Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 26
Formaður Alþýðuflokks um möguleika á nýrri viðreisn:
Stefna Sjálfstæðis-
flokks enn ófundin
SPURNINGU um hvort ný viðreisnarstjórn sé möguleg eftir næstu
kosningar, er að mati formanns Alþýðuflokksins ekki hægt að
svara fyrr en stefna Siálfstæðisflokksins kemur í leitirnar.
Ámi Sæberg
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins talar á opnum
stjórnmálafundi í Múlakaffi.
Samningar um evrópskt efnahagssvæði:
Ekki verið að semja
um aukaaðild að EB
- segir utanríkisráðherra
JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra segir langt í frá að
samningar EFTA og Evrópubandalagsins um evrópsk efnahags-
svæði, séu í raun um samningar aukaaðild EFTA-landanna að EB.
Á opnum stjórnmálafundi í
Múlakaffi í gær, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson að stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins fyrir kosningarnar
væri auður seðill. Hann sagðist
ekki geta svarað spurningu fund-
armanns um nýja viðreisnarstjórn,
samsljórn Alþýðuflokks og Sjálf-
stæðisflokks, á moðan hann vissi
ekki hvað Sjáll'sia'ðisflokkurinn
boðaði.
Jón Baldvin sagði að sjálfstæð-
ismenn hefðu engar tillögur flutt
mn lækkun ríkisútgialda svo hægt
vaui að lækka skatta, hvorki með-
an þeir sátu síðast í ríkisstjórn né
síðar. Hann sagði einnig að tillaga
Ólafs Ragnars Grímssonar fjár-
málaráðherra í ríkisstjóminni um
fjármögnun hækkunar skattleysis-
marka með nýjum hátekjuskatti
væri skrum. Hátekjuskattur
myndi skila ríkissjóði 180 milljón-
um króna árlega meðan hækkun
skattleysismarka í 65 þúsund
krónur myndi kosta 4 niilijarða.
„Þessari tillögu var hafnað vegna
þess að hún var ekki upp í nös á
ketti. Þetta hefði rétt dugað til
að standa undir útgáfukostnaði á
áróðrí allaballanna sem hafa
breytt ráðuneytunum sínum í
kosningamiðstöðvar,“ sagði Jón
Baldvin.
Jón Baldvin lýsti tillögum Al-
þýðuflokksins til að lækka ríkisút-
gjöld. Þar væri m.a. að skera nið-
ur útgjöld til landbúnaðarmála
með því að afnema einokun afurð-
astöðva og koma á samkeppni.
Einnig að taka smátt og smátt
upp gjald fyrir veiðileyfi. Með
þessu móti væri m.a. hægt að
hækka skattleysismörk og lækka
virðisaukaskatt.
Formaður Alþýðuflokksins
sagði að á síðustu dögum þingsins
hefði farið framfram bögglaupp-
boð í tengslum við afgreiðslu láns-
fjárlaga. „Frumkvæði að því hafði
hinn ráðdeildarsami fjármálaráð-
herra. Það endaði með þeim ósköp-
um að þingmannahópar í einstök-
um kjördæmum komu fram með
tillögur um útgjöld, sem hafði ver-
ið hafnað við afgreiðslu fjárlaga.
Niðurstaðan varð að formaður
fjárveitingarnefndar óskaði eftir
sérstökum fundi með formönnum
stjórnarflokkanna og fulltrúum
fjárhags- og viðskiptanefnda
þingsins, og þetta var að verulegu
leyti skorið niður aftur og hent
út,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son.
Gunnar Helgi Kristinsson lektor
sagði í grein í Morgunblaðinu í
gær, að ríkisstjóm íslands væri
ekki aðeins að semja um náið sam-
starf við EB að evrópska efnahags-
svæðinu, heldur beinlínis að auka-
aðild að bandalaginu. Þetta rök-
studdi Gunnar Helgi m.a. þannig
að í fyrstu grein samningsumboðs
Evrópubandalagsins stæði „Niður-
staða samningaviðræðnanna ætti
að vera víðtækur aukaaðildarsamn-
ingur, á grundvelli 238 grein sátt-
mála EBE milli Evrópubandalags-
ins annars vegar og EFTA-land-
anna og Liechtenstein í einu lagi
hins vegar.“
„Samningarnir fara fram sam-
kvæmt grein 238 [sáttmála EB] og
þeir heita á ensku Associaton Tre-
aties. Það er ekki lagt út sem auka-
aðildarsamningar og það er ekkert
til sem heitir aukaaðild að Evrópu-
bandalaginu, þá með aðild og ein-
hveijum sérskilmálum. Meira að
segja undir þessari grein er um
mjög ólíka samninga að ræða. Ann-
ars vegar samninga um evrópskt
efnahagssvæði og hins vegar samn-
inga við Pólland sem eru almennir
samstarfssamningar. Svo ég veit
ekki hvað maðurinn er að fara,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson um
þetta.
Kosningabaráttan verður
líkast til snörp, þó stutt sé
SIGHVATUR Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sagði við
morgunverðarborðið á Hótel ísafirði í gærmorgun að líklega hefði
Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, tekist á almenna
stjórnmálafundinum á ísafirði í fyrrakvöld að koma kosningabar-
áttunni á Vestfjörðum í gang. Hvort sem það er rétt hjá form-
anni fjárveitinganefndar eða ekki, verður ekki annað sagt en fund-
urinn hafi verið líflegur og víða verið komið við á þeim þremur
og hálfa tíma sem fundurinn varði. Það þarf nú engum að koma
á óvart, þar sem Vestfirðingar eru annars vegar, því þeir hafa
löngum þótt með hressari mönnum á stjórnmálafundum.
Davíð sagði í upphafi máls síns
að sér þætti mikið til um þann
fjölda sem saman væri kominn á
þessum fundi, en áður hafði Einar
K. Guðfinnsson fundarstjóri upp-
Iýst að yflr 300 manns væru á
fundinum, og þar með væri fund-
urinn fjölmennasti stjórnmála-
fundur á ísafirði um árabil. Davíð
rifjaði upp orð Churchills í þessu
sambandi, sem hafði einhvem
tíma verið spurður hvort það kitl-
aði hann ekki að tala ávallt fyrir
fullu húsi. „Churchill sagði: )kjú,
það kitlaði mig dálítið í fyrstu.
Þar til ég áttaði mig á því að ef
það ætti að hengja mig, þá kæmu
helmingi fleiri!“ Davíð greindi því
næst frá því að fyrir margt löngu
hefði hann ferðast með Matthíasi
Bjarnasyni austur á firði til þess
að tala á stjómmálafundi. Á Seyð-
isfírði hefðu báðir flutt ræðu, síðan
hefðu fyrirspurnir hafist, sem
vörðu í tvo tíma. „Enginn spurði
mig um neitt, en einu sinni var
þó aðeins vikið að
mér. Ég var nú
dálítið feginn því
að ég væri þó
nefndur á nafn.
Það var útgerð-
armaður sem sagði: „Meðal ann-
arra orða, Matthías. Segðu ókkur
hvaða fyrirbæri ertu með með þér
þarna?!“
Þessi frásögn Davíðs af honum
og foringja sjálfstæðismanna á
Vestfjörðum féll í góðan jarðveg
hjá Vestfirðingum. „Fyrirbærið"
var sem sagt mætt með Matthíasi
Bjarnasyni á stjórnmáiafund á
nýjan leik, en að þessu sinni í
höfuðvígi Matthíasar, og nú höfðu
kapparnir haft hlutverkaskipti, því
flestir fyrirspyijenda beindu
spurningum sínum til nýkjörins
formanns Sjálfstæðisflokksins.
í máli ákveðinna fyrirspyijenda
kom fram að þeir telja að umræða
um ýmsa mikilvæga málaflokka
og skýr stefnumörkun sé í tak-
markaðra lagi. Virtist sem þetta
kæmi einkum fram í fyrirspumum
um stefnu í landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmálum. Þetta rennir stoð-
um undir þá skoðun sem margir
hafa reifað við mig undanfama
daga, að stjórnmálaumræðan í
landinu sé ótrúlega skammt á veg
komin og línur óskýrar, nú þegar
réttar tvær vikur eru til alþingis-
kosninga. Þó að svo skammur tími
sé til kosninga, er það mat líklega
rétt, að enn eigi stór hluti kjós-
enda eftir að gera upp hug sinn
um við hvaða listabókstaf X-ið
verður sett þann 20. apríl næst-
komandi.
Auðvitað erþað svo, þegar kom-
ið er út á land á fund sem þenn-
an, að málefni sem brenna á lands-
byggðinni setja mikinn svip á
umræður og fyrirspurnir. Þannig
_____ var mikið spurt
HH DAGBOK HH um ^tefnu Sjáif-
CTlhDMMál stæðisflokksins í
•> 1 |UKNlllAL sjávarútvegsmál-
eftir Agrtesi Bragadóttur um, byggðamál-
um og atvinnu-
málum. í frétt hér í blaðinu I gær
var greint frá því að Davíð Odds-
son vill að til þjóðaratkvæða-
greiðslu komi, ef samningaviðræð-
ur við Evrópubandalagið komast
á það stig að innganga blasi við
og að hann telur sjálfsagt að þær
arðgreiðslur og ríkisábyrgðargjöld
sem Landsvirkjun greiðir ríkis-
sjóði, verði varið til þess að jafna
húshitunarkostnað landsmanna.
. Davíð sagði í ræðu sinni að
móta þyrfti heildstæða sjávarút-
vegsstefnu, sem hingað til hefði
ekki verið mótuð. Stefnu sem ekki
væri eingöngu bundin við það hvað
Sighvatur Björg-
vinsson: Davíð
gangsetur kosn-
ingabaráttuna.
Davíð Oddsson:
Hver vill ganga I
Össur Skarphéðins-
son?!
Churchill: Ef það
ætti að hengja mig
þá kæmu helmingi
fleiri!
mætti físka, hvenær og af hveiju.
„Heldur stefna sem horfir til sjáv-
arútvegsins sem heildar: frá veiði
til vinnslu, frá vinnslu til sölu, frá
sölu til neytandans," sagði Davíð.
Hann sagðist trúa að með sam-
hæfðri sjávarútvegsstefnu, sem
tæki mið af öllum þessum þáttum,
þar sem íslenskra hagsmuna í
samskiptum við erlendar þjóðir
væri gætt og unnið væri að því
að minnka bilið milli okkar hér
heima og neytandans hið ytra,
þannig að vinnsla og sala yrði enn
frekar en nú væri í höndum íslend-
inga, mætti enn sækja gríðarlegan
fjársjóð í greipar Ægis. „Fjársjóð
sem hægt verður að byggja á veru-
legan lífskjarabata þessarar þjóð-
ar.“
Varðandi fyrirspurn Ingibjargar
Norquist um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í sjávarútvegsmálum,
sagði Davíð að sjálfstæðismenn
væru ekki þeirrar skoðunar að
kvótakerfíð í núverandi mynd
væri upphaf og endir allra lausna,
eins og honum virtist Halldór Ás-
grímsson, núverandi sjávarútvegs-
ráðherra, vera. Hann kvaðst tejja
að hin eina, sanna, endanlega
lausn í þessum mikilvæga mála-
flokki væri enn ekki fundin. „Við
þurfum að leita leiða við endur-
skoðun laganna um stjórnun físk-
veiða, til þess að aðrir þættir sem
eru í eðli og inntaki sjálfstæðis-
stefnunnar, atgervi manna og
landkostir, fái að njóta sín. Núver-
andi miðstýringar- og ofstjórnar-
kerfí í þessum mikilvæga mála-
flokki gerir það að verkum að
þessir þættir fá ekki að njóta sín,“
sagði Davíð.
„Það er alveg ljóst að þeir menn
sem hafa hagsmuna að gæta í
þessari atvinnugrein hljóta, á með-
an lögin gilda, að gera samninga
og skuldbindingar sem taka mið
af þessum veruleika. Sjálfstæðis-
flokkurinn, stærsti og öflugasti
flokkur þessa lands, getur ekki
látið eins og þessi veruleiki sé
ekki til,“ sagði Davíð.
Davíð hafði lag á að krydda
mál sitt með hnyttnum tilsvörum,
sem Vestfirðingar kunnu vel að
meta. Hann þakkaði Magnúsi
Reyni Guðmundssyni ‘(yfirlýstum
framsóknarmanni) fyrir góðar
óskir í sinn garð, „og mér mis-
heyrðist örugglega þegar ég
heyrði að honum svelgdist svolítið
á því!“ Þetta var hárrétt heyrt hjá
formanninum og hlógu fundar-
menn dátt. Davíð sagði einnig að
ef marka mætti auglýsingar AI-
þýðuflokksins í dagblöðum þessa
dagana, þá drægju kratar jafnað-
armerki á milli Alþýðuflokksins
og Ossurar Skarphéðinssonar.
Ergó: „Alþýðuflokkurinn er at-
hvarf fyrir félagshyggjumenn með
fráhvarfseinkenni. Einhveijir
kynnu að geta hugsað sér að
ganga í Alþýðuflokkinn, en hver
getur hugsað sér að ganga í Össur
Skarphéðinsson?!“ Og salurinn
skellihló.