Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 2

Morgunblaðið - 18.04.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ" FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 Helmingur stuðnings- manna V- og G-lista hef- ur íhugað að kjósa aðra MIKIL hreyfing virðist vera á kjósendum vikurnar fyrir kosn- ingar, ef marka má svör í skoð- anakönnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Tæpur þriðjungur þeirra, sem segist styðja einhvern flokk, svarar ját- andi þeirri spurningu, hvort til greina hafi komið á síðastliðnum fjórum vikum að kjósa einhvem annan flokk. Um 53% stuðningsmanna Kvennalistans og um 46% þeirra, sem segjast ætla að kjósa Alþýðu- bandalagið, segja að til greina hafí komið undanfarið að kjósa einhvern annan flokk. Hlutfallið hjá Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki er um Flugmannadeilan: Arangurs- laus sátta- fundur SÁTTAFUNDUR flugmanna og Flugleiða með ríkissátta- semjara í gær varð árangurs- laus. Forsvarsmenn flug- manna segjast bíða eftir til- boði frá Flugleiðum. Fundurinn með ríkissátta- semjara stóð í tæpar þrjár klukkustundir áður en slitnaði upp úr. „Það kom ekkert út úr þessum fundi. Það var ekki samkomulag um peningamálin og því er allt strand í bili en við hittumst aftur eftir helg- ina,“ sagði Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari eftir fundinn í gærkvöldi. „Við erum að bíða eftir til- boði frá Flugleiðum. Við höfum unnið sameiginlega í tíu daga að róttækum breytingum á vinnutíma okkar. Þeir virðast ekki hafa áhuga á að borga neitt fyrir það og við bíðum bara eftir tilboði,“ sagði Geir Garðarsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna í gær. 35%, en 20% hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Félagsvísindastofnun telur að þessar niðurstöður sýni að stór hluti kjósenda sé enn, í síðustu viku fyrir kosningar, að einhveiju leyti óráðinn. „Er því jafnlíklegt að fylgi flokka verði að breytast fram á síðasta dag. Kosningabaráttan mun því væntanlega skipta afar miklu máli,“ segir í skýrslu stofnunarinnar um niðurstöðurnar. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 13.-15. apríl. Hlutfall óráð- inna svarenda var 4,8%, en Félags- vísindastofnun spyr þriggja spurn- inga til þess að fækka óráðnum svar- endum. Þeir, sem ekki segjast vita hvernig þeir ætla að kjósa, eru spurðir áfram hvaða flokk sé líkleg- ast að þeir kjósi. Ef þeir segjast enn ekki vita svarið, er spurt hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk. Þannig er dregið úr kerfisbundinni skekkju, sem kemur fram í því, að fylgi Sjálfstæðisflokksins er veru- lega ýkt ef ein spurning er látin nægja. sjá bls. 36. Ökumaður bifhjóls beið bana OKUMAÐUR bifhjóls lést í hörðum árekstri á Laugavegi síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að jeppabifreið var ekið vestur Laugaveg og sveigt yfir götuna, að innkeyrslu við Hekluhúsið. Bif- hjólið var á leið austur Laugaveg- -inn og skall það af miklu afli á hlið bífreiðarinnar. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra; Allir ráðherramir sagt veiði- heimildir fyrir veiðiheimildir Aldrei komið til greina að samþykkja aðgang skipa EB að fiskimiðum okk- ar, segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra „ÞETTA er nú svo fáránlegt, að ég hef varla heyrt annað eins,“ sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður álits á þeirri staðhæfingu Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra í blaðinu, að Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefði í tvígang léð máls á gagnkvæmum veiðiheim- ildum í viðræðum við EB. „Við í ríkisstjórninni höfum allir sagt og talið það vera klókt: Við skul- um ræða um veiðiheimildir fyrir veiðiheimildir. Með því höfum við allir talið okkur stinga upp í Evrópubandalagið," sagði for- sætisráðherra. -Steingrímur sagði að í meira en áratug hefði verið bent á kolmunn- ann sem vannýttan stofn hér við land. „Við höfum alltaf sagt að það væri einn fiskistofn hér við landið, sem við viðurkenndum að væri ekki fullnýttur og það er kol- munninn. En enginn hefur haft áhuga á því að nýta hann,“ sagði Steingrímur og bætti því við að hann skildi ekkert í utanríkisráð- herra að bjóða upp á slíkan mál- flutning sem hann hefði gert í sinni fáránlegu grein í gær. Halldór Ásgrímsson sjávarút- Ihuga að yfírtaka stjómun á nýtingu sjávarspendýra Vaxandi óánægja þjóðanna við Norður-Atlantshaf með Alþjóða hvalveiðiráðið vegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafí í Morgunblaðinu í gær ráðist að sér með ómaklegum hætti fyrir tilraunir hans til að afla mál- stað íslands í fískveiðimálum skiln- ings meðal aðildarríkja Evrópu- bandalagsins og innan fram- kvæmdastjómar þess. „Krafa Evrópubandalagsins hef- ur eins og kunnugt er jafnan verið sú að gegn aðgangi fyrir sjávaraf- urðir að markaði bandalagsins þurfi að koma aðgangur skipa bandalagsins að fískimiðum. Að sjálfsögðu hefur aldrei af hálfu okkar Islendinga komið til greina að ljá máls á þeirri kröfu og höfum við utanríkisráðherra verið sam- mála um að hafna öllu slíku af fullri einurð,“ segir sjávarútvegs- ráðherra í grein sinni. Sjá grein Halldórs Ásgríms- sonar á bls. 34. ENGIN ákvörðun var um það tek- in á fjórðu alþjóðlegu ráðstefn- unni um skynsamalega nýtingu sjávarspendýra, hvort þátttöku- þjóðirnar segðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, fallist það ekki á fundi sínum í vor að leyfa tak- markaðar veiðar á hval á ný. {lins vegar eru þjóðirnar ákveðnar í áframhaldandi samstarfi og kanna möguleika á stofnun sér- stakrar svæðisbundinnar alþjóða- stofnunar til að stjórna nýtingu samciginlegra sela- og hvala- stofna í Norður-Atlantshafi. Þjóðimar, sem að þessari ráð- stefnu standa, eru íslendingar, Norð- menn, Grænlendingar, Færeyingar, Japanir og Sovétmenn. Á fundinum voru áheymarfulltmar frá Kanada og Alaska. Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um mögu- lega úrsögn úr Hvalveiðiráðinu, enda sé það ekki í verkahring þessarar ráðstefnu, heldur ríkisstjórnar hverr- ar þjóðar fyrir sig. Á hinn bóginn sé því ekki að leyna, að mikil óán- ægja ríki með störf vísindanefndar ráðsins og ráðsins sjálfs og því sé komin fram sú hugmynd, að stofna Morgunblaðið/KGA Niðurstöður ráðstefunnar kynntar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, Karsten Kleppsvig, ráðuneytissljóri norska sjávarút- vegsráðuneytisins, John Petersen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Einar Lemche frá grænlensku heimastjórninni og Kaj Egede, sjávar- útvegsráðherra Grænlands. svæðisbundna nefnd til nýtingar sjávarspendýra á þessum slóðum. Steinar Bastesen, formaður félags norskra hvalfangara, segir vaxandi óánægju með störf Hvalveiðiráðsins og að sínu mati hljóti að fara að koma að því, að þessar fyrrum hval- veiðiþjóðir segi sig úr ráðinu, „fari það ekki að vinna af skynsemi". Ráðstefnan ítrekaði í samþykkt sinni í gær, að stórauknar rannsókn- ir á ástandi hvalastofna hafa verið framkvæmdar frá þeim tíma, sem Alþjóða hvalveiðiráðið ákvað tíma- bundna stöðvun hvalveiða í atvinnu- skyni. Niðurstöður þessara rann- sókna sýni mjög greinilega að sumir hvalastofnar séu sterkir og gætu vel þolað varanlega nýtingu. Þannig hafi vísindanefnd Hvalveiðiráðsins til dæmis komist að þeirri niðurstöðu að stærð hrefnustofnsins á hafsvæð- inu við Suðurheimskautið sé um 760.000 dýr. Á sama hátt sýni niður- stöður á mati stofnstærðar langreyð- ar og hrefnu í Norður-Atlantshafí, að stærð og ástand þessara stofna skapi ótvírætt grundvöll fyrir trygga og sjálfbæra nýtingu. Ráðstefnan fjallaði einnig um og lýsti yfír áhyggjum yfír að vísinda- nefnd Halveiðiráðsins hefði hvað eft- ir annað brugðist skyldu sinni varð- andi framsetningu hagnýtra stjórn- unarreglna á grundvelli nýrrar þekk- ingar. Þá var vakin sérstök athygli á nauðsyn þess að ákvæðum Alþjóða- sáttmálans um stjórn hvalveiða frá 1946 sé réttilega framfylgt, sérstak- lega varðandi stjórn og umsjón hval- veiða. Á ráðstefnunni var ákveðið að aðilar fundarins haldi áfram sam- vinnu á þessum vettvangi og að boð- að skuli til fímmtu alþjóðlegu ráð- stefnunnar um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra á Grænlandi í apríl á næsta ári. Sjálfstæðis- flokkurinn: Útifundur á Lækjartorgi Útifundur á vegum Sjálf- stæðisflokks verður haldinn á Lækjartorgi í dag og hefst hann kl. 17.30. Framsögu- menn á fundinum verða Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og Þuríður Páls- dóttir, sem skipar 10. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Fundarsljóri verð- ur Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Björgvin Halldórsgon, Egill Olafsson og Rut Reginalds ásamt hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar munu flytja íslenska tónlist frá kl. 17.00 og aftur þegar ræðumenn hafa lok- ið máli sínii.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.