Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 57
leei JIH'IA .3 aUOAaflAOUA.1 aiQAJa'/iUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 Mísmunun framboða Lýðveldið ísland varð fullvalda 1944, skrásett sem fullvalda ríki hjá þingi Sameinuðu þjóðanna. Með þessu lýðveldi voru settar reglur og lög, þ.e. að hér væri til staðar m.a. kosningafrelsi og framboðs- frelsi. í dag þá verður ekki annað sagt, því miður, að á íslandi er unnið gegn nýjum framboðum, bæði inn á Alþingi og svo í hinum harða heimi fjölmiðla. T.d. samþykkir Al- þingi í lok þingstarfa kosningalög sem innihalda tvöfalt þyngri skil- yrði fyrir því að bjóða fram en upp- haflega stóð til. I stað 180 undir- skrifta þá þarf 360. Það einkenrii- lega er að þetta þurfti að gerast einmitt rétt fyrir kosningar. Út- varpsráð (Ríkissjónvarp, sjónvarp allra landsmanna) skammtar þingflokkunum hverjum og einum 45 mínútur í einkaviðtalstíma og svo 12 mínútna framboðskynningar á meðan þau framboð sem ekki bjóða fram í öllum kjördæmum fá ekki eina mínútu til mótvægis. Þetta er í raun ótrúleg mismunun þegar hafðar eru í huga þær millj- ónir sem þingflokkarnir fá í formi blaða og útgáfustyrkja úr sjóðum sem fólkið í þessu landi borgar. í raun ættu virðulegir kjósendur að hafa það vel í huga, að þeir sem skattgreiðendur borga þann áróður sem þingflokkar lýðveldisins hella yfir skattgreiðendur. Einnig er und- arlegt að Ríkissjónvarpið sé notað sem kosningavél fyrir hina útvöldu „elítu“. Það segir einhvers staðar að ríkið sjái vel um sína, orð sem hafa aldrei verið sannari en í dag. Með þessu áframhaldi geldist þörfin hjá lýðveldisunnendum þessa lands að sanna það á borði, hve dásamlegt það er taka þátt í stjóm- málastarfi á íslandi. Það er talað um hægri klíkuna, vinstri vænginn þau fyrir fimm mánuðum. Verið gæti líka að dýrið væri á ver- gangi í vesturbænum. Síminn hjá Helgu er 11210, en þess má geta, að kötturinn er ekki merktur. Ábending til Lauga „Móðir“ hringdi og vildi koma á framfæri ábendingu til „Lauga í Gjánni“ sem er veitingamaður á samnefndri krá á Selfossi. Móðirin sagðist hafa það fyrir satt að unglingum allt niður í 15 ára væri hleypt inn í kránna og fengu þar afgreiðslu. Þá fengi drukkið fólk að skrifa áfengi á kránni og vildi móðirin að veitingamaðurinn tæki þessar ábendingar til athug- unar. „Kannski að lögreglan á Selfossi ætti að fylgjast betur með starfseminni," sagði „móðirin“ sem sagðist tala fyrir munn margra foreldra á Selfossi. Högni á flakki Helga hringdi og sagði á 2 ára högni sinn væri týndur. Hann er svartur að mestu, en með hvítar hosur og bringu. Rúmlega tvær vikur eru síðan að hann fór að heiman, en hann býr að Ægissíðu 74. Helga sagði það hafa komið fyrir áður að kötturinn hefði farið að heiman í nokkra daga ef hann hefði móðgast, t.d. ef hann hefði ekki fengið rækjur í tilteknar máltíðir o.s.frv. Að þessu sinni hefðu þau hjónin hins vegar verið erlendis og sonur þeirra passað upp á köttinn. Taldi Helga hugs- anlegt að kötturinn hefði farið að leita þeirra og fyrra heimilis í Þingholtunum, en þaðan fluttu Köttur í óskilum Kolbrún Pálsdóttir sendi myndina sem hér birtist. Þessi köttur fannst fyrir nokkru nálægt mið- bænum. Hann er ómerktur en með far eftir hálsól. Upplýsingar er að hafa í síma 73461. Velkomin heim Emilía Jónsdóttir Anderson hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: Ég er ís- lensk kona sem hef buið erlendis í mörg ár og er rétt nýkomin að heiman. Mig langar bara að koma því á framfæri hvað það er alltaf sérstaklega vinalegt og hlýlegt þegar flugáhafnir Flugleiða við lendingu bjóða mann „velkomin heim“. Ég hef aldrei heyrt þetta sagt annars staðar. Falleg skeyti Ingibjörg hringdi og sagðist vilja vekja athygli fólks á sérlega fallegum fermingarskeytum sem KFUM og KFUK væru með á boðstólum. Sér virtist sem ferm- ingarskeyti hefðu verið á undan- haldi, en nú hefði þróuninni verið snúið við. Umrædd skeyti væru skrýdd myndum frá sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Vindáshlíð. í*essir hringdu ... og verkalýðsmafíuna. í raun er þetta að verða hugtakabrengl. Þess- ir hópar hafa stofnað klíku og sam- tryggt hana með öllum tiltækum ráðum, svona nokkurs konar ríkisk- líku. Þegar kosið er til Alþingis þá eiga að sjálfsögðu öll framboð að sitja við sama borð, fá umfjöllun í samræmi við fjölda kjósenda í hverju kjördæmi og síðast en ekki síst þá eiga kjósendur skilyrðis- lausan rétt til þess að geta kynnt sér málefni viðkomandi framboðs. Slíkt er ekki til staðar í dag. Þing- flokkarnir búa yfir fjármagni sem ný framboð hafa ékki. Þingflokk- arnir ráða lögum og lofum í Út- varpsráði sem hlýtur að teljast mjög slæmt fyrir fjölmiðlun sem fag og þar af leiðandi er hægt að snið- ganga ný framboð og þar með málefni þeirra, slíkt er t.d. stað- reynd fyrir þessar Alþingiskosning- ar. Eins og áður segir, kjósendur þessa lands eiga heimtingu á að öllum framboðum verði gerð nægj- anleg skil fyrir kosningarnar 20. apríl, vonandi verður hægt að bæta það fyrir þann tíma. Oskar Dýrmundur Olafsson er í 1. sæti fyrir Grænt fram- boð i Reykjavík. Honda 9 1 Civic CRX 130 hestöfl C.,c ■ Verð kr. 1.235 þús. stgr. Spíttkerra í sérflokki. Greiðslukjör við allra hæfi. Hl. ......... _ VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 YFIRGRIPSMIKIL SÖLUSÝNING Á HÚSGÖGNUM FRÁ LIGNE ROSET s t ó l a r s k á p a r s ó f a r h i l l u r b o r ð r ú m o. m. f l. FRUMLEG HÚSGÖGN EN HAGNÝT Frá 6. apríl og út aUan aprílmánud verbur haldin yfirgrípsmikil sölusýning á pin' nýjasta og mark- verdasta frá franska húsgagnafyrírtœkinu Ligne Rnset. OPIÐi LAUGARDAG FRÁ 10-14 SUNNUDAO FRÁ 14-17 Borgarfúni 29, sími 20640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.