Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 4
i6 . mI jIiaSA JiyOAQHLuoaj.íhga. k v/a iohoi/ 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 * Eignarhaldsfélögin tilnefna fulltrúa 1 bankaráð Islandsbanka: A \ l ■ Oráðið hver verður bankaráðsformaður Eignai’haldsfélög bankanna sem stóðu að stofnun ísiandsbanka hafa gengið frá tilnefningum fulltrúa sinna í bankaráð íslandsbanka sem kjörið verður á aðalfundi bankans á mánudag nk. Af hálfu Eignar- haldsfélags Iðnaðarbankans eru tilnefndir þeir Brynjólfur Bjarnason, núverandi bankaráðsformaður, og Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna, af hálfu Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans þeir Guðmundur H. Garðarsson frá Lífeyrissjóði verslunar- manna og Einar Sveinsson í Sjóvá-Almennum, og af háifu Eignar- haldsfélags Alþýðubankans þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Gert er ráð fyrir að Kristján itagnarsson verði áfram fulltrúi Fiskveiðasjóðs í bankakráðinu. Ekki er endanlega afráðið hver verður formaður bankaráðsins. Við xtofnun íslahil li.iiika var gert samkotnulag um það jið formennska í Imnkaráðinu ski|>ir.i í bytjun á milli eignarhaldsfél.ii'.inna. I sam- ra'ini við það varð Ásmundur Stef- áusson, fulltrúi Alþýðúbankans, fvrsti bankaráðsformaðurinn, en ini'Stur skyldi koma fulltrúi Verslun- arbankans. Vegna sviptinga innan stjórnar Eignarhaldsfélags Verslun- arbarikans fyrir um ári varð niður- VEÐUR ■ ■ ' staðan sú að Brynjólfur Bjamason, fulltrúi Iðnaðarbankans, tók við for- mennsku í ráðinu. Samkomulagið um skiptingu bankaráðsformenns- kunnar er nú runnið út en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hefur Brynjólfur Bjamason látið það berast að sæki Verslunarbanka- menn það fast að fá nú bankaráðs- formennskuna, sé hann tílbúinn að víkja úr því sæti. í margfeldiskosningunni sem fram fór á aðalfundi Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans áttu Sjóvá- Almennar ekki vísan fulltrúa í stjórnina með einungis eigin atkvæð- amagni. Félagið réði sjálft yfir 5,8% en þégar upp var staðíð fékk Einar Sveinsson 9,4%; þannig að um 40% af fylgi Einars_ var frá öðrum hlut- höfum komið. Á sama tíma fékk t.d. Þórður Magnússson, fulltrúi Eim- skips/Burðaráss, 16,2% en þar af réð félagið sjálft yfir um 15%, þann- ig að innan við 10% heildar atkvæða- magns Þórðar var frá öðrum hluthöf- um kómið. Niðurstaða margfeldiskosningar- innar varð annars sú að Guðmundur H. Garðarsson frá Lífeyrissjóði verslunarmanna fékk 674 milljónir atkvæða, Þórður Magnússon 609 milljónir, Orri Vigfússon 485 jniHj* ónir og Rafn Johnson 424 milljónir, en þeir stóðu saman í kosningunni, kl. 16.15 <s»r) I i-------------------- VEÐURHORFUR I DAG, 6. APRIL YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suðaustur af Hornafirðí er 980 mb lægð á hreyfingu norður og 1.010 mb hæð yfir Grænlandi. Skammt suðaustur af Hvarfi á Grænlandi er 990 mb smálægð sem þokast austur. SPÁ: Norðan gola eða kaldi. Smá él norðanlands en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðan átt og frost um allt land. Él norðanlands en þurrt og víðast léttskýjað syðra. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur [7 Þrumuveður 'W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri +0 léttskýjað Reykjavik 4) léttskýjað Bergen 10 rigning Helsinki 10 þokumóða Kaupmannahöfn 8 þokafgrennd Narssarssuaq +2 skýjað Nuuk +9 snjóél Osló 6 rigning á sið.klst. Stokkhólmur 9 þokumóða Þórshöfn 7 skúrásfð.klst. Algarve 16 skýjað Amsterdam 9 skúr Barcelona 15 léttskýjað Berlfn 14 skýjað Chlcago 13 þokumóða Feneyjar 13 súld Frankfurt 12 skýjað Glasgow 8 skúr Hambotg 12 skýjað tas Palmas vantar London 10 skúrásíð.klst. LosAngeles 25 heiðskírt Lúxemborg 8 skúr á sið. klst. Madríd 12 hálfskýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 16 lóttskýjað Montreal 16 skúr NewYork 17 skýjað Orlando 26 þokumóða París 10 skýjað Róm 14 rignlng Vín 18 léttskýjað Washington vantar Winnipeg 19 skýjað Einar Sveinsson 354 milljónir, Þor- valdur Guðmundsson 239 milljónir og og Haraldur Haraldsson 238 milljónir. Haraldur var fráfarandi formaður eignarhaldsfélagsins og Þorvaldur stjórnarmaður og þeir voru jafnframt báðir fulltrúar eign- arhaldsfélagsins í bankaráði íslands- banka en féllu nú báðir út úr stjórn eignarhaldsfélagsins. Strax eftir aðalfundinn hélt ný stjórn fyrsta fund sinn og þar var ákveðið að tilnefna Guðmund H. Garðarsson og Einar Sveinsson í bankaráð íslandsbanka, en þeir voru varamenn Haraldar og Þorvaldar í bankaráðinu. Jafnframt því var Ein- ar kjörinn formaður stjórnar eignar- haldsfélagsins. Rætt hefur verið um að ákveði Verslunarbankamenn að sækjast eftir bankaráðsformenns- kunni í fslandsbanka verði Einar Sveinsson tilnefndur til að gegna henni. Eimskipafélagið, sem á jafn- framt stóran hlut í Eignarhaldsfclagi Iðnaðarbankans, er því hins vegar fylgjandi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að Brynjólfur Bjamason sitji áfram sem formaður og ræðst það því af afstöðu Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, sem á jafn- framt stóran hlut í öllum þremur eignarhaldsfélögunum sem standa að íslandsbanka, hvernig þessi mál skipast. Er gert ráð fyrir að þetta skýrist betur nú um helgina. Stjórnarkjör í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans: Margfeldiskosningin snenst upp í þetta - segir Þorvaldur Guðmundsson „ÞETTA var margfeldiskosningin, sem Eyjólfur Konráð var höfundur að til að verja þá sem minna mega sín í hlutafélögunum, hún snerist upp í þetta,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski og fyrrver- andi stjórnarmaður í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans, en hann féll í stjórnarkjöri á aðalfundinum í fyrradag. „Annars er ég búinn að vera þarna eftir kosningarnar, fólk mjög hresst, í 35 ár og það er kominn tími til að hætta. Eg er alveg sáttur við það enda fór ég ekki með neinni skömm. Það var huggulegur viðskilnaður ánægt og elskulegt. Þetta er eðlilegt og ekki nema gott um það að segja," sagði Þorvaldur Guðmundsson. Þar sem undirróður gengur er á öllu von - segir Haraldur Haraldsson „ÞETTA urðu mér ekki vonbrigði. Þegar undirróður gengur þar sem menn eru að níða af öðrum skóna getur maður alltaf átt von á slíku," sagði Haraldur Haraldsson stórkaupmaður og fyrrum sljornarformað- ur Eignarhaldsfélags Verslunarbankans, en hann féll í kjöri til sljórn- ar á aðalfundi eignarhaldsfélagsins í fyrradag. Aðspurður kvaðst hann eiga við segja, Það virðist að hluthafamir trúi Orra fyrir sínum málum og treysti. Þá hafa þeir hann bara. Það er sársaukalaust af minni hálfu. Ég hef nóg að gera og beirii mínum kröftum annað,“ saðgi Haraldur Haraldsson. Orra Vigfússon þegar hann væri að tala um undirróðursmenn. „Hann vildi ekki að við Þorvaldur væram áfram og bað um margfeldiskosn- ingu. Það held ég sé nokkuð Ijóst og það er svosem ekkert um það að Fjármálaráðherra: Reykjavík á að taka þátt í jöfnun orkuverðs ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að jöfnun orku- verðs í landinu eigi að fara fram í gegnum verðmyndunarkerfi Lands- virkjunar og verði Reykjavíkurborg að taka fullan þátt í því. Hins vegar eigi orkuverðsjöfnunin ekki eingöngu að verða á kostnað ríkis- ins. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á stjórnmála- fundi á ísafirði í fyrrakvöld, að um 100 mil^jóna kr. greiðsla Lands- virkjunar til ríkisins í arð og ríkisábyrgðargjald ætti að ganga tafar- laust til jöfnunar húshitunarkostnaðar landsmanna. Ólafur sagði það stefnu Alþýðu- en borgin hefur síðan í krafti þess, bandalagsins að Landsvirkjun ætti að taka þátt í jöfnun orkuverðs. „Við höfum flutt um það tillögur og höfum viljað ganga lengra og sam- eina Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun í eitt orkufyrirtæki. Landsvirkjun hefur ekki verið tilbúin til að standa að jöfnun orkuverðs innan eigin rekstrarkerfis, meðal annars vegna þess að fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Lands- virkjunar hafa verið því andvígir. Ef Davíð er bara að tala um að orku- jöfnunin eigi að gerast á kostnað ríkisins en ekki Reykjavíkurborgar, er það bara blekking. Reykjavíkurborg lagði á sínum tíma litla virkjun inn í Landsvirkjun- orðið meðeigandi að nærri helmingi allra stórvirkjana landsins. Þess vegna á Reykjavíkurborg að taka þátt í þessari jöfnun orkuverðs í gegnutri Landsvirkjun eins og aðrir landsmenn. Við höfum því viljað fara þá leið að koma á jöfnun orkuverðs innan verðmyndunarkerfis Lands- virkjunar. Það er mjög fyndið, ef Davíð Oddson ætlar að halda áfram að passa sérhágsmuni og gróðaaðstöðu Reykvíkinga, eftir að hann er kom- inn inn í landsmálin. Ég þekki vini mína á ísafirði illa ef þeir hafa hróp- að húrra fyrir því,“ sagði íjármála- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.