Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Afsökunar krafist Merk tímamót urðu á mið- nætti á páskadag, en þá lauk með formlegum hætti hernaðarsamstarfi Varsjár- bandalagsins. Gert er ráð fyrir því, að pólitísku samstarfi aðild- arríkjanna ljúki síðar á árinu. Það hefði þótt með ólíkindum fyrir aðeins fáum misserum, að Varsjárbandalagið myndi liðast í sundur með þessum hætti. Um áratuga skeið hafa Sovét- ríkin haldið Austur-Evrópuríkj- unum í heljargreipum sínum innan bandalagsins. Hernaðar- vél þess hefur verið mesta ógn- unin sem hefur steðjað að lýð- frjálsum ríkjum hins vestræna heims. í 42 ár hefur Atlants- hafsbandalagið staðið sem klettur gegn kúgunarkerfi kommúnismans i Evrópu og frá stofnun þess hefur ekkert land í álfunni fallið undir hramm hans. En það er ekki vegna af- skipta Atlantshafsbandalagsins sem Vaijárbandalagið er hrun- ið. Það hefur gerzt vegna þess, að kommúnisminn er gjaldþrota stjórnkerfi. Hann hefur byggzt á kúgun og harðstjórn, sem hefur drepið í dróma frelsi og framtak einstaklinganna. Það hefur leitt til stöðnunar, fá- tæktar og efnahagslegs hruns. Sovétríkin hafa verið að molna innan frá, sem og önnur ríki kommúnismans í Austur-Evr- ópu. í þessum löndum blasir við hungur, fátækt og eymd. Þessi miklu umskipti í Austur-Evrópu munu hafa mik- il áhrif á allt öryggiskerfi Evr- ópu. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins eru einróma í þeim ásetningi að hvika hvergi í samstöðu sinni og hafa í huga, áð Sovétríkin eru þrátt fyrir allt annað mesta kjamorkuveldi veraldar. Enginn veit til hvers upplausnin í Sovétríkjunum leiðir og því er ástæðulaust að taka neina áhættu með öryggi aðildarríkjanna. Breytingar eru þó fyrirsjáanlegar á starfsemi bandalagsins og er nú unnið að því að móta hana til fram- tíðar út frá þróuninni í Austur- Evrópu. Nýfrjáls ríki Austur-Evrópu leita í æ ríkari mæii eftir aukn- um tengslum og samstarfi við ríki Vestur-Evrópu og stofnanir þeirra. Það sama á við um sjálft Atlantshafsbandalagið. Þegar Varsjárbandalagið lognaðist út af nær hljóðalaust sá sovézka fréttastofan Tass ástæðu til að vara fyrmm bandamenm Sov- étríkjanna við því að hlaupa til samstarfs við NATO. Það væri ögrun við þau. Fyrir skömmu kom Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, í opinbera heimsókn til höfuð- stöðva Atlantshafsbandalags- ins í Brussel — fyrstur leiðtoga fyrrverandi kommúnistaríkis. Havel lýsti því sem sérstakri ánægju á fundi í Atlantshafs- ráðinu að geta borið fram af- sökunarbeiðni fyrir hönd landa sinna vegna þeirra lyga, sem fyrmm leiðtogar landsins hefðu látið frá sér fara í þeirra nafni um bandalagið. Virðing þess fyrir frelsi og réttindum ein- staklingsins hefði gert banda- laginu kleift að tryggja stöðug- leika, frelsi og framfarir. Havel kvað Tékkum og Slóvökum ljóst, að NATO væri helzti horn- steinn friðar og öryggis í Evr- ópu. Hann kvað aðild að NATO ekki tímabæra nú, en leitaði eftir samstarfi. Ekkert hefur valdið jafnmikl- um átökum í íslenzkum stjórn- málum og aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu, og síðar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Átökin hafa staðið nær óslitið fram á þennan dag og þau hófust með árás komm- únista á Alþingishúsið 30. marz 1949, þegar Alþingi ákvað að ísland yrði stofnaðili að banda- laginu. Forystumenn Sósíal- istaflokksins, nú Alþýðubanda- , lagsins, hafa allar götur síðan rógborið íslenska stjórnmála- menn og aðra stuðningsmenn vestrænnar samvinnu sem landsölumenn og handbendi er- lends valds. Hvenær ætla þeir að biðjast afsökunar fyrir róg- burð sinn í anda Havels? Hve- nær ætla þeir að gera upp við fortíð flokks síns, sem var beitt fyrir vagn heimskommún- ismans? Allir geta séð hörmungarnar, sem kommúnisminn hefur leitt yfir þjóðirnar — kúgun, ofbeldi, hungur og fátækt. Þetta hefðu orðið örlög íslendinga, ef draumurinn um Sovét-íslahd hefði orðið að veruleika. Sagan hefur sýnt, að forystu- menn Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins börðust fyrir rangri stefnu og enn þann dag í dag er samstarf íslands við lýðfijáls ríki vestursins þeim þyrnir í augum. Og enn leita þeir eftir stuðningi til setu í valdastólum. Bendir eitthvað til að þeir hafi rétt fyrir sér nú? Afsökunarbeiðni til íslenzku þjóðarinnar og uppgjör við for- tíðina væri ábending um breytta stefnu og hugarfar. Eðli o g tíðni of| isverka í Reykj Umræða á villigötum eftir Guðmund Guðjónsson Umræða á villigötum í desember 1989 varð mikil um- ræða um iíkamsárásarmál í miðborg Reykjavíkur og í framhaldi af því fékkst aukin fjárveiting til ráðningar fleiri lögreglumanna. Löggæsla var þá tvöfölduð í miðborginni að kvöld- og næturlagi um helgar og hefur sami löggæsluþungi verið síðan. Þó svo að fjölgunin hafí að hluta til kom- ið á móti niðurskurði á aukavinnu lögreglu er ljóst að sú ráðstöfun að fjölga lögreglumönnum, sem löngu var brýnt, hefur skilað verulegum árangri og gert lögreglunni kleift að grípa fyrr inn í ofbeldisverk en áður var og ennfremur að taka úr umferð þá sem sýna af sér ofbeldistilburði og færa fyrir dómara. Þá hefur lög- reglan oftar skorist í leikinn en áður og stöðvað átök á eftirlitsferðum sín- um. Til þess að tryggja áframhald- andi árangur verður að minnsta kosti að halda sama hlutfalli lögreglu- manna miðað við íbúafjölda og nú er. Sérstaklega ber að hafa það í huga að á undanförnum árum hefur verk- efnum lögreglu fjölgað verulega og ný bæst við og hefur þetta sérstak- lega bitnað á gangandi löggæslu. Um áramótin 1989 og 1990 tók lögreglan í Reykjavík upp þann hátt að ölvað fólk sem handtekið var vegna óspekta eða slagsmála var að morgni fært fyrir dómara þar sem það fékk afgreiðslu í beinu framhaldi af broti sínu. Sá árangur sem þetta hefur skilað er ómetanlegur og á eftir áð skila sér enn frekar þegar fram líða stundir, enda sýna lögregluskýrslur, að fæstir þeirra sem færðir eru fyrir dómara vegna óláta eða slagsmála hafa komið aftur við sögu. Hins vegar er þessum aðgerðum lögreglu þröngur stakkur sniðinn þar sem afgreiðsla dómsáttanna miðast að jafnaði við brot á áfengislögum, þ.e. ölvun á almannafæri. Fólk sem staðið er óspektum og eða áflögum en er ódrukkið er venjulega ekki boð- ið að ljúka máli með dómsátt strax að morgni og liggja til þess ýmsar ástæður. Sama gildir um drukkið fólk sem veldur óspektum, t.d. í stiga- gangi fjölbýlishúss eða heimahúsi, þótt það sé þar gestkomandi og óvel- komið. Ef sú breyting yrði gerð, að hægt væri að afgreiða öll mál varð- andi óspektir og áflog án tillits til þess hvar atburðurinn gerðist hvort sem fólk var drukkið eða ekki og að unnt væri að ljúka minni háttar lík- amsmeiðingamálum með svipuðum hætti, þá yrði stigið mikilvægt skref í baráttunni gegn ofbeldisverkum. Þetta myndi auk þess hraða verulega afgreiðslu slíkra mála og frekar hafa sparnað í för með sér en hitt. Fréttaflutningur af því tagi sem verið hefur að undanförnu, með ítrek- uðum myndbirtingum af vopnum sem ætla má samkvæmt fréttum að menn beri almennt á sér á götum borgarinn- ar veldur óhug og hræðslu. Það eyk- ur líkur á því að fólk fari að bera á sér hnífa og önnur vopn sér til varn- ar. Við skulum líta til þess hvert þetta getur leitt okkur. Það eru sömu vopn sem notuð eru til árása og til varnar og hvenær kemur að því að sá sem vopnast sér til varnar beitir vopninu gegn óvopnuðum manni, eða að í stað þess að ölvað fólk sé að tuskast á með tilheyrandi bióðnösum og glóðar- augum, þá liggi fólk í valnum eftir hnífabaradaga. Fram að þessu hafa í yfir 90% tilvika orðið líkamsmeiðsl fyrir tilviljun milli ölvaðs fólks, fólks sem ekki ætlaði sér að lenda í átökum þegar það fór út að skemmta sér. Má nefna að í þeim líkamsmeiðing- um sem komið hafa til kasta lög- reglu undanfarin ár er í fæstum tilvikum beitt vopnum eða barefl- um. í 43 líkamsmeiðingamálum í mars 1991 var hnífum beitt í tveim- ur tilvikum og í bæði skiptin í heimahúsum þar sem kunnugir eða tengdir aðilar deildu. Enn maður lést af völdum Iíkamsárásar, en þá var hnúajárni beitt við fram- kvæmd ráns. Stjórnmálamenn og hreyfingar innan stjórnmálaflokkanna hafa nokkuð látið í sér heyra varðandi of- beldið í þjóðfélaginu og vona ég að þeir láti gott af sér leiða og styðji lögregluna og aðra þá sem starfa dag og nótt við að koma í veg fyrir ofbeld- isverk. Hins vegar virðist málflutn- ingur þeirra tiltölulega einhæfur og um of snúast um fíkniefni og ætluð áhrif þeirra á ofbeldi en öðrum þátt- um er lítill gaumur gefinn. Vissulega eiga fíkniefni sinn þátt í auknu of- beldi í þjóðfélaginu líkt og margir aðrir þættir og er mjög nauðsynlegt að barist sé af miklum þunga við þennan vágest. Ljóst er að neyslu svokallaðra hvítra fíkniefna (kókaíns, amfetamíns og heróíns) getur fylgt aukin ofbeldis- kennd og fíkniefnaneysla líkt og áfengisneysla leiðir til aukinna af- brota til öflunar Ijármuna til kaupa á vímugjafa. Við vitum um alvarlegt ofbeldisverk sem alla vega að ein- hverju leyti mátti rekja til fíkniefna- neyslu. Hins vegar var mikið og alvar- Iegt ofbeldi í þjóðfélaginu áður en Óperusmiðjan heldur tónleika í Kristskirkju ÓPERUSMIÐJAN heldur tónleika í Kristskirkju á sunnudaginn. Á efnisskrá er hluti úr Messíasi eftir Handel og trúarlegar aríur úr óperum, meðal annars eftir Puccini, Verdi, Bellini, Bizet og Ross- ini. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Fjöldi einsögnvara koma fram á tónleikunum; Inga Backman sópr- an, Þorgeir Andrésson tenór, Jó- hanna Linnet sópran, Jóhanna Þór- hallsdóttir alt, Sigurður Bragason bariton, Sigurður Steingrímsson bariton, Stefán Arngrímsson bassi, Alina Dubik messósópran og Esther Guðmundsdóttir sópran. Þá kemur og kór Óperusmiðjunnar fram auk hljómsveitar undir stjórn Ulriks Ólasonar. Tónleikamir eru þriðja verkefni Óperusmiðjunnar. „Það er mjög gaman fyrir okkur söngvarana og. um Ieið ómetanlegt að læra að vinna saman að tónleikum sem þessum og er í mörg horn að líta,“ sagði Jóhanna Þórhallsdóttir. „Allir söngvararnir hafa langt nám að baki bæði heima og erlendis og þess vegna er ánægjulegt að fá tækifæri til að syngja saman. Vinn- an að baki tónleikanna er ótrúleg, jafnvel það að finna sameiginlega æfmgartíma getur orðið flókið. Oll erum við jú einnig í brauðstritinu hvort sem það er við tónlistar- kennslu eða í löggæslu. En að lok- pm leggjums,t ,við öll á eitt til að neysla fíkniefna hófst hér á landi og ofbeldið hverfur ekki þótt svo fíkni- efnaneyslu verði útrýmt. Ekki má þó vanmeta áhrif fíkniefn- aneyslu í sambandi við ofbeldisverk. Lögreglan í Reykjavík er vel meðvituð um það pg hefur því í æ ríkari mæli sinnt þeim málaflokki. Má í því sam- bandi nefna að á undanförnum árum hefur lögreglan ráðstafað fjórum stöðum (tveimur í fíkniefnadeild, einni í tæknideild og einni í forvarna- deild) án þess þó að sérstök fjárveit- ing hafi verið veitt til þess, heldur eingöngu verið tekið af annarri lög- gæslu. Þar má til að mynda nefna að þeim lögreglumanni sem mesta reynslu og þekkingu hefur af fíkni- efnum og fíkniefnamálum, fyrrver- andi yfirmanni fíkniefnadeildar lög- reglunnar, hefur verið falið að vinna forvarnarstarf gegn fíkniefnavandan- um með öflugum og kerfisbundnum upplýsingum. Hlutverk 'hans er m.a. að reyna að afla þekkingar á því sem einna mikilvægast er, hvert sé um- fang fíkniefnanotkunar á íslandi, þannig að hægt sé að beita sem markvissustum aðgerðum til vamar. í því sambandi má nefna að ekki er einungis hægt að meta ástandið út frá magni á haldlögðum efnum. Ef mikið er haldlagt af fíkniefnum eitt árið en lítið árið eftir hvernig skal þá meta það? Er ástæðan kannski sú að minna sé í umferð síðara árið svo sem vegna þess að nokkrir stórtækir fíkniefnainnflytjendur hafa verið teknir úr umferð, eða er það vegna þess að lögreglan stóð sig ekki nægi- lega vel. Svör við þessu og ýmsu öðm þurfa að fást en þau fást ekki með upphrópunum og órökstuddum getsökum. Þau fást með samvinnu þeirra aðila sem að þessum málum vinna. Ennfremur má nefna að almennir lögreglumenn hafa að undanfömu vemlega aukið afskipti sín af með- höndlun fíkniefna á markaðssvæði hins almenna neytanda, þ.e. „á göt- unni“ eða stöðum tengdum henni. Árangur er líka undraverður eða auk- in afskipti í yfir 250% tilvika milli áranna 1989 og 1990. Þessi þáttur er einn sá mikilvægasti í baráttu gegn fíkniefnameðhöndlun og dreif- ingu innanlands. Ofbeldisverk eru hörmuleg og einskis má láta ófreistað til að reyna að útrýma ofbeldinu úr þjóðfélaginu. Margt er hægt að gera. Góð lög- gæsla er mikilvæg í þessu sambandi en hún má sín ekki mikils ein sér. Fleira þarf til að koma. Samanburður áranna 1989 og 1990 Líkamsmeiðsl eða slagsmál sem Frá æfingu Óperusmiðjunnar fyrir endar nái saman. Það er meira en að segja það, að halda röddinni góðri og vera um leið að vasast í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.