Morgunblaðið - 06.04.1991, Page 15

Morgunblaðið - 06.04.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 15 Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir Kosningastjóri: Jóhannes Óli Garðarsson Kvenfélag Laugar- nessóknar 50 ára eftir JónD. Hróbjartsson i 6. apríl verður kvenfélag Laug- arnessóknar 50 ára, en það var stofnað vorið 1941. Stofnun kvenfélags í Laugar- neshverfi á sínum tíma var mikil lyftistöng fyrir allt kirkjustarf, enda var markmið félagsins að hlúa að málefnum kirkjunnar. Fyrsta verkefni kvenfélagsins var að styðja við kirkjubygginguna, sem nýstofnuð sóknarnefnd skipu- lagði og stóð fyrir. Konur úr kven- félaginu unnu ötullega að fjáröflun fyrir sjálfa kirkjuna og síðar söfn- uðu þær fyrir ýmsum kirkjumun- um. Það tók 8 ár að byggja Laugar- neskirkju, en það var gert á mjög erfiðum tímum stríðsára þegar örðugt var að fá það sem til þurfti. En vegna harðfylgi sóknarnefnd- ar, sóknarprests og safnaðar tókst þetta giftusamlega og kirkjan var vígð 18. desember 1949. Eitt verkefni tóku konur úr kvenfélaginu að sér, sem lengi verður í minnum haft frá þessum tíma. Þær gengu með stóra bók milli allra heimila í sókninni, þar sem íbúamir, sem það gátu, rituðu nöfn sín í og lögðu um leið sinn skerf í byggingasjóðinn. Þessi merka bók liggur frammi í kirkj- unni og er merk heimild um íbúa sóknarinnar, en ekki síst um dugn- að kvennanna sem unnu verkið. Kvenfélag Laugarnessóknar tók sér margt fyrir hendur auk Ijáröfl- unar. Oft buðu þær upp á nám- skeið um ýmis efni, svo sem saumanámskeið, námskeið í fram- sögn. Þá tóku þær að sér reit í Heiðmörk og hafa farið á hveiju vori til að gróðursetja tré. Þessar ferðir voru og eru skemmtilegar og ómissandi liður í starfi félags- ins. Kvenfélagið hefur ávallt haldið félagsfundi fyrsta mánudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina. Lengi voru þessir fundir í fundar- sal kirkjunnar, sem var bæði lítill og þröngur, en þær létu það ekki á sig fá og nutu samfundanna í ríkum mæli. Sérstakar hátíðir héldu konurnar og halda enn, þ.e. jólafund og afmælisfund, en þessir fundir hafa ávallt verið mjög vel sóttir. Árið 1978 tók sr. Garðar Svav- arsson skóflustungu að nýju safn- aðarheimili við kirkjuna. Þetta var langþráður draumur, enda var löngu orðin þörf á meira húsrými fyrir félagsstarfið. Vorið 1983 var Safnaðarheimilið tekið í notkun og átti kvenfélagið sinn þátt í því að safna peningum til byggingar- innar. Margar hæfileikakonur hafa verið í forystu kvenfélagsins þessi 50 ár. Fyrsti formaður fé- lagsins var frú Þuríður Pétursdótt- ir, þá tók við frú Lilja Jónasdóttir. Eftir hana tók við stjórnartaumun- um frú Herþrúður Hermannsdóttir eiginkona fyrsta formanns sóknar- nefndarinnar. Hún starfaði sem formaður í 12 ár, en næstu 12 árin stýrði frú Vivian Svavarsson félaginu, en hún var eiginkona sr. Garðars Svavarssonar. Eftir hana hafa ýmsar konur gegnt for- mennskunni, en núverandi form- aður heitir Hjördís Georgsdóttir. Ekki er svo hægt að fjalla um starf kvenfélags Laugarnessókn- ar, að ekki sé minnst hins merka starfs sem sr. Garðar Svavarsson innti af hendi sem brautryðjandi kirkjulegs starfs í Laugarnes- hverfi. Hann kom til starfa í Lau- garnesi 1986 og var því búinn að .isnlnfnmlivBpiyoir snnsm „Þær gengu með stóra bók milli allra heimila í sókninni, þar sem íbú- arnir, sem það gátu, rituðu nöfn sín í og lögðu um leið sinn skerf í byggingasjóðinn.“ starfa þar í 40 ár þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir haus- tið 1976. Kvenfélagskonurnar báru alltaf mikla virðingu fyrir sr. Garðari, enda starfaði hann mikið með þeim og mat starf þeirra mik- ils. Á 50 ára afmæli kvenfélags Laugarnessóknar vii ég blessa minningu sr. Garðars Svavarsson- ar um leið og ég þakka öllum þeim mörgu sem komið hafa við sögu í öflugu og þróttmiklu starfi kvenfélagsins frá upphafi. Ég bið Guð að blessa allar félagskonur og árna félaginu heilla og blessun- ar á merkum tímamótum. Höfundur er sóknarprestur Laugarnessóknar. Nes- og Melahverfi: Sími: 620185 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmenn: Kolbrún Ólafsdóttir Haraldur Johannessen Kosningastjóri: Þórólfur Halldórsson Vestur- og Miðbæjarhverfi: Sími: 620187 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Brynhildur Andersen Kosningastjóri: Kristján Guðmundsson Austurbær og Norðurmýri: Sími: 620189 Skrifstofa: Ingólfsstræti 5 Starfsmaður: Jens Ólafsson Kosningastjóri: Kristinn Gylfi Jónsson Hlíða- og Holtahverfi: Sími: 82608 Skrifstofa: Valhöll 2. hæð Starfsmaður: Árni Jónsson Kosningastjóri: Jóhann Gíslason Háaleitishverfi: Sími: 82679 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Trausti Þór Ósvaldsson Kosningastjóri: Karl F. Garðarsson Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Sími: 82675 Skrifstofa: Valhöll I. hæð Starfsmaður: Sóphus Guðmundsson Kosningastjóri: Óðinn Geirsson Laugarneshverfi: Sími: 620181 Skrifstofa: Borgartúni 31 Starfsmaður: Ragnar Ragnarsson Kosningastjóri: Axel Eiríksson Langholtshverfi: Sími: 678537 Skrifstofa: Fákafeni 11 Starfsmaður: Helga Jóhannsdóttir Kosningastjóri: Óskar Finnsson Árbæjar-, Seláshverfi og Ártúnsholt: Sími: 674011 Skrifstofa: Hraunbæ 102 b Bakka- og Stekkjahverfi Sími: 670578 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Louise Biering Kosningastjóri: Guðmundur Jónsson Skóga- og Seljahverfi Sími: 670413 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Guðlaug Wium Kosningastjóri: Rúnar Sigmarsson Fella- og Hólahverfi Sími: 670352 Skrifstofa: Gerðubergi I Starfsmaður: Bertha Biering Kosningastjóri: Jón Sigurðsson Grafarvogun Sími: 676460 Skrifstofa: Hverafold 1-3 Starfsmaður: Sigurður Pálsson Kosningastjóri: Hreiðar Þórhallsson Utankjörstaðaskrifstofa: Opið kl. 9.00-22.00 alla daga Skrifstofa: Valhöll, 3. hæð Starfsmenn: Katrín Gunnarsdóttir, sími: 679903 Gísli Jensson, sími: 679938 Kosningastjóri: Óskar V. Friðriksson, sími: 679902 Kosningaskrifstofurnar eru opnar alla virka daga milli kl. 17.00 og 22.00 og um helgar milli klukkan 13.00 og 17.00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á kosningaskrifstofunum virka daga frá kl. 17.30 til 19.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 15.30. Nánari upplýsingar á kosningaskrifstofunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.