Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 21 Oskiljanleg út- hlutun á hafnarfé eftir Halldór Blöndal Síðustu dagar þingsins voru ekki til sóma og má raunar segja, að salir og gangar hafi breyst í markaðstorg, þar sem ráðherrarnir voru aðalkaupahéðnarnir. Mestu hrossakauþjn voru í kringum láns- fjárlögin. Óskiljanleg úthlutun á hafnarfé er hluti af þeim, en heim- ildin er sótt í ræðu Páls Pétursson- ar og mun vera á þá leið, að fjár- málaráðherra sé heimilt að taka lán til opinberra framkvæmda og aðgerða í atvinnumálum í byggðar- lögum sem hart hafa orðið úti vegna loðnubrests eða örðugs at- vinnuástands. Af ástæðum mér ókunnum hefur fjái-veitinganefnd skipt þessu fé, 100 millj. kr., þannig, en inni í svigum eru tillögur vita- og hafnar- málastjóra: Ólafsvík 3 millj. kr. (ekkert), Patreksfjörður 5 millj. kr. (ekkert), Bolungarvík 15 millj. kr. (15), Blönduós 16 millj. kr. (ekk- ert), Siglufjörður 12 millj. kr. (18), Raufarhöfn 2 millj. kr. (7), Þórs- höfn 6 millj. kr. (8), Vopnafjörður 6 millj. kr. (6), Seyðisfjörður 3 millj. kr. (5), Neskaupstaður ekk- ert (2), Eskifjörður 4 millj. kr. (4), Reyðarfjörður 14 millj. kr. (20), Grindavík 14 millj. kr. (15). Það vekur athygli, að sumum loðnuhöfnum er sleppt með öllu, þótt þar sé brýn þörf á hafnarfram- kvæmdum og hafi verið lengi. Ég nefni Ólafsfjörð i mínu kjördæmi. Svo sem ekkert kemur í hlut Rauf- arhafnar, þótt nauðsynlegt sé að dýpka innsiglinguna, eftir að loðn- uskipin hafa stækkað, en það er að sjálfsögðu dæmigerð loðnuhöfn. Á hinn bóginn hefur fjárveitinga- nefnd ráðstafað fé til hafna, þar sem aldrei hefur farið sögum af loðnu. Mér eru ekki ljósar forsend- urnar fyrir þeirri úthlutun, en þó virðist ljóst, að ekki hefur verið lagt upp úr því, að mikil umferð sé um þær hafnir, sem hrepptu hnossið. Úthlutun á 100 millj. kr. lánsfé til einstakra hafna er á ábyfgð rík- isstjórnarinnar en ámælisvert, að ekki skyldi frá henni gengið, með- an Alþingi sat, eins og komið hef- Halldór Blöndal „Á hinn bóginn hefur fjárveitinganefnd ráð- stafað fé til hafna, þar sem aldrei hefur farið sögum af loðnu. Mér eru ekki ljósar forsend- urnar fyrir þeirri út- hlutun, en þó virðist ljóst, að ekki hefur ver- ið lagt upp úr því, að mikil umferð sé um þær hafnir, sem hrepptu hnossið.“ ur í ljós. Hlutur Norðurlands eystra liggur eftir. Á undanförnum árum hefur 20-25% hafnarfjár farið í það kjördæmi og hvergi nærri dugað til. í þessari úthlutun fara litlar 8 millj. kr. þangað eða 8%, en loðnu- hafnirnar eru fjórar. Tvær þeirra fá ekki neitt. Hrossakaupin í kringum lánsr Ijárlögin láta sannarlega ekki að sér hæða. Höfundur er alþingismaður Sjálfst-æðisflokksins fyrir Norðurlandskördæmi eystra. T I L B 0 B A R S I N S VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- Dæmi um greiðslumáta: l)Visa/Euro raðgreiðslur í , 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca. 10.888,- Utborgun 27.364,-, afborgun hvern mánuð. á mánuði ca. 3.500,- Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. 1 Kt tfpíOT 1 >1 b Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.