Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 15 Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir Kosningastjóri: Jóhannes Óli Garðarsson Kvenfélag Laugar- nessóknar 50 ára eftir JónD. Hróbjartsson i 6. apríl verður kvenfélag Laug- arnessóknar 50 ára, en það var stofnað vorið 1941. Stofnun kvenfélags í Laugar- neshverfi á sínum tíma var mikil lyftistöng fyrir allt kirkjustarf, enda var markmið félagsins að hlúa að málefnum kirkjunnar. Fyrsta verkefni kvenfélagsins var að styðja við kirkjubygginguna, sem nýstofnuð sóknarnefnd skipu- lagði og stóð fyrir. Konur úr kven- félaginu unnu ötullega að fjáröflun fyrir sjálfa kirkjuna og síðar söfn- uðu þær fyrir ýmsum kirkjumun- um. Það tók 8 ár að byggja Laugar- neskirkju, en það var gert á mjög erfiðum tímum stríðsára þegar örðugt var að fá það sem til þurfti. En vegna harðfylgi sóknarnefnd- ar, sóknarprests og safnaðar tókst þetta giftusamlega og kirkjan var vígð 18. desember 1949. Eitt verkefni tóku konur úr kvenfélaginu að sér, sem lengi verður í minnum haft frá þessum tíma. Þær gengu með stóra bók milli allra heimila í sókninni, þar sem íbúamir, sem það gátu, rituðu nöfn sín í og lögðu um leið sinn skerf í byggingasjóðinn. Þessi merka bók liggur frammi í kirkj- unni og er merk heimild um íbúa sóknarinnar, en ekki síst um dugn- að kvennanna sem unnu verkið. Kvenfélag Laugarnessóknar tók sér margt fyrir hendur auk Ijáröfl- unar. Oft buðu þær upp á nám- skeið um ýmis efni, svo sem saumanámskeið, námskeið í fram- sögn. Þá tóku þær að sér reit í Heiðmörk og hafa farið á hveiju vori til að gróðursetja tré. Þessar ferðir voru og eru skemmtilegar og ómissandi liður í starfi félags- ins. Kvenfélagið hefur ávallt haldið félagsfundi fyrsta mánudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina. Lengi voru þessir fundir í fundar- sal kirkjunnar, sem var bæði lítill og þröngur, en þær létu það ekki á sig fá og nutu samfundanna í ríkum mæli. Sérstakar hátíðir héldu konurnar og halda enn, þ.e. jólafund og afmælisfund, en þessir fundir hafa ávallt verið mjög vel sóttir. Árið 1978 tók sr. Garðar Svav- arsson skóflustungu að nýju safn- aðarheimili við kirkjuna. Þetta var langþráður draumur, enda var löngu orðin þörf á meira húsrými fyrir félagsstarfið. Vorið 1983 var Safnaðarheimilið tekið í notkun og átti kvenfélagið sinn þátt í því að safna peningum til byggingar- innar. Margar hæfileikakonur hafa verið í forystu kvenfélagsins þessi 50 ár. Fyrsti formaður fé- lagsins var frú Þuríður Pétursdótt- ir, þá tók við frú Lilja Jónasdóttir. Eftir hana tók við stjórnartaumun- um frú Herþrúður Hermannsdóttir eiginkona fyrsta formanns sóknar- nefndarinnar. Hún starfaði sem formaður í 12 ár, en næstu 12 árin stýrði frú Vivian Svavarsson félaginu, en hún var eiginkona sr. Garðars Svavarssonar. Eftir hana hafa ýmsar konur gegnt for- mennskunni, en núverandi form- aður heitir Hjördís Georgsdóttir. Ekki er svo hægt að fjalla um starf kvenfélags Laugarnessókn- ar, að ekki sé minnst hins merka starfs sem sr. Garðar Svavarsson innti af hendi sem brautryðjandi kirkjulegs starfs í Laugarnes- hverfi. Hann kom til starfa í Lau- garnesi 1986 og var því búinn að .isnlnfnmlivBpiyoir snnsm „Þær gengu með stóra bók milli allra heimila í sókninni, þar sem íbú- arnir, sem það gátu, rituðu nöfn sín í og lögðu um leið sinn skerf í byggingasjóðinn.“ starfa þar í 40 ár þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir haus- tið 1976. Kvenfélagskonurnar báru alltaf mikla virðingu fyrir sr. Garðari, enda starfaði hann mikið með þeim og mat starf þeirra mik- ils. Á 50 ára afmæli kvenfélags Laugarnessóknar vii ég blessa minningu sr. Garðars Svavarsson- ar um leið og ég þakka öllum þeim mörgu sem komið hafa við sögu í öflugu og þróttmiklu starfi kvenfélagsins frá upphafi. Ég bið Guð að blessa allar félagskonur og árna félaginu heilla og blessun- ar á merkum tímamótum. Höfundur er sóknarprestur Laugarnessóknar. Nes- og Melahverfi: Sími: 620185 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmenn: Kolbrún Ólafsdóttir Haraldur Johannessen Kosningastjóri: Þórólfur Halldórsson Vestur- og Miðbæjarhverfi: Sími: 620187 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Brynhildur Andersen Kosningastjóri: Kristján Guðmundsson Austurbær og Norðurmýri: Sími: 620189 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Jens Ólafsson Kosningastjóri: Kristinn Gylfi Jónsson Hlíða- og Holtahverfi: Sími: 82608 Skrifstofa: Valhöll 2. hæð Starfsmaður: Árni Jónsson Kosningastjóri: Jóhann Gíslason Háaleitishverfi: Sími: 82679 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Trausti Þór Ósvaldsson Kosningastjóri: Karl F. Garðarsson Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Sími: 82675 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Sóphus Guðmundsson Kosningastjóri: Óðinn Geirsson Laugarneshverfi: Sími: 620181 Skrifstofa: Borgartúni 31 Starfsmaður: Ragnar Ragnarsson Kosningastjóri: Axel Eiríksson Langholtshverfi: Sími: 678537 Skrifstofa: Fákafeni 11 Starfsmaður: Helga Jóhannsdóttir Kosningastjóri: Óskar Finnsson Árbæjar-, Seláshverfi og Ártúnsholt: Sími: 674011 Skrifstofa: Hraunbæ 102 b Bakka- og Stekkjahverfi Sími: 670578 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Louise Biering Kosningastjóri: Guðmundur Jónsson Skóga- og Seljahverfi Sími: 670413 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Guðlaug Wium Kosningastjóri: Rúnar Sigmarsson Fella- og Hólahverfi Sími: 670352 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Bertha Biering Kosningastjóri: Jón Sigurðsson Grafarvogun Sími: 676460 Skrifstofa: Hverafold 1-3 Starfsmaður: Sigurður Pálsson Kosningastjóri: Hreiðar Þórhallsson Utankjörstaðaskrifstofa: Opið kl. 9.00-22.00 alla daga Skrifstofa: Valhöll, 3. hæð Starfsmenn: Katrín Gunnarsdóttir, sími: 679903 Gísli Jensson, sími: 679938 Kosningastjóri: Óskar V. Friðriksson, sími: 679902 Kosningaskrifstofurnar eru opnar alla virka daga milli kl. 17.00 og 22.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 17.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á kosningaskrifstofunum virka daga frá kl. 17.30 til 19.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 15.30. Nánari upplýsingar á kosningaskrifstofunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.