Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.04.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ" FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991 Helmingur stuðnings- manna V- og G-lista hef- ur íhugað að kjósa aðra MIKIL hreyfing virðist vera á kjósendum vikurnar fyrir kosn- ingar, ef marka má svör í skoð- anakönnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Tæpur þriðjungur þeirra, sem segist styðja einhvern flokk, svarar ját- andi þeirri spurningu, hvort til greina hafi komið á síðastliðnum fjórum vikum að kjósa einhvem annan flokk. Um 53% stuðningsmanna Kvennalistans og um 46% þeirra, sem segjast ætla að kjósa Alþýðu- bandalagið, segja að til greina hafí komið undanfarið að kjósa einhvern annan flokk. Hlutfallið hjá Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki er um Flugmannadeilan: Arangurs- laus sátta- fundur SÁTTAFUNDUR flugmanna og Flugleiða með ríkissátta- semjara í gær varð árangurs- laus. Forsvarsmenn flug- manna segjast bíða eftir til- boði frá Flugleiðum. Fundurinn með ríkissátta- semjara stóð í tæpar þrjár klukkustundir áður en slitnaði upp úr. „Það kom ekkert út úr þessum fundi. Það var ekki samkomulag um peningamálin og því er allt strand í bili en við hittumst aftur eftir helg- ina,“ sagði Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari eftir fundinn í gærkvöldi. „Við erum að bíða eftir til- boði frá Flugleiðum. Við höfum unnið sameiginlega í tíu daga að róttækum breytingum á vinnutíma okkar. Þeir virðast ekki hafa áhuga á að borga neitt fyrir það og við bíðum bara eftir tilboði,“ sagði Geir Garðarsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna í gær. 35%, en 20% hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Félagsvísindastofnun telur að þessar niðurstöður sýni að stór hluti kjósenda sé enn, í síðustu viku fyrir kosningar, að einhveiju leyti óráðinn. „Er því jafnlíklegt að fylgi flokka verði að breytast fram á síðasta dag. Kosningabaráttan mun því væntanlega skipta afar miklu máli,“ segir í skýrslu stofnunarinnar um niðurstöðurnar. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 13.-15. apríl. Hlutfall óráð- inna svarenda var 4,8%, en Félags- vísindastofnun spyr þriggja spurn- inga til þess að fækka óráðnum svar- endum. Þeir, sem ekki segjast vita hvernig þeir ætla að kjósa, eru spurðir áfram hvaða flokk sé líkleg- ast að þeir kjósi. Ef þeir segjast enn ekki vita svarið, er spurt hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk. Þannig er dregið úr kerfisbundinni skekkju, sem kemur fram í því, að fylgi Sjálfstæðisflokksins er veru- lega ýkt ef ein spurning er látin nægja. sjá bls. 36. Ökumaður bifhjóls beið bana OKUMAÐUR bifhjóls lést í hörðum árekstri á Laugavegi síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að jeppabifreið var ekið vestur Laugaveg og sveigt yfir götuna, að innkeyrslu við Hekluhúsið. Bif- hjólið var á leið austur Laugaveg- -inn og skall það af miklu afli á hlið bífreiðarinnar. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra; Allir ráðherramir sagt veiði- heimildir fyrir veiðiheimildir Aldrei komið til greina að samþykkja aðgang skipa EB að fiskimiðum okk- ar, segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra „ÞETTA er nú svo fáránlegt, að ég hef varla heyrt annað eins,“ sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður álits á þeirri staðhæfingu Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra í blaðinu, að Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefði í tvígang léð máls á gagnkvæmum veiðiheim- ildum í viðræðum við EB. „Við í ríkisstjórninni höfum allir sagt og talið það vera klókt: Við skul- um ræða um veiðiheimildir fyrir veiðiheimildir. Með því höfum við allir talið okkur stinga upp í Evrópubandalagið," sagði for- sætisráðherra. -Steingrímur sagði að í meira en áratug hefði verið bent á kolmunn- ann sem vannýttan stofn hér við land. „Við höfum alltaf sagt að það væri einn fiskistofn hér við landið, sem við viðurkenndum að væri ekki fullnýttur og það er kol- munninn. En enginn hefur haft áhuga á því að nýta hann,“ sagði Steingrímur og bætti því við að hann skildi ekkert í utanríkisráð- herra að bjóða upp á slíkan mál- flutning sem hann hefði gert í sinni fáránlegu grein í gær. Halldór Ásgrímsson sjávarút- Ihuga að yfírtaka stjómun á nýtingu sjávarspendýra Vaxandi óánægja þjóðanna við Norður-Atlantshaf með Alþjóða hvalveiðiráðið vegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra hafí í Morgunblaðinu í gær ráðist að sér með ómaklegum hætti fyrir tilraunir hans til að afla mál- stað íslands í fískveiðimálum skiln- ings meðal aðildarríkja Evrópu- bandalagsins og innan fram- kvæmdastjómar þess. „Krafa Evrópubandalagsins hef- ur eins og kunnugt er jafnan verið sú að gegn aðgangi fyrir sjávaraf- urðir að markaði bandalagsins þurfi að koma aðgangur skipa bandalagsins að fískimiðum. Að sjálfsögðu hefur aldrei af hálfu okkar Islendinga komið til greina að ljá máls á þeirri kröfu og höfum við utanríkisráðherra verið sam- mála um að hafna öllu slíku af fullri einurð,“ segir sjávarútvegs- ráðherra í grein sinni. Sjá grein Halldórs Ásgríms- sonar á bls. 34. ENGIN ákvörðun var um það tek- in á fjórðu alþjóðlegu ráðstefn- unni um skynsamalega nýtingu sjávarspendýra, hvort þátttöku- þjóðirnar segðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, fallist það ekki á fundi sínum í vor að leyfa tak- markaðar veiðar á hval á ný. {lins vegar eru þjóðirnar ákveðnar í áframhaldandi samstarfi og kanna möguleika á stofnun sér- stakrar svæðisbundinnar alþjóða- stofnunar til að stjórna nýtingu samciginlegra sela- og hvala- stofna í Norður-Atlantshafi. Þjóðimar, sem að þessari ráð- stefnu standa, eru íslendingar, Norð- menn, Grænlendingar, Færeyingar, Japanir og Sovétmenn. Á fundinum voru áheymarfulltmar frá Kanada og Alaska. Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um mögu- lega úrsögn úr Hvalveiðiráðinu, enda sé það ekki í verkahring þessarar ráðstefnu, heldur ríkisstjórnar hverr- ar þjóðar fyrir sig. Á hinn bóginn sé því ekki að leyna, að mikil óán- ægja ríki með störf vísindanefndar ráðsins og ráðsins sjálfs og því sé komin fram sú hugmynd, að stofna Morgunblaðið/KGA Niðurstöður ráðstefunnar kynntar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, Karsten Kleppsvig, ráðuneytissljóri norska sjávarút- vegsráðuneytisins, John Petersen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Einar Lemche frá grænlensku heimastjórninni og Kaj Egede, sjávar- útvegsráðherra Grænlands. svæðisbundna nefnd til nýtingar sjávarspendýra á þessum slóðum. Steinar Bastesen, formaður félags norskra hvalfangara, segir vaxandi óánægju með störf Hvalveiðiráðsins og að sínu mati hljóti að fara að koma að því, að þessar fyrrum hval- veiðiþjóðir segi sig úr ráðinu, „fari það ekki að vinna af skynsemi". Ráðstefnan ítrekaði í samþykkt sinni í gær, að stórauknar rannsókn- ir á ástandi hvalastofna hafa verið framkvæmdar frá þeim tíma, sem Alþjóða hvalveiðiráðið ákvað tíma- bundna stöðvun hvalveiða í atvinnu- skyni. Niðurstöður þessara rann- sókna sýni mjög greinilega að sumir hvalastofnar séu sterkir og gætu vel þolað varanlega nýtingu. Þannig hafi vísindanefnd Hvalveiðiráðsins til dæmis komist að þeirri niðurstöðu að stærð hrefnustofnsins á hafsvæð- inu við Suðurheimskautið sé um 760.000 dýr. Á sama hátt sýni niður- stöður á mati stofnstærðar langreyð- ar og hrefnu í Norður-Atlantshafí, að stærð og ástand þessara stofna skapi ótvírætt grundvöll fyrir trygga og sjálfbæra nýtingu. Ráðstefnan fjallaði einnig um og lýsti yfír áhyggjum yfír að vísinda- nefnd Halveiðiráðsins hefði hvað eft- ir annað brugðist skyldu sinni varð- andi framsetningu hagnýtra stjórn- unarreglna á grundvelli nýrrar þekk- ingar. Þá var vakin sérstök athygli á nauðsyn þess að ákvæðum Alþjóða- sáttmálans um stjórn hvalveiða frá 1946 sé réttilega framfylgt, sérstak- lega varðandi stjórn og umsjón hval- veiða. Á ráðstefnunni var ákveðið að aðilar fundarins haldi áfram sam- vinnu á þessum vettvangi og að boð- að skuli til fímmtu alþjóðlegu ráð- stefnunnar um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra á Grænlandi í apríl á næsta ári. Sjálfstæðis- flokkurinn: Útifundur á Lækjartorgi Útifundur á vegum Sjálf- stæðisflokks verður haldinn á Lækjartorgi í dag og hefst hann kl. 17.30. Framsögu- menn á fundinum verða Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og Þuríður Páls- dóttir, sem skipar 10. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Fundarsljóri verð- ur Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Björgvin Halldórsgon, Egill Olafsson og Rut Reginalds ásamt hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar munu flytja íslenska tónlist frá kl. 17.00 og aftur þegar ræðumenn hafa lok- ið máli sínii.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.