Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 1
80 SIÐUR B/LESBOK 77. tbl. 79. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: ANC setur stjórn- inni úrslitakosti Jóhannesarborg. Reuter. NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC) í Suður-Afr- íku, hótaði í gær að hætta samingaviðræðum við stjórn F.W. de Klerks forseta nema tveir af helstu ráðherrum landsins létu al' embætti. Mandela sagði að 8.000 pianns hefðu beðið bana af völdum morð- Staða Norð- ur-J'íoregs og Islands sambærileg - segir Gro Harlem Brundtland Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttarit- ara Morgvnblaðsins. „Sjávarútvegur er alveg jafnmikilvægur fyrir íbúa Norður-Noregs og Islendinga og það stoðar því ekki að segja að Island sé lítið land úti í hafi og verði að fá sérstaka úrlausn sinna mála,“ sagði Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, á fimmtudag, þegar hún var á ferð í Finnmörku í Norður- Noregi með Frans Andries- sen, sem fer með utanríkismál á vegum framkvæmdastjórn- ar Evrópubíindalagsins (EB). Forsætisráðherrann sagði að það hefði ævinlega verið höfuð- krafa norskra stjórnvalda að Noregur og ísland fengju sams konar samninga við EB. Á þann eina hátt væri mögulegt að tFyggja atvinnuöryggi og búsetu í strandhéruðum Norður-Nor- egs. Ekki kæmi til greina að EB-löndin fengju í staðinn að veiða innan norskrar efnahags- lögsögu. Framkvæmdastjórn EB hefur gefið í skyn að hún gæti hugsað sér að finna sérlausn á vanda- málum íslendinga þar sem þeir ættu allt sitt undir útfiutningi sjávarafurða. sveita, bardaga milli stríðandi fylk- inga blökkumanna og aðgerða ör- yggissveita frá því átök og óeirðir brutust út í blökkumannabyggðum landsins í september 1984. Ráðu- neyti varnar- og lögreglumála væru ábyrg fyrir öllum þessum drápum og því bæri að víkja Adriaan Vlok, ráðherra lögreglumála, og Magnus Malan, varnarmálaráðherra, úr stjórninni. Fréttaskýrendur í Suður-Afríku töldu afar ólíklegt að de Klerk gengi að skilyi'ðum Mandela. „Það myndi jafngilda viðurkenningu á því að Afríska þjóðarráðið stjórnaði í raun landinu en ekki ríkissQórnin," sagði einn þeirra og bætti við að de Klerk ætti í vök að verjast vegna gagnrýni hægrimanna. Reuter Á stærri myndinni eru kúrdískar konur ásamt börnum sinum við landamæri Tyrklands að Irak. Tvær milljónir Kúrda hafa lagt á flótta undan íraska stjórnarhernum til Tyrklands og Irans. Kúrdar niótmæltu ofsóknum gegn kúrdíska minnihlutanum í írak við sendi- ráð landsins víða um heim í gær. Hleypt var af byssum út um glugga á írösku ræðismannsskrifstofunni í Istanbui og beið einn maður bana, auk þess sem tveir særðust alvarlega. Ennfremur var skotið á hóp mótmælenda úr iraska sendiráðinu í Prag en enginn varð fyrir skoti. Innfellda myndin er frá mótmælum Kúrda í Sofíu. Irakar sakaðir um tortím- ingarherferð gegn Kúrdum Bandaríski flugherinn sendir hjáipargögn til flóttamanna í norðurhluta íraks Nikosíu, Damaskus, Sameinuðu þjóðunum, Brussel, Newport Beach. Reuter, The Daily SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) komu saman í Brussel í gær og sökuðu írösku stjórnina um alvarleg mann- réttindabrot gegn Kúrdum eftir uppreisn þeirra gegn Saddam Huss- ein Iraksforseta. I öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var rædd álykt- unartillaga um að fordæma „ofsóknir gegn íröskum borgurum". Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að írakar væru að heyja „tortímingarstríð" gegn kúrdiska minnihlutanum. George Bush Bandaríkjaforseti sagði i gærkvöldi að bandaríski flug- herinn myndi hefja Hutninga á hjálpargögnum til kúrdiskra flótta- manna í norðurhluta Iraks á sunnudag. Byltingai'i’áð íraks, undir for- sæti Saddams Husseins, kom saman í Bagdad og samþykkti að veita kúrdískum uppreisnarmönnum sak- aruppgjöf. Kúrdar, sem hafa flúið landið, fengu tveggja vikna frest til Telegraph. að fallast á tilboðið og snúa heim. Sendiherra íraks í Bi'ussel sagði í gærkvöldi að írösk stjórnvöld hefðu óskað eftir því að alþjóðleg nefnd yrði send til landsins tii að kanna hvernig farið væri með Kúrda. Talsmaður Lýðræðisflokks Kúrda í Damaskus sagði að tilboð Saddams væri „viðbjóðslegur brandai'i“ og græddi ekki sár kúrdísku þjóðarinn- ar eftir grimmdai'verk íraska stjórn- arhersins. „Kúrdísku flóttamennirn- ir hafa orðið vitni að íjöldamorðum á Kúrdum í Kirkuk og fleiri íröskum Sovétríkin: Verfcfall námamanna breiðist út Aukin völd Jeltsíns staðfest á rússneska þinginu Moskvu. Reuter. OHÁÐ samtök námamanna í Sovétríkjunum halda fast við kröfur sínar um afsögn Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Sovét- stjórnarinnar allrar og vísa á bug tilboði um tvöfalt hærri laun. Hundruð þúsunda kolanámamanna hafa nú verið i verkfalli í sex vikur og virðist það sífellt breiðast út. Talið er að vaxandi ókyrrð og efnahagsóreiða hafi valdið því að fulltrúaþing Rússlands sam- þykkti endanlega í gær tillögur um stóraukin völd Borís Jeltsíns forseta og tillögu hans um að forseti verði þjóðkjörinn. í gær var skýrt frá því að starfsmenn í mikilvægum kal- íumáburðarnámum hefðu lagt niður störf og til skyndiverkfalla kom í Minsk vegna verðhækkana á lífsnauðsynjum. Þar var einnig krafist afsagnar Gorbatsjovs. Það hefur styrkt mjög stöðu Jeltsíns að verkfallsmenn leggja æ meiri þunga í kröfuna um afsögn Gor- batsjovs en rússneski forsetinn setti fram sömu kröfu í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu. Hann vill að ráð forseta lýðveldanna 15 taki við völdum í Sovétríkjunum. Sovéski forsætisráðherrann, Val- entín Pavlov, gaf í skyn í gær að iaun allra verkamanna í landinu yrðu senn hækkuð. Aukaþing rússneska þingsins var á sínum tíma kallað saman gagngert til þess að harðlínu- menn gætu borið fram vantraust á Jeltsín, er sagði sig úr komm- únistaflokknum sl. sumar, en vopnin virðast hafa snúist í hönd- um þeirra. Samtök miðjumanna er nefna sig Lýðræðissinnaða kommúnista snerust á sveif með forsetanum og fengu tillögur um tilskipanavald hans og beint forsetakjör 12. júní nk. 607 at- kvæði í lokaatkvæðagreiðslu gær. Aðeins 228 voru á móti og 100 sátu hjá. Jeltsín er talinn öi'uggur um sigur í forsetakjöri. Ljóst er að staða hans í valdabaráttunni við Gorbatsjov myndi styrkjast mjög við slík úrslit en Sovétleið- toginn hefur aldrei boðið sig fram í raunverulegum lýðræðiskosn- ingum. Einn af fulltrúum miðjumanna á rússneska þinginu, Anatólíj Búgrímov undirofui'sti, fagnaði úrslitunum en sagðist ekki viss um að aukin völd Jeltsíns og ríkis- stjórnarinnar dygðu í baráttunni gegn harðlínukömmúnistum. „Öfl sem halda í reynd um valdataum- ana munu gera allt til að bregða fyrir hann fæti,“ sagði Búgrímov. Míkhaíl Gorbatsjov fékk völd til að stjórna Sovétríkjunum með til- skipunum fyrir ári en stjórnir ein- stakra lýðvelda hafa margar hundsað fyrirmæli hans. borgum,“ bætti hann við. í yfirlýsingu frá sendiherrum NATO sagði að aðildarríki banda- lagsins fordæmdu harðlega „grimmdarlega kúgun“ og „víðtæk mannréttindabrot" íraka og hvöttu stjórnvöld í Bagdad til að stöðva ofsóknii'nar gegn Kúrdum. Frakkar, Bandaríkjamenn og Bretar beittu sér fyrir því að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi stjói-nvöld í írak og krefðist þess að alþjóðastofmmum yrði heimilað að koma flóttanmnnum innan landa- mæra landsins tii hjálpar. Sovét- menn og Kmw'ijar, sem geta bcilt neitunai-valdi i ráðinu, voru tregir til að samþykkj i ályktun þessa ol'nis þar sem þeir lila svo á að hcr sé um innanríkismál að ræða og af- skipti ráðsins geti haft fordæmisgildi. Hans-Dietrich Genscher sagði að ekki kæmi til greina að aflétta við- skiptabanninu, sem sett var á íraka eftir innrásina í Kúveit í fyrra, fyrr en írösk stjórnvöld stöðvuðu ofsókn- irnar gegn Kúrdum. Þjóðarmorð getur aldrei talist innanríkismál því slíkt snertir alla heimsbyggðina. Þetta þjóðarmorð stefnir friðnum í hættu eins og fjöldaflótti Kúrdanna sýnir,“ sagði hann. George Busli skýrði frá því að bandaríski flugherinn myndi senda matvæli, teppi, fatnað og hjúkrun- argögn til kúrdískra flóttamanna í norðurhluta íraks. James Baker, utanrikisráðhei'ra Bandaríkjanna, færi til landamæra Tyrklands að Irak til að kanna flóttamannavand- ann. Baker fer á sunnudag í aðra ferð sína til Mið-Austurlanda eftir stríðið fyrit' botni Persaflóa. Sjá fréttir á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.