Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 60
tfgmilHUifrtfe 940/960 - Bifreiö sem þú gelnr Ireyst! LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Morgunblaðið/Sverrir Rauðlitaður vorboði í Hafnarfirði Þær Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Friðbjörg Ragnarsdóttir voru að selja rauðmaga við Fjarðar- götu í Hafnarfirði þegar ljósmyndara Morgunblaðs- ins bar þar að í gær. Þær hafa staðið þarna á hveiju vori í fjórtán ár. Edda Sigurbjörg sagði að faðir sinn, Jói sjóari, hefði dregið þann rauða. Kosningarnar 20. apríl: Sjö flokkar bjóða fram um allt land SJÖ flokkar munu bjóða fram í ölluni kjördæmuni í alþingiskosningun- um 20. apríl næstkomandi, en frestur til að skila inn framboðum rann út á hádegi í gær. Flestir verða framboðslistarnir í Reykjaneskjör- dæml, alls 11, en fæstir á Vestfjörðum, eða 7. I öðrum kjördæmum verða 8 framboðslistar nema í Reykjavík. Þar böfðu borist 9 framboð þegar framboðsfrestur rann út í gær, en 7 mínútum síðar skilaði full- trúi Verkamannaflokks Islands inn 10. framboðinu. Yfirkjörstjórn úr- skurðar í dag livort þetta framboð verður tekið gilt. Frestur til að skila inn framboðs- listum og meðmælendalistum vegna alþingiskosninganna 20. apríl rann út á hádegi í gær. Yfirkjörstjórnir hafa nú farið yfir framboðin eða gera það í dag og mun landskjör- stjórn íjalla um þau eftir helgi. Þeir flokkar, sem bjóða fram um land allt, eru Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkui', Sjálfstæðisfiokkur, Fijálsiyndir, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins. Auk þess bjóða Heimastjórnarsamtökin fram í öllum kjördæmum nema á Vestfjörðum. Flestir framboðslistar komu fram á Reykjanesi, en þar verða í fram- boði, auk þeirra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum, Grænt framboð, Heimastjórnarsamtökin, Verkamannaflokkur íslands og Öfg- asinnaðir jafnaðarmenn. í Reykjavík höfðu 9 framboð bor- ist þegar fresturinn rann út í gær. Auk þeirra sjö flokka, sem alls stað- ar bjóða fram, var skilað inn fram- boðum frá Grænu framboði og Heimastjórnarsamtökunum. Sjö mínútum eftir að framboðsfrestur rann út var skilað inn framboði frá Verkamannaflokki íslands og mun yfirkjörstjórn taka afstöðu til þess í dag, hvort framboð hans verður tek- ið gilt. Hugbúnaðarkerfi fyrir fiskmarkaði þróað: SameiginlegTir fiskmark- aður fyrir allt land í augsýn - segir Logi Þormóðsson, stjórnarformaður Fiskmarkaðar Suðurnesja SAMEIGINLEGUR fiskmarkaður, fjarskiptatengdur í tölvunet, fyrir öll byggðarlög landsins, útgerðir og fiskkaupendur er nú orðinn raun- hæfur möguleiki að mati Loga Þormóðssonar, stjórnarformanns Fisk- markaðar Suðurnesja. Þróað hefur verið hugbúnaðarkerfi hjá Fisk- markaði Suðurnesja, þar sem fjarskiptamarkaður hefur verið rekinn undanfarin þrjú og hálft ár, sem senn verður tilbúið til notkunar. Logi sagði í samtali við Morgun- blaðið í gæi' að á fjarskiptamarkaðn- um hafi verið selt frá sjö til átta höfnum í einu, og kaupendur hafi verið frá fjórum til sex stöðum. „Við höfum verið með hugbúnaðar- kerfi í notkun og í smíðum þennan tíma og teljum okkur nánast vera komna með kerfi sem getur þjónað Handtekinn fyrir ósæmi- lega hegðun í Laugardal MAÐUR var handtekinn við skautasvellið í Laugardal um kvöldmatarleytið í gær fyrir ósæmilega hegðun. Lögreglan fékk tilkynningu um það klukkan 19 að maður- inn hefði flett sig klæðum fyrir framan hóp barna og unglinga, sem voru að leik við skautá- svellið. Að sögn lögreglu á maður þessi við andlega vanheilsu að stríða. landinu þannig, að það getur verið fiskmarkaður á hveijum stað, sem getur verið fjarskiptatengdui' inn í fiskmarkaðsnet og verið jafnframt sjálfstæður í hverju byggðarlagi, þannig að ekki þurfi að flytja til fisk áður en hann er seldur.“ Logi sagði að hægt væri að vera með svæðisuppboð, þar sem margar hafnir á sama svæði bjóða upp á sama tíma með tengingu hvert sem er. Þá sé einnig hægt sé að vera með sérstakt uppboð á einum stað og tengjast kerfinu. Slíkur fjarskiptamarkaður sagði Logi að bjóði ennfremur upp á að menn selji fiskinn á meðan skip er ennþá í hafi, jafnvel óveiddan fisk, og því sé hægt að velja löndunar- höfn eftir því hvernig kaupandi og seljandi semji sín á milli. Þess vegna sé hægt að ákveða löndunarhöfn hvar sem er á landinu, jafnvel er- lendis. Hann sagði að slíkur íjar- skiptamarkaður gæti rofið . þau tengsl sem eru nú á milli veiða og vinnslu og auðveldað sérhæfingu vinnslunnar og verkaskiptingu. Hann sagði að fyrst og fremst þurfi vilja til að koma þessum fjar- skiptamarkaði á. „Þetta er ekki mjög dýrt. Það þarf aðstöðu í hverri höfn og tölvubúnað sem er tengdur þessu hugbúnaðarkerfi. Þessi fjarskiptamarkaður er þró- aður hjá Fiskmarkaði Suðurnesja eftir okkar reynslu og við vitum ekki til þess að annar svona mark- aður sé til í heiminum. Við teljum okkur vera komna með lausn á því að selja fisk í fjarskiptum hvar á landi sem menn vilja. Markmiðið með kerfinu er að færa alls ekki til verstöðvar og hafnir eða fisk til milli hafna, heldur að nýta heima- miðin og fjárfestingarnar sem eru úti í byggðuni landsins með því að opna leið kaupendanna að fiskinum þar sem langt er til næstu byggða,“ sagði Logi Þormóðsson. Þormóður rammi: Sala hluta- bréfa hafin SALA hlutaibréfa í Þormóði raninia hf. meðal Siglfirð- inga hófst fyrir tveimur vik- um. Að sögn Róberts Guð- finnssonar, framkvæmda- stjóra, hefur hún gengið að óskum og á þriðja tug aðila þegar skráð sig fyrir hluta- fé, þó ekki væri um stórar upphæðir að ræða. í kjölfar kaupanna á Þor- móði ramma á síðasta ári var ákveðið að auka hlutafé í hinu nýja hlutafélagi og eiga Sigl- firðingar forkaupsrétt að fyrstu 40 milljónunum að nafnvirði. Bréfin eru seld á genginu 1,25, sem er sama gengi og Drafnar hf. og Egils- síld hf. keyptu sinn hluta á af ríkissjóði. Að sögn Róberts hyggjast eigendurnir bjóða út hlutafé utan Siglufjarðar inn- an skamms. Uppsagnir lijúkrunarfræðinga á Landspítalanum: Kröfur um að dreifa álagi jafnt á deildimar TUTTUGU hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á lyfjadeild Landspít- alans hafa sagt upp störfum og tekur uppsögn þeirra gildi 1. maí næstkomandi. Að sögn starfsfólks á deildinni, er ástæða uppsagn- anna óheyrilegt álag á starfsfólkið. Með uppsögnunum vilja starfs- mennirnir knýja á um að álaginu verði dreift jafnt á allar deildir spítalans. Allir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á deild 14 G, lyfjadeiid Landspítalans, sögðu upp störfum 1. febrúat' síðastliðinn. Þetta er stærsta lyfjadeildin á Landspítalan- um, alls 22 rúm. Óheyrilegt álag hefði verið síðan í maí á síðasta ári, mörg rúm verið á gangi og starfsfólk tekið endalausar auka- vaktir. Þetta ylli því að ekki væri unnt að veita þá þjónustu sem starfsfólkið vildi veita skjólstæðing- um sínum. Starfsmenn segja að orsök þessa álags sé ónóg öldrunarþjónusta í Reykjavík. Stór hluti sjúklinga á deildinni sé aldrað fólk sem þarf að leggja inn á hjúkrunarheimili þegar sjúkradvöl lýkur, en mun vei'r hafi gengið að koma þessum sjúklingum fyrir á slíkum stofnun- um en öldruðum sjúklingum frá öðrum sveitarfélögum. Vistunar- vandamál að lokinni sjúkradvöl hafa verið vegna allt að 16 plássa á deild- inni af þeim 22 sem þar eru. Þetta hefði einnig leitt til þess að ekki hafi verið hægt að taka inn sjúkl- inga af biðlistum og þeir lengst. Þá vilja starfsmenn deildarinnar að álaginu verði dreift jafnt á allar deildir spítalans og hefðu þau mál verið rædd við sjúkrahússyfirvöld. Jákvæð viðbrögð hefðu borist frá stjórn spítalans á sínum tíma en lítið sem ekkert hefði gerst í þessum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.