Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 MSIÐASTA haust stóð til að hingað kæmi bandaríski tónlistarmaðurinn Johnny Cash, en vegna veikinda hans varð ekkert af því. Þá tónleika ætluðu að halda SÁA og Körfuknattleiks- samband íslands, KKÍ. Hjá SÁÁ og KKI eru menn ekki af baki dottnir, þó ekkert hafi orðið af tónleikum Cash og eru nú að velta fyrir sér að fá hingað Tanitu Tikar- am, sem myndi þá leika í Laugardalshöll í lok júní. Áð sögn heimildarmanna hjá SÁA er málið ekki kom- ið lengra áleiðis en svo að Ijóst er hvað hún vill fyrir sinn snúð, að hún vill koma og er laus á þessum tíma, en eftir er að meta hvort hagkvæmt sé að halda tón- leikana. mÓLÁNIÐ eltir bresku þungarokksveitina Def Leppard. Ifyrir nokkrum árum lenti trymbill sveit- arinnar í slysi og missti annan hanalegginn, ög í síð- asta mánuði fannst gítar- leikari sveitarinnar, Steve Clark, látinn á heimil sínu. Steve Clark var í sveitinni nánast frá stofnun og átti snaran þátt í velgengni hennar, með lagasmíðum sínum og lagvissum gígtar- leik, síðustu tvær plötur Def Leppard, Pyromania og Hysteria, seldust í 7 og 12 milljónum eintaka. HÆTTULEG hljómsveit er nafn sem heyrist iðu- Iega þessa dagana, enda er Megas þar á ferð með sveit sinni og hefur verið iðinn við tónleikahald. Sveitin hefur víða leikið, en á dagskrá hennar er mikið af nýjum lögum Megasar, auk eldri laga. fjörutíu laga prógramm." Megas sagðist ekki nenna að vera einn á ferð sem stendur og einnig að mönn- um hafi þótt synd að þegar sveitin var að á síðasta ári að hafa þetta mikið pró- gramm að hætta að spila. FINNSKA rokk- sveitin 22 Pistepirko hélt fema tónleika hér á landi fyrir skemmstu. Að- sókn á tónleikana var upp og ofan, en þrátt fyrir það stóð sveitin sig afbragðsvel og sýndi að finnskt rokk stendur öðm rokki ekki að baki Sveitin hélt þrenna tónleika í Tveimur vinum, en einir tónleikar voru i Norðurkjallara Mennta- skólans við Hamrahlíð. Það voru bestu tónleikarnir flestra mati, enda stemmning afbragsgóð og áhorfendur í'jör- ugir. Lokatónleikar sveitarinnar í Tveimur vinum voru einnig líf- legir, en þá rifjuðu sveitarmenn upp rokksöguna með nokkrum göml- um slögurum í bland við eigin efni. Tónlist sveit- I 22 Pistepri arinnar er í ætt við „psycho“-rokkabillí, með I Fyrsta flokks skemmtilegum taktskiptum, vælandi söng og snjöll- | „psycho“-rokkabillí. um gítar- og bassaleik. Athygli vakti fjölbreytt notkun ásláttar. Síðasta plata sveit arinnar, Bare Bone Nest, vakti á henni mikla athygli víða og vísast á næsta plata að treysta hana í sessi, ef eitthvað er að marka frammistöðu sveitarinnar hér á landi. HÆTTULEG HUÓMSVEIT Hættuleg hljómsveit var sett saman á síðasta ári til að kynna tvöfalda breið- skífu Megasar, Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella og lék þá víða við góðan orðstí. Megas sagði ekki nýmæli að hann væri að vinna með hijómsveit, „nýju lögin lög eru unnin með hljómsveitinni og á köflum getur það orðið öðruvísi en að vinna einn, en það munar ekki svo miklu." L.josmyna/iqorg öveinsaotur Hættuleg hljómsveit Megas, Birgir Baldursson, Guðlaugur Óttarsson, Haraldur Þorsteinsson og Jón Ólafsson. DÆGURTÓNLIST Þyngsta gerð ÞAÐ var boðið upp á rokk af þyngstu gerð í Tveimur vinum fyrir skemmstu, þegar þar tróðu upp hljómsveitim- ar Mortuary, Infusoria og Ham. Tvær fyrri sveitirnar leika það ljúfa rokk, sem kallað hefur verið „dauðarokk", en tónlist Ham er öllu erfið- ara að skilgreina, þó hún sé óneitanlega þung. Mortuary er ný sveit og óreynd, og því við hæfi að hún hefði tónleik- ana. Sveitin er með nokkuð af lögum eftir aðra á dag- skránni, en það skrifast á reynsluleysi sveitarinnar, hvað það gengur illa upp. Víst er hún efnileg, og því ekki vert að dæma hana of hart. Infusoria, sem var önn- ur sveit á svið, er aftur á móti að komast í fremstu röð íslenskra rokksveita, geysi- þétt og þung dauðarokk- sveit, sem á grúa af góðum lögum. Þetta kvöld var sveit- in venju fremur þung og skemmtileg. Ham var aðalsveitin þetta kvöld og hóf tónleikana með miklum látum á hinni snjöllu nýju útgáfu á Svín, sem. gæðir lagið nýju lífi og inn- taki. Sem stendur er sveitin með nokkur frábær lög á dagskránni; Svín, Rape Machine, Comy Song og Dimitri, sem hefur lagast mikið frá því það var viðrað síðast, en best nýju laganna er Hafnaóðurinn Partytown (The Groove of Hafnir City), sem spila má nánast enda- Megas sagði að .Ijóm- sveitin væri með slatta af nýjum lögum á dagskránni og það bættist sífellt við; „við erum að skemmta okkur við að spila fyrir okkur sjálfa og fyrir almenning og þegar maður er að spila fyrir sjálfan sig bætir maður inn númerum sem maður er að sýsla við, eða bætir við og tekur út aftur. Gömlu lummumar eru á sínum stað til að áheyrendur verði ekki þreyttir, en við erum með? rejmdar um heim allan, þótti með þeim nýstárlegri og sviðsfraqikoma í djarfara Iagi; svo djörf reyndar að. siðprúðum þótti nóg um. K Fyrir stuttu sendi Mad- onna frá sér lagasafnið The Immaculate Collection, þar sem hún gerir upp áratuginn með lögum allt frá frá fyrsta laginu sem hún gaf út, Everybody, að Vogue af plötunni I’m Breathless, sem kom út á síðasta ári, en bónus á plötunni eru tvö ný lög sem ekki hafa áður kom- ið út. Annað þeirra dæmi- gert Madonnudanslag, en hitt afbragðs samstarf hennar og „sýrurokkarans“ Lenny Kravitz. Platan sýnir vet þróun söngkonunnar og skemmtikraftsins Madonnu og ímyndarinnar ekki siður, og það hvemig Madonna tekur smám saman meira af tónlistinni í sínar hendur. Platan, sem kostar nánast jafn mikið og tvöföld plata, komst hvarvetna inn á vin- sældalista sem sem sýnir að Madonna er likleg til að auka enn vinsældir sina á nýhöfinum áratug. Hvad er hægt ad verða frcegur? Poppdmumurínn rokks VINSÆLASTA söngkona liðins áratugar var án efa Madonna Louise Ciccone. Hún sendi frá sér fyrsta lagið 1982 og fyrstu breiðskífuna 1983 og fékk fyrir slaka dóma (Minna mús á heliumi). Það kom þó ekki að sök, því á plötunni voru fimm lög sem slógu í gegn. F rægðarferillinn var hafinn og síðan hefur hún seH; 50 miiljón plötur. Það hefur verið uppá- haldsiðja „meðvit- aðra“ poppgagnrýnenda að gera lftið úr Madonnu, sem sýnir kannski þröngsýni þeirra öðra fremur, því Mad- onna er popp- draumur- eftif Ámo inn holdi Motfhíosson klæddur, gyðja í augum milljóna ungmenna um heim allan. Henni gengur allt í haginn og allt sem hún snertir á verður að gulli, eins og sjá mátti á plötunni sem hún sendi ftá sér með afdönsk- uðum dægurjass úr mynd- inni Dick Tracy og seldist í bilförmum, þó útgefandi hafi ekki ætlað að kynna plötuna ýkja mikið. Á síð- asta ári, sem var eitt það versta fyrir til tónleika- halds í Bandaríkjunum í manna miimum og fjöldi sveita þurfti að fella niður tónleika eða steypa saman tónleikaferðum, fór Mad- onna eins og logi um akur um Bandaríkin og lék all- staðar fyrir fúllu húsi. Sviðsmynd hennar í þerri tónleikaferð, sem náði Madonna Morgunblaðið/Börkur Amarson Vinsælasta söngkona liðins áratugar. laust. Er það uppástunga mín að á næstu breiðskífu sveitarinnar verði lagið í 20—30 mínútna útgáfu og þá helst tónleikaútgáfu. Ónnur lög voru ómótaðri og sum ekki sterk, en samt sem áður er Ham tvímælalaust Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ein skemmtilegasta tónleik- asveit seinni tíma. Rokkáhugamönnum má svo benda á að til stendur að halda rokkhátíð í næsta mánuði og er ætlanin að þar komi fram helstu þunga- rokksveitir landsins og að auki poppsveitin góðkunna Ham. Infusoria Á leið í fremstu röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.