Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 28
28 O MOKGCTIB'EAÐIÐ VELVAKWN0l^f^M)Í^^IÍ' i(i! NÍhfi?J í§9 Y n Alljri i/irtnunt-'u' drdgu Sirvu. Og i//S -topucíunn-" © 1990 Universal Press Syndicate I/AÐeiNS z csestir Ást er... Il-U ... að reyna að líkjast hon- um. TM R*g. U.S. Pat Off.—all right* r»s«rvod ® 1990 Los Angeles Tim«s Syndicstð Með morgimkaffínu Hann reykir ekki nema að hann fái sér öl... blessaður drengurinn ... Á FÖRMUM VEGI > Islenskur skiptinemi fær viðurkenningu í Texas: Ræktar bestu kjúkling- ana í yngri fiokki í Mills FJÖLDINN allur af íslenskum ungmennum fer á hveiju ári til útlanda á vegum alþjóðlegra skiptinemasamtaka. Þegar rætt er við fólk sem hefur einhvem tíma verið skiptinemi í útlöndum eru flestir sammála um að dvölin hafi verið mikil og merkileg lífs- reynsla. Flestum ber saman um að reynslan hafi verið lærdómsrík en ekki endilega auðveld. Fjöl- skyldur sem unga fólkið býr hjá eru að sjálfsögðu afar misjafnar og misvel i stakk búnar að taka s á móti manneskju frá gjörólíku menningarsvæði, en reynt er eftir mætti að undirbúa alla aðila sem best áður en skiptineminn flytur inn á heimili nýju fjölskyldunnar. Ari Ingimundarson er 18 ára gamall Reykvíkingur sem nú dvelur í Texas í Bandaríkjunum. Hann er skiptinemi þar á vegum ASSE-samtakanna og hélt utan síð- Úrklippa úr bandaríska blað- inu The Goldth- waite Eagle sem birti mynd af Ara og kjúkling- unum sem hann ræktaði. astliðið sumar. Ari býr hjá Sanders- fjölskyldunni í þorpi sem heitir Star og er norður af Austin, höfuðborg Texas. í janúar sl. var haldin gripa- sýning í Mills-sýslunni. Keppt var í tveimur flokkum, eldri og yngri flokk. Ari keppti í yngri eða junior- flokki og fékk verðlaun fyrir bestu kjúklinga sýningarinnar. „í Mills er mikill landbúnaður og þess vegna er lögð töluverð áhersla á landbúnað- argreinar í skólum. Fyrr í vetur var okkur úthlutað landbúnaðarverkefni í skólanum, og var ég látinn rækta kjúklinga og kalkúna. Á gripasýn- ingunni sýndi ég þijá kjúklinga og eitt kalkúna-par sem ég hafði rækt- að fyrir skólaverkefnið. Kjúklingam- ir voru í fyrsta sæti en kalkúnarnir í fjórða sæti,“ segir Ari. Hann seg- ist hafa unnið að ræktun kjúkling- anna ásamt Brian,frænda sínum á staðnum, en þeir hafi notið leiðsagn- ar heimilisföðurins, Edwards. Ari og Brian sýndu kjúklinga hvor í sínu Sanders-fjölskyldan sem Ari dvelur hjá hefur lagi og hafnaði Brian í öðru sæti búgarð og meðal annars þetta myndarlega með kjúklingahópinn sinn. naut. * Ari sagðist hafa fengið tilboð um Víkveiji skrifar egar Víkverji sá í blaðinu gamla mynd af galvöskum verkfallsvörðum við vegartálma rifjaðist upp fyrir honum hvernig Reykjavík var í hálfgerðu umsát- ursástandi í meiriháttar verkföllum hér á árum áður. Þó sú hafí örugg- lega ekki verið ætlunin var engu líkara en verkfallsaðgerðirnar beindust miklu frekar að hinum almenna borgara en atvinnurekend- um, sem verkalýðsfélögin voru þó í deilu við. Fannst mörgum það furðulegt og ekki til þess fallið að vekja samúð almennings með mál- stað verkalýðsins. XXX Verkföllin hlutu gjarnan nafn- giftir eftir því hvað það var helst sem verkfallsverðir hindruðu flutning á. Man Víkveiji til dæmis bæði eftir „mjólkurverkfalli" og „bensínverkfalli". í „mjólkurverkfallinu" virtust aðgerðir verkfallsvarða fyrst og fremst beinast að því að hindra að nokkur mjólkurdropi yrði fluttur til borgarinnar „ólöglega". Hver ein- asti peli sem fannst var hirtur af eigandanum. Fannst mörgum þetta harkalegar aðgerðir og smásmugu- legar. Fengu menn ekki skilið hvaða áhrif það gæti haft á úrslit vinnu- deilunnar þótt óbreyttur borgari með sjálfsbjargarviðleitni gæti krækt sér í einn mjólkurlítra eða svo. Lögreglan skipti sér ekkert af þessari eignaupptöku og hafðist í raun ekkert að nema ef til handa- lögmála kom og stilla þurfti til frið- ar. Því ber ekki að neita að nokkrir, sem höfðu gaman af bófahasar, gerðu sér leik að því að gera at í verkfallsvörðum með ýmsum hætti. Sumir neituðu til dæmis til að byrja með að láta leita í bílum sínum, en þegar staðið hafði í nógu löngu þjarki að þeirra mati var látið und- an — og þá var viðkomandi í mesta lagi með túttu. Aðrir báru sig laumulega — eins og þeir væru að „smygla“ bannvarningi — og létu elta sig um móa og mela. Verra var með „bensínverkfall- ið“ þar sem margir stofnuðu sjálfum sér og öðrum í beinan háska með því að hamstra bensíni á brúsa og önnur óvarin ílát og geymdu síðan í bflskúrum og kjöllurum heima hjá sér. Ekkert minnist Víkveiji þess að slys hafi hlotist af þessu bensín- hamstri og má það í raun furðu gegna þar sem ekki var ætíð farið með þennan eldfima vökva af fullri gát. Einum manni man Víkveiji til dæmis eftir sem varð sér úti um tvær bensíntunnur og geymdi þær í húsasundi heima hjá sér. Var síð- an tappað af þeim á brúsa og hellt í tank bílsins. Varð ekki komist hjá því að eitthvað bensín helltist niður við þær tilfæringar. Það þarf ekki að spyija að leikslokum þar hefði óvarlega verið farið með eld. Megn bensínfnykur var á þessum stað löngu eftir að verkfalli lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.