Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 28
Finnland:
Líkur á fyrstu borgara-
legu stjórninni í 25 ár
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞING Finnlands var sett í gær og hófust þar með einnig raunveru-
Iegar stjórnarmyndunarviðræður. Það er Mauno Koivisto forseti
sem kveður á um hveijir fá umboð til stjórnarmyndunar. Stjórnmál-
askýrendum þykir líklegt að mynduð verði samsteypustjórn Mið-
flokks, Hægri flokksins og nokkurra smáflokka sem eru hægra
megin við miðju í finnskum sljórnmálum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
■yr\-T.»:'r":r--yrrT- ■. ; i T" n, i; i r\. i ? tfi <) i/
Aldarfjórðungur er liðinn frá
því að borgaraleg meirihlutastjóm
sat síðast við völd í Finnlandi þrátt
fyrir að borgaraflokkarnir hafi
næstum undantekningarlaust haft
meirihluta á þingi
Koivistö sagði i ræðu í gær að
unnl ætti að vera mynda nýja
ríkisstjórn fljótlega. Athygli vakti
sú yfirlýsing for.rlans að hann
liygðist ekki hafa l«*iu afskipti af
stjómarmyndunamðræðum líkt
og hann gerði árið 1987. Þá var
stjórnarsamstarf Miðflokks og
llægri flokksins i deiglunni en
Koivisto ákvað hins vegar að
mynda bæri samsteypustjórn jafn-
aðarmanna og hægri manna. Var
þetta gert með aðstoð Harris Hol-
keris, fyrrverandi formanns Hægri
flokksins, sem varð forsætisráð-
herra. Koivisto hefur hefur fram
til þessa varast að láta uppi hver
áform hans eru nú eftir þingkosn-
ingamar sem fram fóru þann 17.
fyrra mánaðar. Þá beið fráfarandi
ríkisstjóm jafnaðamanna og
hægri manna ósigur og hafa jafn-
aðarmenn þegar lýst yfir því að
þeir hyggist vera í stjórnarand-
stöðu.
Líklegt þykir að mynduð verði
borgaraleg meirihlutastjóm ekki
síst þar sem það er yfirlýstur vilji
jafnaðarmanna að vera í stjórnar-
andstöðu næsta kjörtímabil. Þótt
Miðflokksmenn og hægri menn
gangi ásamt nokkrum smáflokk-
um til stjómarsamstarfs verður
meirihlutinn á þingi hins vegar
ekki nægilegur til að unnt verði
að telja stjórnina sferka. Stjómar-
skráin finnska kveður á um að
tveir af hveijum þremur þing-
mönnum þurfi að leggja blessun
sína yfr tiltekin atriði er varða
stjórn efnahagsmála. Vinstri
flokkarnir, þ.e. jafnaðarmenn og
vinstri sósíalistar hafa nákvæm-
lega 67 þingmenn eða þriðjung
fulltrúa á þingi. Auk þeirra em
nokkrir smáflokkar líklegir til að
verða í stjórnarandstöðu.
Reuter.
Aldraður Kúrdi stendur hjá líki ættingja síns, sem hann bar frá norðurhluta íraks yfir landamærin til
Tyrklands.
Tyrkir opna landamæri sín fyrir kúrdískum flóttamönnum:
Hundruð þúsunda Kúrda
streyma til Tyrklands
Diyrakir og Geyman í Tyrklandi, Genf. Reuter. The Daily Telegraph.
TYRKNESKUR embættismaður skýrði frá því í gær að um 250
þúsund kúrdískir flóttamenn væru komnir yfir Iandamærin til
Tyrklands og að um 150 þúsund flóttamenn til viðbótar væru á
leiðinni. „Tyrknesku landamærin eru opin, ekki lagalega heldur í
raun,“ sagði embættismaðurinn. Var flóttafólkið ferjað áfram í
flóttamannabúðir sem komið hefur verið upp til bráðabirgða
skammt frá landamærunum.
Háttsettur yfirmaður í tyrk- flóttamönnunum yrði ekki leyft að
neska hemum sagði í samtali við halda lengra inn í landið. „Ef við
iteuíers-fréttastofuna í gær að förum með flóttamennina lengra
Bandaríska þjóðin styður af-
stöðu Bush gagnvart Irökum
Washington. Reuter.
NÆRRI 70% bandarísku þjóðar-
innar styðja afstöðu George
Bush Bandaríkjaforseta gagn-
vart ástandinu í írak ef marka
má skoðanakönnun sem sjón-
varpsstöðin ABC og dagblaðið
Washington Post gerðu og birtu
í gær.. Aðeins 29% aðspurðra
telja að Bandaríkjamenn hafi
siðferðilegri skyldu að gegna
gagnvart Kúrdum og shíta-
múslimum og eigi að hjálpa
þeim í baráttunni gegn íraska
stjórnarhernum.
George Bush hefur sagt að ekki
komi til greina að bandarískir her-
menn fari að blanda sér í borgara-
styrjöld í Irak og varið harðlega
þá ákvörðun sína að herinn verði
ekki notaður til stuðnings upp-
reisnarmönnum gegn stjómarher
íraks. „Við höfum gert skyldu okk-
ar. Við ætlum ekki að-blanda okk-
ur inn í þessi mál með því að senda
dýrmæt bandarísk líf í bardaga,“
sagði Bush á fréttamannafundi á
fímmtudag.
Enda þótt 62% aðspurðra telji
að Bandaríkjamenn hefðu átt að
hvetja uppreisnarmenn í írak til
að beijast við Saddam Hussein er
51% mótfallið því að veita þeim
aðstoð.
Bush hefur verið gagnrýndur
af demókrötum og fjölmiðlum fyrir
að nota bandaríska herinn til að
binda endi á hernám íraka í Kú-
veit en láta svo viðgangast að ír-
aski herinn brjóti uppreisn Kúrda
og shíta-múslima á bak aftur. Þeir
sem gagnrýnt hafa Bush hafa tek-
ið undir orð Normans Schwarz-
kopfs hershöfðingja um að hann
hefði viljað halda áfram eyðilegg-
ingu íraska hersins eftir að stríðinu
við Persaflóa lauk 27. febrúar sl.
Af þeim 769 Bandaríkjamönn-
um sem þátt tóku í skoðanakönn-
uninni töldu 55% að Bush hefði
ekki átt að binda enda á stríðið
meðan Saddam Hussein væri enn
við völd. 53% aðspurðra töldu að
fjölmennt bandarískt friðargæslu-
lið ætti að vera áfram við Persaf-
lóa en 45% aðspurðra voru mótfall-
in því.
inn í Tyrkland þýðir það að við
erum að sætta okkur við þá. Það
getum við ekki gert.“ Lagði hann
mikla áherslu á þau vandamál sem
sköpuðust vegna flóttafólksins.
Það þyrfti að fæða og koma ein-
hvers staðar fyrir. „Hvað eru
Bandaríkin, Frakkland og Þýska-
land að gera þessa stundin," spurði
hann. „Við verðum að hjálpa þessu
fólki en getum ekki gert það án
aðstoðar umheimsins."
Ríkisstjórn Bretlands hefur
ákveðið að veita flóttamönnum
neyðaraðstoð að andvirði tuttugu
milljón punda og hélt fyrsta flug-
vélin með hjálpargögnum, aðallega
tjöldum og teppum, áleiðis til Tyrk-
lands í gær. Þetta er fyrsta beina
aðstoðin sem flóttamönnunum er
veitt af vestrænu ríki. John Major,
forsætisráðherra Bretlands, hefur
hins vegar útilokað að uppreisnar-
mönnum í norðurhluta íraks verði
veitt hemaðaraðstoð.
Embættismenn hjá Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna sögðust í gær telja að um
70.000 Kúrdar hefðu þegar flúið
yfír landamærin til íran en bættu
við að þetta væri varlega áætlað.
Sögðu þeir um tíu þúsund flótta-
menn streyma yfir landamærin á
dag. írönsk stjórnvöld sögðu 110
þúsund flóttamenn þegar vera
komna til Irans og að búist væri
við hálfri milljón til viðbótar á
næstu dögum.
Masoud Barzani, einn helsti leið-
togi kúrdískra uppreisnarmanna,
hefur hvatt flóttamennina til að
fara ekki úr landi heldur vera um
kyrrt og beijast til hinsta blóðs-
drop-
------------------
Vaxandi spenna á Kýpur
í kjölfar Flóastríðsins
Nikósíu. Frá Elínu Pálmadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
EFTIRLEIKUR Flóastríðsins hefur aftur vakið upp spennuna
hér á Kýpur þar sem friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna hafa
síðan 1944 staðið á hlutlausu landi sem sker eyjuna milli tyrkn-
eska hlutans og gríska hlutans. „Veggur niðurlægingarinnar“
skiptir borginni Nikósíu í tvennt. Kýpurbúar hér á gríska hlutan-
um segja Kýpurvandann hliðstæðan innrás íraka í Kúveit og
minna á þá staðreynd að samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um Kýpur hafi ekki enn verið framfylgt hér eins og
þar. Fara þeir nú fram á að stórveldin geri á sama hátt gang-
skör að því að kveða niður ofbeldi Tyrkja gegn Grikkjum eins
og það er orðað í blöðum.
Blöðin eru full af vandlætingu
og reiði vegna þess að í gær
höfðu Tyrkir efnt til tveggja daga
heræfinga með landher sínum,
flugher og flota á norðurhluta
eyjarinnar og á hafinu milli Kýp-
ur og Tyrklands en slíkt sé brot
á samkomulagi og ákvörðun
Sameinuðu þjóðanna. Þetta geri
Tyrkir í ögrunarskyni á grískum
páskadögum sem eru nú viku
seinna en okkar páskar.
Georg Ouiarcovou utanríkis-
ráðherra kallaði í gær fyrir sig
fulltrúa stórveldanna fimm í ör-
yggisráðinu og mótmælti þessum
heræfingum Tyrkja sem hann
sagði ekki vera annað en ofbeldi
hemámsveldis. Talsmaður
stjórnarinnar segir að send verði
nefnd á fund framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna.
Grískir Kýpurbúar eru líka
æfir að frétta um för Bentasks,
leiðtoga Tyrkja á Kýpur, á fund
James Bakers utanríkisráðherra
Bandaríkjanna seinna í þessum
mánuði til að tala máli Tyrkja
og að um þessa helgi sé hann
að fara til Ankara til að fá fyrir-
mæli frá Turgut Ozal, forseta
Tyrklands, fyrir för þessa.
Grikkja megin á Kýpur hefur
Vassiliou forseti brugðist hart við
og verið í símasambandi við for-
sætisráðherra Grikklands,
Konstantín Mitsotakis. Hann hef-
ur einnig borið sig saman við
leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Vassiliou forseti er sjálfur á
förum til Bretlands í næstu viku
til fundar við John Major, forsæt-
isráðherra til að fá hann til að
taka afstöðu til samningavið-
ræðna um „réttlæti á Kýpur“ og
nú berast fréttir um að hann
muni í júlí fara til Washington
að hitta George Bush forseta.
Haft er eftir sendiherra Banda-
ríkjanna hér á Kýpur að Banda-
ríkjamenn hafi alltaf viljað að
Kýpur sameinaðist á ný.
Tillögur innan EB:
Þak á útlán-
um banka til
einstakra
viðskiptavina
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) hefur lagt
fram tillögu að reglum um há-
marksútlán banka til stórra við-
skiptavina.
Tillagan gerir ráð fyrir að bönk-
um verði óheimilt að lána sama
viðskiptavini hærri upphæð en
nemur 25% af eigin fé bankans eða
lánastofnunar. Markmið reglnanna
er að koma í veg fyrir að greiðslu-
þrot eins eða fárra viðskiptavina
komi bankanum í kröggur.
Reglumar gera og ráð fyrir að
öll útlán sem eru hærri en 10%
af eigin fé banka verði að tilkynna
til eftirlitsmanna bankans og að
slík útlán megi aldrei nema meiru
en áttföldum eiginfjármunum lán-
takanda. Reglumar eiga að taka
gildi 1. janúar 1993. Gert er ráð
fyrir að smærri bankar og spari-
sjóðir fái fimm ára aðlögunartíma
að reglunum með mögulegri
þriggja ára framlengingu. Þessar
reglur, verði þær samþykktar,
koma til með að gilda innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins (EES) og
þá einnig á Islandi ef um semst.