Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
Af eng’lum og mönnum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Næstum því engill („Almost
an Angel“). Sýnd í Háskóla-
bíói. Leiksljóri: John Corn-
ell. Handritshöfundur og
framleiðandi: Paul Hogan.
Aðalhlutverk: Paul Hogan,
Linda Kozlowski, Elias
Koteas.
í þessari nýjustu mynd sinni
leikur Ástraíinn Paul Hogan
(Krókódíla-Dundee) innbrots-
þjóf sem ekki er fyrr laus úr
fangelsi en hann tekur að
ræna banka undir dulargerf-
um frægra rokkara eins og
Willie Nelsons og Rod Stew-
arts. Einn daginn bjargar hann
barni frá því að lenda undir
bíl en hafnar þar sjálfur. Hann
fer til himna og talar við himn-
aföðurinn, sem er Charlton
Heston lítt breyttur úr Boðorð-
unum tíu, og telur sig vera
sendan aftur á jörðina sem
engii til reynslu.
Hvort þetta er draumur eða
veruleiki kemur ekki glöggt
fram í myndinni en það nægir
okkur að vita að Hogan tekur
þetta fyrir alvöru og er sann-
færður um að hann sé endur-
borinn til að fremja góðverk
hér á jörð. Hann hittir fyrir
dauðvona mann í hjólastól
(Elia Koteas) og systur hans
(Linda Kozlowsky), sem þarfn-
ast peninga fyrir barnaathvarf
sitt, og léttir þeim lífíð m.a.
með hjálp rafeindastýrðra
kraftaverka.
Því miður léttir Hogan sjald-
an líf áhorfandans í Næstum
því engill. Honum ætlar að
reynast erfitt að fóta sig eftir
ofboðslegar vinsældir Krókó-
díla-Dundee og þótt hann sé
alltaf jafn geðþekkur og lipur
á sínum lágstemmdu nótum
og ljúflega húmorískur er ein-
faldlega ekki nóg kjöt á bein-
unum.í þessu handriti hans.
Hugmyndin er í sjálfu sér
þrælgóð að setja venjulega
blók á götuna sem heldur að
hann sé engill en úrvinnslan
hér er ekki upp á marga fiska.
A sætisbrúninni
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Bíóhöllin:
Á bláþræði - „Narrow
Margin"
Leikstjórn og handrit Peter
Hyams. Aðalleikendur
Gene Hackman, Ann Arc-
her, James B. Shikking, J.T.
Walsh, M. Emmet Walsh,
Susan Hogan Harris Yulin.
Bandarisk. Tri-Star 1990.
Archer lendir í vondum
málum er hún verður vitni að
morði án þess að ódæðis-
mennimir verði hennar varir.
Einkum þar sem annar þeirra
er alræmdur glæpaforingi
(Yulin), sem yfirvöid hafa
reynt að koma lögum yfir um
langa hríð. Málið er farið að
fyrnast er lögreglumaðurinn
M. Emmett Walsh kemst á
spor Archers og heldur hann
síðan ásamt saksóknaranum
Hackman'að hafa uppá stúlk-
unni sem farið hefur í felur í
óbyggðum Kanada og fá hana
aftur til Los Angeles að vitna
gegn Yulin. En hann á upp-
Ijóstrara innan lögreglunnar
og sendir hann samstundis
tvo skálka til að koma Archer
og löggæslumönnunum fyrir
kattarnef.
Þau Hackman og Archer
komast við illan leik undan
föntunum sem elta þau um
borð í lest sem á sólarhring-
slangt ferðalag framundan
gegnum óbyggðirnar áður en
í menninguna kemur. Eina
tromp þeirra er að morðhund-
arnir vita ekki hvernig Archer
lítur út. En hættur leynast í
hveijum klefa!
Þessi óvænta skemmtun er
byggð á samnefndri „bestu
B-mynd kvikmyndasögunn-
ar“, eins og frómur maður
hefur látið hafa eftir sér, og
Hyams hefur fært söguna í
snaggaralegan A-búning. Og
ekki nóg með það heldur tek-
ist að skapa fína spennumynd
sem heldur áhorfandanum vel
við efnið frá upphafi til enda,
ef undan er skilinn langteygð-
ur skógarakstur. Gefur hon-
um því aldrei tækifæri að
velta fyrir sér vænum glomp-
um og rökleysu, sem jafnan
er nóg af í söguþráðum
mynda sem þessarar. Hyams,
sem á það til að gera svona
bráðhressa þrillera, þriggja
gylltra stjarna virði (Capric-
orn One, 2010 o.fl.), á hér
einn af sínu bestu dögum
ásamt hinum ótrúlega Hack-
man sem öllum hlutverkum
skilar með prýði. Og það
stormar af fólunum. Þessum
félagsskap tekst það með
ágætum sem hann ætlar sér
- að halda áhorfendum á
sætisbrúninni lungann úr
myndinni.
* •
HLJÓMSVEITIN SJÖUND
FRÁ VESTMANNAEYJUM
leikur fyrir dansi
FRÍTT INN TIL KL. 24
Snyrtilegur klœðnaður
N
Æ
T
U
R
V
A
K
T
HALLI, LADDI
OGBESSI
ásamt Bíbí og Lciló
í 5 stjömu
KABARETT Á SÖGll
Þrírétta veislukvöldverður
>
(val a rettum)
Husid opnad kl. 19.
Tilboðsverd a gistingu.
Pontunarsuni 91-29900.
MANNAKORN
OG HIM KRLSTJMSDÓmR
Miðaverð kr. 700.
Snyrtilegur klæðnaður
Matargestir
Mongolian Barbecue
matur + miði kr. 1.480,-
DANSBARINN
Grensásvegi 7, símar 688311 og 33311
MÍMISBAR opinn frá kl. 19.
PAUTVÖ
skemmta í kvöld.
Kdbct
jMw!
* loftirgóðu
Það leynast brandarar innan
um en það er eins og skopsky-
nið hafí ekki nægt nema í
miðja mynd því þaðan í frá
snýst hún upp í heilmikið og
sorglegt melódrama í kringum
manninn í hjólastólnum (Kote-
as er reyndar mjög sprækur í
hlutverkinu) og tilraunir syst-
ur hans til að afla peninga í
barnaathvarfið. Heldur þungl-
amalegur efniviður í gaman-
mynd enda er hann talsvert á
skjön við það sem á undan er
gengið, þótt það væri ekki
svosem ekki merkilegur hú-
mor.
VITASTIG 3 T|D|
SÍMI623137 UdL
Laugard. 6. mars opið kl. 20-03
Breski blúsgítaristinn & söngvarinn
DENNY NEWMAN
& HLJÓMSVEIT
Denny Newman var meðlimur
hinnar heimskunnu hljómsveitar
MANFREDMAN.
Hann flytur m.a. efni af nýútkominni
sólóplötu sinni BLESSTUPELO.
„Denny Newman minnir á köflum
mjög á Eric Clapton - sérstaklega
sem söngvari“ JGJ.
KL. 24 kemur fram sönghópurinn
BLÁI HATTURINN
Egill Ólafsson
Jóhann Sigurðarson
Edda Heiðrún Bachman
Ása Hlin Svavarsdóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Sunnud. 7. mars
BOB MANNING
&KK-BAND
JAPISS
djass & blús
PÚLSINN
- staður með metnað!
GOMLU DANSARNIR
í Hreyfilshúsinu
í kvöld kl. 21.00. Pantanir í síma 34090 frá
kl. 18.00-20.30, eftir kl. 20.30 í síma 681845.
Harmonika: Grettir Björnsson. Söngur: Krist-
björg Löwe. Allir velkomnir.
Næsta ball verður 27. apríl.
Eldridansaklúbburinn Elding
hreint
nt
stórgóínr staónr
' rir stórgott fóll
ö(f tMÍiðt (/fin kmdi (íjkk
Jj
CaféROSENBERG
IIDO
Lækjar g a t a 2
BINGO!
Hefst kl. 13.30
Aðalvinningur að verðmæti
________100 þús. kr._______
Heildarverðmæti vinninqa um
300 þús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010