Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 2
2
MOKGUNHLAÐÍÐ LAUgARDAGUR 6. ÁPRÍL Í991
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ánægðar mæður með börn sín á Fæðingardeild Landspítalans í gær. Þurft hefur að setja aukarúm
inn á stofurnar.
Mikill fjöldi bamsfæðinga
ALLT stefnir í að met verði slegið í fjölda barnsfæðinga í apríl-
mánuði. í gærmorgun höfðu yfir 50 börn fæðst á Fæðingardeild
Landspítalans frá byrjun mánaðarins og búist er við að um 210
börn til viðbótar verði komin í heiminn fyrir lok hans. í meðalmán-
uði fæðast um 210-220 börn á Fæðingardeildinni. Á hverjum sólar-
hring fæðast venjulega 7 til 8 börn. Hinn 3. apríl sl. litu hins
vegar 18 nýir einstaklingar dagsins ljós á deildinni.
„Það er vægast sagt fullt hérna
hjá okkur. Við höfum fengið auka-
rúm og reynt að koma þeim fyrir
með einhveijum ráðum, því við
neitum auðvitað aldrei konum, en
þetta er mjög erfitt. Einkum kem-
ur þetta niður á vökudeildinni sem
þjónar fyrirburum og veikum
bömum bæði héðan og utan af
landsbyggðinni. Þar er allt yfir-
fullt, ekki síst vegna þess að tví-
burafæðingar hafa verið óvenju-
margar að undanförnu," sagði
Kristín I. Tómasdóttir, yfirljós-
móðir á Fæðingardeild Landsspít-
alans, í samtali við Morgunblaðið.
„Það var mikið að gera í mars
og nú í apríl hefur allt verið í
botni héma hjá okkur. Heildar-
ijöldi fæðinga er hins vegar svip-
aður og á sama tíma í fyrra. í
ár hafa verið fleiri tarnir en ró-
legra þess á milli,“ sagði Kristín.
Að sögn Kristínar er algengt
að sumarmánuðirnir séu svo
annasamir á Fæðingardeildinni en
yfírleitt sé minna að gera á öðmm
tímum ársins. „Síðustu ár hefur
verið mjög mikið að gera. Allt frá
1980 hefur barnsfæðingum fjölg-
að jafnt og þétt og við höfum
verið með á milli 2.700 og 2.800
fæðingar á ári, sem er rúmlega
það sem gert er ráð fyrir að deild-
in geti annað. Oft hafa því komið
svona miklir toppar en venjulega
gerist það á sumrin," sagði Krist-
ín að lokum.
Hart slegist um Dagsbrúnarbréfin:
Landsbréfum fal-
ið að leita tilboða
VITAÐ er um fimm aðila sem kepptu um hlutabréf Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans í vikunni, en verð-
bréfafyrirtækinu Landsbréfum hf. hefur nú verið falið að selja bréfin
sem eru að nafnvirði 35 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að óska
eftir tiibóðum í bréfin og þurfa þau að hafa borist fyrir hádegi mánu-
daginn 8. apríl. Hlutur Dagsbrúnar í eignarhaldsfélaginu er 4,8% en
það samsvarar því að félagið eigi um 1,4% hlutafjár Islandsbanka.
Fyrirkomulag vegna sölu hluta-
bréfanna hjá Landsbréfum verður
þannig að einstakir kaupendur geta
gert eins mörg tilboð í þau og þeir
óska eftir. Hins vegar verður ekki
gengið að neinu tilboði sem er undir
genginu 1,85, en skráð sölugengi er
nú 1,72 hjá Landsbréfum. Eftir að
tilboðsfrestur rennur út verða tilboð-
in afgreidd með þeim hætti að fyrst
verður gengið að hæsta tilboðinu,
síðan því næst hæsta og síðan koll
af kolli uns öll bréfin hafa verið seld.
Davíð Björnsson, forstöðumaður
hjá Landsbréfum, sagði að með þessu
fyrirkomulagi væri tryggt að eigandi
bréfanna fengi eins hátt verð og
mögulegt væri fyrir bréfin. Hann
sagði að strax í gær hefðu borist
nokkur 'tilboð og fjölmargar fyrir-
spurnir, þannig að ljóst væri að auð-
velt yrði að selja bréfin á mánudag.
Verðbréfaviðskipti Samvinnu-
bankans gerðu bindandi tilboð í
hlutabréf Dagsbrúnar sl. miðvikudag
miðað við gengið 1,81 og stað-
greiðslu bréfanna, að sögn Þorsteins
Olafs, forstöðumanns. Hann sagði
tilboðið hafa verið gert fyrir hönd
nokkurra aðila innan sama geira og
Dagsbrún en kvaðst ekki geta greint
frá nöfnum þeirra. Gengið 1,81 væri
hæsta verðið sem þeir hefðu verið
tilbúnir að greiða fyrir bréfín. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
var hér um nokkra lífeyrissjóði að
ræða með Lífeyrissjóð rafiðnaðar-
manna fremstan í flokki.
Auk Landsbréfa og Verðbréfavið-
skipta Samvinnubankans munu sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
einnig hafa átt sér stað þreifingar
með sölu bréfanna á vegum verð-
bréfafyrirtækisins Handsals hf.,
Fasteignasölunnar Húsafells og Jóns
Halldórssonar, lögmanns, sem stað-
festi að ákveðnar þreifingar hefðu
átt sér stað af sinni hálfu en kvaðst
ekki geta tilgreint fyrir hvaða aðila
hann hefði verið að vinna. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
freistaði Jón þess að bjóða í bréfin
á genginu 1,90 en féll síðan frá því
að bjóða í þau.
♦ ♦ ♦
Akureyrarsamkomulagið:
Fiskverðið hækkar um 3,3%
frá 30% heimalöndunarálagi
Lækkun frá því sem ÚA hafði boðið
MIÐAÐ við samsetningu á aflakvóta ísfisktogara Útgerðarfélags
Akureyringa (ÚA) og meðalverð á fiskmörkuðum suðvestanlands sl.
12 mánuði fá sjómenn' á togurunum að meðaltali tæplega 3,3% fisk-
verðshækkun frá 30% heimalöndunarálagi, samkvæmt samkomulag-
inu, sem þeir samþykktu á fimmtudag, að sögn Konráðs Alfreðsson-
ar formanns Sjómannafélags Eyjafjarðar. ÚA hækkaði heimalöndun-
arálagið úr 30% i 40% 1. mars sl. en sjómennirnir sættu sig ekki
við það. Fiskverðið hækkaði hins vegar um 7,7% samkvæmt þeirri
hækkun, að sögn Konráðs.
ÚA hafði einnig boðið sjómönn-
um á ísfísktogurum féiagsins hækk-
un á heimalöndunarálagi úr 30% í
41% frá áramótum og Konráð Al-
freðsson upplýsir að sjómennirnir
fái 41% heimalöndunarálag frá ára-
mótum til 3. apríl sl. Hækkun á
heimalöndunarálagi úr 30% í 41%
þýðir 8,5% fiskverðshækkun.
Samkvæmt Akureyrarsamkomu-
laginu er greitt fast verð fyrir 85%
aflans en fiskmarkaðsverð fyrir
15%. Þá er miðað við það verð, sem
fengist hefur á Fiskmarkaði Suður-
nesja, fískmarkaðinum í Hafnarfirði
og Faxamarkaði í Reykjavík vikuna
áður en viðkomandi togari landar
aflanum. „Við metum mjög mikils
þessa markaðstengingu en aflasam-
setningin í hverri veiðiferð skiptir
mjög miklu máli þegar fískverðið
er reiknað út,“ segir Konráð.
Búist er við verðlækkun á fisk-
mörkuðum eftir vetrarvertíðina, þar
sem stór hluti af þorski, sem seldur
hefur verið á fiskmörkuðum suð-
vestanlands undanfarið, er stór ver-
tíðarfiskur, að sögn Valdimars
Bragasonar framkvæmdastjóra Út-
gerðarféiags Ðalvíkinga hf., sem á
birgða. Skipið er í eigu Búlands-
tinds hf. á Djúpavogi og fyrirtækið
hefur skuldbundið sig til að greiða
áhöfninni sambærilegt fiskverð og
samið verður um annars staðar, að
sögn Ingólfs Sveinssonar fram-
kvæmdastjóra Búlandstinds hf.
Áhöfnin á togaranum Hafnarey
SU frá Breiðdalsvík hefur fengið
28% heimalöndunarálag en reiknað
er með að hún fái fljótlega tilboð
um nýtt fískverð, að sögn Svavars
Þorsteinssonar framkvæmdastjóra
Hraðfrystihúss Breiðdalsvíkur hf.
Baldur í slipp
hjá Þorgeiri
og Ellert
Breiðafjarðarfeijan Baldur fer
í skoðun 15. apríl hjá skipasmíða-
stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi. Samkomulag náðist með fyr-
irtækjunum um að Þorgeir og
Ellert vinni ýmis verk á sinn
kostnað, verk sem Baldursmenn
te(ja eftirlegukindur frá því feijan
var afhent fyrir ári.
Tilboðsgögn voru send til fimm
skipasmíðastöðva á sínum tíma
vegna skoðunarinnar. Síðan þá hafa
forsendur breyst. „Það er ljóst að
okkar hagsmunir eru aðrir en þegar
tilboðin voru send út í upphafí. Þá
voru erfiðleikar hjá Þorgeiri og Ell-
ert en nú er útlit fyrir að fýrirtækið
starfí áfram af fullum krafti. Þeir
hafa lofað að taka skipið til sín og
gera þau verk sem við teljum að séu
eftirlegukindur frá því við fengum
skipið afhent fyrir ári,“ segir Guð-
mundur Lárusson framkvæmdastjóri
Breiðafjarðarfeijunnar Baldurs, sem
á og rekur feijuna.
„Þessar breyttu aðstæður riðluðu
útboðinu og við höfum fallið frá því
og tilkynnt það viðkomandi skipa-
smíðastöðvum. Við tökum tilboði
Þorgeirs og Ellerts um þau verk sem
við þurfum að greiða fyrir og auðvit-
að tökum við boði þeirra um ýmis-
legt sem þeir gera okkur að kostnað-
arlausu,“ segir Guðmundur.
togarana Björgúlf EA og Björgvin
EA. Þá hafa Evrópumyntir lækkað
undanfarið en þorskurinn fer aðal-
lega á Evrópumarkað. Valdimar
segir að sjómenn á Björgúlfí EA
og Björgvin EA fái 41% heimalönd-
unarálag frá áramótum en áhöfnin
á Björgúlfí hafi samþykkt Akur-
eyrarsamkomulagið og áhöfni'nni á
Björgvin verði einnig boðið það.
Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað
hefur boðið sjómönnum á togurum
fyrirtækisins tvo kosti. Annars veg-
ar Akureyrarsamkomulagið gegn
því að sjómennirnir fái ekki hlut-
deild í ísfiskútflutningi fyrirtækis-
ins og hins vegar að heimalöndun-
arálag verði hækkað úr 20% í 30%
gegn því að þorskur verði flokkað-
ur, að sögn Finnboga Jónssonar
framkvæmdastjóra. Sjómennimir
vilja hins vegar ekki missa hlut-
deild í ísfiskútflutningi.
Sjómenn á togaranum Sunnu-
tindi SU hafa sagt upp störfum og
krafíst 41% heimalöndunarálags frá
síðustu mánaðamótum en þeim hef-
ur verið boðin hækkun á heimalönd-
unarálagi úr 20% í 30% til bráða-
Sveinbjörn Björnsson kjör-
inn rektor Háskóla íslands
„MÉR ER auðvitað efst í huga þakklæti fyrir það traust sem
menn sýna með svona kjöri og ég vona að ég reynist þess verðug-
ur, standi í starfinu eins og menn gera sér væntingar um,“ sagði
Sveinbjörn Björnsson, nýkjörinn háskólarektor, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að lokinni talningu atkvæða í rektors-
kjöri. Sveinbjörn hlaut 59,4% atkvæða, Þórólfur Þórlindsson hlaut
38,3%. Sveinbjörn er kjörinn til þriggja ára og tekur hann við
starfi í byijun næsta háskólaárs, 5. september næstkomandi.
Rektorskjör fór fram í gær.
Úr hópi kennara og annarra
starfsmanna greiddi 441 atkvæði,
eða 88,7% þeirra sem voru á kjör-
skrá. 1.853 stúdentar greiddu at-
kvæði, eða 36,3% þeirra sem voru
á kjörskrá. Greidd atkvæði stúd-
enta gilda sem einn þriðji hluti
greiddra atkvæða ails.
Sveinbjöm Björnsson hlaut 299
atkvæði kennara og 790 atkvæði
stúdenta, eða 59,4% alls. Þórólfur
Þórlindsson hlaut 136 atkvæði
kennara og 985 atkvæði stúdenta,
eða 38,4% alls.
Sveinbjöm sagði í samtali við
Morgunblaðið að starf rektors
væri þannig, að segja mætti að
enginn maður vaidi því einn, hann
þurfí að hafa góða samstarfs-
menn. „Ég veit að það hefur ver-
ið og er mjög gott mannval innan
Háskólans sem vill gjarnan vinna
að framgangi hans og ég hugsa
því gott til þess að eiga samstarf
við allt það ágæta fólk,“ sagði
hann.
„Ég held að innan Háskólans
sé tiltölulega góð eining um hvað
sé honum fyrir bestu. Það er mjög
hollt að hafa kosningar af þessu
tagi, vegna þess að þær skerpa
umræðuna og auka áhugann á
því að ræða málefni skólans. Síð-
an skiptir mestu máli eftir kosn-
ingarnar að ná sem bestri einingu
innan skólans." Sveinbjöm kvaðst
vera bjartsýnn á að þessi eining
næðist. „Þetta hefur verið ákaf-
lega drengileg og góo barátta,“
sagði hann.
„Stúdentar hafa okkur þótt
vera til fyrirmyndar í sinni bar-
áttu innan skólans núna undan-
farin ár, þess vegna hef ég góðar
vonir um að góð samvinna verði
líka við þá og að þannig geti kenn-
arar og stúdentar staðið saman
að ýmsu því sem við vildum bæta
hér,“ sagði Sveinbjörn Björnsson.