Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 59
ÍÞR&mR FOLX H FRAM og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppriinni í Laugar- dalshöll á morgun kl. 15. Fram hefur sigrað níu sinnum i keppninni og á titil að verja, en Stjarnan fagnaði sigri árið 1989. ■ GUÐRÍDUR Guðjónsdóttir hefur verið í sigurliði Fram í öll níu skiptin. ■ ERLA Rafnsdóttir, Stjörn- unni, var bikarmeistari með ÍR 1983, Fram 1985 og Stjörnunni árið 1989. ■ BRAGI Bergmnnn dæmir leik Svíþjóðar og Kýpur í Evrópu- keppni U-21 í knattspyrnu 1. maí. Þetta verður fyrsta starf Braga á vegum UEFA, sem tilnefndi hann í starfið. ■ ÓLI P. Ólsen og Gísli Guð- mundsson verða línuverðir hjá Braga, en þeir eru tilnefndir af dómaranefnd KSÍ. ■ EYJÓLFUR Ólnfsson dæmir í úrslitakeppni Evrópumóts knatt- spyrnulandsliða U-16, sem verð- ur í Sviss 6.-19. maí. Einn dómari er tilnefndur frá hverju landi, sem á lið í úrslitum. Um helgina Handbolti Bikarúrslit kvenna, sunnudag: Höll, Fram-Stjaman............kl. 15 Úrslitakeppnin: Laugardagiir Garðabær, Stjaman-FH.....kl. 16.30 Seltjn., Grótta-ÍR.......kl. 16.30 Sunnudagur Höll, Fram-KA..................20 2. deild karla: Laugardagur Digranes, HK-Völsungur........kl. 18 Sunnudagur Keflavík, IBK-UBK.............kl. 20 Körfubolti Úrslitakeppnin: Laugardagur Njarðvík, UMFN-ÍBK............kl. 16 1. deild kvenna: Keflavík, ÍBK-Haukar..........kl. 18 Grindavík, UMFG-KR............kl. 16 Knattspyma Reykjavíkurmótið: Laugardagur Gervigras, KR-Ármann..........kl. 17 Sunnudagur ÍR-Fram....................ikl.17 Litla bikarkeppnin: Laugardagur Garði, Víðir-FH...............kl. 14 Keflavík, ÍBK-Haukar..........kl. 14 Garðabær, Stjaman-ÍA..........kl. 14 Kópavogur, UBK-Selfoss.........14 Blak íslandsmótið, laugardag: Karlar: Hagaskóli, Fram-KA...........kl. 10 Digranes, HK-Þróttur N...kl. 16.30 Konur: Hagaskóli, Víkingur-KA...kl. 11.15 Digranes, UBK-Völsungur......kl. 14 Digranes, HK-ÞrótturN....kl. 15.15 Fimleikar Unglingameistaramótið: Unglingameistaramót íslands í fimleik- um fer fram í Laugardalshöll í dag kl. 12-15. Á sama stað og tíma fer fram Landsbankamót eldri meistara. Keppt verður um þátttökurétt á Norðurlanda- mótinu, sem verður 20.-21. apríl. Borðtennis íslandsmót unglinga og öldunga í borð- tennis verður í Ásgarði, Garðabæ, um helgina. Keppni hefst kl. 9 í dag, en kl. 10 á morgun, sunnudag. Keiia íslandsmót einstaklinga hefst með for- keppni karla og kvenna í Öskjuhlíð í dag og á morgun og byijar keppni kl. 12 báða dagana. Öskjuhlíðarmótið byijar kl. 20 í kvöld. FELAGSLIF Lokahóf í blaki ÆT Ars- og uppskeruhátíð Blak- sambandsins verður haldin í Brautarholti 20 í kvöld. Húsið opn- ar kl. 19, en borðhald hefst kl. 20. M.a. verða bestu og efnilegustu leikmenn karla og kvenna útnefnd- ir. Nánari upplýsingar hjá Blaksam- bandinu kl. 13-15 ídag(s. 686895). , *3i' MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIISLANDSMOTSINS Vongóðir Valsmenn Morgunblaðið/Sverrir Birgir Sigurösson gerir eitt fjögurra marka sinna fyrir Víking í gærkvöldi. Haukamennirnir Jón Örn Stefánsson og Pétur Ingi Arnarsson eru of seinir til varnar. Haukar héldu í við Víking í 50 mínútur VÍKINGAR þurftu að hafa nokk- uð fyrir stigunum í miklum bar- áttuleik við Hauka. Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínút- unum að Víkingar gerðu út um leikinn með fjórum mörkum í röð og lokatölur voru 27:21. Viðureign liðanna bauð ekki upp á mikið fyrir áhorfendur. Varn- arleikur var í öndvegi hjá báðum liðunum og sóknarleikur liðanna var lítt spennandi. í byrjun leit út fyrir öruggan Víkings- sigur. Víkingar beittu því gamla ráði að láta Hilmar leika framar í vörn- inni og hafa sérstakar gætur á Petr Baumruk og það skilaði sínu. Haukarnir virtust miður sín í sókn- arleiknum til að byrja með og deild- anneistararnir komust í 6:2. Hauk- ar komust betur inn í leikinn eftir það og oft munaði tveimur mörkum á liðunum. Úrslitin réðust á síðustu tíu mínútunum, Haukar misstu boltann þrívegis með stuttu millibili og Víkingar nýttu sér það, þeir komust í 25:19 og sigurinn var því öruggur í lokin. „Við höfum æft mikið að undan- förnu og það kann að vera að strangar æfingar sitji eitthvað í okkur. Við vöknuðum ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum en ég held að við séum enn inn í myndinni um meistaratitilinn," sagði Árni Friðleifsson eftir leikinn. Flestir leikmanna Víkings voru nokkuð frá sínu besta en það virð- ist oft ekki skipta máli hvernig lykil- menn standa sig, varamennirnir fá lítið að spreyta sig. Trúfan og Árni voru bestu menn í sóknarleiknum og Hilmar stóð að venju fyrir s(nu í vörninni. Mikið var um brottvísan- ir í leiknum og alls fengu Víkingar að hvíla sig í sextán mínútur. Haukaliðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og bi- lið á milli þess og toppliðanna fer ört minnkandi. Liðið var jafnt í þessum leik en athygli vakti ungur leikmaður, Aron Kristjánsson sem lítið sem ekkert hefur fengið að spreyta sig í vetur. Frosti Eiðsson skrifar Víkingur-Haukar 27:21 Laugardalshöllin, úrslitakeppnin, föstudaginn 5. apríl 1991. Gangur leiksins: 6:2, 8:7, 13:9, 16:12, 18:16, 21:19, 15:19, 27:21. Mörk Víkings: Ámi Friðleifsson 8/3, Álexei Trúfan 7/1, Bjarki Sig- urðsson 4, Birgir Sigurðsson 4, Karl Þráinsson 2, Hilmar Sigurgísla- son 1, Björgvin Rúnarsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 7/2, Hrafn Margeirsson 1. Utan vall- ar: 16 minútur. Mörk Hauka: Snorri Leifsson 6/5, Óskar Sigurðsson 4, Petr Baumruk 4/2, Jón Öm Stefánsson 3, Sigurjón Sigurðsson 2, Aron Kristjánsson 2. Varin skot: Magnús Árnason 9/2, Þorlákur Kjartansson 4. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Siguijónsson dæmdu þokka- lega. Ahorfendur: 90. IBV-Valur 18:19 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, föstudaginn 5. aprll 1990. Gangur leiksins: 1:0, 3:4, 6:6, 9:12, 14:17, 16:18, 18:18, 18:19. Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 7/1, Guðfinnur Kristmannsson 4, Sigurður Gunnarsson 2/1, Jóhann Pétursson 2, Erlingur Richardsson 1, Helgi Bragason 1, Sigurður Friðriksson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 19 (þar af tvö, er boltinn fór aftur til mótheija). Utan vallar:. Enginn. Mörk Vals: Júlíus Gunnarsson 7, Valdimar Grímsson 4, Jón Kristjáns- son 4, Brynjar Harðarson 1/1, Finnur Jóhannsson 1, Dagur Sigurðs- son 1, Einar Þorvarðarson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 20 (þar af 5, er boltinn fór aftur til mótheija). lltan vallar: 8 mínúlur. Áhorfcndur: Um 800 - 900. (met). Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ámi Sverrisson. GETRAUNIR i 14. —— I H e i m a I e i k i r frá 1979 U J T Mörk S t a ð a n Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir í sjón- varpi | leikv. | Aston Villa : Manchester Utd. 3 4 3 16-17 Chelsea : Luton Town 4 1 3 10-8 Manchester City : Notth. Forest 2 2 3 5-8 Norwich : Coventry 4 4 1 11-6 Sheffield Utd. : Arsenal 0 0 0 0-0 Sunderland : Q.P.R. 3 0 0 7-0 Tottenham : Southampton 7 3 1 30-14 Middlesbro : Bristol City 1 0 0 1-0 Notts County : Newcastle 0 2 0 2-2 Oldham : Millwall 1 2 0 2-1 Port Vale : West Ham 0 1 0 2-2 Portsmouth : Sheffield Wed. 0 0 2 1-3 Mikil spenna í Eyjum EYJAMENN hafá aldrei náð að leggja Val af velli í Eyjum, en þeir hafa sennilega aldrei verið eins nálægt því og í gærkvöldi. Valur fór með nauman sigur af hólmi, 19:18, og það var Jú- líus Gunnarsson, sem tryggði gestunum sigurinn í mjög spennandi leik með því að skora með langskoti, þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Sigurinn er alls ekki í höfn,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálf- ari Vals við Morgunblaðið eftir leik- inn aðspurður um útlitið. „Það eru átta stig eftir í pott- Sigfús inum og allt getur Gunnar gerst, en þetta er Guðmundsson vissulega áfangi að titlinum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og hann var mjög spennandi í lokin, þegar þeir náðu að jafna. Þá var að duga eða drepast, en þetta var spurning um heppni." < Valsmenn náðu fljótt tveggja marka forskoti, sem þeir héldu lengst af í fyrri hálfleik. Valsvörnin var gríðarlega sterk og Einar varði mjög vel og hann kórónaði hálfleik- inn með því að skora með lang- skoti yfir allan völlinn, þegar 4 sek. voru til hlés, en Sigmar Þröstur, sem varði m.a. þrjú fyrstu hraða- upphlaup Valdimars, hafði hætt sér of langt út. Eyjamenn fóru illa með færin eftir hlé og tókst m.a. ekki að skora úr þremur vítaskotum. En þegar tæpar þijár mín. voru til leiksloka tókst þeim engu að síður að jafna 18:18. Valsmenn fnáðu hraðaupp- hlaupi, en Valdimar skaut í slá. IBV tókst ekki að skora í næstu sókn og þegar mínúta var til leiksloka var dæmd lína á Valdimar. Eyja- menn hófu sókn, en skiptimaður Vals náði að „stela“ boltanum, gest- irnir fóru sér að engu óðslega, en Júlíus tók af skarið á síðustu stundu. „Við lögðum mikla áherslu á þennan leik og erum komnir lang- leiðina að titlinum,“ sagði Júlíus. „Nú eigum við þrjá heimaleiki í röð, en það getur allt gerst, þó þetta líti vel út.“ Markverðir liðanna stóðu upp úr og áttu frábæran dag. „Þetta var týpískur toppslagur,“ sagði Sigmar Þröstur. „Við „slúttuðum" sóknun- um illa og Einar varði vel, en með góðri baráttu náðum við að vera með allan leikinn þrátt fyrir að varnar- og sóknarleikurinn væri ekki góður hjá okkur.“ Hann varði sérstaklega vel frá landsliðshorna- mönnunum, Valdimar og Jakobi. „Strákarnir pressuðu hornamenn- ina vel inn og þess vegna var auð- veldara að eiga við skotin. En við pössuðum Júlla ekki nógu vel og það kostaði okkur stigin tvö.“ URSUT Þýskaland Fortuna niisseUiorf-Nuruborg....3:0 Allofs 45., Andersen 83., Hutwelker 90. Áhorfendur: 12.000 Werder Bremen-HertJia Berlín....6:0 Eilts 28., Neubarth 33., Rufer 49., 63. og 85., Harttgen 81. vsp. Áhorfendur: 18.000 Karlsruhe-Bayer Leverkusen......2:0 Reiehert 76. Schuetterle 30., Áhorfondur: 12.000. Staða efstu Kaisersl ...23 13 WerderBremen . ...24 12 Bayem Munchen ...23 12 ...23 9 ...23 11 ...24 9 Dortmund ....23 7 Leverkusen ...24 8 Köln ....23 8 ...23 7 Stuttgart ....23 9 Kaiisruhe ....24 7 Wattenseheid.... ....23 6 6 8 5 9 5 8 11 9 8 9 5 9 9 liðn: 48:32 32 38:21 32 48:24 29 39:24 27 32:25 27 30:29 26 29:35 25 29:27 25 31:21 24 34:29 23 9 35:31 23 8 36:39 23 8 29:37 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.