Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 21 Oskiljanleg út- hlutun á hafnarfé eftir Halldór Blöndal Síðustu dagar þingsins voru ekki til sóma og má raunar segja, að salir og gangar hafi breyst í markaðstorg, þar sem ráðherrarnir voru aðalkaupahéðnarnir. Mestu hrossakauþjn voru í kringum láns- fjárlögin. Óskiljanleg úthlutun á hafnarfé er hluti af þeim, en heim- ildin er sótt í ræðu Páls Pétursson- ar og mun vera á þá leið, að fjár- málaráðherra sé heimilt að taka lán til opinberra framkvæmda og aðgerða í atvinnumálum í byggðar- lögum sem hart hafa orðið úti vegna loðnubrests eða örðugs at- vinnuástands. Af ástæðum mér ókunnum hefur fjái-veitinganefnd skipt þessu fé, 100 millj. kr., þannig, en inni í svigum eru tillögur vita- og hafnar- málastjóra: Ólafsvík 3 millj. kr. (ekkert), Patreksfjörður 5 millj. kr. (ekkert), Bolungarvík 15 millj. kr. (15), Blönduós 16 millj. kr. (ekk- ert), Siglufjörður 12 millj. kr. (18), Raufarhöfn 2 millj. kr. (7), Þórs- höfn 6 millj. kr. (8), Vopnafjörður 6 millj. kr. (6), Seyðisfjörður 3 millj. kr. (5), Neskaupstaður ekk- ert (2), Eskifjörður 4 millj. kr. (4), Reyðarfjörður 14 millj. kr. (20), Grindavík 14 millj. kr. (15). Það vekur athygli, að sumum loðnuhöfnum er sleppt með öllu, þótt þar sé brýn þörf á hafnarfram- kvæmdum og hafi verið lengi. Ég nefni Ólafsfjörð i mínu kjördæmi. Svo sem ekkert kemur í hlut Rauf- arhafnar, þótt nauðsynlegt sé að dýpka innsiglinguna, eftir að loðn- uskipin hafa stækkað, en það er að sjálfsögðu dæmigerð loðnuhöfn. Á hinn bóginn hefur fjárveitinga- nefnd ráðstafað fé til hafna, þar sem aldrei hefur farið sögum af loðnu. Mér eru ekki ljósar forsend- urnar fyrir þeirri úthlutun, en þó virðist ljóst, að ekki hefur verið lagt upp úr því, að mikil umferð sé um þær hafnir, sem hrepptu hnossið. Úthlutun á 100 millj. kr. lánsfé til einstakra hafna er á ábyfgð rík- isstjórnarinnar en ámælisvert, að ekki skyldi frá henni gengið, með- an Alþingi sat, eins og komið hef- Halldór Blöndal „Á hinn bóginn hefur fjárveitinganefnd ráð- stafað fé til hafna, þar sem aldrei hefur farið sögum af loðnu. Mér eru ekki ljósar forsend- urnar fyrir þeirri út- hlutun, en þó virðist ljóst, að ekki hefur ver- ið lagt upp úr því, að mikil umferð sé um þær hafnir, sem hrepptu hnossið.“ ur í ljós. Hlutur Norðurlands eystra liggur eftir. Á undanförnum árum hefur 20-25% hafnarfjár farið í það kjördæmi og hvergi nærri dugað til. í þessari úthlutun fara litlar 8 millj. kr. þangað eða 8%, en loðnu- hafnirnar eru fjórar. Tvær þeirra fá ekki neitt. Hrossakaupin í kringum lánsr Ijárlögin láta sannarlega ekki að sér hæða. Höfundur er alþingismaður Sjálfst-æðisflokksins fyrir Norðurlandskördæmi eystra. T I L B 0 B A R S I N S VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- Dæmi um greiðslumáta: l)Visa/Euro raðgreiðslur í , 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca. 10.888,- Utborgun 27.364,-, afborgun hvern mánuð. á mánuði ca. 3.500,- Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. 1 Kt tfpíOT 1 >1 b Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.