Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 19
rwi .vt£ m rr » MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR AlEHMJÓll «]1<: /. : i ' ..r.rnr/ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 C 19 Stöð 2: Samningaviðræður við CNN um áframhaldandi útsending'ar FORRÁÐAMENN Stöðvar 2 standa nú í samningaviðræðuin við bandarísku fréttastöðina CNN um áframhaldandi dreifingu efnis frá stöðinni hér á landi. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar, en hann býst við því að málin skýrist í vikunni. J^ins og menn rekur eflaust minni til, voru reglur um þýðingar rýmkaðar verulega í janúar sl. eftir að Persaflóastríðið braust út og Stöð 2 hóf að dreifa óþýddu gervihnatta- efni frá CNN-fréttastöðinni. Sam- kvæmt þeirri reglugerð þarf ekki að þýða fréttir eða fréttatengdar út- sendingar, sem gerast að verulegu leyti í sömu andrá. Jafnframt var kveðið á um að stöðvarnar ættu að keppa að því að auka hlut innlends dagskrárefnis og skila skýrslu um það til íslenskrar málstöðvar og Út- varpsréttarnefndar hvernig gengi. Eins og stendur sendir Stöð 2 út efni frá CNN utan hefðbundins dag- skrártíma Stöðvar 2. „Og útsending- ar verða í óbreyttu formi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Páll. Menntamálaráðherra skipaði nefnd fyrir fáeinum vikum til að endurskoða þann hluta útvarps- laganna sem snýr að móttöku og dreifingu gervihnattaefnis og þýð- ingarskyldu. í nefndinni áttu sæti fulltrúar Ríkisútvarpsins, íslenska útvarpsfélagsins, samgönguráðu- FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Sniildarþýðingadeild) Ferguson getur ekki lengur ver- ið uppnefnd fitubolla af gulu pressunni í Bretlandi. — DV neytisins, Pósts og síma, Utvarps- réttarnefndar og íslenskrar mál- nefndar. Nefndin hefur skilað drög- um að lagafrumvarpi sem búið er að kynna þingflokkunum. Þar er gert ráð fyrir því að beint enduivarp á gervihnattasjónvarpi fari einvörð- ungu í gegnum þar til gerð kapal- kerfi. Þannig myndi Stöð 2 þá vænt- anlega færa gervihnattasjónvarpið inn á kapal ef samningar tækjust við CNN um einhvers konar rétt eða umboð hér á landi og ef slíkt laga- frumvarp næði í gegnum þing. Ef niðurstaðan yrði sú að allt gervi- hnattaefni færi inn á kapalkerfi, þá þyrfti að byija á því að kapalvæða landið. ísland er mjög aftarlega á merinni í kapalvæðingunni einfald- lega vegna þýðingarskyldunnar sem hér hefur verið lögð svo rík áhersla á.hingað til. Ég býst alveg eins við því að ef önnur ríkisstjórn tekur við nú eftir kosningar, þá verði útvarps- lögin öll tekin til gagngerrar endur- skoðunar," segir Páll. Má Ijölga atvinnutækifærum í dreithýlimi? NÁMSSTEFNA Á HVANNEYRI 23. mars nk. frá klukkan 10 tiM7 Fjallað veröur um þörf á nýjum atvinnutækifærum til sveita, starf atvinnumáiafulltrúa, staðbundin átaksverkefni, hlutverk sveitarfélaga í atvinnulífinu, nýsköpunarvinnubrögð, stofn- og rekstraráætlanir, Ferðaþjónustu bænda, minjagripagerð o.fl. Skráníng í © 83-70000 til kl. 10:00 li. 22. mars Útlitsbreyting á Þjóðvilja: Vildum létta yfirbragðið - segir Helgi Guðmundsson ritstjóri „Markmiðið með þessum b T 7 T T brcytingum var að létta yfir- | “JOliVlJLj INN bragð blaðsins," sagði Helgi Guð- mundsson, einn af ritstjórum Þjóðviljans, um þær útlitsbreyt- ingar sem gerðar hafa verið á blaðinu. Helgi sagði að útlit blaðsins hefði verið í nokkuð föstum skorðum í alllaugan tíma og til dæmis hefði „haus“ blaðs- ins verið lítt breyttur frá því blaðið hóf göngu sína. „Okkur fannst því tími til kominn að breyta útliti blaðsins með það fyrir augum að létta yfirbragð þess og var Ólafur Pétursson auglýs- ingateiknari fenginn til þess. Við- brögðin við þessum breytingum hafa verið mjög góð og við heyrum ekki annað en lesendur blaðsins séu mjög sáttir við breytinguna,“ sagði Helgi. Lægra verð og minni útgjöld ríkissjóðs Forsíða Þjóðviljans eftir breyt- inguna sl. þriðjudag. -skór NYKOMNIR ,e9 25,3 rw,v,,,Mr‘ Litir: Dökkblótt eío Ijósbrúnt. ... Stærðir: 36 - 42 Veró: kr. 3.990,- Ecco-skór gæóanna vegna Skóverslun Þóróar Kirkjustræti 8, sími 14181. „Bankakostnaður í Landsbanka“ Ur frétt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 28. febrúar 1991. Nýlega geröi Verölagsstofnun könnun þar sem bornar voru saman veröskrár banka og sparisjóöa frá 1. janúar síðastliönum. Samkvæmt könnuninni reyndust heildarútgjöid einstaklinga vegna bankaviðskipta vera lægst í Landsbankanum. Niöurstaöan kom okkur ekki á óvart. Aö þessari hagkvæmu þjónustu geta viöskiptavinir okkar gengiö á afgreiöslustööum Landsbankans og Samvinnubankans um land allt. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.