Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 23 á starfi stöðvarinnar. Þar segir m.a.: „Uppbygging heilsugæslustöðv- anna í Reykjavík mun taka áratugi og Heilsuverndarstöðin mun um ókomna framtíð verða móðurskip heilsuverndarstarfs og heilsugæslu hér í borginni. Þaðan verður að koma leiðarljós til heilsugæslustöðvanna um nýjungar á sviði heilsuverndar og þar verða þróaðar nýjar aðferðir, sem henta við íslenskar aðstæður í sambandi við skipulagningu og rekstur siíks starfs. Umsjón heilsu- verndarstarfsins í borginni þarf að vera í höndum sérmenntaðra aðila, sem munu vinna að rannsóknum og tilraunum auk kennslu heilbrigðis- stétta." Reykjavíkurborg gerði þesáa stefnu að sinni og í samningunum um kerfisbreytingu heimilislækn- inga og heilsuverndar hér í Reykja- vík, sem stóð frá árinu 1979-1984, var gert ráð fyrir, að framtíð stöðv- arinnar yrði með þessum hætti. Landsmiðstöð fyrir heilsuvernd Nú hafa öll heilbrigðismál verið færð til ríkisins og Heilsuverndar- stöðin því orðin ríkisstofnun. í tillögu að þingsályktun um heilbrigðisáætl- un fyrir Islendinga, sem liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir, að komið verði á fót stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu. Það hefur um nokkurt skeið verið áhugamál heil- brigðisyfirvalda, að slíkri stofnun verði komið á fót. Þar liggur einmitt að mínu mati framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar. Auk þeirrar heilsuverndarþjónustu, sem veitt verði Reykvíkingum, sem ekki eiga kost á fullkominni þjónustu að því leyti á heilsugæslustöðvum, ætti Heilsuverndarstöðin að verða mið- stöð heilsuverndarstarfseminnar í landinu, sem þróar ný verkefni, stundar rannsóknir og starfar að því að skipuleggja og móta heilsuvernd- arstörfin á heilsugæslustöðvum landsins. Öll Norðurlöndin nema ís- land hafa fyrir löngu komið á fót slíkri stofnun. Þetta framtíðarhlutverk Heilsu- verndarstöðvarinnar þarf að tryggja með því að setja sérstök lög um það efni á Alþingi. Til þess að þetta verði að veru- leika má ekki dragast lengur að sjúkrahúsrekstri verði hætt í Heilsu- verndarstöðinni. Heimildir: Robert W. Amler, H. Bruce Dull (1987) Closing the Gap: The Burden of Unnecessary Illness p. 205, Ox- ford University Press, New York. Höfundur er héraðslæknir í Reykjavík. Aldraða í öndvegi Tekj utrygging eftir Ástu R. Jóhannesdóttur Nauðsynlegar umræður Almannatryggingar koma öllum við, en skiljanlegt er að bótaþegar og aðstandendur þeirra sýni þeim mestan áhuga. Það eru ótrúlega margir, sem eiga mikið undir því að almannatryggingar standi undir nafni. Stærsti hópurinn, sem á beinna hagsmuna að gæta, eru aldr- aðir. Þórir S. Guðbergsson skrifaði grein í Morgunblaðið þann 27. mars sl. um málefni aldraðra. Hafi hann þökk fyrir innleggið. Þórir kemur víða við í grein sinni og nefn- ir bæði stór atriði og smá. Hann spyr nokkurra grundvallarspurn- inga, sem hver og einn ætti að velta fyrir sér og svara svo. Hvern sess ætlum við öldruðum í samfélagi okkar nú og framvegis? Viljum við eða getum við notað starfskrafta þeirra, reynslu og þekkingu betur? Er virðing okkar fyrir þessu fólki éins mikil og við viljum vera láta? Með fijórri umræðu og öflugu upp- lýsingastarfi má hafa áhrif á svörin við þessum spurningum. Þegar tekjutrygging var tekin upp vannst áfangasigur. Komið var til móts við þá sem ekki hafa aðrar tekjur að neinu marki og þannig dregið úr aðstöðumun fólks. Því miður eru þær tölur, sem Þórir gefur upp, ekki alveg réttar. Tekjur lífeyrisþega (einstaklings) umfram tryggingabætur mega vera allt að 14.800 á mánuði án þess að tekju- trygging skerðist. Ef tekjurnar eru úr lífeyrissjóði, þá hækkar viðmið- unarupphæðin (frítekjumark) um 6.700 kr. á mánuði og getur því verið kr. 21.500 á mánuði. Skerðing á tekjutryggingu reiknast þannig að frá fullri tekjutryggingu dragast 45% þeirra tekna sem eru umfram frítekjumark. Uppiýsingar Allir, sem vinna að málefnum líf- eyrisþega, hafa rekið sig á að þörf er á betri og meiri upplýsingum um almannatryggingar. Þessari þörf reynir félagsmála- og upplýsinga- deild Tryggingastofnunar að mæta. Aætlanir deildarinnar gera ráð fyr- ir miklum breytingum á þessu ári. Sumar þessar breytingar hafa þeg- „Allir, sem vinna að málefnum lífeyrisþega, hafa rekið sig á að þörf er á betri og meiri upp- lýsingum um almanna- tryggingar.“ ar orðið. Til dæmis má nefna að á hveijum föstudegi er þáttur um al- mannatryggingar á Aðalstöðinni. Þá hafa nokkrar greinar birst í dagblöðum og verður framhald á því. Tryggingastofnun hefur átt gott samstarf við öldrunarþjónustudeild Reykjavíkurborgar og marga aðra. Starfsmenn félagsmála- og upplýs- ingadeildár mæta alls staðar þar sem þeim býðst að fjalla um al- mannatryggingar. Vil ég hvetja forsvarsmenn félagasamtaka til að leita eftir liðsinni okkar. Það má gera betur Almannatryggingar eru bara einn þeirra málaflokka, sem snerta aldraða. Á því sviði hefur, eins og áður er sagt, margt áunnist. Á síð- Ásta R. Jóhannesdóttir asta þingi var lagt fram frumvarp til nýrra laga um almannatrygging- ar. 1 frumvarpinu eru enn stigin skref í rétta átt fyrir lífeyrisþega. Því miður náði frumvarpið ekki fram að ganga, en við skulum vona að málið verði tekið upp aftur strax í haust. Höfundur er deildarstjóri Félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Denni dæmalausi og húskarlar hans eftir Þorðvarð Júlíusson Svo sem alþjóð veit eru þessir kommúnistar frábærir niðurrifs- og eyðingarmenn, ásamt og Denna sem þeir brúka fyrir fundarstjóra. Efstur á blaði er skattmann, sem hvorki eirir konum né kirkjum, af þeim hrifsar hann peninga ótæpi- lega. Svona mann hefði Þórður kakali gert flokksrækan, - út í ystu myrkur hefði Þói'ður sent hann. Þá er annar húskarl Denna, þessi sem ítrekað gerir tilraun til eignarráns á silunganetlögum sjávaijarða, en það er nú eftir að segja síðasta orð í því máli. En þessi húskarl er ekki búinn að þjóna sinni lund, nú ætlar hann að halda á sömu braut og hálf- komminn í Seglbúðum, og nú skal leggja við niður trog minnst tólf hundruð bændur og 70 þúsund Þorvarður Júlíusson ær. Nú ef bændur færu nokkuð að tregðast við að afhenda hús- kai'linum ærnar þá skal kvóti bænda skertur um einn þriðja (ætli þessi húskarl sé ekki einnig reiðubúinn til að lækka kaupið sitt um einn þriðja?). Það er sama hvar kommar koma nærri, þeir vilja ekki annað en hungur og eymd. Þessum tillögum húskarls- ins má líkja við svartadauða, sem barst til íslands ár 14 hundruð og tvö, og eyddi um þriðjungi þjóðar- innar. Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri sagði að á íslandi ættu að vera tvær milljónir vetrarfóðr- aðar kindur, og taldi engin tor- merki að koma þeirri framleiðslu í gott verð. Hvað segði hann í dag um þennan hörmungar mann. Batinn er á næsta leiti, kosningar eftir nokkra daga, þá fá bændiir tækifæri til að svara fyrir sig. Ég vona að svarið hljóði svona: Allt Denna hyskið skal út á hauga! Höfundur er bóndi að Söndum í Miðfirði. ENN GLÆSILEGRI... ...ENN BETRA VERÐ SÝNING UM HELGINA: LAUGARDAG KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG KL. 13.00 -17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.