Morgunblaðið - 17.03.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.03.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIUIC^SmNt'^AOUR. 17. ,MARZ,L99,1 € «31 Guðmundur Jónsson sem Rigoletto, leikstjórinn Simon Edwardsen frá óperunni í Stokkhólmi, og Stefán íslandi sem hertoginn. Að tjaldabaki: Við hljóðfærið situr dr. Urbancic, sem æfði sönginn og hljóm- sveitina og stjórn- aði óperunni. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Guðmunda Elíasdóttir, Krist- inn Hallsson, Ævar Kvaran, Bjarni Bjarnason, Stefán íslandi, Svanhvit Egilsson, Guð- mundur Jónsson, Else Mhr og Simon Edwardsen. Þau Bjarni og Svanhvít tóku ekki þátt í sjálfri sýningunni en sungu hlutverk hertogans og Gildu á æf ingum áður en Stefán og Else komu til landsins. fe 1421 SIMTALIÐ... ER VIÐ GÍGJUSÓLVEIGU GUÐJÓNSDÓTTUR HJÁITCÁ ISLANDl Félagsskapur gegn ceimni og óframfæmi 42105 Hjá ITC á íslandi, góðan dag. - Góðan dag, þetta er Brynja Tomer á Morgunblaðinu. Mig lang- aði að fá uppiýsingar um félags- skapinn. Er hann eingöngu fyrir konur? Nei, en upphaflega var hann stofnaður fyrir konur, í Banda- ríkjunum árið 1938 og á íslandi 1972. Frá árinu 1987 hefur félags- skapurinn verið opinn báðum kynj- um hér á landi. Konur eru samt ennþá í miklum meirihluta. - Hvað eru margir félagar á ís- landi? Aðilar eru 360 núna og starfa í 19 deildum víðs vegar á landinu. - Hvað gera ITC-aðilar? Þeir hittast á reglulegum deild- arfundum sem haldnir eru tvisvar í mánuði. Þar er fundarsköpum fylgt vel eftir. Ákveðið fundarstef eða þema er yfirskrift hvers fundar og er hluta fundarins varið í um- fjöllun út frá stefinu. Við flytjum ræður og ávörp á fundunum og vinnum að margvíslegum félags- málum sem eru fastir liðir á fund- um okkar. - Er þetta einhvers konar nám- skeið í ræðumennsku? Já og nei. Hjá ITC eru kennd fundarsköp og lögð áhersla á ýmis- konar nefndarstörf. Við skiptum með okkur verkefnum og ætlast er til að allir aðilar séu virk- ir. Þannig er hægt að öðlast góða þjálfun í stjórnun og almennum nefndarstörfum. Þetta er afskaplega skemmtilegur fé- lagsskapur sem eykur félagslegan þroska. Við leggj- um áherslu á mál- vöndun og að fólk tjái ,sig í töluðu Gígja Sólveig Guðjónsdóttir máli samkvæmt almennum fundar- reglum og á góðu íslensku máli. -Hvernig gengur fólk í félagið? Fólk leggur inn umsóknir um inngöngu í deildir eftir að hafa kynnt sér félagsskapinn. Við mæl- um með því að fólk komi á tvo til þijá deildarfundi til að kynna sér starfið áður en það sækir um inn- göngu. Nýir aðilar fá tiltölulega létt verkefni til að spreyta sig á, en smám saman þyngjast þau. - Ég hef heyrt talað um bóka- og leikritakynningar hjá ykkur. Geturðu sagt mér meira um það? Stundum felast verkefnin, sem ég greindi frá áðan, í því að lesa ákveðnar bækur, sjá leiksýningar eða aðra menningaviðburði og segja síðan frá þeim í ræðu á næsta fundi. í þessu felst töluverð vinna sem er afar skemmtileg og gef- andi. Það er þægileg tilfinning að geta tjáð sig og sagt skoðanir sínar hvort sem það er innan heimilisins eða á fjölmennum fundi. Stundum koma til okkar fyrirlesarar sem flytja erindi lim margvísleg mál- efni. Einnig eru stundum hring- borðsumræður hjá okkur um það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu. - Hefur þú verið lengi í þessum félagsskap? Ég byijaði árið 1986 og finnst alltaf jafn gaman. Þessi félagsskapur hefur gefið mér mikið og ég veit að hann á erindi til margra. Hann hjálpar fólki að vinna bug á ófram- færni ög feimni sem heftir okkur oft í að tjá okkur. - Það er nefni- lega það. Þá þakka ég þér bara kær- lega fyrir spjallið, Gígja. Vertu sæl. Takk sömuleiðis, sæl. I „Hvernig á eiginmaðurinn að vera?“ er spurt í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 12. nóvember 1913. í sömu auglýs- ingu er besta svarið sagt vera: „Góður eiginmaðurer nærgæt- inn við konu sína og reykir því að eins ágætis vindla þá, sem fást í Landsstjörnunni á Hótel ísland. Góður ciginmaður hugsar ekki aðeins um sjálfan sig, heldur kaupir hann þar um leið sælgæti handa konunni. Þannig eiga góðir eiginmenn að vera.“ Neðst i auglýsingunni er gefið upp símanúmer verslunarinnar, 389. egar flett er í gegnum gömul blöð er margt athyglisvert sem ber fyrir augu. Tóbaksaug- lýsingar má víða finna í íslensk- um blöðum útgefnum fyrir 1972, en þá var bánnað með lögum að auglýsa tóbak í prentuðu máli, sjónvarpi, útvarpi og kvikmynda- húsum. Ennfremur var bannað að auglýsa tóbak utandyra. Hinsvegar gátu kaupmenn aug- lýst tóbaksvörur inni í verslunum sínum þar til 1977, því það ár voru hvers kyns tóbaksauglýs- ingar bannaðar með lögum á íslandi. Röksemdafærslan í gömlum tóbaksauglýsingum er oft á tíð- um skondin, eins og til dæmis þessi sem birtist í Morgunblaðinu endur fyrir löngu: „Reykið ekki cigarettur nema þær sjeu góðar. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Eiginmenn reykja ágætis vindlaoggefa konunni sælgæti - tóbaksaug- lýsingar í gegnum tíðina Craven A er eina sígarettuteg- undin, sem búin er til með það fyrir augum, að skemma ekki hálsinn; hún er bragðbetri en aðrar sígarettur. Craven A er sígarettan yðar. Craven A sígar- ettur fáið þjer alstaðar. Reykið Craven A og sannfærist um ágæti hennar." Unglingarnir: Burt með tóbaksauglýsingar Böm og unglingar í Reykjavík tóku sig saman vorið 1976 og fóru í verslanir þar sem tóbaks- auglýsingar héngu uppi. Þeir báðu kaupmenn að taka auglýs- ingamar niður í ljósi þeirrar stað- reyndar að þar væri verið að auglýsa varning sem hefði mjög slæm áhrif á heilsu manna. Kaupmenn tóku þessu flestir vel og hið sama er að segja um marga þingmenn sem í umræð- um um fmmvarp til laga um reykingavarnir, vitnuðu til þessa athyglisverða frumkvæðis ungl- inganna. Árið eftir voru sam- þykkt lög sem bönnuðu með öllu hvers kyns tóbaksauglýsingar. Tóbaksframleiðendur hafa löngum mótmælt auglýsinga- banni á tóbaki, sem er í gildi í mörgum löndum. Þeir segjast ekki blekkja fólk með auglýsing- um með því að halda fram að reykingar séu heilsusamlegar, heldur vilji hver og einn framleið- andi fyrst og fremst fá fólk til að kaupa eina tegund frekar en aðra. „Þessi röksemdafærsla þykir mér út í hött. Jafnframt því sem ákveðin tóbakstegund er aug- lýst, er auðvitað verið að hafa uppi áróður fyrir reykingum yfír- leitt,“ segir Þorvarður Örnólfs- son framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, sem hefur verið einn harðasti barátt- umaður í tóbaksvörnum á íslandi síðustu árin. Hann bætir því við að í tóbaksauglýsingum séu reykingar einatt sýndar í já- kvæðu umhverfí. Ungt, fallegt og hraustlegt fólk sé til dæmis sýnt hamingjusamt á seglbáti í mrnmmmmmmm Tho»’*-th* merriett Chii»»mo* ony unok*r con hav«_ Chesterfioid mitónets plus no Fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, Ronald Reagan, auglýsti í gamla daga ákveðna tóbaks- tegund. í auglýsingunni sagðist hann gefa vinum sínum þessar sígarettur í jólagjöf, því þær væru hinn mesti gleðigjafi á jólum hjá reykingamönnum. Gárungar hafa spurt: Ef hann gefur vinum sínum sígarettur, hvað skyldi hann þá gefa óvin- um sínum? Kyrrahafinu þar sem allir við- staddir reykja mentol-sígarettur. „Endanleg áhrif slíkra auglýs- inga eru óbein skilaboð um að það sé skaðlaust og skemmtilegt að reykja, en meiri öfugmæli en það eru vandfundin,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.