Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK 77. tbl. 79. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: ANC setur stjórn- inni úrslitakosti Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC) í Suður-Afr- íku, hótaði í gær að hætta samingaviðræðum við stjórn F.W. de Klerks forseta nema tveir af helstu ráðherrum landsins létu al' embætti. Mandela sagði að 8.000 pianns hefðu beðið bana af völdum morð- Staða Norð- ur-J'íoregs og Islands sambærileg - segir Gro Harlem Brundtland Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttarit- ara Morgvnblaðsins. „Sjávarútvegur er alveg jafnmikilvægur fyrir íbúa Norður-Noregs og Islendinga og það stoðar því ekki að segja að Island sé lítið land úti í hafi og verði að fá sérstaka úrlausn sinna mála,“ sagði Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, á fimmtudag, þegar hún var á ferð í Finnmörku í Norður- Noregi með Frans Andries- sen, sem fer með utanríkismál á vegum framkvæmdastjórn- ar Evrópubíindalagsins (EB). Forsætisráðherrann sagði að það hefði ævinlega verið höfuð- krafa norskra stjórnvalda að Noregur og ísland fengju sams konar samninga við EB. Á þann eina hátt væri mögulegt að tFyggja atvinnuöryggi og búsetu í strandhéruðum Norður-Nor- egs. Ekki kæmi til greina að EB-löndin fengju í staðinn að veiða innan norskrar efnahags- lögsögu. Framkvæmdastjórn EB hefur gefið í skyn að hún gæti hugsað sér að finna sérlausn á vanda- málum íslendinga þar sem þeir ættu allt sitt undir útfiutningi sjávarafurða. sveita, bardaga milli stríðandi fylk- inga blökkumanna og aðgerða ör- yggissveita frá því átök og óeirðir brutust út í blökkumannabyggðum landsins í september 1984. Ráðu- neyti varnar- og lögreglumála væru ábyrg fyrir öllum þessum drápum og því bæri að víkja Adriaan Vlok, ráðherra lögreglumála, og Magnus Malan, varnarmálaráðherra, úr stjórninni. Fréttaskýrendur í Suður-Afríku töldu afar ólíklegt að de Klerk gengi að skilyi'ðum Mandela. „Það myndi jafngilda viðurkenningu á því að Afríska þjóðarráðið stjórnaði í raun landinu en ekki ríkissQórnin," sagði einn þeirra og bætti við að de Klerk ætti í vök að verjast vegna gagnrýni hægrimanna. Reuter Á stærri myndinni eru kúrdískar konur ásamt börnum sinum við landamæri Tyrklands að Irak. Tvær milljónir Kúrda hafa lagt á flótta undan íraska stjórnarhernum til Tyrklands og Irans. Kúrdar niótmæltu ofsóknum gegn kúrdíska minnihlutanum í írak við sendi- ráð landsins víða um heim í gær. Hleypt var af byssum út um glugga á írösku ræðismannsskrifstofunni í Istanbui og beið einn maður bana, auk þess sem tveir særðust alvarlega. Ennfremur var skotið á hóp mótmælenda úr iraska sendiráðinu í Prag en enginn varð fyrir skoti. Innfellda myndin er frá mótmælum Kúrda í Sofíu. Irakar sakaðir um tortím- ingarherferð gegn Kúrdum Bandaríski flugherinn sendir hjáipargögn til flóttamanna í norðurhluta íraks Nikosíu, Damaskus, Sameinuðu þjóðunum, Brussel, Newport Beach. Reuter, The Daily SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) komu saman í Brussel í gær og sökuðu írösku stjórnina um alvarleg mann- réttindabrot gegn Kúrdum eftir uppreisn þeirra gegn Saddam Huss- ein Iraksforseta. I öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var rædd álykt- unartillaga um að fordæma „ofsóknir gegn íröskum borgurum". Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að írakar væru að heyja „tortímingarstríð" gegn kúrdiska minnihlutanum. George Bush Bandaríkjaforseti sagði i gærkvöldi að bandaríski flug- herinn myndi hefja Hutninga á hjálpargögnum til kúrdiskra flótta- manna í norðurhluta Iraks á sunnudag. Byltingai'i’áð íraks, undir for- sæti Saddams Husseins, kom saman í Bagdad og samþykkti að veita kúrdískum uppreisnarmönnum sak- aruppgjöf. Kúrdar, sem hafa flúið landið, fengu tveggja vikna frest til Telegraph. að fallast á tilboðið og snúa heim. Sendiherra íraks í Bi'ussel sagði í gærkvöldi að írösk stjórnvöld hefðu óskað eftir því að alþjóðleg nefnd yrði send til landsins tii að kanna hvernig farið væri með Kúrda. Talsmaður Lýðræðisflokks Kúrda í Damaskus sagði að tilboð Saddams væri „viðbjóðslegur brandai'i“ og græddi ekki sár kúrdísku þjóðarinn- ar eftir grimmdai'verk íraska stjórn- arhersins. „Kúrdísku flóttamennirn- ir hafa orðið vitni að íjöldamorðum á Kúrdum í Kirkuk og fleiri íröskum Sovétríkin: Verfcfall námamanna breiðist út Aukin völd Jeltsíns staðfest á rússneska þinginu Moskvu. Reuter. OHÁÐ samtök námamanna í Sovétríkjunum halda fast við kröfur sínar um afsögn Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Sovét- stjórnarinnar allrar og vísa á bug tilboði um tvöfalt hærri laun. Hundruð þúsunda kolanámamanna hafa nú verið i verkfalli í sex vikur og virðist það sífellt breiðast út. Talið er að vaxandi ókyrrð og efnahagsóreiða hafi valdið því að fulltrúaþing Rússlands sam- þykkti endanlega í gær tillögur um stóraukin völd Borís Jeltsíns forseta og tillögu hans um að forseti verði þjóðkjörinn. í gær var skýrt frá því að starfsmenn í mikilvægum kal- íumáburðarnámum hefðu lagt niður störf og til skyndiverkfalla kom í Minsk vegna verðhækkana á lífsnauðsynjum. Þar var einnig krafist afsagnar Gorbatsjovs. Það hefur styrkt mjög stöðu Jeltsíns að verkfallsmenn leggja æ meiri þunga í kröfuna um afsögn Gor- batsjovs en rússneski forsetinn setti fram sömu kröfu í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu. Hann vill að ráð forseta lýðveldanna 15 taki við völdum í Sovétríkjunum. Sovéski forsætisráðherrann, Val- entín Pavlov, gaf í skyn í gær að iaun allra verkamanna í landinu yrðu senn hækkuð. Aukaþing rússneska þingsins var á sínum tíma kallað saman gagngert til þess að harðlínu- menn gætu borið fram vantraust á Jeltsín, er sagði sig úr komm- únistaflokknum sl. sumar, en vopnin virðast hafa snúist í hönd- um þeirra. Samtök miðjumanna er nefna sig Lýðræðissinnaða kommúnista snerust á sveif með forsetanum og fengu tillögur um tilskipanavald hans og beint forsetakjör 12. júní nk. 607 at- kvæði í lokaatkvæðagreiðslu gær. Aðeins 228 voru á móti og 100 sátu hjá. Jeltsín er talinn öi'uggur um sigur í forsetakjöri. Ljóst er að staða hans í valdabaráttunni við Gorbatsjov myndi styrkjast mjög við slík úrslit en Sovétleið- toginn hefur aldrei boðið sig fram í raunverulegum lýðræðiskosn- ingum. Einn af fulltrúum miðjumanna á rússneska þinginu, Anatólíj Búgrímov undirofui'sti, fagnaði úrslitunum en sagðist ekki viss um að aukin völd Jeltsíns og ríkis- stjórnarinnar dygðu í baráttunni gegn harðlínukömmúnistum. „Öfl sem halda í reynd um valdataum- ana munu gera allt til að bregða fyrir hann fæti,“ sagði Búgrímov. Míkhaíl Gorbatsjov fékk völd til að stjórna Sovétríkjunum með til- skipunum fyrir ári en stjórnir ein- stakra lýðvelda hafa margar hundsað fyrirmæli hans. borgum,“ bætti hann við. í yfirlýsingu frá sendiherrum NATO sagði að aðildarríki banda- lagsins fordæmdu harðlega „grimmdarlega kúgun“ og „víðtæk mannréttindabrot" íraka og hvöttu stjórnvöld í Bagdad til að stöðva ofsóknii'nar gegn Kúrdum. Frakkar, Bandaríkjamenn og Bretar beittu sér fyrir því að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi stjói-nvöld í írak og krefðist þess að alþjóðastofmmum yrði heimilað að koma flóttanmnnum innan landa- mæra landsins tii hjálpar. Sovét- menn og Kmw'ijar, sem geta bcilt neitunai-valdi i ráðinu, voru tregir til að samþykkj i ályktun þessa ol'nis þar sem þeir lila svo á að hcr sé um innanríkismál að ræða og af- skipti ráðsins geti haft fordæmisgildi. Hans-Dietrich Genscher sagði að ekki kæmi til greina að aflétta við- skiptabanninu, sem sett var á íraka eftir innrásina í Kúveit í fyrra, fyrr en írösk stjórnvöld stöðvuðu ofsókn- irnar gegn Kúrdum. Þjóðarmorð getur aldrei talist innanríkismál því slíkt snertir alla heimsbyggðina. Þetta þjóðarmorð stefnir friðnum í hættu eins og fjöldaflótti Kúrdanna sýnir,“ sagði hann. George Busli skýrði frá því að bandaríski flugherinn myndi senda matvæli, teppi, fatnað og hjúkrun- argögn til kúrdískra flóttamanna í norðurhluta íraks. James Baker, utanrikisráðhei'ra Bandaríkjanna, færi til landamæra Tyrklands að Irak til að kanna flóttamannavand- ann. Baker fer á sunnudag í aðra ferð sína til Mið-Austurlanda eftir stríðið fyrit' botni Persaflóa. Sjá fréttir á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.