Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991
Umskrum
Sextán n
minnisle1
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Ólafur Ragnar er engum líkur
þegar villa þarf um og blekkja eða
eigna sér gjörðir annarra. I annars
þokkalega leikstýrðri uppfærslu á
sýndarköflum af sjálfum sér í flokk-
akynningu Sjónvarpsins tók Ólafur
Ragnar m.a. fjögur afar óheppileg
dæmi um það, sem hann gjarnan
vildi hafa gert.
Sjálfur fjármálaráðherrann vog-
aði sér að kvarta undan samráðherr-
um sínum, að þeir hefðu ekki viljað
hækka skattfrelsismörkin. Hvílík-
ur manndómur!
Ríkissjóðsdæmið, þ.m.t. ákvörð-
un skattleysismarka, er að sjálf-
sögðu fyrst og fremst mál fjármála-
ráðherra. Ef útgjöld ríkisins eru það
mikil, að hann þurfi að hækka skatt-
ana til að lækka halla ríkissjóðs þá
gerir hann að sjálfsögðu um það til-
lögðu til ríkisstjórnarinnar. í fjár-
málaráðherratíð minni var komið á
staðgreiðslukerfi skatta. Ef þau
skattfrelsismörk sem þá voru ákveð-
in hefðu breyst í sama takt og skatt-
prósentan væru þau nú 64.800 kr.
í stað 57.370 kr.
Þetta myndi kosta ríkissjóð um
4,5 milljarða á ári nú, og sést
kannskþ best á því í hveiju skatta-
stefna Ólafs Ragnars er fólgin.
Alþýðuflokkurinn telur sig skuld-
bundinn til að framfylgja þeirri
stefnu sem hann markaði meðan
hann réð fjármálaráðuneytinu.
Með ákvörðun sinni um að hækka
skattleysismörk að undanförnu
minna en bæði tekju- og verðlags-
breytingar gáfu tilefni til, var Ólafur
Ragnar vísvitandi að auka skatt-
byrðina hjá m.a. fiskvinnslufólki.
Þegar Ólafur Ragnar er að taka
undir óskir fiskvinnslufólks um
hækkun skattfrelsismarka til jafns
við sjómenn þá yfirspilar hann jafn-
vel sjálfan sig í ómerkilegum kosn-
ingaloforðum. En, tökum fjármála-
ráðherra á orðinu. Hvað kostar þessi
yfirlýsing ráðherrans ríkissjóð?
Sjómannaafslátturinn er nú 11%
eftir Inga Björn
Albertsson
Þegar kosningar nálgast keppast
þeir flokkar sem aðild eiga að ríkis-
stjórninni við það að segja fólkinu í
landinu hversu duglegir þeir hafa
verið og hversu gott við öll höfum
það í raun og veru.
Þeir staðhæfa að skattar hafi
raunverulega ekkert hækkað eða
alla vega svo lítið að vart sé á
minnandi.
Ekki þarf að nefna neinar tölur
til þess að hrekja slíkan málflutning.
Það nægir þér sem lest þessa grein
að skoða í pyngju þína. Hún er besti
mælikvarðinn á þær hremmingar
sem þessi ríkisstjórn hefur yfir okk-
ur leitt. Það má segja að það sé
móðgun við almenna skynsemi þjóð-
arinnar að ætlast til þess að hún
trúi og treysti mönnum sem setja
slíkt fram.
Ráðherrar vinstri flokkanna,
Framsóknar, Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags, hafa sýnt Iaunafólki
„fullan skilning" á því að laun þurfi
að hækka, en hvað hafa þeir gert
til þess-að svo megi verða? Jú, þeir
hafa hækkað skatta um 16 milljarða
á síðustu þremur árum, þeir hafa
haldið uppi hávaxtastefnu í þjóðfé-
laginu með sífellt auknum innlend-
um lántökum og þeir hafa rekið rík-
issjóð með slíkum halla að um eins-
dæmi er að ræða, sá halli greiðist
ekki af neinum öðrum en okkur sjálf-
um og börnunum okkar.
Á þennan hátt hafa þeir ýtt vand-
anum sífellt meir á herðar komandi
og kostar ríkissjóð 1,2 milljarða kr.
Ef sams konar afsláttur ætti að
ganga til fiskvinnslufólks myndi það
kosta ríkissjóð annað eins. Ef allir
landsmenn ættu að fá sams konar
afslátt mundi það kosta ríkissjóð
milli 12-14 milljarða kr. Svona mál-
flutningur er gagnsær og afar
ómerkilegur.
Um þetta hefur íjármálaráðherra
aldrei flutt neina tillögu í ríkis-
stjórn — aðeins í fjölmiðlum_ og á
áróðursfundum Allaballa. Ólafur
hefur hins vegar reifað óformlega
vangaveltur sínar um hátekjuskatt.
Samkvæmt afar ófullkomnum drög-
um voru færðar að því líkur að hann
ætti að skila u.þ.b. 180 m.kr. á ár-
inu 1991 og þá var gert ráð fyrir
því að hann væri miðaður við 300
þ.kr. heildartekjur einstaklings á
mánuði.
Fyrir þessar tekjur, 180 m.kr. á
árinu 1991, erhægt að hækka skatt-
leysismörkin fyrir alla um heilar 300
kr. á mánuði eða í 57.680 kr. Þetta
er allt og sumt sem hann hefur gert.
í fyrrgreindri sjónvarpskynningu
sagði fjármálaráðherra að hann
hefði lagt fram tillögur um skatt-
lagningu fjármagnstekna. Hvar
eru þær tillögur? Þær hafa ekki ver-
ið lagðar fram í ríkisstjórn a.m.k.
Allt frá árinu 1987 hefur í íjármála-
ráðuneytinu verið unnið að gerð
slíkra tillagna, en ekkert sést af
þeim enn.
Þá gumar Ólafur enn af tillögum
um húsaleigubætur sem hann lagði
fram á seinasta degi þingsins, svo
seint að hann gat verið viss um að
þær fengjust ekki afgreiddar, en
ekki of seint til að geta gumað af
framlagningu þeirra á áróðursfund-
um.
í reynd var um að ræða frumvarp
sem byggði að öllu leyti á tillögum
frá Jóhönnu Sigurðardóttur, sem
ljármálaráðherra hafði hins vegar
ekki afgreitt af augljósum ástæðum.
Alþýðuflokkurinn kom fyrst fram
með tillögu um húsaleigubætur í rík-
isstjóminni, en nefnd sem félags-
málaráðherra skipaði til að endur-
skoða félagslega íbúðakerfið lagði
Ingi Björn Albertsson
kynslóða. Þannig telja þeir sig hafa
komið til móts við láglaunafólkið í
landinu, en það er mest vaxandi
hópur launafólks í landinu.
Þeir auka sem sagt sífellt byrð-
arnar, á sama tíma og þeir geta
kinnroðalaust tekið við háum upp-
hæðum úr hendi skattgreiðenda í
formi aukatekna. Þær greiðslur eru
kallaðar dagpeningar.
Formaður Alþýðuflokksins, flokks
alþýðunnar, vílar ekki fyrir sér að
þiggja 119.000,00 kr. (að frádregn-
um sköttum) að rneðaltali á mánuði
árið 1989 í dagpeninga, en það eru
tvöföld mánaðarlaun hins almenna
launamanns.
Forsætisráðherra, formaður
Framsóknarflokksins, sýndi skilning
Jón Baldvin Hannibalsson
„Með ákvörðun sinni
um að hækka skattleys-
ismörk að undanförnu
minna en bæði tekju-
og verðlagsbreytingar
gáfu tilefni til, var Olaf-
ur Ragnar vísvitandi að
auka skattbyrðina hjá
m.a. fiskvinnslufólki.44
fram útfærðar tillögur um húsa-
leigubætur.
I nýjum lögum um félagslega
íbúðakerfið var mörkuð sú stefna í
opinbera húsnæðislánakerfinu, að
það miðaði jafnt að því að aðstoða
íbúðareigendur sem og leigjendur.
Tillögurnar miða að því að húsa-
leigubætur verði tekju- og eigna-
tengdar líkt og vaxtabætur og
greiddar út með tveimur jöfnum
greiðslum á ári. Þetta kerfi mun
kosta 4-500 m.kr. á ári. Húsaleigu-
bætur eru því hvorki hugmynd né
tillaga frá Ólafi Ragnari eða þeim
Allaböllum. Þeir vilja hins vegar
gjarnan skreyta sig með þeim. Menn
eru seinþreyttir til vandræða, eink-
um ef um er að ræða samráðherra.
En svo má brýna deigt járn að bíti.
Höfundur er formaður
Alþýðuflokksins og
utanríkisráðherra.
„Vilji menn viðhalda
því siðleysi sem fylgt
hefur hrossakaupa-
stjórn Steingríms Her-
mannssonar, þá kjósa
þeir einhvern af núver-
andi stjórnarflokkum.
Ef menn vilja hins veg-
ar leiða nýtt siðferði
inn í íslensk stjórnmál
er aðeins um einn flokk
að ræða, — Sjálfstæðis-
flokkinn.“
sinn og siðferði með því að þiggja
aðeins sem nemur einum mánaðar-
launum að meðaltali árið 1989. Og
ráðherrar Bandalags alþýðunnar
sem þykist berjast fyrir verkafólk í
landinu létu ekki sitt eftir liggja.
Það er ekki síst þetta sem um er
kosið 20. april næstkomandi, þ.e.
siðferði í íslenskum stjórnmálum.
Vilji menn viðhalda því siðleysi sem
fylgt hefur hrossakaupastjórn Stein-
gríms Hermannssonar, þá kjósa þeir
einhvern af núverandi stjórnarflokk-
um. Ef menn vilja hins vegar leiða
nýtt siðferði inn í íslensk stjórnmái
er aðeins um einn flokk að ræða, —
Sjálfstæðisflokkinn.
Höfundur er einn af
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins.
eftir Geir H. Haarde
„Mikið má maður heyra áður en
eyrun detta af,“ sagði sögupersóna
í einu ævintýri H.C. Andersens. Mér
datt þessi setning í hug þegar ég
heyrði forsætisráðherra landsins
halda því blákalt fram í sjónvarpi
fyrir nokkrum dögum að skattar í
ríkissjóð hefðu ekki hækkað í tíð
núverandi ríkisstjórnar. Hins vegar
hefðu fasteignagjöld sveitarfélaga
hækkað töluvert mikið og hann hefði
vissulega „áhyggjur af því“. Þetta
kom fram þegar forsætisráðherra sat
fyrir svörum hjá fréttamönnum sjón-
varps á öðrum degi páska.
Állir vita að sú fullyrðing að skatt-
ar ríkisins hafi ekki hækkað undan-
farin ár er fjarstæða og það er hreint
ótrúlegt að nokkur skuli reyna að
halda slíku fram. Raunar voru tölur
þær sem ráðherrann fór með um
þetta efni meira og minna út í loftið
því hann talaði oftast um „heildar- t
skattheimtu" ríkis og sveitarfélaga
(án þess þó að segja frá því) þegar
spurt var um skatta til ríkisins. Þann-
ig hélt hann því fram að skattheimt- .
an hérlendis væri 36-37% af þjóðar- *
tekjum en ríkið hefði haldið sér „full- 1
komlega innan við 27%“. Síðar í sam- j
talinu sagði hann að ríkið hefði tekið
26,5-27% þjóðartekna og því hefði <
„ekki verið mótmælt". <
Sannleikurinn í málinu \
Um þessi mál er auðvelt að afla (
upplýsinga og óþarft að deila um j
staðreyndir. E.t.v. er handhægast að
vitna í nýlega skýrslu sjálfs fjármála- 1
ráðuneytisins um ríkisfjármál árið 1
1990. Þar koma m.a. fram eftirfar- J
andi upplýsingar um þróun skatt-
tekna undanfarin ár. Tekjur ríkis-
sjóðs af beinum sköttum jukust úr ;
2,9% af vergri landsframleiðslu árið i
1987 í 5,3% árið 1990. Beinir skatt- j
ar ríkisins, þ.e. tekju- og eignarskatt-
ar einstaklinga og fyrirtækja, jukust i
sem sagt um 82% að raungildi á j
þessu tímabili. ,
Tekjurnar af óbeinu sköttunum ;
jukust mun minna eða úr 19,2% af ;
landsframleiðslu 1987 í 20,3% árið ,
1990 sem er 6% raunhækkun. Heild- j
artekjur ríkissjóðs, beinir og óbeinir j
skattar auk annarra tekna sem ekki
vega þungt, jukust úr 23,5% árið
1987 í 25,3% á árinu
1988. Síðan í 27% árið 1989 og loks
■ Á PÚLSINUM laugardaginn 6.
apríl leikur Danny Newmann og
hljómsveit en á miðnætti kemur
söngkvartettinn Blái hatturinn
ásamt píanóleikaranum og útsetjar-
anum Jóhanni G. Jóhannssyni.
Sönghópinn skipa: Egill Olafsson,
tónlistarmaður og leikari, Jóhann
Sigurðsson, leikari og söngvari,
ásamt leik- og söngkonunum Eddu
Heiðrúnu Bachman og Ásu Hlín
Svavarsdóttur. Sunnudaginn 7.
apríl verður svo bandaríski soul-
söngvarinn Bob Manning með 3.
tónleika sína á Púlsinum ásamt
KK-bandi en hljómsveitin var
stækkuð sérstaklega vegna komu
Mannings.
■ ÍSLANDSMEISTARA-
KEPPNI10-12 ára barna í „free-
style“ dansi verður haldin í dag,
laugardaginn 6. apríl, kl. 14.00 í
Félagsmiðstöðinni Tónabæ. Um
20 hópar og 24 einstaklingar eru
skráðir til keppni. Keppt verður um
titilinn Islandsmeistarar í „Free-
style“ dansi 10-12 ára 1991.
■ ÞJÓÐÞRIF sem er samstarfs-
fyrirtæki skáta, hjálparsveita skáta
og Hjálparstofnunar kirkjunnar,
verða með sérstakt söfnunarátak í
dag, laugardag, á gosdrykkja- og
ölumbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Fólk getur hringt milli kl. 11.00 og
15.00 í Bandalag íslenskra skáta á
laugardag og fengið þannig skát-
ana heim til að sækja umbúðirnar.
Fólk getur þá losnað við tómar
umbúðir, nú eftir hátíðirnar, um
leið og það leggur fé til mikilvægr-
ar góðgerðarstarfssemi.
Nýtt siðferði eða sið-
leysi síjómarflokkanna