Morgunblaðið - 17.03.1991, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.1991, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 ■ Bandarísk kvikmynd með Björk Guómunds- dóíturí aóalhlutverki, jólasveinn ó rauðum kódíljók, Hilda of lceland, Robert Redford og hífaðir skíðamenn í Utah. eftir Jón Gústafsson Skammt austur af Salt Lake City er eitt stórfenglegasta skíðasvæði Norður-Ameríku. Inni á milli fjallanna, fjarri amstri og umferð hvers- dagsins, rennir sér fimlega skíðafólk frá öllum fylkjum Bandaríkj- anna. Einn þeirra er Robert Redford. yrirtutt- f / S uguárum festi Redford kaup á allstóru landsvæði í Wasatch- fjöllunum í Utah. Hann hafði heillast af marg- brotnu landslaginu og fundið þar hentugan stað til þess að láta draum sinn rætast. Með þá hugsjón að leið- arljósi að bandarískir kvikmynda- gerðarmenn gætu lagt meira af mörkum til listsköpunar en æsi- myndir og ástarsögur, lagaðar að kröfum stóru kvikmyndaveranna, kallaði hann saman nokkra félaga sína og samstarfsmenn og stofnaði „Sundance". Kvikmyndastofnun þessi hefur nú um tíu ára skeið stutt við bakið á óháðu kvikmyndagerðar- fólki sem framleiðir kvikmyndir upp á sína eigin ábyrgð, líkt og flestir íslenskir starfsbræður hafa reyndar gert. Stofnunin stendur fyrir árleg- um námskeiðum og vinnuvikum þar sem nýliðar fá að spreyta sig við hlið atvinnumanna úr harðasta kjarna Hollywood. Það sem einna mest áhrif hefur haft á bandarískan kvikmyndamarkað, af þessari starf- semi, er „Sundance“-kvikmyndahát- íðin, sem haldin var í tíunda skipti í janúarlok þessa árs. Kvikmyndir, snjór og stríð Kvikmyndir og snjór í ellefu daga samfleytt er það sem margt stór- mennið úr „draumaverksmiðjunni“ Hollywood dreymir um allt árið um kring. Til þess að draumurinn rætist þarf að tryggja sér pláss með margra mánaða fyrirvara, slíkar eru vin- sældir kvikmyndahátíðarinnar í Sundance. Hátíðin er haldin í Park City, heimabæ skíðalandsliðs þar- lendra. Sumir fara þangað einungis til að renna sér á skíðum með öðrum stórmennum og slappa af í lúxusinn- réttuðum fjallakofum, aðrirtil þess að leita að nýju, hæfileikaríku kvik- myndagerðarfólki og óuppgötvuðum meistaraverkum. Eftirvænting gest- anna hefur aukist til muna eftir velgengni mynda á borð við „sex, lies and videotape" og „Metropolit- an“ sem fyrst hlutu athygli á hátíð þessari. í þetta skiptið hófst hátíðin við óvenjulegar kringumstæður, átökin við Persaflóa voru að hefjast. Flestir gestanna voru mættir á staðinn og sátu í hópum fyrir framan sjónvarps- tæki i höfuðstöðvum hátíðarinnar og hörfðu á beinar útsendingar af fyrstu loftárásum bandamanna. „Það erljóst," sagði fréttamaðurinn, „að stríð er hafíð.“ Sumir grétu, aðrir þögðu daprir í bragði. Opnunarhátíðin kom gestunum aftur í gott skap og undirstrikaði töframátt kvikmyndanna, flóttann frá raunveruleikanum. Mynd skand- inavíska leikstjórans Lasse Helström, „Once Around", kómísk dæmisaga um ást, sorgir og tilviljan- ir í lífi Boston-fjölskyldu, var opnun- armyndin að þessu sinni. Sundance á reyndar þátt í því að þessi mynd varð til, því að framleiðandi myndar- innar og handritahöfundur hittust af tilviljun í einni af vinnuvikum stofnunarinnar. Lasse Helström mætti á staðinn í fylgd hinnar smá- vöxnu Holly Hunter sem fer með aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ric- hard Dreyfuss. Veislan var hafin og hún átti eftir að standa í ellefu daga. Hórur Þegar boðið er upp á tuttugu og sex kvikmyndir á dag getur verið erfitt að velja. Gestimir ráðfærðu sig við miðasölufólkið, tóku hver annan tali og bám saman bækur sínar. Smám saman varð ljóst hvaða myndir sköruðu fram úr hvað vin- sældir varðaði. Af þeim áttatíu sem sýndar voru, (stuttmyndir ekki tald- ar með) seldust miðar á mynd breska leikstjórans Ken Russell, „Whore“ fyrst upp, enda stóð til að Russell yrði til viðtals eftir frumsýninguna. Það fylgir því jafnan nokkur eftir- vænting þegar Russell sendir frá sér ný verk enda er hann frægur fyrir myndir eins og „The Devils", „Tommy“ og „C’rimes of Passion". Myndir hans fjalla oft og tíðum um dekkri hliðar mannlífsins og að þessu sinni um líf vændiskonu. Vændi er ekki einungis elsta starfsgrein sem fyrirfmnst, heldur einnig eitt elsta og besta hlutverk kvenpersóna í kvikmyndum, nú síðast Julia Ro- berts í „Pretty Woman“. Meryl Streep lét þau orð falla fyrir skömmu að ef verur frá öðrum hnöttum kæmu til jarðar og sæju ekkert nema nýjustu kvikmyndir frá Hollywood ályktuðu þær sjálfsagt að helsta starfsgrein kvenna væri vændi. Margar þessara mynda hafa fegrað starf og líf gleðikonunnar en því er ekki svo farið í mynd Rusells. „Whore“ segir sögu konu sem lærir að hætta að njóta ásta til þess eins að halda lífi í hörðum heimi, einskon- ar andsvar „Pretty Wornan". Þegar Russell var beðinn um að bera sína mynd saman við „Pretty Woman“* var svarið einungis á þá leið að í mynd hans sjálfs væri fallegri kona. Tilurð myndarinnar lýsti Russell þannig að dag nokkum í Lundúna- borg hafi hann tekið sér far með leigubifreið og bílstjórinn hafi rétt honum frumsamið leikrit, byggt á kynnum hans af gleðikonum borgar- innar. Handritið samdi Russell í sam- vinnu við Deboru Dalton og er það byggt á leikriti leigubílstjórans. Þeirri óvenjulegu aðferð er beitt í myndinni að aðalpersónan, leikin af Tberesu Russell, talar við myndavél- Theresa Russ- ell og Ken Russell ræöa saman um at- riöi í nýjustu mynd hans, „Whore". Thereso Russell í hlut- verki gleði- konunnar Liz í kvikmynd- inni „Whore". ina og er sagan að miklu leyti sögð á þann hátt. Þessari aðferð er einn- ig beitt í myndinni „Twenty One“, sömuleiðis eftir breskan leikstjóra, Dan Boyd, sem reyndar er þekktast- ur sem framleiðandi mynda eins og „Aria“, „WarRequiem" og „The Great Rock and Roll Swindle“. Aðal- hlutverkið í „Twenty One“ er leikið af Patsy Kensit („Lethal Weapon“ og „Chicago Joe and the Show- girl“). I myndinni segir hin tuttugu og eins árs Katie frá atburðum sem ruðu til þess að hún flutti frá heim- kynnum sínum í Englandi til New York. Báðar þessar myndir hlutu misjafna dóma meðal gesta hátíðar- innar enda fylgja þær ekki hinu hefðbundna þriggja þátta formi þar sem höfuðpersónan þarf að yfirstíga hindranir til að ná takmarki sínu, heldur eru nánast eins og kaflar úr dagbók. Önnur óhefðbundin kvik- mynd sem einnig varð hátíðargest- um mikið umtalsefni var myndin „Slacker". í myndinni eru eitt hundr- að og fimm aðalleikarar, venjulegt fólk sem leikur sjálft sig við tilbúnar aðstæður. Myndin fylgir ekki einni aðalpersónu heldur gengur frá einni persónu til annarrar og sýnir aðeins stutta stund úr lífi hvers og eins, hún er myndræn, göngutúr um umhverfi ungs fólks í borginni Aust- in í Texas. Leikstjórinn, Richard Linklater, segir myndina fjalla um hina ábyrgðarlausu kynslóð sem nú er að komast til vits og ára, kynslóð- ina sem slapp við fóstureyðingu af því að hún var ekki í tísku á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.