Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 22
22______ ____MORGUNBLÁÐIÐ LAubARDAGUR 6. APRÍL 1991_ Um heilsuvemdarmál 4. grein eftir Skúla G. Johnsen Heilsuvernd í húsnæðiskreppu Hjá Borgarlæknisembættinu má finna gögn, sem sýna, hvemig hús- næðisskoiturinn, sem leiddi af því að hin nýja Heilsuverndarstöð var að stórum hluta tekin undir sjúkra- húsrekstur, hefur hvað eftir annað kæft nýjar hugmyndir um að auka heilsuvernd. Þegar krabbameinsleit hófst fal- aðist Krabbameinsfélagið eftir hús- næði í Heilsuvemdarstöðinni en án árangurs. Sama var að segja um varnir gegn gláku (blinduvarnir). Augnlæknar, sem höfðu áhuga á að koma þeim á fót, leituðu að hús- næðisaðstöðu án árangurs í Heilsu- verndarstöðinni. Þá var á sínum tíma rætt um hjartasjúkdómavarnir og háþrýatingsvamir, en hvorugt kom til greina vegna þrengsla. Afengisvarnarstöð var sett á fót árið 1952. Hún starfaði fyrstu árin í húsi við Túngötu og fékk inni í Heilsuverndarstöðinni í allgóðu hús- næði er hún tók til starfa. Fimm ámm síðar þurfti að flytja hana inn í Húð- og kynsjúkdómadeildina vegna húsnæðisþrengsla, og látið nægja að hafa opið 2 klukkustundir á dag. Árið 1976 var hleypt nýju blóði í starf deildarinnar. Varð hún þá að flytja úr Heilsuvemdarstöð- inni. Eftir allgóða byijun hnignaði deildinni aftur og má segja, að hún hafi nú verið lögð niður. Geðvemdardeild bama var stofn- uð árið 1960. Hún sprengdi af sér húsnæðið og við það komst slíkt rót á hana, að hún var flutt til skólayfir- valda. Varð hún í raun stofninn að sálfræðideild skóla, sem tók að nokkru við hlutverki hennar. Leif- amar af geðvemdardeildinni voru svo lagðar niður árið 1981. Kynsjúkdómavamir fengu hús- næði í Heilsuvemdarstöðinni frá upphafí. Það er fyrir löngu orðið alltof lítið og óhentugt og hefur þessi starfsemi nú verið flutt tii Ríkisspít- alanna, sem virðast eiga kost á fjár- munum, til að koma upp húsnæði fyrir starfsemi, sem á ekkert skylt við sjúkrahúsrekstur. Á sama tíma hafði sú stofnun, sem ber ábyrgð á heilsuvemdinni, úr engu að spila. Árið 1928 hóf hjúkrunarfélagið Líkn mæðraeftirlit. Það fluttist í fæðingardeild Landspítalans árið 1949 og í Heilsuvemdarstöð Reykja- víkur þegar hún tók til starfa. Hús- næðið þar hefur þó aldrei dugað fyrir alla mæðravernd og er meira en helmingur mæðravemdarstarfs- ins í Reykjavík nú rekinn á fæðingar- deildinni. Mæðravernd tilheyrir þó ekki sjúkrahúsum frekar en kynsjúk- dómavarnir. Landspítalinn bætti að- stöðu fyrir mæðraverndina á nýrri kvennadeild árið 1976. Heyrnardeild, þar sem lögð var áhersla á varnir gegn heyrnardeyfu, var sett á fót árið 1960. Hún var lengi starfrækt í alltof þröngu hús- næði og engar úrbætur mögulegar nema meðJþví að ríkið tæki við starf- seminni. Ur því varð Heymar- og talmeinastöð Islands árið 1978. Heilsuvernd í skólum var rekin á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur eftir að lög um það efni voru sett árið 1957. Þessi starfsemi varð fljótlega svo umfangsmikil, að nauðsynlegt hefði verið, að fá henni sameiginlega stjórn með sérstöku starfsliði. Húsnæðisskortur kom í veg fyrir það. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar var flutt í Heilsuverndarstöðina þegar hún tók til starfa enda gert ráð fyr- ir því frá byijun. Lengst af var hús- næðið aðeins tvö herbergi en starfs- menn átta. Þegar um það bil helm- ingur einnar hæðar í stöðinni losn- aði við það, að önnur sjúkradeildin var flutt á Borgarspítalann árið 1967, fékk heilbrigðiseftirlitið mest af því sem losnaði, það var þó alltaf í þrengsta lagi og var því flutt í endurinnréttað hús Hitaveitunnar við Drápuhlíð árið 1985. Þar er starf- semin fremur illa staðsett við íbúða- götu. Heilbrigðiseftirlitið og deildir Heilsuvemdarstöðvarinnar höfðu ávallt styrk af sambýlinu og heyra saman. Árið 1965 var sett á fót atvinnu- sjúkdómadeild við Heilsuvemdar- stöðina. Það var þó einungis á papp- ímnum, því hún hafði ekkert hús- næði og ekkert sérstakt starfslið. Aðstoðarborgarlæknir sinnti litlum hluta af þeim verkefnum, sem deild- inni vom ætiuð með öðmm verkum. Þegar heilbrigðiseftirlitið flutti úr húsinu losnuðu fjögur herbergi og loks þá, á 20 ára afmæli deildarinn- ar, var unnt að ráða starfslið. Það er eflaust engin þörf á að rekja öllu frekar hvemig bráðabirgð- aúrlausn, f sjúkrahúsmálum fór með fyrirætlanir um fullkomna Heilsu- verndarstöð í Reykjavík. Skilning þarf til framfara Á undanförnum ámm hafa átt sér stað miklar framfarir í heilsuvernd- inni sem er ekki síst í takt við stór- aukinn skilning á eðli og orsök helstu sjúkdóma. Nú er til dæmis ljóst hvaða áhættuþættir það eru, sem eiga mestan þátt í helstu langvinnum sjúkdómum, þar á meðal hjartasjúk- dómum. Tengslin milli offitu og syk- ursýki liggja fyrir, einnig tengslin milli streitu og siysa. Skortur á lík- amsþjálfun á þátt í fjölda kvilla, og tengsl reykinga og lungnasjúkdóma em ljós. Mun meira er nú vitað um tengsl uppeldisskilyrða og geðkvilla, og ef til vill geðsjúkdóma. Mikilvægi hollra lífshátta er nú betur ljóst en áður. Svona mætti lengi telja. Þessir nýju möguleikar heilsuverndar eru of lítið notaðir. Væri þeirri þekkingu að fullu beitt mætti koma í veg fyr- ir a.m.k. tvo þriðju allra dauðsfalla, sem nú eiga sér stað undir 65 ára aldri. Hafi verið einhver grundvöllur undir byggingu Heilsuverndarstöðv- ar fyrir fjömtíu ámm, hve miklu mætti ekki koma í verk á þessu sviði í dag. Þegar dr. Hálfdán Mahler, fyrrv. framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, kom í heim- sókn í Heilsuverndarstöðina, á ferð sinni hingað til lands árið 1977, skrifaði hann í gestabók, að til að koma heilsuverndarstarfseminni á fót þyrfti áræði og kjark. Það, sem hann átti við, var að stjómmálamenn og stjórnendur heilbrigðismála verða að hafa fullan skilning á, að heilsu- vemd stendur illa að vígi gagnvart sjúkrahússþjónustunni. Ávallt er sú hætta fyrir hendi, að menn falli í þá freistni að grípa til skammsýnna 'aðgerða, sem m.a. höfða fremur til almenningsálitsins heldur en heilsu- vemd. Framgangur heilsuvemdar er fyrst og fremst undir því kominn að yfirvöld hafí fullan skilning á gildi aðgerða, sem miða að því að efla heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Ef sá skilningur er ekki fyrir hendi verður forgangur sjúkraþjónustu svo algjör að heilsu- vemdin sveltur. Tímamót í heilsuverndarstarfi Á þessu ári stendur Heilsuvemd- arstöðin á tímamótum. Um næstu áramót á nýtt skipulag heilsuverndar Skúli G. Johnsen „ Auk þeirrar heilsu- verndarþjónustu, sem veitt verði Reykvíking- um, sem ekki eiga kost á fullkominni þjónustu að því leyti á heilsu- gæslustöðvum, ætti Heilsuverndarstöðin að verða miðstöð heilsu- verndarstarfseminnar í landinu, sem þróar ný verkefni, stundar rann- sóknir og starfar að því að skipuleggja og móta heilsuverndarstörfin á heilsugæslustöðvum landsins.“ að taka gildi í Reykjavík. í lögum er ekki lengur gert ráð fyrir stofn- unum sem stundi eingöngu heilsú- vemd. Heilsugæslustöðvar I hverfum borgarinnar eiga að taka við hlut- verki Heilsuvemdarstöðvarinnar. Hvað verður þá um þá stofnun? Til að leysa úr því hefur verið skipuð sérstök stjórn, sem á að gera tillög- ur í samráði við héraðslækni og stjórnir heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, um framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar. Þær til- lögur skulu koma til framkvæmda um næstu áramót. Það eru skiptar skoðanir um þetta mál. Til eru þeir, sem telja, að heilsu- gæslustöðvarnar geti í framtíðinni að fullu tekið við starfi Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Það er þó greinilega langt í land því víðast hvar er ófull- nægjandi húsnæði á heilsugæslu- stöðvunum og í nokkrum hverfum hefur enn engin stöð komist á fót. Enn aðrir telja að nægilega mörgum heilsugæslustöðvum muni ekki verða komið á fót til að þær geti tekið að fullu við hlutverki Heilsuverndar- stöðvarinnar og því verði hlutverk hennar að mestu óbreytt. Svo eru þeir sem telja, að þrátt fyrir tilkomu heilsugæslustöðva eigi upphafleg áform með byggingu fullkominnar heilsuverndarstöðvar rétt á sér og séu jafnvel enn nauðsynlegri en fyrr. Hér þurfi að hefja nýja framfarasókn I heilsuvernd, sem miði að því, að innan fárra ára verði búið að koma á fót skipulegu starfi í öllum þeim nítján greinum heilsuvemdar, sem viðurkenndar eru hér á landi og fram koma í lögum um heilbrigðisþjón- ustu. Auk þess þarf enn að auka hjartasjúkdómavarnir og taka upp næringarráðgjöf, eftirlit með íþrótt- amönnum og kynfræðslu, að tillög- um Vilmundar Jónssonar frá 1934 en þær greinar vantar í heilbrigðis- lögin. Heilsuverndin er starf, sem þarf að rækja af natni og búa ríkulega af húsnæði og annarri aðstöðu. Hana þarf að halda vel af menntuðu starfs- liði, sem fær tækifæri til að kynna sér nýjungar og ekki má íþyngja með verkefnum, sem virðast brýnni til skamms tíma litið. Þess vegna er varasamt, að byggja eingöngu á heilsuvemdarstarfsemi á heilsu- gæslustöðvum, þar sem starfsfólkið sinnir öllu í senn, lækningum og hjúkrun sjúkra og heilsuvernd. Það er ótæmandi eftirspurn eftir sjúkra- þjónustu en heilsuverndina þarf að selja. Heilsuverndin er eins og við- kvæmt blóm, sem aðeins vex og dafnar við bestu aðstæður. í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg bíða möguleikar, sem byggjast á fram- sýni þeirra manna, sem byggðu það hús. Undirrituðum hefur lengj verið það ljóst, að Heilsuverndarstöðin yrði að fá aukið hlutverk í framtíð- inni jafnvel þó heilsugæslustöðvum væri komið á fót. í tilefni af 20 ára afmæli Heilsuverndarstöðvarinnar árið 1977 var tekin saman greinar- gerð um þetta og send fjölmiðlum ásamt ýmsu öðru efni til kynningar Fiðlarinn í Valaskjálf Hjúskaparmiðlarinn Yenta (Sigríður Halldórsdóttir) ræðir við dóttur Tevye, Teitel (Ragnhildur Rós Indriðadóttir). eftir Sigurð Ó. Pálsson en hvar er nú friðland hvar fáið þið leynzt með von ykkar von okkar allra? Snorri Hjartarson Mér fannst ég heyra þessar hend- ingar í blænum, er ég rölti heimleið- is í góðviðrinu síðla kvölds þann 23. mars, eftir að hafa skroppið ögn til í tíma og rúmi í sal Valaskjálfar og séð brot úr lífssögu Tevye mjólk- urpósts, fjöiskyidu hans og granna, gyðinga i rússnesku þorpi árið 1905. Að kveðjum loknum er sviðið autt en áhorfandinn veit þá er þorp- ið byggðu „á veginum flóttamanns- veginum", svo aftpr sé vitnað i Snorra; saga þúsunda, saga millj- óna, saga forn og ný. Hér er harmsagan íþætt gáska og gneistandi fyndni. Þetta er viðamikil sýning og fjöl- menn svo sem söngleik hæfir. Með henni færist Leikfélag Fljótsdals- héraðs mikið í fang — og hefur sóma af. Það er skemmtilegt að sjá áhuga- fóik takast á við svona erfitt verk- efni og leysa það af hendi svo sem hér er gert. Sýningin rennur liðlega: talað orð, skiptingar, hójiatriði með söng og dansi. Ég fæ ekki* betur séð en að leikstjórinn, stjómendur dansa og tónlistar hafi allir unnið verk sitt af einstakri alúð og uppskeri samkvæmt því. Allir leggja sig fram: leikarar, söngvarar, hljómlist- armenn svo og aliir hinir, sem ekki sjást á sviðinu, en engin sýning getur verið án. Auðvitað verður svona sýning aldrei eins og hin, þar sem lærður leikari skipar hvert rúm, enda væri það naumast eðlilegt. En einhvern veginn er því svo varið, að oft bera sýningar áhugafólks vissan fersk- leika, þokka, sem atvinnumenn hafa stundum glatað á kostnað kunnáttu og þjálfunar. Þetta er að mínu viti styrkur áhugaleikarans. Þar kemur list hans best fram. Siíkum þokka er þessi sýning gædd. Hún er vissulega þess virði að henni sé gaumur gefínn. Einar Rafn Haraldsson í hlutverki mjólkurekilsins Tevye. Ég ætla ekki að reyna að útdeila einkunnum til einstakra leikara. Þótt hlutverkin séu misstór er sýn- ingin þess háttar að hennar verður best notið í heild. Vera má þó, að það verði söngur- inn sem lengst fylgir áhorfandanum eftir í amstri hvunndagsins. Ilöfundur er forstöðumaður Héraðsbókasafns Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.