnréttisbar- áttu að taka þátt í slíliu gamni. Jafnvel þó góðar vinkonur þeirra væru efstar á blaði tóku þeir því víðsfjam að vera sendir eitt né neitt. Við sátum því uppi með okk- ar menn og fengum að vonum aldr- ei sendan neinn af hinum 360 sem lofað hafði verið. Ég held að keðjubréf geri í flest- um tilvikum ekki neinn skaða. Að. vísu bakar þetta fólki fyrirhöfn en hún er þó mun minni síðan ljósrit- unartæknin kom til sögunnar. Hins . vegar sé ég ekki að þau hafi neinn tilgang. En hin óbeinu eða beinu hótunarbréf finnst mér aftur á móti nánast ógeðsleg. Það er svo margt fólk sem á í erfiðleikum og þolir illa að fá svona sendingar ofan á bágindi sín. Þetta ber í sér vondar óskir og margir trúa því að hugur manna geti haft áhrif. Ég er sjálf á þeirri skoðun að það geti haft áhrif hvernig hugsað er til manns. En fólk verður þá að vera opið fyrir slíku. Bréf einsog það sem ég henti forðum daga er auk þess tilraun til fjárkúgunar. Það er jafnframt athyglisvert að hið „góða“ sem átti að henda var allt i formi peninga. Kaldi stóliinn En þó ég henti þessu umrædda bréfi get ég ekki hvítþvegið mig af allri hjátrú. Ég get sagt sem dæmi að ég keypti mér fyrir nokkru gamlan ruggustól. Ég keypti hann rykfallinn og svolítið bilaðan á fomsölu. Mér var sagt að hann væri nýlega kominn frá Danmörku og væri um það bil 200 ára. Hvort hann er svo gamall veit ég ekki, en gamall er hann. Ég fór með stólinn heim og þreif hann og setti hann svo inn í lítið herbergi þangað til ég gæti látið gera við hann. En seinna um dag- inn fann ég allt í einu að stóllinn var ekkert hrifinn af að vera kom- inn til mín. Það tók stólinn mánuð að sættast við mig. Þennan mánuð fann ég að stöðugt lagði frá honum kulda. Ég opnaði þó inn til stólsins á morgnana en ég lokaði inn tií hans á kvöldin. Endranær hef ég alltaf opið þetta herbergi. Ég skildi stólinn eftir þegar ég fór norður á land til að vinna þar um tíma. En þegar ég kom aftur fann ég að stóllinn var orðinn sáttur við mig. Ég hugsa helst að þessi stóll hafi verið áður á fínni heimilum en mínu og það hafí valdið þessari óþægilegu ólund hans við mig. Ég hef trú á að fólk sendi frá sér orku, hugsanlega geta hlutir sent frá sér orku líka. NÓA-NÝJUNG: LIMMIÐAR MEÐ DYRUNUM HANS NOA FYLGJA HVERJU EGGI Gómsæt súkkulaðiskel frá NÓA - SIRÍUS bíður þí - úr besta hráefni, fyllt Ijúffengu sælgæti og málshættinum þínum. VJOXSVONISAlOnV QNVipH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.